Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ F róðir menn voru búnir að spá því að um eða eftir jól myndu Bandaríkin og nán- ustu bandamenn þeirra gera hernaðarárás á Írak. Um þetta væri búið að taka ákvörðun á æðstu stigum stjórn- kerfisins vestra. Óvíst er hvaða áhrif það útspil Íraka mun hafa, að bjóða vopna- eftirliti Sameinuðu þjóðanna til landsins á nýjan leik. Flestir stjórnmálaskýrendur vestra og raunar embættismenn einnig virð- ast telja að hér sé aðeins um blekkingarleik að ræða, Saddam Hussein Íraksforseti muni ekki verða við kröfum um að afvopnast, farga gereyðingarvopnum sínum, hætta að ofsækja þjóð sína og láta af stuðningi við hryðjuverkamenn, svo fátt eitt sé nefnt. Sterk rök hafa verið færð fyrir nauðsyn að- gerða gegn því sem kallað hefur verið „villimannslegasta rík- isstjórn“ í heimi hér. Bæði blasi við að Saddam Huss- ein hafi ítrekað rofið heit, sem hann gaf Sameinuðu þjóðunum í lok Persaflóastríðsins 1991, og að Íraksforseti reyni nú sem mest hann megi að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Og eins og það sé ekki nóg hefur verið rakið, að Írak búi yfir ýmiss konar sýklavopnum sem jafnast á við hin svokölluðu gereyðingarvopn að því leytinu til, að þau geta leitt hörmungar yfir heilu þjóðirnar. George W. Bush Bandaríkja- forseti flutti kröftuga ræðu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir viku þar sem hann gerði mönnum ljóst að ef samfélag sjálf- stæðra ríkja, þ.e. Sameinuðu þjóð- irnar, sinntu ekki skyldu sinni og tyftuðu Íraka til myndu Bandarík- in gera það ein og sér, ef með þyrfti, mannkyni öllu til farsæld- ar. Nú hefur Ísland ekki her og því kem ég ekki til með að draga vagninn í þessu stríði. Öll hljótum við þó að hafa rétt á að mynda okkur skoðun á því hvort rétt- mætt sé að efna til stríðs sem þessa, sem hugsanlega hefur áhrif á líf allra jarðarbúa. Sagt hefur verið við mig í þessu sambandi að ef menn hugsi rökrétt um málið þá hljóti þeir að komast að þeirri nið- urstöðu að afstaða Bandaríkja- manna sé réttmæt – raunar bráð- nauðsynleg. Og vissulega efast líklega fáir um það hér á landi að Saddam sé hið versta fól. En ef málflutningur Banda- ríkjastjórnar er byggður á svo traustum grunni hvernig stendur þá á því að efasemdir leita á mig? Látum vera að ýmis ríki hafa lýst (misjafnlega mikilli) andstöðu við árás á Írak. Hvernig stendur á því að ég – sem er í sjálfu sér sam- mála því að vængstýfa þurfi Sadd- am, helst koma honum frá völdum – er þjakaður af slíkum beyg í þessu máli? Ég hef m.a. sett þessa spurn- ingu, sem brennur á mér, í sam- hengi við atburðina, sem urðu vor- ið 1999 þegar Atlantshafsbanda- lagið réðst til atlögu gegn Slobodan Milosevic, forseta Júgó- slavíu, vegna þeirra glæpa sem framdir höfðu verið í Kosovo. Þá var ég ekki í vafa um réttmæti að- gerðanna, þó að eftir á að hyggja sé sú gagnrýni rétt, að þar hefði mátt standa mun betur að verki. Getur verið að ég stjórnist um of af tilfinningum mínum? Að sú tilhugsun að efnt verði til stríðs í Mið-Austurlöndum veki einfald- lega svo mikinn ugg að helst vilji maður sleppa við að horfast í augu við staðreyndirnar – sem séu þær að hjá slíku verði ekki komist? Sú and-ameríska bylgja sem gengið hefur yfir heiminn und- anfarin misseri hefur sjálfsagt haft áhrif á þankagang manns í þessu máli. Hvað eru Bandaríkja- menn að vilja upp á dekk? spyrja sumir. Er það einfaldlega málið, að Bandaríkin eru stórveldi sem vill þröngva eigin gildismati upp á allan heiminn, ryðja úr vegi öllum sem bjóða þeim byrginn? Aftur segi ég: látum vera þó að slíkar gagnrýnisraddir eigi ef til vill rétt á sér. Þegar öllu er á botn- inn hvolft trúi ég nefnilega orðum Bandaríkjaforseta um að fram- ferði Íraka sé ógn sem huga þurfi að. Smá „frústrasjón“ í garð Bandaríkjastjórnar getur ekki orðið til þess að ég telji Bush skúrkinn í þessu máli, en ekki böð- ulinn í Bagdad. Nei, mig grunar að skýringuna á hiki mínu sé að finna í þeirri staðreynd að við erum nú þrátt fyrir allt mannlegar verur. Væri ekki fyrst eitthvað að, ef mig sundlaði ekkert við tilhugsunina um að stríð brjótist senn út, sem hugsanlega gæti leitt dauða yfir ótiltekinn fjölda fólks? Er ekki bara eðlilegt að sá efi geri vart við sig að hlutirnir muni ganga jafn hratt og vel upp og menn þó leyfa sér að vona – þ.e. að her Saddams standist Bandaríkj- unum engan veginn snúning, og að illmennið reynist enga vini eiga í Mið-Austurlöndum, sem vilji koma honum til hjálpar? Spurningin sem þjakar mig kannski mest er þessi: er örugg- lega 100% víst að Saddam beiti gereyðingarvopnum, um leið og honum hefur tekist að koma sér þeim upp? Er ekki það eina, sem telja má 100% öruggt, sú stað- reynd að Saddam muni beita þeim eftir að á hann hefur verið ráðist? Eru þær spurningar, sem á mig sækja, ófyrirgefanleg friðþæging eða eðlislæg varkárni (tregða til að kasta fyrsta steininum)? Ber mér að viðurkenna að til eru hug- rakkari menn en ég, að því leytinu til að þeir eru reiðubúnir til að taka af skarið á þessu stigi málsins með það háleita markmið í fyr- irrúmi að tryggja heimsfrið til lengri tíma litið? Kannski er málið þetta: ég trúi fyllilega staðhæfingum talsmanna árásar á Írak um illmennsku Saddams – en einmitt þess vegna óttast ég að einhver fjandinn verði leystur úr læðingi með árás á hann; einhver ófrýnilegur ári sem sprottinn er af sömu rótum og urðu þess valdandi að nítján hryðjuverkamenn gátu myrt 3.000 saklausar manneskjur með því að fljúga farþegaflugvélum á bygg- ingar í Bandaríkjunum 11. sept- ember árið 2001. Árás á Saddam Væri ekki fyrst eitthvað að, ef mig sundl- aði ekkert við tilhugsunina um að stríð brjótist senn út, sem hugsanlega gæti leitt dauða yfir ótiltekinn fjölda fólks? VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NORRÆNA Ferða- kaupstefnan sem var haldin í síðustu viku á Akureyri var afar vel heppnuð. Um það bil 500 manns sóttu kaup- stefnuna frá um það bil tuttugu þjóðlöndum. Gleggri vitnisburð um þörfina á slíkri kaup- stefnu getum við ekki fengið. Viðbrögð þátt- takenda voru einnig á þá lund, að einsýnt má telja að vel hafi tekist til. Þeir sem sótt hafa þessa viðburði um langt árabil telja að á þessum sýningum megi sjá sem í hnotskurn þróun greinarinnar á þessu tímabili. Sá hópur sem nú er að koma vöru sinni á framfæri er stærri en áður og kaupstefnan end- urspeglar þannig þá auknu áherslu sem er orðin á afþreyingu af hvaða tagi sem er, vítt og breitt á okkar markaðssvæði. Það er svar við kröfu nútímamannsins um ferðalög og til marks um að greinin skynjar vel þau boð markaðarins sem hún starfar á. Útverðir í norðri Þetta er í sautjánda sinn sem slík ráðstefna er haldin. Ár frá ári hefur hún vaxið, í samræmi við þann vöxt sem hefur orðið í þessari atvinnu- grein. Fer sérlega vel á því að þessi þrjú lönd, Færeyjar, Grænland og Ísland, útverðir í norðri, skuli taka sig saman og efna til þessarar kaup- stefnu. Með þessu opna þau sameig- inlegan glugga til umheimsins, til þess að sýna allt það sem þau hafa upp á að bjóða á þessu sviði. Það er enginn vafi á því að einmitt þetta samstarf er að skila okkur verulega meiri aðsókn en ef um væri að ræða kaupstefnu sem við stæðum fyrir sitt í hverju lagi. Samstarf lítilla þjóða á þessu sviði er nauðsynlegt. Það höfum við Íslend- ingar séð, með því nor- ræna samstarfi sem við höfum staðið að mörg undangengin ár á margvíslegu sviði. Fyr- ir skemmstu fór ein- mitt fram ársfundur formanna ferðamála- ráða og ferðamála- stjóra frá öllum Norð- urlöndunum í Reykjavík, undir for- sæti okkar Íslendinga. Þar kom einmitt glögg- lega fram hagræði þess að við vinnum saman að sameiginlegum verk- efnum, sem litlum þjóð- um væri ella ofviða. Tvær meginstoðir í ferðaþjónustu Það hefur verið stefna Ferðamála- ráðs að dreifa viðburðum á sínum vegum um landið eftir föngum. Er þetta í þriðja sinn sem West Norden ferðakaupstefnan er haldin á Akur- eyri. Þetta undirstrikar það sem ég vil leggja áherslu á í markaðsstarfi Ferðamálaráðs; það er að efla sókn- ina í ferðamennsku út um landið. Þannig tryggjum við betri nýtingu á innviðum landsins og ferðaþjónust- unnar og stuðlum að betri afkomu greinarinnar, sem hlýtur að vera meginmarkmið í stefnumótun okkar að þessu leyti hér á landi. Á undangengnum árum höfum við Íslendingar unnið mjög mikið og skipulega að stefnumörkun í ferða- málum. Niðurstaða okkar í þeim efn- um er mjög skýr. Við leggjum í raun áherslu á tvo þætti í íslenskri ferða- þjónustu. Náttúru landsins annars vegar og sögu þess og menningu hins vegar. Það leiðir af eðli þessa að við hljótum að leggja okkur fram um að efla ferðaþjónustuna sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Á þær slóðir sækja menn vitaskuld til þess að kynnast íslenskri náttúru og sögu landsins. Vörn snúið í sókn Við Íslendingar höfum sannarlega fengið okkar skerf af erfiðleikum vegna ytri aðstæðna sem enginn ræður við. Í kjölfar atburðanna 11. september, fyrir réttu ári, ákváðu ís- lensk stjórnvöld að stórefla mark- aðsstarfið í nánu samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Beindist kynning- in fyrst og fremst út á við, til þess að laða fleira ferðafólk hingað til lands. En einnig var reynt að hvetja Íslend- inga til ferðalaga hérlendis og sér- stakt átak stendur nú fyrir dyrum til að lengja ferðamannatímann. Það greiddi vissulega fyrir okkur að gengisþróun á þessum tíma var ferðaþjónustunni hagstæð, vegna veikari íslenskrar krónu. Ódýrari gjaldmiðill þýddi að ódýrara var að ferðast hér á landi. Reynslan sem við höfum fengið bendir til þess að skjót viðbrögð stjórnvalda, – en einkum og sérílagi frumkvæði, framtak og þrautseigja fólks í þessari öflugu at- vinnugrein, hafi snúið erfiðri vörn í sókn. Enn sem fyrr getum við því verið bjartsýn á vöxt þessarar þýð- ingarmiklu atvinnugreinar. Sókn reyndist besta vörnin Einar K. Guðfinnsson Kaupstefna Við leggjum í raun áherslu á tvo þætti í ís- lenskri ferðaþjónustu, segir Einar K. Guðfinnsson. Náttúru landsins og sögu þess og menningu. Höfundur er alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands. MÁLEFNI heilsu- gæslunnar hafa verið í brennidepli undanfar- ið og ekki síst nú eftir skýrslu Ríkisendur- skoðunar um Heilsu- gæsluna í Reykjavík. Ljóst er að taka verð- ur á málefnum hennar svo hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað í lögum. Hlutverk heilsugæsl- unnar er margþætt. Auk þess að veita al- menna læknishjálp og hjúkrunarþjónustu ber henni að sinna heilsuvernd og heil- brigðisfræðslu í fyrirbyggjandi til- gangi. Þar má nefna mæðravernd, ungbarna- og smábarnavernd, heilsugæslu í skólum, slysavarnir, kynsjúkdóma- og ónæmisvarnir, geðvernd, áfengis-, tóbaks- og fíkniefnavarnir. Hér er ekki nefnt nema brot af verkefnum heilsu- gæslunnar sem tilgreind eru í lög- um um heilbrigðisþjónustu. Nýtum tæknina Við þær aðstæður sem nú ríkja, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, getur heilsugæslan ekki sinnt nema broti af þessari þjónustu. Heilsugæslan virðist ekki heilla þá sem fara í sérfræðilæknisnám. Hér eru 6% lækna heilsugæslu- eða heimilislæknar, en þeir þyrftu að vera 25% ef miðað er við hlutfallið á Norðurlöndum. Breytt launakerfi og skýrari verkaskipt- ing mun vonandi bæta úr því, en meira þarf til. Í nágrannalöndum okkar hafa menn tekið tæknina í sínar hend- ur og beitt nýstárleg- um aðferðum til að sinna ýmsum verkefn- um heilsugæslunnar. Nýverið sat ég ráð- stefnu um heilbrigðis- þjónustu á Norður- löndum og þar var sagt frá hvernig heilsugæslan á Stokk- hólmssvæðinu hefur bætt þjónustuna með því að not- færa sér Netið, tölvupóst, sím- svörun og markpóst. Þjónusta á Netinu, í pósti og síma Svíarnir léttu biðtíma og álag á heilsugæsluna og heimilislæknana á Stokkhólmssvæðinu með því að koma á símsvörun allan sólarhring- inn, þar sem hjúkrunarfræðingur er til svara. Fréttabréf er einnig sent út með reglulegu millibili á öll heimili á svæðinu með ýmsum upp- lýsingum um réttindi íbúanna í grunnþjónustunni og hvaða þjón- usta stendur til boða. Þá var komið upp vefsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um allt milli himins og jarðar í heilbrigðismál- um s.s. um algengustu sjúkdóma, allskyns upplýsingar til verðandi mæðra, til unglinga á kynþroska- skeiði og um umönnun ungbarna, svo eitthvað sé nefnt. Forvarna- og upplýsingaþættinum er þarna vel sinnt og auðvelt er fyrir alla þá sem á annað borð hafa aðgang að tölvu að fá svör við spurningum sem vakna um heilsuna í daglegu lífi. Til að auðvelda svör og upplýs- ingar í viðkvæmum málum er boðið upp á spurningar og svör í tölvu- pósti, jafnvel undir nafnleynd. Heimilislæknar eða aðrir sér- fræðingar í heilbrigðiskerfinu svara tölvupóstinum, þar sem al- menningur getur spurt um ýmis sértæk vandamál. Auk þessa er bein símalína á læknavakt eins og tíðkast víðast hvar. Skýr og samræmd verkaskipting Þessi leið til að bæta þjónustu heilsugæslunnar og minnka álag er nokkuð sem við ættum að taka til eftirbreytni. Eins og ástandið er nú sækir fólk í of miklum mæli á bráðadeildir, slysadeild og beint til sérfræðinga, þ.e. í þjónustu sem er kerfinu mun dýrari og í raun ekki viðunandi. Verkaskiptingin milli þjónustustiga í heilbrigðiskerfinu verður að vera skýr og samræmd til að almenningur fái sem besta þjónustu og sem mest fáist fyrir skattpeninga okkar. Eflum heilsu- gæsluna Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. Heilsugæsla Verkaskiptingin milli þjónustustiga, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, verður að vera skýr og samræmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.