Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 28
MENNTUN 28 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GLOBE-Arctic-námskeiðvar haldið á Akureyrinúna í ágúst, en það er al-þjóðlegt skólaverkefni sem hefur þann tilgang að efla raun- vísindalega hugsun meðal nemenda og kennara. Verkefnið nær til meira en 90 landa og byggist það á því að nemendur skrá ákveðna umhverfis- þætti í sameiginlegan gagnagrunn (www. globe.gov) sem er öllum op- inn. Ellefu íslenskir skólar taka þátt í verkefninu. Fyrir ári var sett á laggirnar sér- stakt verkefni sem beinist að lönd- unum umhverfis norðurskautið og taka tveir íslenskir skólar þátt í þessu verkefni, Barnaskóli Vest- mannaeyja og Verkmenntaskólinn á Akureyri, en aðrir skólar eru í Alaska, Kanada, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Nemendur söfnuðu sýnum sem efnagreind voru í Noregi, en sjónum var beint að efn- um sem innihalda bróm. Vísindalegar mælingar GLOBE er m.ö.o. alþjóðlegt verk- efni fyrir grunn- og framhaldsskóla, byggt á vísindum og menntun og gert til að hjálpa nemendum til að læra að:  gera marktækar vísindalegar mælingar á loftslagi, vatni, jarð- vegi, gróðurþekju og vorkomu,  senda niðurstöður sínar á Netinu í gagnasafn nemenda,  búa til skrár og gröf út frá gagna- safninu,  skiptast á skoðunum við aðra nemendur og vísindamenn um víða veröld. Verkefnið er unnið í samvinnu tveggja til þriggja skóla í hverju landi á Norðurlöndum og felst m.a í því að leggja til sýni til greiningar á magni nýrra POPs (lífrænna eitur- efna) á hverjum stað. Norska loftslagsstofnunin (NILU) ber ábyrgð á vísindalegri stjórn, verklagi/verklýsingu við öfl- un sýna og flutningi þeirra og leggur sömuleiðis til tæki til öflunar sýn- anna. Skólarnir afla sýnanna með viðurkenndum vísindalegum hætti (fylgja leiðbeiningum nákvæmlega). Lögð er áhersla á að sýnin, hvort sem þau eru úr fiski eða öðrum dýr- um, séu fersk. Nemendur verða að fylgja nákvæmum leiðbeiningum um hvernig sýnið skal tekið úr lífverunni svo það sé nothæft til vísindalegra athugana. Sýnin eru greind hjá NILU og er leitað að PCB (þekkt lífrænt eitur- efni (samanburðarefni)) og PBDE (brómeldvarnarefni) í þeim. Niður- stöðurnar eru svo sendar skólunum. Skólarnir meta gögnin og skrifa skýrslu um söfnun sýnanna auk þess sem þeir bera saman niðurstöður sínar og annarra skóla og það sem áður var þekkt annars staðar frá. Skýrslurnar eru birtar á heimasíðu verkefnisins. Vísindamenn innan NILU birta einnig niðurstöðurnar í ritrænu vísindatímariti. Fundur á Akureyri Efnt er til árlegs vinnufundar þar sem koma saman kennarar, skóla- stjórar, nemendur, vísindamenn NILU ásamt verkefnisstjórum GLOBE og fleiri aðilum sem koma að verkefninu. Í byrjun ágúst 2001 var fyrsti fundurinn haldinn í Fair- banks í Alaska. Annar fundur var svo í ágúst á Akureyri. Búist er við að fundað verði í þriðja sinn í Svíþjóð 2003 og að lokum í Noregi sumarið 2004. Nýjustu niðurstöður úr vísinda- rannsóknum á þrávirkum lífrænum eiturefnum (POPs) í löndunum um- hverfis norðurskautið styðja fyrri niðurstöður um að eldvarnarefni sem innihalda bróm er að finna í fiski á norðurslóðum. „Magn eiturefnanna sem fundust í sýnum þátttökuskólanna staðfesta að brómeldvarnarefnin eru dreifð um allt norðurskautið og löndin um- hverfis það,“ sagði Eldbjørg Heim- stad, vísindamaður hjá Norsku lofts- lagsstofnuninni, NILU. Fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun lauk nýlega í Jó- hannesarborg í Suður-Afríku. Meðal margs sem ákveðið var að styrkja voru aðgerðir sem draga úr dreif- ingu lífrænna eiturefna í umhverf- inu. Enn eru engar alþjóðlegar sam- þykktir til sem banna notkun brómeldvarnarefna í heiminum. Slíkar tillögur eru í undirbúningi í Evrópu þar sem vitað er að þessi efni brotna afar seint niður í umhverfinu og safnast upp í lífverum innan fæðukeðjunnar. „Niðurstöðurnar auka þekkingu okkar á umsvifum þessara efna og styðja þörfina á viðbrögðum við dreifingu þeirra,“ sagði Eldbjørg Heimstad. „Þær sýna einnig fram á þann þýðingarmikla þátt sem skólar skipa í umhverfisvernd, t.d. með því að taka þátt í verkefnum eins og GLOBE-Arctic.“ Niðurstöður eftir fyrsta ár rann- sóknanna voru kynntar á vinnufundi þátttökuskólanna á Akureyri. At- hugað var magn tveggja valinna brómeldvarnarefna og til saman- burðar var PCB-innihald sýnanna líka mælt. Sýnin voru tekin úr þorski, ýsu, laxi, urriða, bleikju og nokkrum ferskvatnsfisktegundum. Nokkrar niðurstöður Niðurstöðurnar voru að sýnin og greiningar á þeim leiði í ljós:  minna magn af PCB í sýnunum en áður hefur fundist en magn bróm- eldvarnaefnanna fannst alls stað- ar í kringum Norðurskautið,  meira magn brómefnanna í fiski í löndunum umhverfis Atlantshafið, þar á meðal umhverfis Ísland, en í Kanada eða við Kyrrahafið. Þessar niðurstöður eru fyrstu sam- stæðu gögn verkefnisins. Ný sýni verða tekin úr fiski og öðrum dýrum á þessu ári. Stefnt er að því að þess- um rannsóknarþætti ljúki árið 2004. Markmið rannsóknanna er að:  auka þekkingu á lífrænum eitur- efnum (POPs) og umhverfisfræði innan þátttökuskólanna,  rannsaka dreifingu og magn nýrra lífrænna eiturefna eins og brómeldvarnarefnanna (poly- brominated diphenyl ethers, PBDEs), á norðurslóðum,  taka þátt í eftirliti og vöktun nýrra eiturefna á norðurslóðum,  skilja tengsl þessara gagna og upplýsinganna sem GLOBE safn- ar,  skilja að þörf er á að afla frekari gagna. Vísindamenn frá Hafrann- sóknarstofnun, Náttúrufræði- stofnun og Háskóla Íslands tengj- ast þessu verkefni. Skýrslur skólanna er að finna á vefnum:: http://www.nilu.no/web/arctic- pops. GLOBE-Arctic/Draga þarf úr dreifingu lífrænna eiturefna í umhverfinu. Staðfest var í skólaverkefni að eldvarn- arefni sem innihalda bróm er að finna í fiski á norðurslóðum. GLOBE er alþjóðlegt verkefni fyrir grunn- og fram- haldsskóla, byggt á vísindum og menntun. Fundað var nýlega á Akureyri, hér er sagt frá verkefninu. Ljósmynd/Benedikt Barðason GLOBE-fundur var haldinn í ágúst á Akureyri. Hér eru þátttakendur á ráðstefnunni fyrir utan VMA. Skólar sem vernda umhverfið  Íslenskir skólar taka þátt í alþjóðlegu vísindaverkefni  Niðurstöður knýja á um meiri vernd á þáttum í umhverfinu TENGLAR .............................................. www.globe.gov www.nilu.no/web/arcticpops Ljósmynd/Benedikt Barðason GLOBE-Arctic barst á Mývatn og þar gerðar nokkrar tilraunir. Kyn: Karl Aldur: 18 ára Spurning: Ég er að læra húsa- smíði og mig langar að fræðast aðeins um sjálfstæðan rekstur. Þarf maður að stofna fyrirtæki? Svar: Haft var samband við Menntafélag byggingariðnaðar- ins, s.: 552 1040 í leit að neð- angreindu svari. Þegar talað er um sjálfstæðan atvinnurek- anda þá hefur viðkomandi stofnað séreignafélag eða hlutafélag. Hverjum og einum er frjálst að stofna fyrirtæki. Varðandi sjálfstæðan atvinnu- rekstur í húsasmíði þarf við- komandi fyrirtæki að hafa meistara í forsvari og hann að vera þar starfandi. Eðlilegast er að sá sem stofnar fyrirtæki í húsasmíði sé meistari. Iðn- meistarinn ber faglega ábyrgð á því sem unnið er og stjórnar verkefnum. Meistari er jafn- framt ábyrgur fyrir vinnunni og því að farið sé eftir lögum og reglugerðum varðandi mann- virkjagerð. Því er svarið við spurningu þinni á þá leið að eðlilegast væri að ljúka meist- aranámi í húsasmíði og fara síðan í sjálfstæðan rekstur. Sjá: Menntafélag bygging- ariðnaðarins http:// www.mfb.is/ Meistaranám í iðngreinum http://www.ir.is/kvold/ meistara.html Steinsmíði Kyn: Kona Aldur: 27 ára Spurning: Hvar lærir maður steinsmíði? Svar: Samkvæmt upplýsingum frá Snæbirni Þór Snæbjörns- syni, kennara við múrsmíð- adeild Iðnskólans í Reykjavík, skrá þeir sig í múrsmíði, sem hafa áhuga á steinsmíði. Nem- ar í steinsmíði fylgja sömu nám- skrá og þeir sem nema múr- smíði en við bætast sértækir áfangar sem snúa að stein- smíði. Ef viðkomandi hefur áhuga á þessu námi er best að snúa sér beint til Snæbjarnar. Múriðnin er kennd í Síðumúla 25 í Reykjavík. Sjá: Múrsmíðadeild Iðnskól- ans í Reykjavík http:// www.ir.is/bygg/mur.html Nám og störf TENGLAR ....................................... Svöri eru unnin upp úr idan.is í samstarfi við Nám í náms- ráðgjöf í Háskóla Íslands TVEIR íslenskir skólar taka þátt í sérstöku GLOBE-Arctic-verkefni sem beinist að löndunum umhverf- is norðurskautið. Það eru Barna- skóli Vestmannaeyja og Verk- menntaskólinn á Akureyri.  Barnaskóli Vestmannaeyja er heildstæður grunnskóli með 450 nemendur á aldrinum 6–16 ára í 22 bekkjardeildum. Við skólann starfa 46 kennarar. Annað starfsfólk er 26. Auk þess sinni starfsfólk Íþróttamiðstöðvar nemendum, í íþróttum og sundi. Barnaskólinn er elstur skóla í Vestmannaeyjum, hefur starfað samfellt frá árinu 1882 að talið er. Barnaskólinn legur áherslu á að nemendur kynnist sérstöðu heima- byggðar sinnar, s.s jarðfræði, dýralífi og sögu. Þá er skólinn virk- ur þátttakandi í erlendum sam- skiptum með nýjustu tækni, má þar nefna Jason-verkefnið, þátt- töku í Comeniusarverkefni sl. þrjú ár, Kidlink, GLOBE- umhverf- isverkefnið sem nú stendur yfir og fleira. Skólamenn þar efla sam- kennd, vináttu og sjálfsöryggi nemenda og er unnið að því m.a. með: samveru á sal, vinahópum, íþróttadegi, upplestrarkeppni, úti- vistardegi, árshátíð, tilbreyting- ardögum og ýmsu öðru.  VMA tók til starfa árið 1984. Fyrsta skólaárið voru nemendur 780 en nú eru þeir rúmlega 1.000. Að auki stunda 600–700 nemendur nám í fjarnámsdeild skólans á hverju skólaári. Við skólann starfa rúmlega 100 starfsmenn. Markmið Verkmenntaskólans eru:  að búa nemendur undir líf og störf í samfélaginu  að skapa öllum nemendum skil- yrði til náms og þroska  að búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu með sérnámi sem veitir starfsréttindi  að búa nemendur undir nám í sérskólum og á háskólastigi Starfsemi Verkmenntaskólans ein- kennist af:  framboði á námi fyrir alla nem- endur áherslu á fjölbreytt nám, bæði verknám og bóknám skipu- lagi sem gerir nemendum kleift  að sníða námið að aðstæðum sín- um og þörfum http://www.vma.is Íslenskir GLOBE-skólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.