Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 35 GUNNAR I. Birgis- son, alþingismaður og formaður bæjarráðs Kópavogs, ritar grein í Morgunblaðið laugar- daginn 14. september sem hefur fyrirsögnina Hvar ertu nú …? Gunnar fer mikinn í greininni og beinir m.a. spurningunni til mín. „Ætli það sé ekki allt gott að frétta af Árna Bragasyni, for- stjóra Náttúruverndar ríkisins?“ spyr Gunn- ar. Jú, takk, ég hef það bara gott og reyni að gera mitt besta til að rækja skyldur mínar sem embættismaður og óháð- ur sérfræðingur. Gunnar vitnar til orða sem höfð voru eftir mér í Morgunblaðinu 16. september 2000 þegar fjallað var um skipulag Vatnsendasvæðisins. Þar vísaði ég til 35. greinar laga um náttúruvernd nr. 44/1999, sem fjallar um hönnun mannvirkja. „Við hönnun vega, virkjana, verksmiðja og annarra mannvirkja skal þess gætt að þau falli sem best að svip- móti lands.“ Gunnar saknar þess að ekki skuli heyrast frá mér í Morg- unblaðinu þegar fjallað er um Norð- lingaholt. Umrædd grein í Morgunblaðinu hinn 16. september 2000 er ágæt- lega skrifuð af blaðamanni og var unnin sama dag og Náttúruvernd ríkisins sendi athugasemdir sínar til Kópavogsbæjar vegna Vatnsenda- skipulagsins. Þar sem Náttúru- vernd ríkisins hefur þá vinnureglu að senda þriðja aðila ekki umsagnir sínar fyrr en ljóst er að þær hafa borist viðtakanda fékk blaðamaður- inn hana ekki í hendur. Ég nefndi þó við blaðamanninn nokkur atriði sem stofnunin fjallaði um í umsögn- inni. Gunnar tekur greinilega mikið mark á því sem Náttúruvernd rík- isins sendir frá sér og er það vel. Um skipulag í Norðlinga- holti og Vatnsenda Náttúruvernd ríkisins fjallaði um skipulag Norðlingaholts og gerði fjölmargar athugasemdir við það í bréfi 28. ágúst 2002, margar mjög sambærilegar og gerðar voru vegna Vatnsendaskipulagsins. Um bensín- stöðvarnar í Norðlingaholti, segir í umsögn stofnunarinnar: „Náttúru- vernd ríkisins telur að það orki tví- mælis að reisa bensínstöðvar innan skipulagssvæðisins þrátt fyrir að þær verði staðsettar utan þess svæðis sem skilgreint er sem vatns- verndarsvæði enda um að ræða svæði þar sem er að finna virkar jarðskjálftasprungur. Hafa verður í huga að í nágrenni skipulagssvæð- isins eru svæði sem viðkvæm eru fyrir mengun, þ.e. Bugða, Elliða- vatn og Elliðaár, og mikilvægt að tillit sé tekið til þess við skipulagn- ingu svæðisins. Tryggja verður að ekki skapist hætta á mengun grunn- vatns.“ Um sjónræn áhrif segir: „Eins og bent er á í greinargerð með deili- skipulagstillögunni er Norðlingaholt í miklu návígi við almenn útivist- arsvæði, friðlýst svæði (fólkvangur í Rauðhólum) og vatnsverndarsvæði. Í suðri er Elliðavatn, í austri Bugða, Rauðhólar og Heiðmörk, í vestri er Elliðaárdalur og Rauðavatn og í norðri Hólmsheiði. Með hliðsjón af því tel- ur Náttúruvernd ríkis- ins að við skipulagn- ingu byggðarinnar verði m.a. að taka mið af sjónrænum áhrifum hennar. Stofnunin bendir á að háreist byggð getur haft áhrif á upplifun þeirra sem njóta vilja útivistar á útivistarsvæðum í ná- grenni byggðarinnar. Náttúruvernd ríkisins leggur til að mannvirki verði felld að landslagi sbr. 35. gr. laga nr. 44/ 1999 um náttúruvernd og að sjónræn áhrif hárra bygginga á þessum stað verði metin.“ Um pólitík og trúverðugleika Ágæti Gunnar I. Birgisson, þú sakar mig um að taka þátt í pólitík og vera hallur undir R-listann þar sem ekki hefur heyrst í mér nú. Náttúruvernd ríkisins sendi athuga- semdir sínar til Reykjavíkurborgar á sama hátt og athugasemdir voru sendar til Kópavogsbæjar haustið 2000. Athugasemdirnar hafa þó hugsanlega ekki ratað á síður Morg- unblaðsins nú, en ég vona að for- svarsmenn Reykjavíkurborgar virði álit Náttúruverndar ríkisins eins mikið og þú virðist gera þó það hafi ekki birst í blaði allra landsmanna. Að lokum, ágæti Gunnar, sendir þú mér ábendingu um að hægt sé að leggja fram framboð á fjögurra ára fresti til sveitarstjórnakosninga. Þetta vissi ég reyndar og einnig það að nú styttist í alþingiskosningar með tilheyrandi skjálfta. Ekki veit ég hvort ég á að taka þetta sem til- boð eða áskorun frá þér um að ég komi í pólitíkina. Þar sem þú ert virtur maður, bæði formaður bæj- arráðs Kópavogs, alþingismaður og nefndarmaður í umhverfisnefnd Al- þingis og virðist taka mikið mark á áliti mínu og skoðunum þá hlýt ég að íhuga það alvarlega hvort ekki sé rétt að ég gefi kost á mér. Umhyggja Gunn- ars I. Birgissonar Árni Bragason Skipulag Náttúruvernd ríkisins fjallaði um skipulag Norðlingaholts, segir Árni Bragason, og gerði fjölmargar athugasemdir. Höfundur er forstjóri Náttúruverndar ríkisins. EKKI veit ég af hvaða hvötum sumt samfylkingarfólk kýs að halda lönguvitleysu sinni áfram, þ.e.a.s. umræðunni um mögu- legt framboð borgar- stjórans í Reykjavík til Alþingis. Helst virðist sem hér ráði ferðinni þörfin fyrir að finna utanað- komandi sökudólg til að skella skuldinni á. Og skuldin er vandi Samfylkingarinnar sem átti að leysa með nýjum leiðtoga við hlið núverandi for- manns. Katrín Júlíusdóttir víkur að þætti undirritaðs í grein í Morg- unblaðinu sl. föstudag og er ekki í sem bestu skapi. Þar er málið farið að snúast um hvorki meira né minna en hagsmuni lítilmagnans í samfélaginu. Vondir stjórnmála- menn, eins og undirritaður, sem ekki tóku nógu fagnandi hugmynd- um um þennan nýjasta björgunar- leiðangur Samfylkingarinnar eru ekki aðeins sekir um að svíkja lít- ilmagnann heldur tilheyra annarri veröld og öðrum tíma. Sennilega er þar verið að vísa til þess að sam- fylkingarmenn eru að eigin sögn einstaklega nútímalegir stjórn- málamenn en fólk í öðrum flokkum yfirleitt ekki. Ég hef haft til- hneigingu til að líta svo á að nú- tímastjórnmálamenn væru þeir sem störfuðu í nútímanum. Að öðru leyti er þetta afstæða hugtak, tími, gagnslítið í besta falli sem mælikvarði á innihald í stjórnmál- um. Vinstrimenn sameinaðir á miðjunni? Kemur þá að spurningunni, hvar voru málefnin? Já, hvar voru mál- efnin í tengslum við umræður um mögulegt framboð Ingibjargar Sól- rúnar? Svarið er einfalt, þau voru hvergi. Sú umræða snerist um allt aðra hluti. Hún snerist um persónu og um leiðtoga eða öllu heldur leið- togaskort. Sama má reyndar segja um annað mál sem varð tilefni fjöl- miðlaumfjöllunar helgina 6.–8. sept. sl., þ.e. sú yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar að hann langaði til að verða forsætisráð- herra. Öll umræða um þessi mál var einmitt til marks um algjöra persónugervingu eða leiðtogagervingu stjórnmálanna þar sem allt sem heitir málefni, innihald og stefna er víðs fjarri. Í viðtali við Össur Skarphéðinsson í síð- asta helgarblaði DV er hins vegar að finna athyglisverða setn- ingu um málefnaleg staðsetningarhnit Samfylkingarinnar. Þar segir Össur og talar að venju í 1. prs. et.: „… ég tel að við séum núna komin með stefnu sem er mjög í anda klassískra jafnaðar- mannaflokka sem eru meiri miðju- flokkar en til vinstri.“ Það eru óneitanlega nokkur tíðindi ef Sam- fylkingin er á góðri leið með að verða miðjuflokkur nr. tvö í ís- lenskum stjórnmálum. Var það sem sagt meiningin að sameina vinstri menn á miðjunni? Það var því ekki undirritaður sem gleymdi málefnunum í þessari umræðu allri um leiðtoga eða ekki leiðtoga heldur miklu fremur þeir sem umræðuna hófu eða urðu þess valdandi að hún hélt áfram og eru sumir enn að. Í hnotskurn snerist þetta mál um það hvort orð og gert sam- komulag skyldu standa. Möguleg áhrif á framtíð R-listans voru að sjálfsögðu ótengd þeim mál- efnasamningi sem þar liggur fyrir. Ástæður þess að menn veltu því fyrir sér er sú sérstaka staða sem borgarstjórinn hefur að forminu til í samkomulagi þriggja stjórn- málaflokka um kosningabandalag. Sjálfskaparvítin eru verst Sé það svo sem margt bendir til að langavitleysan um ekki framboð borgarstjóra til Alþingis valdi sam- fylkingarfólki vanlíðan sé ég ekki að þau hafi við neinn að sakast nema sjálfa sig. Eigi að gera und- irritaðan að sökudólgi og ábyrgan á einhvern hátt fyrir því að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir ákvað að standa við orð sín þá hefur sam- fylkingarfólk borið á mig verri hluti en það. Já, hvar voru málefnin? Steingrímur J. Sigfússon Samfylkingin Í hnotskurn snerist þetta mál um það, segir Steingrímur J. Sigfússon, hvort orð og gert samkomulag skyldu standa. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Nýkomin í einkasölu vönduð íb. á efstu hæð í þessu fallega nýl. viðgerða húsi á fráb. stað í austurborginni. Sameiginleg- ur inng. með einni íb. Stórar svalir nánast meðfram allri íb. Stórglæsilegt útsýni. Bein mjög ákv. sala. V. 15,8 m. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. Sími 588 4477 - www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Goðheimar - glæsileg sérhæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.