Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 39
gleymist seint. Ég naut þess ávallt að vera í nærveru hennar. Hjálpfýsi, nærgætni og hlýja einkenndu hana. Mér er ennþá minnisstæður bíltúr- inn sem hún fór með mig um gömlu Reykjavík. Helga, Svan og foreldrar hennar voru gestir á heimili mínu í Dan- mörku snemma sumars árið 2000 og þá hitti ég Helgu í síðasta sinn áður en ógæfan knúði dyra. Helga mín, blessunarlega hefur þú fundið frið eftir langa og erfiða baráttu. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Ég votta Svan og allri fjölskyld- unni mína dýpstu samúð. Ragnar. „Helga mín er dáin“. Fallega góða frænka mín er komin í faðm ömmu og afa. Laus við raunir sínar. Nú líð- ur henni vel. Þetta eru setningar sem rúlla í höfðinu á mér. Þetta er samt svo sárt og erfitt að sætta sig við. Helga var glæsileg kona með framtíðardrauma. Hún var gift Svani, ástinni sinni og var að ljúka félagsráðgjöf í HÍ. Helgu og Svan var gott heim að sækja, heimilið svo smekklegt og fé- lagsskapurinn enn betri. Helga mín, þú skilur eftir þig svo margar minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Ég kveð kæra frænku með mikl- um söknuði en hugga mig við það að við eigum eftir að hittast síðar. Megi guð blessa minningu Helgu Hall- dórsdóttur. Ég kveð þig vina klökkvaþungri lundu þín kæra minning innst í sál mér býr – þau ástabönd í æsku ljúft oss bundu fær aldrei bugað heimsins stormagnýr. Ég man þig æ og mun þér aldrei gleyma, en minnast þín við sérhvert ævistig og innst í sál mun ímynd þína geyma, uns aftur loks ég fæ að hitta þig. (Friðrik Halldórsson.) Elsku Svan, Guðný, Halldór og aðrir aðstandendur ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Svava. Kæra vinkona, það er erfitt að kveðja en stundin er komin. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað og nú líði þér vel, laus úr viðjum veik- indanna. Fyrir framan mig liggur mynd af þér sem birtist í blöðunum fyrir mörgum árum, þú ert að aug- lýsa fermingarfötin fyrir það árið, ung og falleg. Þessa mynd hef ég varðveitt öll þessi ár og er mér mik- ils virði í dag. Þarna áttirðu allt lífið framundan og ekki hvarflaði að okk- ur að lífið ætti eftir að vera annað en dans á rósum, en hlutskipti mann- anna er misjafnt. Þú sýndir dug og hetjulega baráttu í veikindum þínum og hélst alltaf ótrauð áfram. En síð- asta áfall var meira en mannlegt eðli réð við og hefur þessi tími verið öll- um erfiður. Um leið og ég kveð þig, Helga mín, hinstu kveðju og þakka þér öll þau ár sem við áttum saman, allar góðu stundirnar og minningarnar sem ég mun alltaf eiga, bið ég góðan guð að gæta þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Svan, Guðný, Halldór, Lovísa, Al- freð og fjölskylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur samúð okkar og megi guð styrkja ykkur í sorginni. Magnea Harðardóttir, Horsens, Danmörku. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Þetta fallega erindi kom mér í hug þegar mér var tilkynnt andlát vin- konu minnar Helgu Halldórsdóttur; yndislegrar stúlku sem kvatt hefur þennan heim eftir erfið og sársauka- full veikindi. Minningar streyma fram í hugann þegar ég rifja upp mín fyrstu kynni við Helgu mína og Svan mann henn- ar. Það var fyrir allmörgum árum að ég réð mig til starfa í afleysingar hjá þeim hjónum í fyrirtæki þeirra sem þá var sölubás með skófatnaði. Við Helga bundumst strax sterkum vin- áttuböndum og áttum margt sam- eiginlegt, m.a. áttum við báðar ættir að rekja til Keflavíkur. Eftirminnilegar eru stundirnar okkar er við sátum saman í eldhús- inu í Neðstaleiti og Búlandi og eins heima hjá þeim hjónum. Hún tók mér fagnandi með alls kyns kræs- ingum á borðum. Við spjölluðum saman um heima og geima og nutum þess að hlæja að ýmsu skondnu sem gerst hafði í lífi okkar. Já, þetta voru yndislegar stundir sem við áttum saman. Eins bar á góma lífshlaup hennar þar sem hún fór í gegnum mörg áföll í lífinu allt frá barnsaldri vegna heilsubrests. Í kjölfarið þurfti hún að fara í marga uppskurði. Hún lét þessi áhrif ekki buga sig heldur hélt lífsgöngu sinnni ótrauð áfram með óstöðvandi bjartsýni og vilja- þreki. Hún sá alltaf ljósið og notaði það til að komast í gegnum veikindi sín frá barnsaldri. Byrði hennar var mikil að bera en hún stóð sig sem sannkölluð hetja, sem kenndi okkur samferðafólkinu að meta það sem við höfum og njóta þess í fyllsta mæli. Helga var einstakur persónuleiki, sem lýsti sér m.a. í trausti, heiðar- leika, glaðværð og umhyggju. Nær- vera hennar var afar góð. Það var eins og kærleiksríkur ylur streymdi frá henni og yfir framkomu hennar hvíldi einhver þokki sem laðaði fólk að henni. Útgeislun hennar og feg- urð minntu á geisla sólarinnar. Í vöggugjöf fékk hún góða vitsmuni sem hún nýtti sér vel í lífinu. Hún stundaði nám sitt af alúð og var langt komin með háskólanám þegar hún varð fyrir slysi fyrir nokkrum árum. Afleiðingar slyssins voru skelfilegar og varð ekki afturkvæmt til heilsu eftir það. Aðdáunarvert var að sjá hvernig maður hennar, fjöl- skylda og tengdafjölskylda umvöfðu hana kærleika og veittu henni allan þann styrk sem mannlegur máttur gat veitt. Himneski faðir veit ástvinum Helgu styrk og þrek til að takast á við sorgina og söknuðinn, megi ljós þitt skína í hjarta þeirra. Elsku Helgu minni þakka ég sam- fylgdina og bið Drottin Guð að taka hana að sér, lýsa henni veginn og veita henni styrk og blessun í ríki sínu. Eftirfarandi erindi vil ég gera að mínu sem kveðjuorð til Helgu vin- konu minnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Sigurbjörg Norðfjörð. Minningar frá æskuárunum leit- uðu á hugann þegar mamma hringdi og sagði mér að Helga væri dáin. Heimsóknir í Breiðholtið, leikið fram á kvöld við krakkaskarann í Dalsel- inu og ekki var verra ef maður fékk að gista. Sumarbústaðaárin í Mos- fellssveitinni; búskapur og verslun í kofanum sem Halldór smíðaði, kanó- róður án þess að landfestar væru leystar, „strokið“ að heiman með nesti bundið í vasaklút á priki, fiðr- ildaveiðar á lognkyrrum kvöldum og sögustundir undir sæng þegar við áttum að vera sofnuð. Við vorum góðir vinir, áttum vel saman og ekki kastaðist í kekki á milli okkar og án efa hefðu samskiptin verið meiri og samverustundirnar fleiri ef við hefð- um átt heima nær hvert öðru. Helstu kostir Helgu komu vel fram þegar hún barðist við erfiðan sjúkdóm, fyrst sem barn og aftur um tvítugt. Baráttuþrekið, glaðlyndið og jafnaðargeðið fleyttu henni langt í viðureigninni auk þess sem hún naut þess að eiga sterka foreldra og systkini sem stóðu eins og klettar að baki henni. Aldrei kom til greina að sjúkdómurinn aftraði henni frá venjulegu lífi. Hún eignaðist góðan mann, fallegt heimili og tvær stjúp- dætur sem dáðu hana. Hún stundaði af kappi nám í uppeldisfræðum við Háskólann, nám sem átti vel við hana og framtíðin brosti við. Hörmu- legt slys kom í veg fyrir að hlutirnir færu eins og ætlað var. Nú er Helga ekki lengur meðal okkar en eftir stendur minningin um heilsteypta, sterka persónu og umfram allt góða manneskju. Ég er viss um að heim- urinn væri betri ef fleiri gætu státað af þeim mannkostum sem Helga hafði til að bera. Ég bið almættið að styrkja fólkið hennar í mikilli sorg. Þeim mun dýpra sem sorgin gefur sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Þorsteinn Magnússon. Ég las lesendabréf í Morgun- blaðinu í síðustu viku. Þar er spurt af hverju minningagreinar séu alltaf uppfullar af lýsingum á því hversu góður og gallalaus einstaklingurinn var. Þessi grein sat í mér og fékk mig til að hugsa um hvernig minn- ingargrein ég vildi skrifa um þig Helga mín. Jú umfram allt sanna og sannleikurinn er einfaldur. Ég veit að þú varst örugglega ekki gallalaus frekar en aðrir. En, Helga mín, sannleikurinn er að ég kynntist bara kostunum og hef aldrei heyrt neitt um gallana. Ég gæti skrifað svo margt og lýst öllum þínum góðu kostum og mínum minningum en hef ákveðið að eiga það fyrir mig. Mig langar hinsvegar að kveðja þig með þökkum. Við vorum uppeld- is- og menntunarfræðisystur. Geng- um í gegnum þrjú skemmtileg og erfið námsár saman. Mig langar að þakka þér, elsku stelpan mín, fyrir alla þá hvatningu, stuðning og skemmtun sem þú gafst mér á þess- um árum. Helga mín, ég mun alltaf muna þig eins og þú varst í síðasta skiptið sem ég hitti þig fyrir slysið. Þú geislaðir af hamingju og varst svo sátt við lífið Elsku Helga mín, ég veit að þér líður vel í himnasælunni og ég kveð þig nú með söknuði. Sólrún Kristjánsdóttir. Hæ, ég heiti Helga, viltu vera memm? Þetta er brot úr fyrsta sam- tali okkar Helgu. Ég tæplega fimm ára gömul og hún að verða sex. Þetta var upphaf að vináttu sem hélst og geymist í hjarta mínu. Á þessum tíma var ég að flytja í nýtt hverfi og þekkti engan. Þess vegna var gott að kynnast þessari góðu stelpu. Það var margt brallað á þessum árum og við krakkarnir í Dalselinu lékum okkur mjög mikið saman og enginn þurfti að vera einmana. Við Helga fórum saman í Vindáshlíð sex sumur í röð og eitt sumarið vorum við tvær vikur í einu. Sumarbústaðurinn þeirra Guðnýjar og Halldórs var líka topp- urinn, að fá að fara þangað í dags- ferð og jafnvel gista var æði. Við lék- um okkur í dúkkuhúsinu og öllu því sem sveitin hafði uppá að bjóða. En æskuárin líða hratt en minningin lif- ir og vermir hjartað. Við Helga héldum alltaf sam- bandi, hringdum hvor í aðra á af- mælisdögum, sendum jólakort, glöddumst með hvor annarri á gift- ingardögunum okkar og þegar ég flutti til Eyja héldum við sambandi, heimsóttum hvor aðra og þær stund- ir eru mér líka dýrmætar. Um páskana 2000 hittumst við Helga í Eyjum í síðasta sinn áður en hún lenti í slysinu. Þá kvöddumst við með þessum orðum „við sjáumst í júlí í Reykjavík og förum saman á kaffi- hús“. Ekkert varð úr þessari kaffi- húsaferð en ég fékk tækifæri til að heimsækja Helgu á spítalann í lok júlí þetta sama ár. Og ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég fékk að eiga með henni meðan hún var svona mikið veik. Að fá að tala við hana, strjúka hendur hennar og biðja með henni. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér svo góða vinkonu sem Helga var og ég hlakka til að sjá hana aftur á himnum hjá Jesú. Elsku Guðný, Halldór, Lovísa, Al- freð, Helgi og Svan, ég samhryggist ykkur innilega og bið Guð að styrkja ykkur. Þú skalt ekkert óttast og engu kvíða í dag. Til er hann sem huggar. Já, hann sem bætir hag. Veistu að þú átt vininn Jesú, sem að veit um öll þín sár? Og ef hjartað þitt er þjakað, hann þerrar öll þín tár. (Kristín Ósk Gestsd./Örn Bjarnas.) Kveðja, Guðbjörg. Á vordögum ársins 1990 ríkti gleði og hamingja í huga nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands. Strit fram- haldsskólans var að baki og fram- tíðin blasti við. Til að fagna áfang- anum var haldið á vit ævintýranna í útskriftarferð til Jamaíka. Ferðin var skemmtileg og traustur vinskap- ur skapaðist hjá mörgum. Við stelp- urnar úr 6-U vorum samhentar og ákveðnar í að halda góðri vináttu áfram. Saumaklúbbur var stofnaður um haustið og vináttan varð trygg- ari. Okkur fannst við allar vera vammlausar, vorum annaðhvort á leið í háskólanám eða spennandi framtíðarvinnu. Ein af okkur var Helga Halldórs. Í Verzló var hún fyrirmyndarnemandi sem leysti hvert verkefni af samviskusemi og natni. Eftir stúdentspróf ákvað Helga að ráða sig til starfa hjá Íslandsbanka og gefa sér tíma til að hugsa um hvaða nám yrði fyrir valinu. Helga var ekki búin að vera lengi í vinnu í bankanum þegar sjúkdómur sem hún hafði fyrst glímt við tíu ára göm- ul tók sig upp að nýju. Þá tók við erf- iður tími aðgerða og spítalavistar. Ekki síst á þessum erfiðu tímum komu mannkostir Helgu vel í ljós. Hún var ólýsanlega jákvæð og sterk manneskja. Aldrei var hægt að finna neinn uppgjafartón eða ósk um sam- úð. Þessi mikli styrkur hennar hjálp- aði henni mikið í gegnum erfiða tíma. Þegar Helga hafði náð sér eins vel og kostur var eftir veikindin fórum við stelpurnar úr saumó að frétta af ungum manni sem sást oft á tíðum í fylgd Helgu. Þarna var Svan kominn sem reynist vera hennar mesta gæfa og hamingja. Þau voru eins og sköp- uð hvort fyrir annað, sem mátti glöggt sjá með samheldni þeirra og vináttu. Helga lét ekki veikindin stoppa sig í að mennta sig frekar. Hún hóf nám við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist það- an með gráðu í uppeldisfræðum árið 1999. Eftir það hóf Helga nám í fé- lagsráðgjöf. Hinn 2. júlí 2000 barði ógæfan enn og aftur á dyr hjá vinkonu okkar. Þann dag fór hún á hestbak með vin- konu sinni en féll af baki og slasaðist alvarlega. Hún beið á endanum lægri hlut fyrir þeim meiðslum sem hún þar hlaut. Það hefur verið erfitt fyrir okkur hinar að horfa á hversu mikið hefur verið lagt á þessa ynd- islegu skólasystur okkar og aðstand- endur hennar. Helga var í eðli sínu hæglát og glöð stúlka sem gott var að hafa í kringum sig. Hún sýndi vinum sín- um mikið trygglyndi og gladdist af heilum hug yfir velferð annarra. Helga var mjög myndarleg og smekkleg og bar heimili þeirra Svan þess merki á margan hátt. Á síðustu tveimur árum hefur verið mjög tóm- legt að hafa hana ekki í saumaklúbb og heyra skemmtilegar frásagnir hennar af daglegu lífi. Við munum áfram sakna hennar mikið og halda minningu hennar á lofti. Síðustu tvö ár höfum við vinkonurnar fylgst með miklum styrk og dugnaði Svan, for- eldra Helgu, sem og Gulla og ann- arra aðstandenda. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning þín er ljós í lífi okkar. Stelpurnar úr 6-U. Leiðir okkar Helgu lágu fyrst saman árið 1995 þegar við byrjuðum saman í uppeldis- og menntunar- fræði við Háskóla Íslands. Snemma í náminu tókust með okkur mikil og góð kynni. Helga var einstök manneskja, það var nánast sama hvað gekk á, hún tók öllu með jafnaðargeði, skipti aldrei skapi. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum og hún tók ætíð upp hanskann fyrir þann sem minna mátti sín. Í krefjandi námi og miklu álagi sem því fylgdi var alltaf hægt að reiða sig á að Helga héldi ró sinni og yfirvegun, hún haggaðist ekki. Helga rækti vini sína vel og hélt okk- ur stelpunum í uppeldisfræðinni saman og segja má að það hafi verið fyrir hennar tilstuðlan að við erum svona góðar vinkonur í dag. Þegar við kláruðum uppeldisfræð- ina hélt Helga áfram námi og lagði stund á félagsráðgjöf. Á þeim tíma sem Helga var að byrja í félagsráð- gjöfinni eignaðist ég son minn. Þá vantaði ekki að Helga liti inn til vin- konu sinnar í Vesturbænum og fengi að kíkja á litla ungann, halda á hon- um og knúsa. Þessi umhyggja henn- ar er kannski lýsandi fyrir hennar manngerð, hún hugsaði alltaf vel um vini sína og vildi að þeim liði vel. Í þessum heimsóknum tók ég eftir því hvað hún unni félagsráðgjafanáminu og hefði notið sín vel á þeim starfs- vettvangi. Það fór heldur ekki fram hjá mér hversu heitt hún Helga unni Svan sínum og fjölskyldu, Gulli tengda- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 39 við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.