Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 37 Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 14. júlí sl. er vísindalegur leið- ari um byggðakjarna sem blómstra. Eru þar til nefndir Árborgar- svæðið, Akureyri, Egils- staðir og ,,að nokkru leyti“ Ísafjörður. Um vandamál lands- byggðar almennt segir svo: ,,Vandi landsbyggð- arinnar, sem svo mjög er til umræðu, takmark- ast við sjávarplássin, sem byggðust upp, þeg- ar aðstæður til útgerðar voru allt aðrar en nú. Það hefur aldrei verið hægt að gera kröfu til þess að þótt útgerð og vinnsla sjávarafurða hefjist um skeið á ákveðnum stöðum haldi sú starf- semi áfram um aldur og ævi. Í eina tíð var atvinnustarfsemi með ein- dæmum lífleg á Hesteyri við Hest- eyrarfjörð. Nú eru þar sumarhús. Skálavík utan Bolungarvíkur var líka lífleg verstöð á sínum tíma. Þar eru nú sumarhús. Ísland er ekki að fara í eyði utan suðvesturhornsins. Því fer fjarri. En byggðin út um land er að færast til. Við eigum að líta á það sem eðlilega þróun en ekki dauðadóm yfir lands- byggðinni sem slíkri. Með því er ekki gert lítið úr aðlög- unarvanda fólksins, sem býr í þeim sjávarplássum sem standa höllum fæti. En það er nauðsynlegt að skil- greina vanda lands- byggðarinnar rétt.“ Leiðarahöfundur lætur hjá líða að nefna fjölmörg blómberan- leg dæmi önnur en Hesteyri og Skálavík. T.d. er búið að leggja niður hvalstöðina á Sólbakka við Önund- arfjörð. Kannski hefir því dæmi verið sleppt af því sem þar er ekk- ert sumarhús. Hval- fangarinn Ellefsen gerði sér hægt um hönd og seldi vini sín- um Hannesi Hafstein sumarhús sitt á 1 – eina krónu. Var húsið flutt til Reykjavíkur og þjónar þar sem ráð- herrabústaður. Það hefði nú ekki verið ónýtt að taka það sem dæmi um ,,eðlilega þró- un“ að benda á svo glæsilegt sum- arhús á Sólbakka við Önundarfjörð. Það hefði líka huggað Flateyringa, sem hrakist hafa frá verðlitlum eign- um sínum að sjá svo glæsilegt sum- arhús lítils virði einnig. En Ellefsen kom í veg fyrir þá ,,eðlilegu þróun“, enda útlendingur, sem ekki hefir átt- að sig á eðlilegri þróun á Íslandi. Það er mjög mikilvægt, að lands- byggðarfólk átti sig sem allra fyrst á ,,eðlilegri þróun“ og hundskist til að ,,skilgreina vanda landsbyggðarinn- ar rétt“. Það er mjög mikilvægt fyrir Stöð- firðinga að átta sig nú þegar togar- inn þeirra hefir verið seldur burt. Sér í lagi er mikilvægt að þeir átti sig á þeirri ,,eðlilegu þróun“ að hús þeirra breytist í verðlítil sumarhús skv. ,,skilgreiningu“. Þetta er einnig hin mesta nauðsyn fyrir Raufarhafnarmenn, þegar stærstu ölmusumenn þjóðarinnar leggja niður síldar- og loðnuverk- smiðju staðarins sökum hagræðing- ar, enda verður þar þá blómleg sum- arhúsabyggð eftir og tekið til við að leysa ,,aðlögunarvandann“. Þannig má fara hringinn í kring- um landið. Og síðan fjallasýn og með himinskautum til að breiða yfir stór- þjófnað allra alda og afleiðingar hans fyrir búsetu í landinu, þar sem ómengað auðvald hefir náð sameign þjóðarinnar undir sig og er þjónað af málaliðum þess. En afgangurinn af landsbyggðar- lýðnum má fara fjandans til skv. skil- greiningu sem þjónar nýju auðvaldi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir komið á fót á Íslandi með aðstoð hug- sjónalauss hentistefnuflokks. Rétt skilgreining Sverrir Hermannsson Byggðamál Það er mjög mikilvægt, segir Sverrir Hermannsson, að landsbyggðarfólk átti sig sem allra fyrst á ,,eðlilegri þróun“. Höfundur er alþingismaður. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Hátíðarföt með vesti úr 100% ull kr. 29.900 Allar stærðir til 46— 64 98—114 25— 28 Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Nýtt kortatímabil Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Pantanir óskast sóttar GUNNAR Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, gerði sig sekan um siðleysi og ómerkilega fram- komu í þættinum Ís- land í dag á Stöð 2 sl. föstudag. Jafnframt misnotaði hann aðstöðu sína og gerði þátta- stjórnendunum skömm til með því að hafa uppi alvarlegar lygar í beinni útsendingu. Hann sakaði undirrit- aðan um að hafa verið á mála hjá svokölluðum Kolkrabba viðskipta- lífsins og skrifað um hið forna Hafskipsmál, eins og ég hefði verið leigupenni Eimskipa- félagsins. Kolkrabbinn hafi haft mig í vasanum til þess að klekkja á sam- keppninni. Nánar tiltekið átti ég að hafa verið málsvari Eimskips í „herferð“ fyr- irtækisins á hendur keppinautnum Hafskipi. Á hverjum miðvikudegi, daginn fyrir útkomu Helgarpóstsins á fimmtögum, hafi ég setið við sím- ann og beðið eftir því að Kolkrabbinn hringdi í mig, sem hefði lesið mér fyrir og ég skrifað orðrétt fréttir og frásagnir eftir viðmælanda mínum í ranni Eimskips. Í þokkabót hafi ég byggt skrif mín á skjalabunka, sem hafi haft að geyma níu mánaða rann- sókn Eimskips á Hafskipi vegna hugsanlegra kaupa. „Þaðan var allt það fóður sem Halldór Halldórsson notaði í greinar sínar í Helgarpóst- inum,“ sagði Gunnar Smári orðrétt og bætti við: „ … rétt áður en blaðið kom út var hringt í hann og síðan skrifaði hann bara beint upp … “. Hvílík lygaþvæla! Og ósvífni! Máli sínu til sönnunar lýsti Gunn- ar Smári yfir því, að hann vissi þetta fullvel, því einmitt á þessum tíma hefði hann unnið á Helgarpóstinum. Það þyrfti því ekki frekari vitnanna við! Það var staðfesting þess, að allt sem hann sagði um mig sem hand- bendi Eimskips og Kolkrabbans væri satt. Það eina rétta, sem Gunn- ar Smári sagði í þessu samhengi var að hann var starfsmaður HP. Hins vegar hefur pilturinn ekki minnstu hugmynd um hverjir heimildarmenn mínir voru né hvernig ég vann allar þær greinar, sem ég skrifaði um málið. Hann veit ekki bofs um það. Ummæli hans um að ég hafi verið leigupenni Eimskips eða yfirleitt reitt mig á heimildar- menn hjá því fyrirtæki eru röng og sama gildir um Kolkrabbakenn- ingu hans. Raunar var nánast allt sem hann sagði um Hafskipsmálið rangt án þess, að ég nenni að elta ólar við það. Það er greinilegt að Gunnar Smári á mikið undir því, að ekki komi blett- ur á Baug. Í umræddum þætti var hann einmitt spurður um rannsókn lögreglu á bókhaldi verzlunarkeðj- unnar. Hann gerði lítið úr því máli, sagði bókhald fyrirtækja aldrei skot- helt heldur væri bókhald bara ein- hvers konar viðmið eða „nálgun“ eins og hann kallaði bókhald fyrir- tækja, og svo gerði hann grín að rík- islögreglustjóra. Þar með var það út- rætt. En í beinu framhaldi byrjaði hann að rifja upp Hafskipsmálið sem ein- hvers konar hliðstæðu við Baugs- rannsóknina, ekki sízt með hliðsjón af „tímasetningu“ rannsóknarinnar. Annarlegar hvatir lægju að baki rannsókninni nákvæmlega eins og í Hafskipsmálinu. Og hann lagði áherzlu á, að minni manna þyrfti að vera anzi „skakkt“ til að átta sig ekki á að í Baugsmálinu líkt og í Haf- skipsmálinu væri um að tefla dæmi um hlut hinna myrku afla, sem not- uðu fjölmiðla og önnur valdatæki til að klekkja á mönnum og fyrirtækj- um. Hafskipsmálið hefði ekki verið „keyrt áfram“ af fjölmiðlum eins og haldið hefði verið fram, heldur af fjandmönnum fyrirtækisins í við- skiptalífinu. Hér skal þess getið, að stærsti ein- staki eigandi Fréttablaðsins, sem Gunnar Smári ritstýrir, er Jón Ás- geir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Hlutur hans mun nema um 45% og kann það að vera skýringin á því, að Gunnar Smári reynir að gera lítið úr málinu. Gunnar Smári á að heita frétta- skýrandi þáttarins Ísland í dag á Stöð 2 á föstudögum, þegar hann fer með umsjónarmönnum þáttarins yf- ir fréttir vikunnar. Nær væri að kalla Gunnar Smára fréttatrúð en frétta- skýranda og í því ljósi hef ég ávallt litið á gamanmál hans um fréttir lið- innar viku. En það eru takmörk fyrir því hvað menn eiga að fá að komast upp með að segja. Ummæli hans eru ekki bara gagnrýni verð af siðferði- legum ástæðum, heldur var um hrein og bein meiðyrði að ræða. Gunnar Smári Egilsson veit sjálfur, að hann fór með rangt mál, hann laug upp í opið geðið á áhorfendum Stöðvar 2. Það getur varla alvarlegri sakir á hendur blaðamanni en að væna hann (og um leið fyrrverandi yfirmann sinn og samstarfsmann) um að hafa verið meðvitað en viljalaust verkfæri einhverra tiltekinna peningaafla í þjóðfélaginu til þess að koma keppi- nautnum í koll. Þetta eru ómerkileg ummæli og raunar ómerk. Og þau beinast ekki aðeins gegn mér heldur öllum samstarfsmönnum Gunnars Smára á Helgarpóstinum. Þau brjóta í bága við siðareglur Blaða- mannafélags Íslands á fleiri en eina lund. Þetta ætti Gunnari Smára að vera ljóst, því hann mun eiga sæti í Siðanefnd BÍ. Nú er þessi fyrrverandi vopna- bróðir okkar á hinum eina og sanna Helgarpósti (1979–1987) genginn til liðs við þá fjölmörgu hagsmunaaðila samfélagsins, sem hafa verið óþreyt- andi að rægja þetta blað, sem sann- aði að það er kleift að stunda gagn- rýna blaðamennsku á Íslandi með vönduðum vinnubrögðum. Ef Helgarpósturinn hefði ekki verið keyptur út af fjölmiðlamark- aðnum og settur vísvitandi á hausinn í kjölfarið, væri blaðið örugglega á kafi í að rannsaka allar hliðar Lands- bankasölunnar og hvernig Björg- úlfsfeðgar hafa sannað „mátt“ sinn (Samson) og orðið að milljarðamær- ingum á örskömmum tíma. Og við hefðum sökkt okkur í að rannsaka fjárdráttarásakanir á hendur for- svarsmönnum Baugs. Gunnar má ekki gleyma því að Helgarpósturinn var ekki háður neinum stórum pen- ingaöflum. Hér neyðist ég til að viðurkenna tiltekið dómgreindarleysi af minni hálfu. Það var ég sem tók eftir Gunn- ari Smára þegar hann var blaða- mannsnýgræðingur á Tímanum um miðjan níunda áratuginn og réð til starfa á HP. Hann gerði margt gott á Helgarpóstinum og þrátt fyrir allt og allt var ég oft ánægður með að hafa ráðið hann. Það er mér og starfs- félögum mínum á Helgarpóstinum, sem Gunnar Smári Egilsson á að þakka að hafa fengið tækifæri til að stunda alvörublaðamennsku. En eftir að leiðir okkar skildi verð- ur ekki annað séð en að pilti hafa hrakað. Málfrelsi er dýrmætt og ómetan- legt, en allir verða að fara vel með þetta frelsi, líka atvinnufroðusnakk- ar. Að lokum vil ég hvetja Stöð 2 til að biðjast afsökunar á ummælum Gunnars Smára Egilssonar á sama vettvangi og ummælin voru viðhöfð. Ég tel ástæðulaust til að beina þess- ari ósk til fréttatrúðsins því ég geri alls ekki ráð fyrir því að hann sjái sóma sinn í því eða sýna slíka mennsku sjálfur. Ég vænti ekki slíks af mönnum af hans sauðahúsi. Fréttatrúður – ekki fréttaskýrandi Halldór Halldórsson Fjölmiðlun Málfrelsi er dýrmætt og ómetanlegt, segir Hall- dór Halldórsson, en all- ir verða að fara vel með þetta frelsi, líka at- vinnufroðusnakkar. Höfundur er blaðamaður og fv. ritstjóri Helgarpóstsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.