Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 EIRÍKUR Tómasson, lagaprófess- or við Háskóla Íslands, sagði á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands í gær að skerpa þyrfti ákvæði í lögum um húsleit opin- berra aðila. Þá kom fram í máli hans að skort hefði á að héraðsdóm- arar legðu sjálfstætt mat á ástæður fyrir húsleit, áður en þeir veittu heimild fyrir þeim. Frá sjónarhóli réttaröryggis væri þetta ámælis- vert. Dómarar væru þó í mjög erfiðri stöðu því miklir hagsmunir væru gjarnan í húfi. Mestu skipti að hans mati að vel væri vandað til verka í þessum efnum og að dómarar kæm- ust að niðurstöðu í þessum málum eftir vandlega athugun og með rök- studdum hætti. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri sagðist telja að lagaheimildir varðandi haldlagningu gagna af hálfu skattyfirvalda væru í jafnvægi, hvorki of þröngar né of víðtækar og að heimildir væru ekki nýttar nema brýn ástæða væri til. Fram kom í máli Gunnars Sturlu- sonar, hæstaréttarlögmanns hjá Logos lögmannsstofu, á morgun- verðarfundinum að afar brýnt væri að samkeppnisyfirvöld hlutuðust til um að settar yrðu reglur um fram- kvæmd húsleitar, rétt eins og skatt- rannsóknarstjóri hefur gert. Fundur Verslunarráðs Íslands um húsleit Skortur á sjálf- stæðu mati dómara  Skerpa/31 VETURGAMALL hrútur slapp á dögunum undan leitarmönnum á Gnúpverjaafrétti með því að synda yfir Þjórsá. Margar árangurslausar tilraunir voru gerðar til að ná hrútnum á síðasta ári. Það tókst að ná móður hans og í aukaleit tókst smalamönnum að fanga bróður hans, en þessi útilegukind slapp. Hrúturinn kom sér fyrir í vetur í Þjórsárglúfri fyrir neðan Dynk. Þrír vaskir leitarmenn einsettu sér í haust að ná hrútnum. Þetta voru Stefán Már Ágústsson, marg- reyndur landsliðsmaður í 800 m hlaupi, Haukur Vatnar Viðarsson, gríðarlega úthaldsgóður og þrjósk- ur smali, og Einar Kári Magnússon, en það segir allt sem segja þarf um líkamlegt atgervi hans að hann er yngri bróðir Jóns Arnars Magn- ússonar tugþrautarkappa. Göngu- menn komu fljótlega auga á hrút- inn og kannaðist Stefán strax við hann, en hann eltist við hann og bróður hans í fyrrahaust. „Ég sannfærðist af því að horfast í augu við hann á sjö metra færi, að þarna væri villt skepna á ferðinni,“ sagði Stefán. Upphófst nú gríðarlegur elting- arleikur við hrútinn og stóð hann í um hálfa klukkustund upp og niður eftir gljúfrinu. Hrúturinn vildi ógjarnan yfirgefa samastað sinn, en smalarnir voru ívið sprettharð- ari og vörnuðu honum heimgöngu. Sá hrúturinn að lokum þann kost vænstan að henda sér út í Þjórsá, og var sú ákvörðun hans tekin með yfirvegun þeirrar skepnu sem ekki ætlar sér að komast undir manna hendur, að sögn Stefáns. „Hann leit rólega til okkar og síðan út í á. Svo leit hann aftur til okkar og skellti sér svo út í. Það er til marks um skapferli hrútsins að hann reyndi fyrst að synda mót straumþunga Þjórsár og gekk það ágætlega til að byrja með en hann mæddist fljótt undan straumþunganum og synti yfir á hinn bakkann í Búðarháls, yf- ir í Rangárvallasýslu.“ Ekki hættu smalarnir sér út í ána eftir hrútnum, enda hafði fjallkóng- urinn, Már Haraldsson, lagt smöl- unum lífsreglurnar með miklum áhersluþunga um að hætta ekki lífi sínu né limum í viðureigninni. „Sennilega vissi hann af keppnis- hörku og þrjósku okkar fjögurra, þ.e. smalanna þriggja og hrútsins. Ég geri fastlega ráð fyrir að hrút- urinn muni svo synda „heim“ þegar Búðarhálsinn verður smalaður,“ sagði Stefán. Stefán sagðist ekki vera búinn að gefast upp. „Ég ætla að fara aftur í gilið og þá hef ég blautbúning með mér.“ Hrúturinn sneri á smalana og synti yfir Þjórsá SPEGILSLÉTTUR sjór og ágætis skyggni var á miðunum þegar 80 brúttólesta dragnótarbátur sigldi á trilluna Þernu SH 350 um sex mílur norður af Rifi í gærmorgun. Skip- stjóri dragnótarbátsins mun ekki hafa séð trilluna fyrir gluggapósti í brú og mastrinu á bátnum fyrr en um seinan. Enginn meiddist við áreksturinn og trillan sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar í fylgd dragnótarbátsins. Feðgarnir Óskar Skúlason og Skúli Jónsson höfðu nýlokið við að leggja út 16 bala af línu í Breiða- fjarðarál þegar áreksturinn varð. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ósk- ar að um klukkan átta hafi þeir farið ofan í lúkar þar sem hann kveikti undir kabyssunni og fór að hita vatn í kaffi en faðir hans lagðist í koju. Aðeins nokkrum mínútum síðar sigldi dragnótarbáturinn Rifsari SH-70 á miðja stjórnborðshlið trill- unnar. Óskar segir að höggið hafi verið talsvert en hann gerir sér ekki grein fyrir því hvort trillan hafi hall- ast mikið, þetta hafi gerst svo snöggt. „Ég fékk svefnpoka yfir mig og svo flaug potturinn af kabyssunni og hellan fór af henni.“ Auk þess hrukku gleraugun af honum þannig að hann sá illa til inni í lúkarnum. Feðgarnir fóru þegar upp á þilfar en þegar Óskar sneri aftur eftir gleraugunum sá hann að kviknað hafði í svefnpoka sem hafði lent á kabyssunni. Eldurinn var fljótlega slökktur og olli ekki miklu tjóni. Skúli, faðir Óskars, tognaði á hálsi en Óskar slapp ómeiddur. Hann fékk áhöfnina á Særifi í lið með sér í gær til að vitja um línurnar. Aflinn var sæmilegur, um 1½ tonn, aðal- lega ýsa. Trillan Þerna er plastbátur og skemmdist hún talsvert við árekst- urinn en brotnaði þó ekki undir sjó- línu. Stýrishúsið er mikið skemmt og telur Óskar að það taki um 1½ mánuð að gera við trilluna. Þar til hún verður sjóhæf hyggst hann leigja trillu sem hann seldi þegar hann keypti Þernu í vor. Engar skemmdir urðu á dragnót- arbátnum. Að sögn Ólafs Guð- mundssonar, yfirlögregluþjóns í Stykkishólmi, náði skipstjóri drag- nótabátsins að draga nokkuð úr ferð og vara áhöfnina við áður en bát- urinn sigldi á trillunni. Rannsókn- arnefnd sjóslysa var gert viðvart og teknar voru skýrslur af skipstjórn- armönnum. Sá ekki trilluna fyrir gluggapósti og mastri Morgunblaðið/Alfons Talsverðar skemmdir urðu á trillunni en þó ekki undir sjólínu. SEÐLABANKI Íslands mun lækka vexti í endurhverfum við- skiptum við lánastofnanir um 0,5 prósent í 7,1% í næsta uppboði sem haldið verður 24. september nk. Aðrir vextir bankans verða einnig lækkaðir um 0,5 prósent frá 21. september nk. Vextir Seðlabankans hafa nú lækkað um 3 prósent frá aprílbyrjun þegar vaxtalækkunarferlið hófst, en um 4,3 prósent frá því vextirnir voru í hámarki í mars á síðasta ári. Viðskiptabankarnir munu fylgja vaxtalækkun Seðlabank- ans, að sögn bankastjóranna Vals Valssonar hjá Íslandsbanka, Árna Tómassonar hjá Búnaðar- banka Íslands og Halldórs J. Kristjánssonar hjá Landsbanka Íslands. Viðskiptabankarnir hafa hingað til lækkað útlánsvexti meira en innlánsvexti og verður áfram hafður sá háttur á, en nán- ari útfærsla bankanna liggur ekki fyrir. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að vaxtalækk- unin sé í samræmi við fyrri yf- irlýsingar bankans um að áfram yrði haldið að lækka vexti ef raunveruleikinn félli inn í spár Seðlabankans. Vextir hafa lækkað um 3% frá því í byrjun apríl  Seðlabankinn/C1 MESSA var haldin í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í gærkvöldi þar sem þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á árinu var minnst. Alls hafa 25 manns látist í umferðarslysum á árinu sem er meira en allt árið í fyrra, en þá voru þeir 24. Aldrei hafa jafn- margir látið lífið í umferðar- slysum á þessum tíma árs. Eftir að messu lauk var kertum fleytt til minningar um fórnarlömb slysanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fórnarlamba umferðar- slysa minnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.