Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR fyrir þína fegurð COLOUR PLEASURE Veronika notar COLOUR PLEASURE Corail nr 532. Aldrei fyrr hafa varir þínar verið eins mjúkar og freistandi. NÝTT! Nú eru komnir 24 nýir litir sem allir innihalda nýja verndandi formúlu sem gerir varir þínar bæði mjúkar og fallegar. ´ BRESKI rithöfundurinn Ian McEwan er nú staddur hér á landi ásamt Jon Cook, bókmenntaprófess- or við East Anglia-háskólann í Nor- wich. Þeir munu taka þátt í breskri bókmenntahátíð sem fram fer í Há- skólabíói og hefst í kvöld kl. 20 með upplestri þeirra Ians McEwans og skáldkonunnar Michele Roberts, en hún kemur til landsins í dag. Auk þeirra taka rithöfundarnir Graham Swift og Bernadine Eva- risto þátt í hátíðinni. Í samtali við blaðamann sagði Jon Cook þá félaga mjög spennta yfir því að vera komnir til Íslands. Þeir hafi verið svo lánsamir að geta ferðast dálítið um landið áður en bókmenntahátíðin hefst. Þeir fóru í hálendisferð ásamt umsjónarmönn- um bókmenntahátíðarinnar, en þeir hafa stundað reglulega göngur í Bretlandi. Ætla að ræða um mjög áhugaverð efni á hátíðinni „Við ætlum að ræða um mjög áhugaverð efni á þessari bók- menntahátíð. Þar mun gestum í fyrstu gefast kostur á að hlýða á upplestra, viðtöl og taka þátt í um- ræðum við bresku rithöfundana fjóra sem taka þátt í hátíðinni, en þeir eru að mínu mati einhverjir þeir áhugaverðustu sem eru að störfum í breska bókmenntaheim- inum í dag. Þessi upplestrarkvöld verða nokkurs konar undanfari pall- borðsumræðna sem efnt verður til í lok hátíðarinnar á laugardag og ég mun stjórna. Þar munu breskir og íslenskir rithöfundar spjalla saman um skáldsöguna í ljósi tungumáls og þjóðarímyndar. Þannig munum við ræða um skáldsöguna og hvernig hún hefur mótast af tungumáli og þjóðerni höfunda og lesenda. Við munum kanna það hvernig bók- menntirnar hafa flætt yfir þessi mörk með fjölmenningarlegri blönd- un þjóðfélaga og tvítyngi höfunda og lesenda. Í tengslum við þetta mun- um við einnig ræða um þýðingar bókmennta milli tungmáls- og menningarheima og verður það um- ræðuefni ekki síst áhugavert í sam- ræðu enskumælandi og íslensku- mælandi höfunda. Við skipulagn- ingu þessarar hátíðar gættum við þess að hafa hana sem opnasta, hér verður ekki um samræður fræði- manna að ræða, heldur köllum við á þátttöku sem flestra,“ segir Jon Cook. „Þjóðin, sjálfsmyndin og skáldsagan“ Breska bókmenntahátíðin ber yfirskriftina „Þjóðin, sjálfsmyndin og skáldsagan“ og hefur Jon Cook tekið þátt í mótun og undirbúningi hennar í samvinnu við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, bókmenntafræðing, sem jafnframt er forsvarsmaður há- tíðarinnar. Graham Swift og Bernadine Eva- risto munu flytja upplestur og sitja fyrir svörum á hátíðinni annaðkvöld kl. 20. Á laugardaginn verður efnt til pallborðsumræðna sem rithöfund- arnir Bragi Ólafsson, Gerður Krist- ný, Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í. Á undan umræðunum mun Icelandic Take- Away Theatre flytja á ensku leik- þáttinn Englar alheimsins. Dag- skráin hefst kl. 14. Hátíðin er öllum opin og aðgang- ur er ókeypis. Þriggja daga bresk bókmenntahátíð að hefjast í Háskólabíói Heimsþekktir breskir höf- undar meðal þátttakenda Morgunblaðið/Kristinn Rithöfundurinn Ian McEwan (t.h.) og bókmenntafræðingurinn Jon Cook gáfu sér tíma til að hitta ljósmyndara Morgunblaðsins áður en þeir héldu í hálendisferð á þriðjudag. Þeir verða þátttakendur í breskri bók- menntahátíð sem hefst í Háskólabíói í kvöld og lýkur á laugardag. FRANSKI píanistinn Jacques Loussier hefur verið að djassa tón- list Jóhannesar Sebastians Bachs í 43 ár. Prelúdíur, fúgur og tokkötur Bachs voru í fyrstu á efnisskránni og bassaleikari hans var einn fremsti djassbassaleikari Evrópu, landi hans Pierre Michelot, sem hafði m.a. verið bassaleikari Bud Powels. Loussier er þó ekki djassleikari í orðsins fyllstu merkingu. Hann er klassískt menntaður, en lék jafnframt á næt- urklúbbum; ekki djass heldur síg- aunatónlist í frönskum stíl þar sem þurfti að hafa vald á spuna. Það var ekki fyrr en hann heyrði Módern djass kvartettinn að hann fór að hlusta á djass fyrir alvöru. Hann hafði oft leikið sér að því leika Bach fyrir félaga sína í klassíkinni krydd- aðan spunaköflum og þegar hann heyrði John Lewis lita djass sinn með barrokki og klassík og fannst honum einsog að hann sjálfur vildi verða djassleikari vildi John Lewis verða klassískur píanisti. Það var að sjálfsögðu misskilningur. John Lew- is og félagar hans í Módern djass kvartettinum notuðu klassísk áhrif til að skapa magnþrungna tónlist sem má telja til þess besta sem leikið var á síðustu öld, en tónlist Louss- iers er léttdjassaður Bach, skemmti- legt eyrnakonfekt sem getur jafnt leitt hlustendur til ekta barokktón- listar og djass. Undanfarin ár hefur Loussier hljóðritað fyrir Telarc-útgáfuna og í viðbót við barokkið hefur hann hljóð- ritað impressjónistana Ravels og Debussys og þann sérstæða Satie, sem rataði á efnisskrár poppara, svo og Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi og Händel-disk þann sem hér er til um- fjöllunar og er nýjasti Loussiers- diskurinn. Barokktónlist fellur flestri tónlist fyrri alda betur að djassspuna og allra best tónlist Jóhanns Sebastians og þykja mér hljóðritanir Loussiers á verkum hans, sér í lagi orgelverk- unum, henta honum best allra þeirra verka er hann hefur glímt við. Vatnatónlist Händels er ekki eins leikandi létt og Bach er á bestu hljóðritunum Louissiers. Sér í lagi er trommarinn oft í vandræðum eins og í upphafi verksins og bæði bassa og trommusólóinn í seinni allegrokafl- anum heldur marklítil, sömbu og funktilraunir tríósins lenda á brot- skeri en adagiokaflinn er afturá móti sérdeilis fallega leikinn og spuninn lewisískur. Bláu nóturnar í fyrri allegrókaflanum og bassaupphafið í andandekaflanum hitta í mark og þrátt fyrir að allt gangi ekki upp er Vantnatónlistin mjög áheyrileg. Það er aftur á móti ekki hægt segja um Konunglega fírverkeríið sem í öllum sínum hátíðleika er einkar óhentug- ust til djasstúlkunar í þeim anda sem Loussier hefur tileinkað sér. Aftur á móti bætir Passacaglian það upp. Hana leikur tríóið í lok disksins af mikilli innlifun í þeim anda sem hef- ur gert tríóið jafn vinsælt og raun ber vitni. Tríó Jacques Loussier heldur tón- leika í Hásólabíói á föstudagskvöld og það er víst að aðdáendur hans í nær hálfa öld láta sig ekki vanta. Hann er sérstaklega skemmtilegur í tónleikasal eins og þeir vita er fylgd- ust með hounum í sjónvarpi á hátíð- arhöldunum miklu er 250 ár voru lið- in frá dauða hins mikla Bachs. Loussier glímir við Händel DJASS Geisladiskur Jacques Loussier píanó, Benoit Dunoyer de Segonzac bassa og André Arpion trommur. Hljóðritað í mars til maí 2002 í París. Telarc Jazz CD-83544. Dreifing: 12 tónar. TRÍÓ JACQUES LOUSSIER: WATER MUSIC & ROYAL FIREWORKS Vernharður Linnet MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 25 LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.