Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SEX áratuga baráttumálHringsins, um að reisturverði sérhannaður barna-spítali á Íslandi, er loksins að verða að veruleika. Nú er verið að leggja lokahönd á Barnaspítala Hringsins á lóð Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut og verður hann tekinn í notkun í upp- hafi næsta árs. Ljóst er að þraut- seigja og dugnaður Hringskvenna á mikinn þátt í því að spítalinn er nú að rísa en Hringskonur hafa frá árinu 1942 lagt fram mikla fjármuni til umönnunar barna. Þegar ákveðið var fyrir rúmum átta árum að reisa nýjan Barnaspít- ala Hringsins lofaði Hringurinn að veita 100 milljónum króna til bygg- ingarinnar, en í dag munu Hrings- konur gefa 150 milljónir króna. Fyrr á þessu ári gaf Hringurinn spítalan- um 50 milljónir til kaupa á rúmum og öðrum búnaði. Áslaug Björg Viggósdóttir, formaður Hringsins, segir að það komi mörgum á óvart hversu mikið félaginu hefur tekist að safna. „Hringskonur hafa ávaxt- að vel þá fjármuni sem safnast hafa til að afla svo hárrar upphæðar. Við erum að vonast til þess að það fram- lag sem við afhendum nú dugi til að ljúka spítalanum þannig að allar deildir hans verði tilbúnar þegar hann verður tekinn í notkun í upp- hafi næsta árs,“ segir Áslaug. Hringurinn var stofnaður árið 1904 og beittu Hringskonur sér fyrst fyrir aðstoð við berklaveika eða þar til félagið setti sér það tak- mark árið 1942, að hér yrði reistur barnaspítali. „Þetta er auðvitað búið að vera mikil vinna mikils fjölda Hringskvenna í langan tíma. Þær hafa verið að safna í sextíu ár. Ég held að þær hafi aldrei ímyndað sér að þetta verkefni tæki svo langan tíma, þær hafa líklega alltaf ímynd- að sér að takmarkið væri rétt hand- an við hornið. Af þessu má vera ljóst að margar þeirra ágætu kvenna sem lagt hafa hönd á plóginn náðu ekki að sjá árangur erfiðis síns.“ Frá stofnun hafa á níunda hundrað kon- ur starfað með Hringnum. „Það verður ekkert til af engu“ Fyrstu framlögin í barnaspítala- sjóðinn reiddu þrjár Hringskonur af hendi á stofndegi sjóðsins 4. júní 1942. Hringskonur hafa verið útsjónarsamar við að finna fjáröflunarleið- ir. Milli 40–50 konur eru í jólabasarsnefnd sem kemur saman á hverjum þriðjudagseftirmiðdegi. Konurnar föndra, sauma og búa til muni sem eru seldir á jólabasar Hringsins í byrjun nóvember. Ás- laug segir að konurnar taki sér frí frá föndrinu yfir sumarið og jólin en þær séu það duglegar í handavinn- unni að húsnæði félagsins að Ás- vallagötu rúmi ekki alla framleiðsl- una þegar líður að jólabasarnum. Á jólabasarnum eru jafnframt seldar kökur. „Við höfum verið með um 350 kökur árlega sem seljast upp á hálftíma,“ segir Áslaug. Frá árinu 1914 hefur Hringurinn gefið út minningarkort og síðustu þrjá áratugi jólakort. „Jólakortanefndin starfar frá október til desember. Við gefum út nýtt jólakort á hverju ári, með mynd eftir innlendan listamann sem gefur vinnu sína. Hringskonur selja kortin, þau eru seld í bókabúð- um og á fleiri stöðum og í desember geta fyrirtæki og einstaklingar hringt á skrifstofuna og pantað kort. Jólakortin eru stærsta einstaka tekjulindin og því félaginu afar mik- ilvæg,“ segir Áslaug. Fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert býður Hringurinn í jólakaffi í samstarfi við happdrættisnefnd fé- lagsins. „Margir byrja aðventuna með því að koma í jólakaffi til okkar og hefja þannig undirbúning jólanna. Jólakaffið hefur notið mik- illa vinsælda.“ Þar eru einnig seldir happdrættismiðar og segir Áslaug að í fyrra hafi alls 3000 vinningar verið í boði sem Hringskonur hafi safnað hjá fyrirtækjum og velunn- urum félagsins. Þá segir Áslaug að nokkuð sé um að Hringurinn fái áheit og gjafir. „Í raun er það almenningur í landinu sem hefur hjálpað okkur að safna svo miklu, því hann styður okkur og styrkir og kaupir það sem við höfum upp á að bjóða. Það verður ekkert til af engu og erum við öllum velunn- urum okkar mjög þakklátar. Ein kona getur kannski ekki gert mikið en saman getum við áorkað miklu,“ segir Áslaug brosandi. Þá er einnig söfnunarbaukur á vegum Hringsins í Leifsstöð þar sem smámynt í hin- um ýmsu gjaldmiðlum er safnað. Konur á öllum aldri og víða að úr þjóðfélaginu Rúmlega 300 konur starfa í Hringnum í dag og segir Áslaug að fjöldi félagskvenna hafi haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár. „Í gamla daga var talað um að þær konur sem ynnu við þetta væru efnameiri konur, en það er ekki dag. Hringskonur koma víða að úr þjóð- félaginu og eru á öllum aldri. Í dag kemur Hringurinn til móts við ungar konur sem vinna úti allan daginn. Jóla- korta- og happdrættis- nefndirnar starfa á kvöldin. Það er vel hægt að leggja þessu málefni lið, þó maður sé úti- vinnandi. Þetta er bara spurning um forgangsröðun,“ segir Áslaug sem sjálf starfar sem skrifstofustjóri hjá Geislavörnum ríkisins. Hún segir að Hringskonur eigi það sameiginlegt að vilja leggja bar- áttumáli Hringsins lið. „Sumar Hringskvenna eiga börn sem hafa þurft að liggja á Bar Hringsins og hafa þannig starfsemi hans af eigin rau félagskonur vilja taka þ verðuga verkefni sem féla sér fyrir, það er velferð bar Áslaug segir að móðurs hafi starfað um langt sk Hringnum og hún hafi len sér að ganga í félagið. Þega frænka hennar þurfti að f gerð stuttu eftir fæðinguna nýrun störfuðu ekki strengdi Áslaug þess hei skyldi ganga í Hringinn. „Þ aði augu mín fyrir mikilvæg eiga góðan barnaspítala se útbúinn tækjum. Þessi fræ er 13 ára í dag og að fara að en þetta varð til þess að re mér að fara í Hringinn. Ann ég kannski í dag, eins og konur, að hugsa mér að g seinna. Ég sé svo sannar eftir því að hafa gengið í H það er mjög gefandi. Ég v minnka við mig vinnu en ekki með. Það er svo gott a maður geti orðið einhverju Margir þurfa hjálpar við,“ laug. Stofnandi Hringsins, Kristín Vídalín Jacob- son, strengdi þess heit þegar hún lá sjálf á sjúkrabeði í Kaup- mannahöfn, þar sem hún var í námi, að ef henni a líf skyldi hún gera það sem til að liðsinna þeim sem væru og ættu í veikindum, blöskraði aðbúnaður sjú sjúkrahúsinu þar sem hún Áslaug að hún gæti vel trú fleiri konur hafi komið til s Hringinn eftir að hafa stren Aðspurð hvernig gangi a Kvenfélagið Hringurinn hefur í sex áratugi unnið að Gefa í dag 150 m ir til Barnaspít Morgunbl Milli 40–50 Hringskonur eru í jólabasarsnefnd sem kemur sa hverjum þriðjudagseftirmiðdegi. Konurnar föndra, sauma og muni sem eru seldir á jólabasar Hringsins í byrjun nóvemb Áslaug Björg Viggósdót maður Hringsins, segir a konur sem séu tilbún vinna að markmiðum fé séu velkomnar í Hring Síðustu 60 ár hafa konur í Hringnum unnið hörð- um höndum við að afla fjár til byggingar sér- hannaðs barnaspítala á Íslandi. Draumur þeirra er nú við það að verða að veruleika. Í dag gefa Hringskonur 150 millj- ónir til Barnaspítala Hringsins, sem tekur til starfa í nýju húsnæði í byrjun næsta árs. Eru ánægðar með nýja Barna- spítalann TILEFNI TIL UMRÆÐU OG AÐGERÐA Flestum hefur án efa brugðið íbrún við þær fregnir að 17%barna verði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa, sem Morg- unblaðið greindi frá á þriðjudag. Við- brögð margra eru að talan sé ótrúlega há. Hún er vissulega hærri en þær töl- ur, sem fyrir liggja frá hinum norrænu ríkjunum, en í Danmörku er þetta hlut- fall 11% samkvæmt könnunum og 14% í Noregi, samkvæmt sambærilegum rannsóknum. Engin ástæða virðist hins vegar til að efast um að niðurstöðurnar séu trúverðugar. Könnunin er gerð með sama hætti og athuganir í Danmörku og Noregi. Alls svaraði um helmingur þeirra 1.500, sem fengu spurningalista, en það þykir gott í könnun um svo við- kvæmt efni. Auðvitað þýðir 50% svar- hlutfall að óvissa í niðurstöðunum er einhver, en það breytir ekki meginnið- urstöðunni: Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alvarlegt og útbreitt vanda- mál í samfélagi okkar. Hrefna Ólafsdóttir greinir frá því í samtali við Morgunblaðið hvaða afleið- ingar kynferðislegt ofbeldi getur haft á fólk síðar á lífsleiðinni. Hún tekur fram að margir þolendur lifi góðu lífi og nýti sín úrræði vel, en aðrir burðist með þessa reynslu og kljáist við afleiðingar hennar allt lífið eða þar til þeir fái að- stoð sérfræðinga. M.a. séu þolendur lík- legri til að skilja, þeir búi við lakari fjár- hagsstöðu, hafi frekar gert tilraun til að svipta sig lífi og eigi erfiðara með að mynda tilfinningatengsl en þeir, sem ekki verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Niðurstöður af þessu tagi mega ekki verða til þess að skapa andrúmsloft ótta og tortryggni, þar sem foreldrar treysta varla nokkrum manni fyrir börnunum sínum. Árvekni gagnvart kynferðislegu ofbeldi má heldur ekki ganga út í þær öfgar að t.d. eðlileg lík- amleg snerting foreldra og barna sé lit- in hornauga. Hins vegar þarf að taka á þessum alvarlega vanda, bæði í því skyni að reyna að fyrirbyggja hann og að hjálpa þolendum þess glæps, sem kynferðislegt ofbeldi er, að vinna úr af- leiðingunum. Það þarf til dæmis al- menna fræðslu og vitundarvakningu um það hversu alvarlegur þessi glæpur er og hvernig hann getur eyðilagt líf fólks. Þannig er hugsanlega hægt að fækka þeim, sem leggjast svo lágt að misnota sakleysi og varnarleysi barna og unglinga. Jafnframt þarf að leitast við að kenna börnum hvað er rétt og rangt í þessum efnum, þannig að þau geti brugðizt við og sagt strax frá til- raunum til misnotkunar. Margir for- eldrar telja sig skorta leiðbeiningar um hvernig þeir geti bezt uppfrætt börn sín að þessu leyti. Þá þarf að þjálfa t.d. heil- brigðisstarfsfólk, kennara og aðra þá, sem starfa með börnum, í að vera vak- andi fyrir vísbendingum um kynferðis- legt ofbeldi. Eins og Hrefna Ólafsdóttir bendir á, þarf að tryggja að gerendur geti fengið meðferð, til að fyrirbyggja að sá, sem einu sinni hefur brotið af sér, geri það aftur. Síðast en ekki sízt þarf að bæta þjónustu við þolendur þannig að þeir geti unnið úr sínum málum. Niðurstöð- ur Hrefnu sýna að þörfin fyrir þá þjón- ustu er mikil. Þessi alvarlegu mál verðskulda opin- skáa og ýtarlega umræðu og ættu sízt af öllu að liggja í þagnargildi. STJÓRNMÁLASAMSKIPTI Í HÁLFA ÖLD Hálf öld er á þessu ári liðin frá því aðÍsland og Þýskaland tóku upp stjórnmálasamband. Standa af því til- efni yfir þýskir dagar um þessar mund- ir, þar sem kynning fer fram á þýskum vörum og þýskri menningu í samvinnu þýsk-íslenska verslunarráðsins, þýska sendiráðsins á Íslandi og fjölmargra fyrirtækja er eiga viðskipti við Þýska- land. Þá var um síðustu helgi afhjúp- aður minnisvarði í Vík í Mýrdal um drukknaða þýska sjómenn, en alls týndu um eitt þúsund þýskir sjómenn lífinu við strendur Íslands á árunum 1898–1952. Fyrr á árinu var þessara tímamóta minnst í Berlín, þar sem þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, opnuðu Íslandshátíð á afmælis- degi Halldórs Laxness. Samband Íslands og Þýskalands hef- ur verið náið og gott á þessum fimmtíu árum og náð til fjölmargra sviða. Ís- lensk menning hefur löngum vakið at- hygli Þjóðverja, ekki síst íslenskar bókmenntir. Viðskipti ríkjanna hafa verið stöðug og mikil og er Þýskaland nú mikilvægasta viðskiptaland Íslands, þegar tekið er tillit til jafnt innflutn- ings sem útflutnings. Á síðasta ári fluttum við inn þýska vöru og þjónustu fyrir 27 milljarða króna en Þjóðverjar keyptu íslenskan varning og þjónustu fyrir 29,3 milljarða. Íslenskar sjávaraf- urðir eru til dæmis í fjórða sæti yfir innfluttar sjávarafurðir til Þýskalands. Tugir þúsunda Þjóðverja sækja Íslend- inga heim á hverju ári og Íslendingar eru sömuleiðis iðnir við að heimsækja Þýskaland, jafnt sem ferðamenn eða þá til að stunda þar nám eða störf. Ekki síst hefur Ísland hins vegar átt mikilvægt og farsælt samstarf við Þjóðverja á stjórnmálasviðinu. Við höf- um margsinnis notið góðs af velvild Þjóðverja í okkar garð, jafnt í land- helgisdeilunni á sínum tíma sem í sam- skiptum okkar við Evrópusambandið nú á tímum. Þýskaland er eitt helsta forysturíki Evrópu og hið styrka sam- band er hefur myndast á milli þjóðanna hefur reynst Íslandi ómetanlegt. Hafa íslenskir ráðamenn átt þess kost á und- anförnum árum að hitta starfsbræður sína í Þýskalandi reglulega og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Þetta samband hefur ekki myndast vegna gagnkvæmra hagsmuna ríkj- anna fyrst og fremst heldur vegna gagnkvæms hlýhugs og virðingar er þjóðirnar bera hvor til annarrar. Þótt stjórnmálasamskiptin eigi sér nú hálfr- ar aldar sögu hafa þjóðirnar tengst um margra alda skeið í gegnum sögu sína og menningu. Það er mikilvægt að við höldum áfram að rækta sambandið við þessa góðu vinaþjóð á sem flestum sviðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.