Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur falið Vegagerðinni að ganga til samninga við Samskip hf. um fjölgun ferða Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs en Samskip sjá um daglegan rekstur ferjunnar. Gert er ráð fyrir að samið verði um fjölg- un ferða í samræmi við tillögur starfshóps ráðherra. Áhugahópur um bættar sam- göngur milli lands og Eyja hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hugmyndum samgönguhóps ráðherra er mótmælt og því lýst yfir að ,,lítilsháttar fjölgun ferða í vetur sé hvergi nærri kröfum Vestmanna- eyinga sem komið hafa fram að und- anförnu,“ eins og segir í tilkynning- unni. Sturla vísar gagnrýninni á bug og segir að um stórfjölgun á ferðum Herjólfs sé að ræða. Hann bendir á að á árinu 2000 fór Herjólfur í 445 ferðir milli lands og Eyja. Ferjan var boðin út haustið 2000 og tóku Sam- skip við rekstrinum. Var þá ákveðið að fjölga ferðunum og voru farnar 455 ferðir á árinu 2001. ,,Nú höfum við tekið ákvörðun um að fjölga þess- um ferðum upp í 510 á þessu ári og með þeirri ákvörðun sem ég hef nú tekið um að fara að tillögum starfs- hópsins þá er um að ræða 570 ferðir, sem er 28% aukning frá því sem var þegar ferjan var boðin út. Þarna er því um stóraukningu að ræða. Það er því ekki með sanngirni hægt að segja annað en tekið sé myndarlega á ósk- um Eyjamanna hvað þessa flutn- ingaþörf áhrærir,“ segir Sturla. Borgarafundur um samgöngur í Eyjum annað kvöld Boðað hefur verið til borgarafund- ar um Vestmannaeyjar og sam- göngumál á morgun, föstudag, og við það tækifæri á að afhenda sam- gönguráðherra eða fulltrúa hans undirskriftalista þar sem mótmælt er ófremdarástandi í samgöngu- málum Eyjanna, eins og segir í fréttatilkynningu. Með undirskrifta- söfnuninni er þess krafist að ríkis- valdið tryggi að minnsta kosti tvær ferðir með Herjólfi á dag allt árið og geri nú þegar ráðstafanir til að fá nýja og hraðskreiða ferju til lands- ins. Mótmælalistarnir hafa legið frammi víða í Vestmannaeyjum und- anfarna daga og eru undirskriftir nú um 1.800 talsins, skv. upplýsingum áhugahópsins. Staða innanlandsflugsins allt önnur og betri Samgönguráðherra bendir á að í vinnuhópnum hafi átt sæti fulltrúar heimamanna, ráðuneytisins og Sam- taka atvinnulífsins. ,,Hópurinn skil- aði áfangaskýrslu þar sem ákveðnar tillögur eru settar fram um fjölgun ferða Herjólfs og ég tók ákvörðun um að samið yrði við Samskip um að fara að þeim tillögum. Menn geta svo komið með einhver yfirboð en við getum auðvitað ekki hlaupið eftir því. Þarna er um ábyrgan hóp að ræða sem hefur farið vandlega yfir málið í ljósi aðstæðna og þeirrar flutningaþarfar sem þarna er til staðar,“ segir Sturla. Hann bendir einnig á að flugsam- göngur hafi batnað til muna, m.a. hafi slitlag verið sett á flugbrautina á Bakkaflugvelli og létt hafi verið á innanlandsfluginu í heild sinni með útboði á flugleiðum sem hafa verið reknar með tapi. Staða flugfélag- anna til að tryggja þjónustu í innan- landsflutningum, þ. á m. til Vest- mannaeyja, sé allt önnur og betri en áður var. ,,Það er alveg augljóst að innanlandsflugið er að rísa úr sínum vandræðum. Flugfélag Íslands skil- ar hagnaði og Íslandsflug hefur flug til Hornafjarðar á næstunni,“ segir Sturla. ,,Ég horfi fram á miklu betri tíð með fjölgun ferða Herjólfs, með styrkari stöðu innanlandsflugsins og betri aðstöðu á Bakkaflugvelli. Það er því fjarri öllu lagi að halda því fram að það sé ófremdarástand í samgöngumálum,“ segir Sturla. Samgönguráðherra segir enn- fremur að næsta verkefni starfs- hópsins verði að fjalla um framtíð siglinganna á milli lands og Eyja. ,,Við rjúkum ekki upp til handa og fóta og pöntum ferju þó einhver ferja sé til sölu, eins og kom fram í viðtali við Hjálmar Árnason alþingismann. Við kaupum ekki ferju nema að und- angenginni athugun. Fyrir það fyrsta þarf að velja ferju sem hentar og í annan stað þarf að bæta og skapa hafnaraðstöðu fyrir hana. Hópurinn hefur það verkefni að fara yfirvegað og fordómalaust yfir fram- tíðarþörfina til þess að uppfylla þessa flutningaþörf við Vestmanna- eyjar,“ segir hann. Borgarafundur og undirskriftasöfnun í Vestmannaeyjum vegna óánægju með samgöngumál Ráðherra segir að ferðum Herjólfs hafi fjölgað mikið STJÓRN kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í norðvesturkjör- dæmi mun leggja fram tillögu á að- alfundi kjördæmisráðsins í Snæ- fellsbæ 28. og 29. september um að viðhaft verði prófkjör fyrir kom- andi alþingiskosningar. Þórólfur Halldórsson, formaður stjórnar kjördæmisráðsins, staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær að stjórnin muni leggja fram tillögu um að prófkjör fari fram 9. nóv- ember fyrir aðalfund kjördæmis- ráðsins, en aðalfundarfulltrúar tækju endanlega ákvörðun um mál- ið. Stjórnin boðaði til fjögurra funda í júní sl. til að kanna hug manna til þess hvort viðhaft skuli prófkjör eða uppstilling fyrir kom- andi alþingiskosningar og varð nið- urstaðan sú, að fleiri töldu prófkjör vera vænlegri kost en uppstillingu. Sjálfstæðismenn í norðvesturkjördæmi Tillaga um prófkjör 9. nóvember HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær að réttarhöld yfir 38 ára gamlli konu, sem ákærð er fyrir manndráp með því að hafa orðið völd að dauða 9 ára gamallar dóttur sinnar í vor, skyldu fara fram fyrir luktum dyrum. Ákæra ríkissaksóknara var þingfest í hér- aðsdómi í gær, en ákærða, sem er í gæsluvarðhaldi á réttargeðdeildinni að Sogni, var fjarstödd þar sem boð til fangelsismálayfirvalda um að færa ætti hana fyrir dóm komust ekki til skila. Verjandi ákærðu, sem krafðist lokaðs þinghalds, sagði að sérstaða málsins væri slík að opinber um- fjöllun um málið stríddi gegn vel- sæmissjónarmiðum og myndi slíkt valda þeim þjáningum sem í hlut ættu. Dómarinn í málinu varð við kröfunni og sagði í úrskurðarorðum að umfjöllun myndi ekki síst valda syni ákærðu þungum áhyggjum. Réttarhöld fara fram fyrir luktum dyrum DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, var í gær kosinn í framkvæmda- stjórn Alþjóða- heilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) á haust- þingi Evrópu- deildar stofnun- arinnar. Fjörutíu af þeim fjörutíu og þremur þjóð- um, sem tóku þátt í atkvæða- greiðslunni, greiddu fulltrúa Ís- lands atkvæði sitt, samkvæmt upp- lýsingum frá heilbrigðisráðuneyt- inu. Auk Davíðs voru fulltrúar Frakklands og Tékklands kosnir í framkvæmdastjórnina með þrjátíu og sex atkvæðum. Fulltrúarnir þrír sem kosnir voru í dag sitja í fram- kvæmdastjórn WHO á tímabilinu 2003–2006. Haustþing Evrópudeildar Al- þjóða-heilbrigðismálastofnunarinn- ar (WHO) er haldið í Kaupmanna- höfn og lýkur í dag. Þingið sækja fulltrúar frá fimmtíu og einu landi. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fer fyrir íslensku sendinefndinni og ávarp- aði hann haustþingið í gær. Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið að því á liðnum misserum að tryggja stuðning við framboð og kosningu fulltrúa Íslands í fram- kvæmdastjórnina. Það hefur verið gert í nánu samstarfi við utanrík- isþjónustuna og hafa fjölmargir starfsmenn utanríkisráðuneytisins og sendiráða og fastanefnda Ís- lands unnið að málinu. Davíð Á. Gunnarsson Kjörinn í stjórn WHO Davíð Á. Gunnarsson MÁL ÞORSTEINS Jónssonar ættfræðings og Genealogia Is- landorum hf. gegn Íslenskri erfðagreiningu ehf. og Friðriki Skúlasyni ehf., vegna meintra brota á höfundarrétti, var tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Ekki hefur verið ákveð- ið hvenær aðalmeðferð málsins fer fram. Bótakröfur stefnenda nema hundruðum milljóna króna. Þorsteinn Jónsson og Genea- logia Islandorum saka Íslenska erfðagreiningu og Friðrik Skúla- son um að hafa slegið inn í tölvu í ábataskyni lögverndaðar upplýs- ingar úr ættfræðiritum sem Þor- steinn og aðrir fræðimenn hafi unnið upp úr frumgögnum. Ís- lensk erfðagreining hefur á hinn bóginn haldið því fram að um staðreyndir sé að ræða sem ekki njóti verndar höfundarréttar. Krafist hundraða milljóna í bætur FORSETI European Film Promot- ion hefur sent Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra bréf, þar sem vakin er athygli á því mikilvæga starfi sem Þorfinnur Ómarsson hefur unnið í þágu íslenskrar kvikmynda- gerðar. Núverandi ástand er harmað og vonir bundnar við að það leysist sem fyrst. Eins og kunnugt er hefur Þorfinni verið vikið tímabundið úr embætti framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs. European Film Promotion eru regnhlífarsamtök 20 evrópskra kvik- myndastofnana sem kynna kvik- myndir um allan heim. Bréfið er hér birt í heild: „Á allsherjarþingi okkar sem hald- ið var á alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Toronto hinn 10. september, komust stjórn og félagar í European Film Promotion að því að staða Þor- finns Ómarssonar hjá Kvikmynda- sjóði hefur verið tekin til endurskoð- unar. Þrátt fyrir að málið sé enn óút- kljáð, viljum við vekja athygli ráðu- neytisins á því mikilvæga starfi sem Þorfinnur hefur innt af hendi fyrir ís- lenska kvikmyndagerð á alþjóðavett- vangi síðustu árin. Reynsla hans í faginu og náin tengsl jafnt við alþjóð- lega fjölmiðla sem kaupendur og dreifendur kvikmynda, hefur verið afar mikilvæg við að koma íslenskum kvikmyndum á framfæri við áhorf- endur víða um heim. Ekki má van- meta þá sérhæfni sem hann hefur afl- að sér. Að koma innlendum kvik- myndum á framfæri á alþjóðavett- vangi getur þarfnast áralangrar þjálfunar og reynslu. Með því að losa sig við þá fjárfestingu sem lögð hefur verið í starf Þorfinns er hætta á að kynning íslenskra kvikmynda verði erfiðari næstu árin. Vona að lausn finnist Þorfinnur Ómarsson hefur ekki að- eins unnið að eflingu íslenskrar kvik- myndagerðar heldur einnig tekið þátt í Norðurlanda- og Evrópusam- starfi. Þú veist ef til vill að hann hefur setið í stjórn European Film Promot- ion síðustu tvö ár. European Film Promotion eru samevrópsk samtök sem sjá um að kynna evrópskar myndir frá 20 þjóðlöndum á alþjóða- vettvangi. Allir félagar í samtökunum hafa ávallt getað reitt sig á reynslu Þorfinns og áhuga hans á evrópskri kvikmyndagerð. Við vonum að lausn finnist á þessu vandamáli, ekki aðeins til hagsbóta fyrir Þorfinn og yfirvöld kvikmyndagerðar á Íslandi, heldur líka fyrir íslenska kvikmyndagerð í heild,“ segir í bréfinu sem er ritað af Claudiu Landsberger, forseta EFP. Vekja athygli á góðu starfi Þorfinns Bréf samtaka evrópskra kvikmynda- stofnana til menntamálaráðherra LAUFIN skrýðast nú hvert af öðru haustlitunum og keppast við að verða sem allra skrautlegust áður en þau falla til jarðar og taka á sig aðra og minna spennandi liti. Þar er þeim mörgum sópað upp og sett í poka en sum komast undan og fjúka á haf út eða yfir í aðra garða. Þeim sem lenda á gangstéttunum er smalað saman af snyrtilegum borg- arbúum og kurteislega komið fyrir annars staðar. Af greinunum á gangstéttina Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.