Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 22
AP KIM Dae-Jung, forseti Suður- Kóreu, sagði í gær að sögulegur fundur leiðtoga Japans og Norð- ur-Kóreu í fyrradag myndi liðka fyrir friðarumleitunum á Kóreu- skaganum, sem nú eru hafnar að nýju. Var því fagnað mjög í gær að í dag skuli verða hafist handa við það báðum megin landamæra Kóreuríkjanna tveggja að koma aftur í nothæft form járnbraut- arlínum sem tengja Norður-Kóreu og Suður-Kóreu, en sem ekki hafa verið notaðar í fimmtíu ár. Samskipti Kóreuríkjanna hafa verið fjandsamleg um áratuga skeið. Fyrir tveimur árum virtist vera komin þíða í samskiptin en þær friðarumleitanir runnu út í sandinn. Fundur Junichiros Koiz- umis, forsætisráðherra Japans, með Kim Jong-Il, forseta Norður- Kóreu, í Pyongyang á þriðjudag virðist hins vegar hafa hleypt nýju blóði í friðarumleitanirnar. Jong-Il viðurkenndi á fundinum í fyrsta sinn að Norður-Kóreu- menn hefðu rænt 11 japönskum borgurum á áttunda og níunda áratugnum og sagði hann að nokkrir þeirra væru enn á lífi. Með játningunni ruddi Jong-Il brautina fyrir eiginlegar við- ræður Japana og Norður- Kóreumanna um bætt samskipti ríkjanna. Járnbrautarlínur milli Kóreuríkjanna notaðar á ný ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Íslands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking. Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar. Vöruþróun. Tölvunotkun í áætlanagerð. Vörustjórnun. Viðskiptasiðferði. Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölumennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónar- maður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam BANDARÍSKA umhverfisstofn- unin kynnti um miðjan þennan mánuð nýjar reglur, sem ætlað er að draga verulega úr mengun frá ýmsum farartækjum, sem hafa hingað til verið undir litlu sem engu eftirliti hvað þetta varðar. Er einkum um að ræða vélsleða, fjórhjól og torfæruvél- hjól en mengunin frá þeim er gífurleg að því er fram kemur í New York Times. Þegar áhrifa nýju reglugerð- arinnar verður farið að gæta að fullu upp úr 2012 mun það jafn- gilda því, að 15% bandaríska bílaflotans, 30 millj. bíla, hafi verið tekin úr umferð. Í reglunum segir, að árið 2006 eigi að vera búið að draga úr útblæstri vatnskolefnis og kol- sýrlings frá vélsleðum um 30% en það eru tvígengisvélarnar í þeim og fyrrnefndum tækjum, sem eru svo skelfilega meng- andi. Hafa umhverfissinnar lengi barist fyrir reglum um vél- sleðana, sem þeir segja verri en nokkuð annað, og benda þá meðal annars á rannsóknir, sem virðast sýna, að vélsleði, sem gengur í sjö klukkustundir á fullu blússi, mengi að sumu leyti jafn mikið og sparneytinn bíll í 160.000 km akstri. Vilja banna vélarnar Árið 2012 á að vera búið að minnka útblásturinn enn frekar en reglurnar munu einnig ná til dísilvéla í skemmtibátum, sem eru 50 hestöfl eða stærri, og til margra annarra tækja, til dæm- is gaffallyftara. Í Bandaríkjunum eru nú um 200 millj. bifreiða en vélsleð- arnir eru 1,2 millj. Fjölgar þeim um 150.000 árlega. Fjórhjól og önnur slík tæki eru 800.000 og torfæruvélhjólin 200.000. Nýju reglurnar segja ekkert um það hvers konar vélar snjó- sleðaframleiðendur megi nota og umhverfissinnar eru ekki ánægðir með það. „Skítugar, hávaðasamar tví- gengisvélar eru mestu mengun- arvaldar á jörðinni og því er það hneyksli að leyfa þær,“ sagði Russell Long, talsmaður einna samtaka umhverfisverndar- sinna. Nýjar mengun- arreglur um vélsleða Tvígengisvélar sagðar mestu mengunarvaldar á jörðinni GERA má ráð fyrir því að Saddam Hussein Íraksforseti og nánustu samstarfsmenn hans muni græða rúmlega tvo milljarða dollara, um 176 milljarða ísl. króna, á þessu ári með því að skattleggja ólöglega olíusölu og skipuleggja smygl í trássi við við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna, segir í grein í The Washington Post. Öryggisráð SÞ setti viðskiptabann á Írak vegna hernáms Kúveits 1990. Árið 1996 var slakað á banninu og ákveðið að Írakar mættu selja nokk- urt magn olíu til að afla bráðnauðsyn- legs gjaldeyris fyrir mat, lyfjum og öðrum varningi. Eru tekjurnar af þessum útflutningi nú um sex millj- arðar dollara á ári, um 500 milljarðar króna. En Írakar hafa farið langt fram úr leyfilegu magni með því að stunda geysimikið smygl til grann- landanna og segja sérfræðingar tíma- ritsins The Economist að þeir flytji nú út álíka mikið af olíu og þeir gerðu fyrir 1990. Einnig semja Íraksforseti og félagar hans við kaupendur lög- legu olíunnar um sérstök umboðslaun undir borðið. Stórveldin hafa ekki reynt að hamla gegn smyglinu, að sögn vegna tillits til hagsmuna Sýrlendinga, Tyrkja og Jórdaníumanna. Tvær síð- arnefndu þjóðirnar eru mikilvægir bandamenn vesturveldanna í stríðinu gegn hryðjuverkum og þessar þjóðir hagnast allar mjög á ólöglegu við- skiptunum. The Washington Post byggir greinina m.a. á upplýsingum sem koma fram í skýrslu er óháð stofnun, Samtök um alþjóðlegt réttlæti, hugð- ist birta í vikunni. Sagt er að árið 1996 hafi ólöglegur hagnaður Saddams og félaga hans verið um 471 milljón doll- ara, rúmir fjörutíu milljarðar króna. Síðan hafi fjárhæðin vaxið stöðugt og verið 2,2 milljarðar dollara í fyrra en gæti orðið 2,5 milljarðar á þessu ári. Stofnanir SÞ taka ekki saman tölur um þessi efni en stjórnvöld í Evrópu- löndum og Bandaríkjunum hafa kom- ist að svipaðri niðurstöðu. Hörð gagn- rýni kemur fram í skýrslunni á SÞ og aðildarríki samtakanna fyrir að loka augunum fyrir þessum augljósu brot- um á samþykktum öryggisráðsins. Hörð gagnrýni á SÞ „Aðildarríki öryggisráðsins og rík- isstjórnir á svæðinu hafa fyrir allra augum stutt stjórnvöld í Bagdad og mælt með því að viðskiptabanni verði aflétt en fengið í staðinn loforð um gróðavænlega viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði SÞ [um viðskipti Íraka við önnur lönd],“ segir í skýrsl- unni. Saddam Hussein hefur notað hluta teknanna til að kaupa sér hollustu undirmanna sinna, fjármagna leyni- legar vopnatilraunir og efla öryggis- lögregluna. Skýrslan fjallar einnig um valdabrölt og fjármálavafstur sona Saddams, Udais og Qusais. Hlutur Qusais, sem er 36 ára, hefur vaxið síðustu árin á kostnað Udais sem er 38 ára gamall. Udai Hussein er sagður vera taumlaus svallari og ofbeldisseggur en hann var lengi stjórnandi fjármálaveldis föðurins, þ. á m. smyglleiðanna. Qusai stýrir varnarmálum, leyniþjónustu og ör- yggismálum. „Báðir hafa þeir sýnt og sannað að þeir eru ruddalegir, ósvífnir og mis- kunnarlausir en stíllinn er ólíkur. Þeir eru sjaldan sammála og hafa lengi keppt um völd,“ segir í skýrsl- unni. Íraskir ráðamenn raka saman smyglgróða Tekjur af umfangsmiklu smygli renna beint í vasa Saddams Husseins, sona hans og samverkamanna MAURICE Papon, 92 ára gamall fyrrverandi ráðherra í Frakklandi sem dæmdur var fyrir að aðstoða við gyðingaofsóknir nazista, var látinn laus úr fangelsi í París í gær. Ákvörðun fransks dómstóls um að láta skyldi Papon lausan af heilsufars- ástæðum var harkalega gagnrýnd af fólki sem barizt hafði árum saman fyrir því að fá Papon dæmdan fyrir hlutverk sitt í að smala saman gyð- ingum í Bordeaux á árunum 1942– 1944, þar sem hann var lögreglustjóri á þeim tíma. Francis Vuillemin, einn lögfræðinga Papons, sagði lausn hans „mikinn sigur“ en talsmenn gyðinga- samtaka fordæmdu hana og sögðu hana geta leitt til uppþota. Sannað var við réttarhöldin að Pap- on hefði skrifað undir skipun um að 1.690 gyðingar skyldu handteknir og færðir í hendur þýzkum hernáms- yfirvöldum. Þeir dóu í útrýmingar- búðum nazista í Auschwitz. Árið 1998 var Papon dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir samsekt í glæpum gegn mannkyni. Lögfræð- ingar hans höfðu um hríð sótt fast að hann fengi af heilsufarsástæðum heimild til að flytja úr La Sante-fang- elsinu heim til sín. Papon átti feril sem stjórnmála- maður eftir stríð, hann var fjárlaga- ráðherra á áttunda áratugnum. Papon látinn laus Maurice Papon París. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.