Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 23 GÓÐ Tilboðið gildir í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni, Hagkaup Spönginni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Akureyri. Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust. Verðgildi gjafarinnar er 6.700 kr. *Meðan birgðir endast w w w .c lin iq ue .c om Kaupauki! 7 hlutir í tösku! Ef þú kaupir tvo hluti eða fleiri frá Clinique, er þessi gjöf þín.* • Dramatically Different Moisturizing Lotion, 15 ml • City Block Sheer SPF 15, 15 ml • Deep Comfort Body Moisture, 40 ml • Long Last Lipstick - Baby Kiss, 4 g • Long Pretty Lashes Mascara, svartur, 4 g • Lash Doubling Mascara, svartur, 4 g • Clinique Happy EDP Spray, 4 ml • Snyrtitaska fyrir förðunarvörur 100% ilmefnalaust GJÖF MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐSD AGAR EINUNGIS 16% írskra kjósenda skilja „nægilega vel“ hvað felst í Nice-sáttmálanum svokallaða, nýj- ustu uppfærslu stofnsáttmála ESB sem ríkisstjórnir aðildarríkja Evr- ópusambandsins komu sér saman um í desember 2000. Írar höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslu í fyrra en líklegt þykir að írska stjórnin boði nýja atkvæða- greiðslu á allra næstu dögum og fer hún væntanlega fara fram nú í haust. Framhald stækkunarferlis ESB gæti ráðist af niðurstöðunni á Írlandi en mikill titringur fór um stofnanir sambandsins þegar Írar höfnuðu samningnum í júní í fyrra. Sáttmálinn kveður m.a. á um breytingar á ákvarðanatöku og upp- byggingu stofnana ESB sem nauð- synlegar eru til að hægt sé að taka fleiri ríki inn í sambandið. Einungis 35% kjósenda tóku þátt í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni og af þeim voru 54% á móti sáttmálanum. Tom Finlay, sem fer fyrir nefnd sem falið hefur verið að kynna almenn- ingi efni Nice-sáttmálans, sagði hins vegar í gær að þrátt fyrir að áður hefði verið kosið um staðfestingu hans og þrátt fyrir mikla fjölmiðla- umfjöllun vissu fæstir ýkja mikið um raunverulegt innihald hans. „Skilningsleysi er helsta orsök þess að fólk segist ekki ætla að taka þátt í atkvæðagreiðslunni,“ sagði Finlay er hann kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var nýverið. Níu af hverjum tíu vita að senn verður kosið um sáttmálann á ný. Aðeins 28% fólks undir 24 ára aldri sögðust „örugglega“ ætla að kjósa en 78% þeirra sem eru eldri en 55 ára ætluðu að kjósa. Írar kjósa um Nice-sáttmála ESB Fáir vel að sér um sáttmálann Dublin. AFP. GAMAL Mubarak, sonur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, hefur verið skipaður þriðji valda- mesti maður í framkvæmdastjórn stjórnarflokksins. Telja margir, að með því sé verið að búa hann undir að taka við af föður sínum. Mubarak forseti er 74 ára og 2004 lýkur fjórða sex ára kjörtímabili hans. Hefur hann oft neitað því, að fyrirhugað sé, að sonur hans taki við embættinu og völdum í landinu. Í ræðu, sem hann flutti í gær á lands- fundi stjórnarflokksins, Þjóðlega lýðræðisflokksins, lagði hann hins vegar áherslu á, að gefa yrði unga fólkinu tækifæri til að axla ábyrgð. Gamal Mubarak á engan stuðning í hernum eins og oft er nauðsynlegt fyrir arabíska ráðamenn en hann er vinsæll meðal almennings. Að und- anförnu hefur hann rætt mikið um nauðsyn lýðræðislegra umbóta og baráttu gegn spillingu. Sonur Mub- araks fær aukin völd Kairó. AP. SAKSÓKNARI í Frakklandi hvatti á þriðjudaginn dómara til þess að vísa frá máli er höfðað hefur verið á hendur rithöfundinum Michel Houellebecq fyrir meint níð um ísl- am. „Við getum ekki fullyrt að þegar látin er í ljósi skoðun á ísl- am feli það í sér að verið sé að ráðast gegn samfélagi múslima,“ sagði saksóknarinn. Bækur Houellebecqs hafa vakið deilur, en fjögur samtök músl- ima í Frakklandi höfðuðu mál á hendur honum vegna orða er hann lét falla í viðtali við tímaritið Lire í fyrra. Þar sagði hann m.a. að íslam væru heimskuleg trúarbrögð og að Kóraninn, helgirit múslima, væri illa skrifaður, mun verr en Biblían. Saksóknarinn sagði í réttinum á þriðjudaginn að ekki yrði fullyrt að orð Houellebecqs væru sterk. „Kannski er hann vandræðamaður. En það er ekki hlutverk okkar hér að predika góða siði heldur refsa fyrir glæpi.“ Dómarinn mun kveða upp úrskurð sinn 22. október. Lögmaður eins sækjanda máls- ins, Parísarmosk- unnar, kvaðst furðu lostinn vegna tilmæla saksóknarans. „Ég skil ekki afstöðu sak- sóknarans, sem miðar ekki að þeirri vernd sem önnur samfélög njóta. Að kalla trú múslima heimskulega er ögrun.“ Houellebecq sagði í dómssalnum á þriðju- daginn að hann fyr- irliti íslam, en ekki þá sem iðkuðu þá trú. „Ég hef aldrei látið í ljósi fyrirlitningu á múslimum, en ég fyrirlít trú þeirra eftir sem áður.“ Hann sagði enn- fremur að hann hataði ekki íslam og að í viðtalinu við Lire hefði hann látið í ljósi fyrirlitningu, ekki hatur. Og hann bætti því við, að allir sem þekktu sig vissu „að það er eigin- lega fáránlegt að reyna að fá mig til að tjá almennt viðhorf. Ég er alltaf að skipta um skoðun“. Lögmaður Houellebecqs sagði að orð hans ættu að falla undir skálda- leyfi og að það væri mikilvægur þáttur í veraldlegri menningu Frakklands að ekkert væri til sem héti glæpsamlegt guðlast. Málinu gegn Houelle- becq verði vísað frá Houellebecq París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.