Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur pabbi gleymdist heldur aldrei. Mér fannst ég þekkja hann vel eftir að Helga hafði sagt mér ótalmargar sögur af því hvað þau voru að bralla saman. Góðar minningar eru dýrmætar og þakkarvert er að hafa átt góða vinkonu og námsfélaga. Ég mun allt- af minnast Helgu sem þeirrar góðu vinkonu sem hún var. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég bið góðan Guð að geyma Helgu mína og votta fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Lísbet Ósk Karlsdóttir. Með sorg í hjarta kveðjum við Helgu Halldórsdóttur. Björt, hlý og yndisleg stúlka er minningin um hana sem undirrituð hefur, frá fyrstu kynnum. Mikil er samkennd okkar, sem höfum fylgst með bar- áttu hennar síðastliðin rúm tvö ár. Okkar kæru vinir Guðný og Halldór sjá á eftir elstu dóttur sinni, sem var yndisleg. Sem barn var hún eins og hugur manns, alltaf glöð og gefandi, sannarleg guðsgjöf. Mæðgurnar Guðný, Helga og Lovísa voru ein- staklega samrýndar og miklar vin- konur. Hver samverustund þeirra var þeim dýrmæt, einnig hélt Helga mikið upp á bróður sinn Alfreð. Þegar Helga var tíu ára fór hún að finna fyrir heilsubresti. Þessi vel gefna og duglega stúlka lét ekkert á sig fá, lífið var dásamlegt. Tvítug fór hún í mikla höfuðaðgerð, og sýndi mikinn styrk eftir það. Hún var kjarkmikil ung kona, sem hellti sér út í lífið af mikilli elju og hélt áfram í námi bjartsýn á framtíðina. Hún kynntist ástinni og þeirri hamingju sem fylgdi góðu hjónabandi og eign- aðist tvær yndislegar stjúpdætur. Hún naut alls þess besta sem lífið hafði upp á að bjóða með sinni sam- rýndu og ástkæru fjölskyldu. Þá kom reiðarslagið, slys, og áfall- ið var mikið. Af hverju hún Helga, þessi engill, sem var í blóma lífsins? Við erum svo lítil og magnlaus þegar áföllin koma. Fáum aldrei skilið til fulls hver tilgangur lífsins er. En nú þegar björt ljós loga yfir minningu elsku Helgu, sem nú er laus úr viðj- um þjáninganna, frjáls og umvafin kærleika guðs, sem engill, þá er huggun okkar sem syrgjum orðin úr 23. Davíðssálmi, 4. versi: Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Nú tekur lífið við í annarri mynd hjá hennar ástvinum. Guð hefur ver- ið með þeim, því þeirra styrkur var mikill, þolinmóð og yfirveguð að ganga með sorginni í rúm tvö ár. Elsku Guðný og Halldór, guð styrki ykkur í sorginni. Megi lífið fara um ykkur mildum höndum í trú von og kærleika. Þess biðja ykkar vinir í „Hvalagrúppunni“. Súsanna Kristinsdóttir. Mig langar að minnast hennar Helgu vinkonu minnar með nokkr- um orðum. Okkar fyrstu kynni voru í Versló þegar við vorum 18 ára gaml- ar og höfum við haldið vinskap síðan þá. Helga var vinur vina sinna og tók þátt í lífi þeirra og samgladdist af heilum hug þegar vel gekk. Hún var ráðagóð og traust, hrein og bein, sagði skoðun sína beint út og það var alltaf vit í því sem hún sagði. Þegar Helga var tvítug tók sig upp að nýju alvarlegur sjúkdómur og við tóku erfiðar skurðaðgerðir. Hún stóð sig eins og hetja, var sterk og lét erfiðleikana ekki buga sig. Hún ræddi um sjúkdóminn og afleið- ingar hans á yfirvegaðan hátt og var ekki að velta sér upp úr hlutunum. Helga var ein besta manneskja sem ég hef kynnst og er mér mikill heiður að hafa þekkt hana og átt vin- áttu hennar. Hún gaf mikið af sér og finnst eflaust mörgum að þeir hafi átt svolítinn hlut í henni. Hún fór í nám sem hæfði lífsstíl hennar, upp- eldisfræði, þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um langveik börn með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma og hún var einnig búin með eitt ár í félagsráðgjöf. Reynsla hennar og menntun hefði orðið mörgum ómet- anleg hjálp. Helga var mjög barngóð og börn hrifust af henni á móti. Á mínu heim- ili var hún alltaf kölluð Helga frænka. Þegar strákarnir mínir upp- götvuðu það að hún var ekki frænka þeirra í raun var ekkert hlustað á það og var hún því ávallt frænka í þeirra augum. Svan kom inn í líf Helgu árið 1993 og var strax ljóst hve vel þau áttu saman. Hún tók vel á móti dætrum hans, Öldu og Tinnu, og voru þær mikilvægar í lífi hennar strax frá byrjun. Það var fallegt að sjá hvað fjöl- skyldan stóð vel saman og annaðist Helgu vel í hinum alvarlegu veikind- um síðustu tvö árin. Við sendum Svan, Guðnýju, Hall- dóri, Gulla og öðrum aðstandendum Helgu innilegar samúðarkveðjur. Menn halda stundum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fögur stjörnuaugu skína, er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ásta Eyjólfsdóttir og fjölskylda. Allt gott vill maður hafa aðeins lengur. Ég vildi hafa Helgu lengur. Hress og kát, skynsöm og skipu- lögð, óhemjudugleg og hugrökk. Sakna langra símtala. Sakna þín. Sigríður Óladóttir. Haustið var 1995, byggingin var Lögberg, stofa 101 var þéttsetin. Það var þá sem við lögðum saman af stað í ferðalag í gegnum landslag lífsins. Ferðalag sem var kannski stærsta óvissuferðin okkar, ferðin í leit að þekkingu sem seinna tók óvænta stefnu. Margir duttu úr hópnum fyrstu vikurnar og misserin. Völdu sér nýja áfangastaði, ný markmið. Eftir var kjarni sem þrammaði áfram í gegnum landslag lífsins þar sem skin og skúrir, með- og mótvindar skiptust á. Eða það héldum við. Seinna komumst við að því að á þessum tíma var alltaf sól og blíða miðað við það sem átti eftir að koma. Eftir því sem fleiri duttu úr hópnum þéttist kjarninn sem ætlaði sér að ná sameiginlegu markmiði; BA-prófi í uppeldis- og menntunar- fræði. Það var hins vegar svo miklu meira sem gerði okkur að þeim hóp sem við seinna urðum. Við áttum lögheimili út um allan bæ og langt upp til sveita, sameiginlegt aðsetur áttum við hins vegar í Odda. Þar sát- um við dögum saman og stúderuðum fræðin. Og líf okkar allra. Það voru nefnilega ekki bara fræðin sem gerðu okkur að þeim fagmönnum sem við erum í dag. Sá reynsluheim- ur sem við deildum hver með annarri úr lífi okkar varð okkur ekki síðri viskubrunnur. Þar gátum við tengt reynslu okkar við fræðin – og fræðin urðu okkar. Reynsluheimur okkar sem þarna vorum saman komnar var býsna stór miðað við höfðatölu. Það var ekki fyrr en seinna sem ég gerði mér almennilega grein fyrir hvað ég lærði í raun og veru mikið – af okkur. Elsku hjartans Helga mín. Síð- ustu rúm tvö ár hafa verið ólýsanleg. Spurningarnar sem hafa vaknað eru margar, fátt hefur verið um svör og orðin vantar. Í örvæntingu reyni ég að leita leiða til að skilja, en ég veit ekki hvar ég á að leita. Ég finn engar vörður, þokan sem hefur legið yfir er allt of dimm. Hugur minn dregur mig aftur og aftur til baka að minn- ingunum sem við eigum saman, minningunum sem lifa, minningun- um sem ylja. Og ég man ... og ég man ... og ég man ... Og ég finn að ég er farin að brosa. Prófatarnirnar, kúrs- arnir, verkefnin, glósurnar, Paideia, óvissuferðirnar, vísindaferðirnar, partýin, árshátíðirnar, saumaklúbb- urinn, sumarbústaðaferðin, mynd- irnar í Mogganum. Ég man og ég brosi meira. Ég man þær óteljandi stundir þegar við stelpurnar sátum og töluðum um lífið og tilveruna. Og allt hitt sem stelpur tala um. Ég sé þig fyrir mér tala um Svan. Um bangsann þinn, hann Svan, sem þú saknaðir svo mikið á aðfangadag að þú ætlaðir aldrei aftur að vera án hans þann dag. Um samband ykkar Gulla sem var fallegra en fallegasta bók sem ég hef lesið. Um ást þína á litlu prinsessunum þínum, Öldu og Tinnu. Ég sé þig fyrir mér, Helga mín, tala af æðruleysi um áralöng veikindi þín. Um mömmu þína sem leiddi þig dag og nótt. Og um vonir þínar og þrár. Ég finn hvað ég er rík, svo óend- anlega rík að hafa fengið að eiga soldið í þér og svo óendanlega þakk- lát fyrir að þú skulir hafa verið í stofu 101 í Lögbergi haustið 1995. Ég leita í hjarta mínu að orðum til að setja í setningu en ég finn bara eitt orð, elsku Helga mín. Ég hvísla það og vona að það fari að birta til. Takk. Ingibjörg Valgeirsdóttir. Ég minnist þess ennþá vel hvern- ig vinskapur okkar hófst. Ég hringdi í nýju stelpuna í bekknum og spurði: „Viltu koma í bíó?“ Hún var til í það og eftir þessa bíóferð urðum við fljótlega óaðskiljanlegar vinkonur. Leiðir okkar hafa oft legið í mismun- andi áttir en þrátt fyrir heimshorna- flakk slitnuðu vinaböndin aldrei. Þau eru mörg atvikin sem koma upp í hugann nú þegar Helga er far- in: Hoppa uppi í rúmi við popplag sem var vinsælt. – Smíða grindverk í unglingavinnunni sem riðaði til falls þegar flokksstjórinn kannaði styrk- leika. – Bera saman út Moggann. – Sumarvinna í Danmörku þar sem við bjuggum saman og höguðum okkur eins og gömul hjón. – Könnunarleið- angur um Borgarspítalann þar sem þú sýndir mér alla króka og kima. – Trúnaðarspjall yfir kaffibolla í Þjóð- arbókhlöðunni. – Útilega um versl- unarmannahelgi með fjölskyldum okkar – og margt fleira sem ekki verður upp talið hér. Ekki alls fyrir löngu birtist grein í Morgunblaðinu um vinkonur sem hittust aftur á tilteknum stað fimm- tíu árum eftir að hafa ákveðið að hittast þar. Við töluðum um að gera þetta líka, en af því verður víst ekki. En akkúrat þannig vinur var Helga, hún hefði mætt eftir fimmtíu ár ef hún hefði mögulega getað. Hún var vinur fyrir lífstíð. Helga var barngóð með eindæm- um. Hún sýndi börnum mínum alltaf mikinn áhuga og tók þátt í barna- stússi mínu, þrátt fyrir að eiga engin börn sjálf. Hún tók Kjartan minn í helgarpössun þegar hann var bara 6 mánaða og eitt er víst að ekki hefur væst um hann hjá Helgu og Svan. Lengi eftir að hún lenti í slysinu var barnið enn að tala um Helgu. Hún átti greinilega sess í hjarta hans. Ég gat alltaf treyst á Helgu. Ef ég var í vandræðum kom hún til aðstoð- ar og ef mig vantaði ráð þá var Helga til staðar. Hún fylgdist vel með öllu sem á gekk í lífi mínu og þekkti mig það vel að hún sagði fyrir um mannsefnið löngu áður en ég átt- aði mig sjálf. Oft hittumst við til að ræða mál sem okkur lágu á hjarta og mér er sérstaklega minnisstæður slíkur fundur vorið 2000, í Þjóðar- bókhlöðunni. Það var margt sem okkur lá á hjarta í það skiptið og mikið rætt og ráðgert. Þetta var í síðasta sinn sem við ræddum svona saman. Mér mun aldrei líða úr minni sú hræðilega stund þegar Svan hringdi í mig og sagði mér frá slys- inu. Ég lifði lengi í trúnni um að Helga myndi ná sér til fulls. Mér fannst að það bara gæti ekki verið að svona góð manneskja, traustur vinur og sterkur persónuleiki myndi ekki ná sér. En það eru víst ekki mann- kostirnir sem ráða, né heldur óskir vinkonunnar. Það er svo margt sem hún átti eftir að gera og svo mikið sem hún átti til að gefa. Aðstand- endur hennar og vinir hafa allir misst mikið og ég votta ykkur öllum dýpstu samúð mína. Hulda. Mig langar til að minnast Helgu vinkonu minnar með nokkrum orð- um. Við Helga kynntumst í Versl- unarskóla Íslands. Það var þó ekki fyrr en þegar hún flutti í Gautlandið 1992 að við kynntumst betur og urð- um góðar vinkonur. Ótal minningar koma upp í hug- ann þegar ég hugsa um Helgu. Til dæmis þegar við fórum saman til Dublin í verslunarferð. Helga var skipulögð og hafði góða stjórn á öllu. Á kvöldin fórum við, að frumkvæði Helgu, yfir eyðslu dagsins og könn- uðum hversu miklu væri hægt að eyða daginn eftir. Þegar við komum heim vissum við nákvæmlega uppá krónu hversu miklu við höfðum eytt. Við giftum okkur með nokkurra mánaða millibili. Þá voru brúðar- kjólaleigur heimsóttar, brúðarkjólar bornir saman og rætt um allt sem tengdist brúðkaupum. Sumarbú- staðaferðir með mökum okkar og spilakvöld þar sem spilað var fram eftir nóttu og mikið hlegið. Göngu- ferðir og heimsóknir. Þegar ég var í barneignarfríi var Helga að vinna í nágrenni við heimili mitt og kom oft til mín í hádeginu og eftir vinnu. Ég man alltaf eftir því hvað heimsóknir hennar voru mér mikils virði þegar ég var annars ein heima með ung- barn allan daginn. Helga ákvað að fara í háskólanám haustið 1996 er hún hóf nám í upp- eldisfræði við Háskóla Íslands. Þeg- ar hún hafði lokið því námi ákvað hún að læra félagsráðgjöf. Hún kunni vel við sig í náminu og hafði áhuga á því sem hún var að læra. Hún bað mig stundum að lesa yfir fyrir sig ritgerðir og verkefni sem voru öll vel og samviskusamlega unnin. Áhugaverðast fannst mér að lesa lokaritgerðina hennar þar sem hún skrifaði um fjölskyldur barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Ég veit það að Helgu hefði gengið vel ef hún hefði haft tækifæri til að vinna við það sem hún hafði lært. Hún hafði svo miklu að miðla, svo mikið að gefa, enda gengið í gegnum veikindi sjálf sem auðvelduðu henni að setja sig í spor þeirra sem þurfa á aðstoð félagsráðgjafa að halda. Helga var alveg einstök. Að öðr- um ólöstuðum var hún ein besta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst. Hún var sannur vinur vina sinna sem samgladdist þegar vel gekk og var reiðubúin að hlusta og gefa ráð þegar eitthvað bjátaði á. Helga var mjög myndarleg og hún hafði búið sér og Svan yndislegt heimili sem gott var heim að sækja. Þau Svan voru mjög samhent hjón og áttu vel saman. Helga var mikil fjölskyldumanneskja og hafði mikið og gott samband við fjölskyldu sína. Móðir hennar og systir voru henni mjög nánar. Þá þótti henni mjög vænt um dætur Svans, þær Öldu og Tinnu. Svan, foreldrar Helgu, tengdafaðir og fjölskylda hafa staðið eins og klettar við hlið hennar eftir að hún slasaðist í júlímánuði 2000. Elsku Svan, Guðný, Halldór, Guð- laugur og fjölskyldur. Megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Hvíl í friði elsku vinkona, þín verður ætíð sakn- að. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Sigurlaug. Í dag kveðjum við góða vinkonu, hana Helgu. Það eru margar minn- ingar sem koma upp í hugann. Þær veita okkur huggun en jafnframt mikinn söknuð. Kynni okkar af Helgu hófust fyrst haustið 1995 þeg- ar tvær okkar hófu nám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Ís- lands. Fljótlega myndaðist sterkur kjarni nemenda sem átti eftir að fylgjast að í náminu. Það var ómet- anlegt að fá að kynnast Helgu og eiga þessi námsár saman. Hún var góður námsmaður og naut þess að vera í skólanum. Þjóðarbókhlaðan og Oddi urðu fljótt okkar annað heimili. Oftar en ekki sátum við og töluðum um lífið og tilveruna. Helga sagði okkur fljótlega frá sínum sjúk- dómi sem hún hafði greinst með þeg- ar hún barn. Þrátt fyrir það var Helga alltaf jákvæð og lét sjúkdóm- inn ekki aftra sér í að njóta lífsins. Helga tók alltaf virkan þátt í fé- lagslífi skólans. Hún var sérstaklega skipulögð og lét ekkert fram hjá sér fara. Á fyrstu árshátíð okkar mætti hún í kennslustund í árshátíðar- kjólnum með uppsett hárið, tilbúin að mæta á árshátíðina sem hefjast átti strax að kennslu lokinni. Þetta var lýsandi fyrir Helgu að sinna öllu vel og af mikilli jákvæðni. Helga kynnti okkur fljótlega fyrir tilvon- andi eiginmanni sínum honum Svan. Í september 1996 gengu þau í hjóna- band og var gaman að sjá hve ein- lægt þeirra samband var. Helga útskrifaðist með BA-próf í uppeldis-og menntunarfræði vorið 1999. Hún helgaði lokaverkefni sitt HELGA HALLDÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.