Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FIMM stofnfjáreigendur í Spron hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna svara Fjármálaeftirlitsins við erindi þeirra og Búnaðarbankans og er hún birt hér í heild en millifyr- irsagnir eru blaðsins. „Fjármálaeftirlitið sendi þann 9. september 2002 bréf til fimm stofn- fjáreigenda í Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis og Búnaðarbanka Íslands hf., þar sem veitt voru efn- isleg svör við erindi þessara aðila frá 25. júní 2002 um samþykki Fjármálaeftirlitsins um að þeir eignuðust virkan eignarhlut í Spron. Í svari sínu kvaðst Fjár- málaeftirlitið geta fallist á umsókn- ina „að uppfylltu því skilyrði að Búnaðarbankinn og aðilar sem hann framselur stofnfjárhluti til, skuldbindi sig til að standa að og ná fram breytingu á Spron í hluta- félag“. Erindið samþykkt þar sem tímamörk voru ekki virt Af hálfu þeirra sem fengu þetta samþykki skal eftirfarandi tekið fram: 1. Í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði er svo ákveðið, að þeir sem vilji eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka skuli leita samþykk- is Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Þar er svo einnig kveðið á um þau atriði, sem eftirlitið skuli hafa hlið- sjón af við mat á hæfi umsækjanda. Á þessum grundvelli sendu fimm- menningarnir og Búnaðarbankinn erindi sitt til Fjármálaeftirlitsins. Þeir telja að frestur Fjármálaeft- irlitsins til að svara hafi runnið út 25. júlí 2002. Þetta byggist á svo- felldu ákvæði laganna: „Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins … skal vera skrifleg og hafa borist umsækjanda innan eins mánaðar frá þeim degi er því bárust fullnægjandi upplýs- ingar ásamt fylgigögnum. Berist ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um- sækjanda ekki innan þess tíma telst það hafa samþykkt umsóknina.“ Í erindinu 25. júní 2002 var greint frá samningi fimmmenning- anna við Búnaðarbankann og óskað eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins við þeim viðskiptum sem í þeim samningi felast. Jafnframt voru boðnar fram frekari upplýsingar og/eða gögn ef eftirlitið óskaði. Engar slíkar óskir komu fram og rann fresturinn út. Þar með taldist erindið samþykkt án fyrirvara. 2. Fram kemur í svari Fjármála- eftirlitsins 9. september 2002, að skilyrðið fyrir samþykki erindisins eigi rót sína að rekja til þess, að hætta sé á „hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði“ í skilningi laga- ákvæðisins sem áskilur samþykki eftirlitsins. Ekki er lýst nánar í hverju sá hagsmunaárekstur gæti falist og hvernig hann myndast við þær aðstæður að ráðandi aðili sé í sparisjóði en hverfi ef sparisjóðnum er breytt í hlutafélag. Þetta sjón- armið telja umsækjendur ekki standast. Skal þá haft í huga, að meðal markmiða laganna er að greiða fyrir hagræðingu og sam- runa bankastofnana. Ekkert er því við það að athuga, að skemur sé gengið og einn banki hafi yfirráð yfir öðrum án samruna. Það er auð- vitað skilyrði, að sá banki, sem við tekur, fari í einu og öllu að lögum við sýslan sína, þ.m.t., í tilviki Bún- aðarbankans og Spron, að Búnaðar- bankinn gangi ekki á annað eigið fé Spron en stofnfé, sjálfum sér til hagsbóta. Búnaðarbankinn hefur gefið sérstaka yfirlýsingu hér að lútandi, auk þess sem hann verður áfram undir eftirliti Fjármálaeftir- litsins, sem getur gætt vandlega að því að eftir þessu verði farið. Á það má benda að hlutafélagið Kaupþing banki hf. keypti síðastliðið haust sparisjóð án sérstakra skilyrða Fjármálaeftirlitsins. Sömuleiðis keypti Spron sparisjóð á sama tíma. Samkvæmt framansögðu telja um- sækjendur skilyrðið ekki standast að réttum lögum. Við undirritaðir teljum okkur geta keypt stofnfé Spron á yfirverði án nokkurra skilyrða. Á næstu dög- um munum við til öryggis bera mál- ið undir kærunefnd sem starfar samkvæmt lögum um Fjármálaeft- irlit og óska staðfestingar hennar á þessum skilningi.“ Telja erindið sam- þykkt án fyrirvara Svar Fjármálaeftirlitsins við erindi fimm stofnfjáreigenda og Búnaðarbanka Íslands STEFÁN Konráðsson sendill hefur nýlega fest kaup á hjóli sem er óvenjulegt að því leyti að það er rafknúið, en það mun vera hið eina sinnar gerðar hér á landi. Stefán, sem starfað hefur fyrir Þroskahjálp og Styrktarfélag vangefinna, ætlar að nota hjólið í sendiferðir með pakka og bréf. Stefán starfar hjá Nýju sendibílastöðinni og gegnir kallmerkinu 200. Hann segist ánægður með hjólið. Og þegar hann er ekki í sendiferð- um stingur hann því einfaldlega „í samband“ eins og hverjum öðrum farsíma. Morgunblaðið/Sverrir Sendill á rafmagnshjóli FRAM kemur í yfirlýsingu stofn- fjáreigendanna fimm að þeir telji að Fjármálaeftirlitið hafi ekki virt tímafrest og þar með teljist erindi þeirra hafa verið samþykkt án fyrirvara. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vísar þessum fullyrðingum á bug og segir Fjár- málaeftirlitið hafa farið að réttum reglum og virt tímamörk. Aðilum málsins hafi á öllum stigum þess verið gerð grein fyrir því hvernig eftirlitið hygðist halda á málinu. Í svari Fjármálaeftirlitsins seg- ir að það geti fallist á að stofnfjár- eigendur og Búnaðarbankinn eignist virkan hlut í SPRON ef Búnaðarbankinn og aðilar sem hann framselji stofnfjárhluti til „skuldbindi sig til standa að og ná fram breytingu á SPRON í hluta- félag“. Pétur Blöndal, einn stofnfjár- eigendanna fimm, telur að með hliðsjón af þessari afstöðu Fjár- málaeftirlitsins megi álykta að til- boð Starfsmannasjóðsins fái ekki staðist þar sem hann hafi ekki stefnt að því að breyta SPRON í hlutafélag. „Starfsmannasjóður- inn verður því væntanlega að breyta markmiðum sínum og þá er málið í nákvæmlega sömu stöðu og gagnvart Búnaðarbank- anum.“ Spurður um þennan skilning svarar Páll Gunnar því til að Fjár- málaeftirlitið muni ekki tjá sig efnislega um ákvörðun sína. Fjármálaeftirlitið fór að réttum reglum ÞÓRHILDUR Líndal umboðsmað- urbarna fagnar því að vænta sé nýrra barnalaga, en Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra kynnti frumvarp þess efnis á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag. Þórhildur á von á að í frumvarpinu verði að finna ýms- ar réttarbætur í þágu barna, en hún hefur ekki séð frumvarpið í endan- legri gerð. Hún sendi á sínum tíma sifjalaga- nefnd, sem samdi frumvarpið, ýmsar tillögur sínar til breytinga þ.á m. lagði hún til að sett yrði afdráttar- laust ákvæði um bann við líkamlegu ofbeldi foreldra gegn börnum sínum sem og hverskonar vanvirðingu ann- arri. „Í sambærilegri löggjöf hinna Norðurlandanna eru slík ákvæði og ég vona að frumvarp til nýrra barna- laga taki á þessu. ,“ segir Þórhildur. „Vonandi tryggir frumvarpið betur skyldu foreldra til að hafa stigvax- andi samráð við barn sitt í málum, sem það varða, þ.e. að samráðið auk- ist með hækkandi aldri og auknum þroska barnsins og að aukið tillit skuli tekið til sjónarmiða og óska barnsins miðað við aldur og þroska. Ég hef lagt áherslu á mikilvægi þess að sett verði á laggirnar opin- ber og ekki síst þverfagleg fjöl- skylduráðgjöf sem hafi það hlutverk að aðstoða foreldra er hafi í hyggju að skilja eða slíta sambúð og er þeirrar skoðunar að það eigi einnig að veita börnum slíka ráðgjöf. Enn- fremur hef ég lagt til að hjónum eða sambúðarfólki sem eiga börn yngri en 18 ára verði skylt að leita slíkrar ráðgjafar áður en til skilnaðar geti komið. Ég tel að þverfagleg fjöl- skylduráðgjöf af þessu tagi hafi mikil fyrirbyggjandi áhrif. Í núgildandi barnalögum er ákvæði sem mælir fyrir um að skipa megi barni talsmann til að gæta hagsmuna þess við úrlausn forsjár- máls – ef sérstök þörf er á því. Þessu ákvæði hefur hins vegar aldrei verið beitt á tíu ára gildistíma laganna. Vegna þessa hef ég lagt til að barni verði sjálfkrafa skipaður talsmaður við þessar aðstæður. Það á eftir að koma í ljós hvort slíkt ákvæði er að finna í frumvarpi til nýrra barnalaga. Barnalög banni af- dráttarlaust ofbeldi foreldra gegn börnum HRÓLFUR Sigurðsson listmálari lést þriðjudag- inn 17. september síðast liðinn, 79 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 10. desember 1922 en ólst upp á Sauðárkróki. For- eldrar Hrólfs voru Sigurð- ur Sigurðsson frá Vigur, sýslumaður Skagfirðinga, og kona hans Stefanía Arnórsdóttir. Hrólfur stundaði nám við Menntaskólann á Ak- ureyri en eftir það beindist hugur hans í ríkari mæli til myndlistar. Hann fluttist til Reykjavíkur og sótti námskeið í Handíða- og myndlistarskólanum. Árið 1946 fluttist Hrólfur til Kaup- mannahafnar og innritaðist fyrst í teikniskóla Eriks Clemmensens en þaðan lá leiðin í Konunglegu lista- akademíuna þar í borg þar sem hann lauk námi árið 1950. Á þessum árum sínum ytra sótti Hrólfur einn- ig námskeið í Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi. Hann kom heim til Íslands að námi loknu og hóf strax vinnu við list sína en kenndi jafnframt í nokkur ár við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík og Iðnskólann í Hafnar- firði og í Reykjavík. Þá vann hann einnig, samhliða listsköpun, við garðhönnun eða landslagsarkitekt- úr fram til ársins 1980. Eftir það sneri hann sér heilshugar að mál- verkinu. Hrólfur var einn þeirra listamanna sem á miklum um- brotatímum í myndlist kaus að halda tryggð við landslagsmálverk- ið. Myndir hans eru jafnan margslungnar og eru vitni um djúpa tilfinningu til ís- lenskrar náttúru. Hrólfur var í sýningarnefnd Fé- lags íslenskra myndlistarmanna í nokkur ár og í safnráði Listasafns Íslands 1973 til 1980. Hrólfur hélt þrjár einkasýningar á verkum sínum. Þá fyrstu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1962, aðra á Kjarvalsstöðum 1992 en þá síðustu í Gerðarsafni í Kópavogi 1996. Þá tók hann þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Eftirlifandi kona Hrólfs er Mar- grét Árnadóttir og eignuðust þau tvær dætur. Andlát HRÓLFUR SIGURÐSSON MAÐURINN sem framdi sjálfsvíg á gistiheimili í Reykjanesbæ 9. sept- ember sl. var íranskur, fæddur árið 1964. Staðfesting á þessu fékkst með því að bera saman fingraför manns- ins og fingraför sem voru á skrá hjá dönskum yfirvöldum. Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík, segir að maðurinn hafi tví- vegis óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamaður í Danmörku. Þar séu ætíð tekin fingraför af hælisleitend- um og eingöngu af þeirri ástæðu hafi þau verið á skrá í Danmörku. Með samanburði á fingraförum var stað- fest að maðurinn hafði greint rétt frá nafni og ríkisfangi þegar hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með falsað vegabréf. Hann var þá á leið- inni til Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýsingum sem lög- reglan í Keflavík hefur fengið frá Danmörku sótti maðurinn um hæli þar í landi árið1996 en jafnvel er talið að hann hafi dvalið um nokkurn tíma í landinu þegar hann lagði fram um- sókn. Síðan virðist sem hann hafi dvalið víðar í Evrópu en hann kom aftur til Danmerkur í upphafi þessa árs og endurnýjaði þá umsókn sína um hæli. Maðurinn á systkini í Íran en var ókvæntur og barnlaus. Nafn stað- fest með fingra- förum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.