Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 31 SKORT hefur á að héraðs-dómarar leggi sjálfstættmat á ástæður fyrir húsleitopinberra aðila, áður en þeir veita heimild fyrir þeim, að sögn Eiríks Tómassonar, lagaprófessors við HÍ. Hann segir að frá sjónarhóli réttaröryggis sé þetta ámælisvert. Dómarar séu þó í mjög erfiðri stöðu. Miklir hagsmunir séu gjarnan í húfi. Mestu skipti að vel sé vandað til verka í þessum efnum og að dóm- arar komist að niðurstöðu í þessum málum eftir vandlega athugun og með rökstuddum hætti. Þá þurfi að skerpa ákvæði laga um húsleitir. Þetta kom fram á morgunverðar- fundi Verslunarráðs Íslands í gær. Umfjöllunarefni fundarins var hús- leit hjá fyrirtækjum. Auk Eiríks fluttu erindi á fundinum þeir Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsókn- arstjóri, og Gunnar Sturluson, hæstaréttarlögmaður hjá Logos lög- mannsstofu. Skúli Eggert gerði grein fyrir aðferðum skattrannsókn- arstjóraembættisins við húsleitir. Hann sagðist telja að lagaheimildir í þessum efnum séu í jafnvægi, hvorki of þröngar né of víðtækar, og mik- illar varúðar sé gætt við fram- kvæmdina. Heimildir séu ekki nýtt- ar nema brýn ástæða sé til og réttarstaða rannsóknarþola sé skýr og hafi aukist mikið. Gunnar talað á fundinum út frá sjónarhóli þeirra fyrirtækja sem verða fyrir húsleit af hálfu sam- keppnisyfirvalda. Hann sagði meðal annars að afar brýnt væri að þau hlutist til um að settar verði reglur um framkvæmd húsleitar, rétt eins og skattrannsóknarstjóri hefur gert. Úrelt lagaákvæði sem þarfnast endurskoðunar Eiríkur Tómasson gerði grein fyr- ir þeim lagaákvæðum sem við eiga varðandi húsleit. Hann sagði að með húsleit sé verið að skerða rétt manna og fyrirtækja að njóta friðhelgis einkalífs. Ljóst sé að stjórnarskráin verndi rétt fyrirtækja til að ráða eig- in húsakynnum og að leit í þeim húsakynnum verði ekki framkvæmd nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Þessi laga- ákvæði beri að skýra þröngt. Fram kom í máli hans að almenn ákvæði um húsleit sé að finna í 89. og 90. greinum laga um meðferð opinberra mála. Samkvæmt fyrri grein- inni geti markmið hús- leitar verið þrenns konar. Í fyrsta lagi að hafa uppi á sakborningi og handtaka hann. Í öðru lagi að rann- saka ummerki brots. Og í þriðja lagi geti markmiðið verið að hafa uppi á munum, sem hald skuli leggja á. Hægt er að leggja hald á muni í fleiri en einum tilgangi. Þar á meðal sé ef ætla megi að þessir munir hafi sönn- unargildi í opinberum málum. Að mati Eiríks er lagaákvæði 89. greinarinnar orðið úrelt og þarfnast endurskoðunar. Engin skilyrði séu tilgreind fyrir húsleit í greininni önnur en framangreind þrjú mark- mið. Til að mynda sé ekki gerð sú krafa að brot þurfi að vera svo alvar- legt að það geti varðað fangelsi, en slíkt sé til að mynda í dönskum lög- um. Þá segi ekki í lögunum um með- ferð opinberra mála að brýn nauð- syn þurfi að vera fyrir hendi til þess að gripið verði til húsleitar. Eiríkur sagðist þó draga þá ályktun af 71. grein stjórnarskrárinnar og 12. grein stjórnsýslulaganna, þ.e. með- alhófsreglunni sem þar sé mælt fyrir um, að ekki verði gripið til húsleitar nema brýna nauðsyn beri til og önn- ur úrræði til að ná því markmiði sem að sé stefnt séu ekki tiltæk. Stjórn- völd hafi oft önnur úrræði til að ná fram markmiðum sínum án húsleitar en það sé vandasamt mat hvort unnt sé að beita slíkum úrræðum, t.d. með því að skora á fyrirtæki að afhenda skjöl. Hætta sé á að skjölunum verði komið undan. Dómaframkvæmd hafi verið á þá leið að dómstólar hafi fylgt þessum sjónarmiðum í framkvæmd, þ.e. að ekki verði gripið til húsleitar nema brýna nauðsyn beri til. Sagðist Eiríkur telja að það væri hárrétt nið- urstaða. Dómstólar verði að hafa þetta sjónarmið í huga. Eiríkur sagði að í dönskum lögum sé rökstuddur grunur um brot ófrá- víkjanlegt skilyrði fyrir húsleit. Honum finnst koma til greina að dómstólar hér á landi fylgi þeirri reglu að ætíð verði að vera fyrir hendi rökstuddur grunur um brot, sem lögregla eða önnur stjórnvöld geti staðfest með skjölum eða með öðrum hætti, áður en heimild til hús- leitar er veitt. Dómarar noti oft það orðalag að rökstuddur grunur liggi fyrir, þegar húsleitarúrskurður er kveðinn upp, og sú dómaframkvæmd sé að hans mati fyllilega eðli- leg. „Taka þarf af skarið í þessum efn- um við endurskoðun laga og setja frekari skilyrði fyrir húsleit, t.d. varðandi alvarleika brots.“ Varðandi framkvæmd húsleitar sagði Eiríkur að meðalhófsreglan svífi yfir vötnum í lögum varðandi þetta atriði. Þar fyrir utan sé með- alhófsreglan óskráð regla í íslensk- um rétti. Samkvæmt þessari reglu skuli þess gætt við framkvæmd hús- leitar að fara ekki strangar í sakirn- ar en nauðsyn beri til. Einnig sé hægt að draga þá ályktun að húsleit eigi ekki að vera víðtækari eða vara lengur en nauðsyn ber til. Auk almennra ákvæða í lögunum um meðferð opinberra mála eru, að sögn Eiríks, nokkur sérákvæði í öðr- um lögum sem ná til húsleitar, s.s. tollalögum, skattalögum og sam- keppnislögum. Fertugasta grein samkeppnislaganna er það ákvæði um húsleit sem oftast hefir komið til kasta Hæstaréttar hin síðari ár. Samkeppnisyfirvöld leita réttilega úrskurðar dómara um húsleit áður en hún er framkvæmd. „Athyglisvert er að velta því fyrir sér ef húsleit er ólögmæt eða brýtur í bága við lög,“ sagði Eiríkur. „Það viðhorf er í íslenskum rétti, eins og í rétti flestra Evrópuríkja, að þótt húsleit sé ólögmæt, eða framkvæmd hennar brjóti í bága við lög, þá hafi það ekki þær afleiðingar í för með sér að litið verði framhjá þeim sönn- unargögnum sem aflað verður með þeim hætti. Þveröfugt viðhorf er í bandarískum rétti.“ Leynd hvílir yfir störfum skattrannsóknarstjóra Skúli Eggert Þórðarson gerði grein fyrir heimildum og aðferðum embættis skattrannsóknarstjóra til haldlagningar gagna hjá skattaðil- um. Hann sagði að leitast væri við að haldlagning gagna sé ekki móðgandi eða særandi og taki stuttan tíma. Þá sé reynt að koma til móts við óskir forsvarsmanna skattaðila, sem til rannsóknar eru, um tímasetningar, m.a. um hvenær gögn eru tekin út úr fyrirtæki þannig að viðskiptavinir eða jafnvel starfsmenn verði ekki varir við það. Grundvall- aratriði sé að leyndar sé gætt um vettvangsat- huganir. Þá sé einnig veigamikið atriði að sá sem til rannsóknar er njóti réttarstöðu grun- aðs manns en það sé lögbundið. Úr- vinnsla og athugun á gögnum sé þannig að einungis sé skoðað það sem sakarefnið varðar. Skúli Eggert sagði að heimildir skattrannsóknarstjóra til haldlagn- ingar á gögnum byggist á áralangri framkvæmd. „Það er leynd um alla starfsemina. Langflestum málum hjá embættinu lýkur án vitneskju fjölmiðla. Mun fleiri málum lýkur með stjórnsýslusekt. Tiltölulega fá mál fá dómsmeðferð, miðað við heildarmálafjöldann. Þeim hefur þó fjölgað mjög á síðustu árum. Um 30 málum hefur lokið með dómsmeð- ferð á ári, sem er töluverð aukning frá því sem var.“ Samkeppnisstofnun birti reglur um húsleit Gunnar Sturluson sagði að spyrja mætti hvort eðlilegt sé að beita sömu aðferðum við rannsóknir stjórn- sýsluaðila og beitt er í refsimálum. Í lögum flestra ríkja séu heimildir fyr- ir samkeppnisyfirvöld til að fram- kvæma húsleit og leggja hald á gögn og svarið við spurningunni sé því lík- legast jákvætt. Mikilvægt sé þó að gera skýran greinarmun á húsleit og haldlagningu gagna. Í því sambandi sé mikilvægt að samkeppnisyfirvöld leggi ekki hald á meira af gögnum en hægt sé að halda fram með rökum að séu sakargögn í viðkomandi máli. Meðalhófsreglan gildi um þessa málsmeðferð og því beri samkeppn- isyfirvöldum að beita vægari aðferð en húsleit, sé það hægt. Að hans mati beri samkeppnisyfirvöldum því ekki að framkvæma húsleit nema líklegt sé að ekki fáist fullnægjandi upplýsingar með skriflegri beiðni um gögn. Þetta mat geti hins vegar verið afar erfitt. „Dómsúrskurður er grundvöllur húsleitar,“ sagði Gunnar. „Ég tel að dómari eigi að meta sjálfstætt hvort ríkar ástæður séu til þess að ætla að brot hafi átt sér stað eins og fram kemur í 40. grein samkeppnislaga. Húsleit á ekki að geta farið fram ein- göngu á grundvelli mats Samkeppn- isstofnunar sjálfrar um þetta atriði. Þess vegna verður dómari að leggja mat á gögnin sem Samkeppnisstofn- un byggir sínar hugmyndir um rann- sókn á og um mat á sönnunargildi gagnanna gilda almennar reglur. Þess vegna hlýtur Samkeppnisstofn- un að þurfa að leggja þessi gögn fram. Mér sýnist að það hafi ekki verið gert í þeim málum sem hafa verið tekin fyrir fram að þessu. Tak- mörkuð úrræði eru til þess að endur- skoða þessa dómsúrskurði eftir að framkvæmdin er farin af stað, þann- ig að það er mjög mik- ilvægt að héraðsdómarar gæti að því að þeir þurfi að framkvæma mat á grundvelli sönnunar- gagna.“ Fram kom í máli Gunnars að Samkeppnisstofnun hafi ekki birt reglur um framkvæmd hús- leitar í fyrirtækjum. „Ég tel afar brýnt að Samkeppnisstofnun hlutist til um að settar verði reglur um framkvæmd húsleitar, rétt eins og skattrannsóknarstjóri hefur gert. Það á sér fordæmi í íslenskri rétt- arframkvæmd að reglur séu settar um þessi atriði.“ Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Hvert sæti var skipað á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands um húsleit hjá fyrirtækjum í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands Skerpa þarf gildandi löggjöf um húsleitir Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur að skort hafi á að héraðsdómarar leggi sjálf- stætt mat á ástæður fyrir húsleit opin- berra aðila, áður en þeir veita heimild fyrir þeim. Þetta kom fram á morgunverðar- fundi Verslunarráðs Íslands í gær. Ekki er gripið til húsleitar nema brýna nauðsyn beri Brýnt að settar verði reglur um framkvæmd húsleitar rnaspítala g kynnst un. Aðrar átt í því agið beitir rna.“ systir sín keið með ngi ætlað ar nýfædd fara í að- a, þar sem eðlilega it að hún Þetta opn- gi þess að em er vel ænka mín ð fermast, eka á eftir nars væri g margar gera þetta lega ekki Hringinn, vil frekar n að vera að vita að um að liði. segir Ás- auðnaðist m hún gæti efnalitlir , en henni úklinga á n lá. Segir úað því að starfa við ngt heit. að fá ung- ar konur til starfa segir Áslaug að kvenfélagsnafnið þyki fráhrindandi. „Til okkar koma ungar konur, við fögnum hverri þeirra og vildum að sjálfsögðu sjá fleiri ungar konur í fé- laginu,“ segir hún. Yngsta konan sem starfar með Hringnum í dag er fædd árið 1970 og sú elsta, sem tek- ur þátt í starfinu af fullum krafti, fædd árið 1917. „Það eru allar konur velkomnar í Hringinn, ef þær eru tilbúnar að vinna að markmiðum fé- lagsins.“ Hringurinn er með skrifstofu og félagsheimili á Ásvallagötu 1 og seg- ir Áslaug að félagsfundir séu einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, auk þess sem haldin er árshátíð og jólafundur. Áslaug leggur áherslu á að allt fé sem Hringskonur safna renni óskert í Barnaspítalasjóð Hringsins. Félagið sjálft, Hringur- inn, sé eingöngu rekið af fé- lagsgjöldum Hringskvenna og kaffi- sölu á fundum. Þá standi félagið einnig að útgáfu bókarinnar Hring- urinn í Reykjavík sem kemur út inn- an skamms og fjallar um sögu fé- lagsins og um leið sögu kvenna á tuttugustu öld. „Félagsstarfið er blómlegt, við förum í innanlands- og utanlands- ferð einu sinni á ári. Í Hringnum hefur skapast mikil vinátta milli kvenna, sem er ekki síst mikilvæg þegar fólk eldist. Maður sér það þegar konur hafa unnið saman í gegnum árin. Það er mikill samhug- ur og samkennd, margar hafa starf- að með félaginu frá því þær voru ungar konur.“ Aðspurð um hvort til standi að hleypa karlmönnum inn í félagið segir Áslaug að margir karlmenn séu velunnarar félagsins og styðji starfsemi félagsins af miklum mætti. „Samkvæmt lögum geta ein- ungis konur orðið félagsmenn og mér er ekki kunnugt um að rætt hafi verið að breyta þessu ákvæði lag- anna,“ segir Áslaug. Aðaláherslan áfram á Barnaspítala Hringsins Hringskonur hafa nú unnið hörð- um höndum að byggingu barnaspít- ala á Íslandi í sex áratugi og því eðli- legt að spyrja hvað taki við, nú þegar spítalinn er risinn. „Við höf- um líkt spítalanum við barn. Nú er barnið að fæðast, en það þarf að hlúa vel að því og sjá til þess að því líði vel og það dafni vel. Að spítalinn hafi þann aðbúnað sem er nauðsynlegur. Ég hef þá trú að Hringurinn muni rækja móðurhlutverk sitt áfram, að Barnaspítali Hringsins verði áfram aðaláherslan. Það á þó eftir að koma í ljós hvort við snúum okkar að öðr- um verkefnum samhliða.“ Hringskonur hafa gefið megnið af tækjunum sem notuð eru á Barna- spítala Hringsins. Áslaug segir að barnadeildir séu tækjafrekar deild- ir, til að halda við eðlilegri endurnýj- un þurfi 20–30 milljóna króna fram- lag árlega, en tækin úreldist á 5–6 árum. Aðstaðan á hinum nýja Barnaspítala Hringsins verður mjög góð, jafnt fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Byggingin er 6.800 fermetrar að flatarmáli, auk kjall- ara. Spítalinn verður á fjórum hæðum og verð- ur þar rúm fyrir 80 börn. „Við erum ánægðar með þessa byggingu, finnst hún falleg og að vel hafi til tekist, segir Áslaug.“ Ljóst er að Hringskonur hafa unnið óeigingjarnt starf í gegnum tíðina og áorkað miklu til að bæta aðstöðu barna á sjúkrahúsum. Fyrsti vísir að barnadeild tók til starfa árið 1957, í risinu á gamla Landspítalanum. Árið 1965 tók Barnaspítali Hringsins til starfa í núverandi mynd og þá var byrjað að kenna hann við Hringinn. ð byggingu Barnaspítala milljón- talans laðið/Golli aman á g búa til ber. ttir, for- að allar nar að élagsins ginn. Konurnar hafa unnið að bygg- ingunni í sex áratugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.