Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Á DÖGUNUM var haldinn vinnu- fundur landbúnaðarnefndar og þeirra aðila sem ítarlegastar at- hugasemdir höfðu gert við frum- varp til laga um landgræðslu sem lagt var fram á síðasta vorþingi. Fundurinn var haldinn í höfuð- stöðvum Landgræðslunnar í Gunn- arsholti á Rangárvöllum en land- búnaðarnefndin var þá í kynnisferð um Suðurlandskjör- dæmið. Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar, stýrði um- ræðum á fundinum en auk nefnd- arinnar voru einnig mættir starfs- menn Landgræðslunnar og fulltrúar frá Bændasamtökum Ís- lands, Landsvirkjun, Náttúru- fræðistofnun Íslands, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Skógrækt ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa frá land- búnaðarráðuneytinu. Fjölmargar ábendingar komu fram og munu þær verða ræddar nánar innan landbúnaðarnefndarinnar. Níels Árni Lund, fulltrúi land- búnaðarráðherra, tilkynnti á fund- inum að ráðherra hygðist leggja frumvarpið fram að nýju á kom- andi haustþingi eftir að hafa tekið afstöðu til framkominna athuga- semda. Núgildandi lög um landgræðslu eru frá 1965 og ljóst að frá þeim tíma hefur landgræðslustarfið tek- ið miklum breytingum. Morgunblaðið/Ása L. Aradóttir Þátttakendur í vinnufundi landbúnaðarnefndar, starfsmanna Land- græðslunnar og fulltrúa aðila sem gerðu ítarlegastar athugasemdir við frumvarp til laga um landgræðslu. Lög um landgræðslu endurskoðuð Vinnufundur í Gunnarsholti Hella MIKIÐ er um byggingarfram- kvæmdir í Hrunamannahreppi svo sem jafnan fyrr. Nú hefur verið sótt um leyfi fyrir 24 framkvæmd- um það sem af er árinu 2002. Nú standa yfir eða verið er að ljúka framkvæmdum við byggingar á 77 stöðum hér í Hrunamannahreppi. Í byggingu eru 32 sumarhús, 10 íbúðarhús, 5 gróðurhús og 26 önn- ur hús. Þar af eru nokkrar stór- byggingar. Verið er að setja inn- réttingar í nýtt loðdýrahús í Ásgerði sem er 8.856 rúmmetrar en það er byggt úr límtré. Tvö gróðurhús, um 4.900 rúmmetra, er verið að taka í notkun á Flúðum, en þau voru byggð nú í sumar. Á Flúðum er einnig í byggingu leik- skóli sem er rúmlega 1.800 rúm- metrar, en byggingu hans á að vera lokið næsta vor. Það er því enginn uppgjafartónn í fólki í sveitarfélaginu, allir hafa atvinnu, mannlífið blómstrar og fjölgar í hreppnum. Fjölmargir hafa atvinnu við byggingu þessara húsa en eðlilega eru allmargir af þeim utansveit- armenn. Þess má geta að nokkur sumarhúsanna koma fullsmíðuð og eru hífð á undirstöður. Í þau er að sjálfsögðu lagt heitt og kalt vatn. Aðalveitufram- kvæmdir á þessu ári verða þó und- irbúningur á lagningu kaldavatns- veitu á syðstu bæi í sveitinni og bygging á miðlunartanki á Lang- holtsfjalli. Þeim framkvæmdum á að ljúka á næsta ári. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Leikskólinn á Flúðum var steyptur upp á dögunum. Miklar bygging- arframkvæmdir Hrunamannahreppur MIKIL bót varð á aðstöðu fimleika- iðkenda í Keflavík þegar fimleika- gryfja var tekin í notkun í nýjum sal íþróttahússins við Sunnubraut á dögunum. Að sögn Sigurbjargar Guðmundsdóttur, formanns fim- leikadeildar Keflavíkur breytir gryfjan miklu fyrir fimleikaiðk- endur því ekki þurfi lengur að senda þá til Reykjavíkur einu sinni í viku til æfinga. Fimleikadeild var stofnuð í Kefla- vík 12. september 1985 af nokkrum áhugasömum foreldrum sem höfðu áhuga á að geta boðið börnum sín- um upp á fimleikaþjálfun. Allar göt- ur síðan hefur deildinni verið stjórnað af fórnfúsum foreldrum í sjálfboðavinnu. „Þetta er gríðarlega mikil vinna,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Morg- unblaðið en hún hefur gegnt for- mennsku í tæp tvö ár. Samtals hefur hún starfað í 6 ár í stjórn deild- arinnar og fylgst með þjálfun dótt- ur sinnar í 12 ár. Hún segir að þrátt fyrir mikla vinnu sé stjórnarstarfið skemmtilegt. „Ég myndi þó vilja sjá meiri virkni hjá foreldrum, eins konar foreldrateymi eins og er t.d. hjá sunddeildinni. Þá væri hægt að dreifa vinnunni á fleiri hendur.“ Í þau 17 ár sem fimleikadeildin hefur verið starfandi hefur stór hluti iðkenda þurft að fara til Reykjavíkur einu sinni í viku til æf- inga, þar sem aðstæður voru ekki fyrir hendi í bæjarfélaginu. „Fyrir tilkomu gryfjunnar höfðum við ekki aðstæður til að æfa stökk né hluta af áhaldaleikfiminni. Gryfjan er útbúin sérstöku undirlagi og dýnum þar ofan á til að lendingin verði sem mýkst. Í opna hluta gryfjunnar eru stökkin æfð, enda þarf að nýta tölu- verðan hluta salarins til þess, en í lokaða hlutanum er trambólínið og í miðjunni tvísláin, sagði Sig- urbjörg.“ Auk gryfjunnar hefur töluvert verið keypt af nýjum tækj- um og mikill hluti tækjabúnaðar verið endurnýjaður. Fimleikaiðkendur orðnir rúmlega 200 Fimleikadeild Keflavíkur hefur aðstöðu í B-sal Íþróttahússins í Keflavík en yngstu iðkendurnir æfa í íþróttasölum skólanna, nú í Myllu- bakkaskóla. B-salnum deilir fim- leikadeildin með öðrum íþróttaiðk- endum, körfuknattleiksdeildinni og badmintondeildinni, auk þess sem nemendur Fjölbrautaskóla Suð- urnesja eru í leikfimi þar. Sig- urbjörg segir draumastöðuna vera þá að fimleikadeildin hafi salinn út af fyrir sig. „Mikill burður fylgir því að deila salnum með öðrum. Það þarf að ganga frá öllum tækjum eft- ir æfingar og sum þeirra eru þung. Auðvitað væri draumastaðan sú að geta haft tækin óhreyfð á gólfinu og losna við allan þennan burð. Von- andi verður það næsta skrefið.“ Fimleikaiðkendum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og nú er svo komið að biðlistar eru farnir að myndast. „Við gátum því miður ekki tekið á móti öllum núna vegna fjölgunar frá því í fyrra. Þetta á að- allega við um yngstu iðkendurna og miðað við veturinn í fyrra eru hóp- arnir tveimur fleiri nú en fyrir ári. Ég held að það sé mikil vitund- arvakning um gildi þess að hreyfa sig, ekki síður hjá börnum en full- orðnum. Aukningin hjá okkur helst í hendur við aukningu í öðrum íþróttagreinum, eins og sundi og körfuknattleik. Íþróttaþjálfun af hvaða tagi sem er hefur mikið for- varnargildi og okkar iðkendur eru komnir yfir 200.“ Fékk bakteríuna strax Dóttir Sigurbjargar, Heiðrún Rós Þórðardóttir, er nánast jafngömul fimleikadeildinni, fæddist 12 dögum eftir stofnun hennar. Heiðrún hefur æft fimleika frá því hún var 5 ára og var valinn fimleikamaður Keflavík- ur bæði í ár og í fyrra. Heiðrún er staðráðin í því að halda áfram enn um sinn, þótt flestar stúlkur hætti í kringum 16 ára aldurinn. „Mér hef- ur fundist þetta skemmtilegt frá upphafi og mér er alltaf að fara fram. Ég vil því halda áfram,“ sagði Heiðrún í samtali við blaðamann. Heiðrún segist hafa kynnst fim- leikum hjá frænku sinni. „Ein eldri frænka mín var alltaf að sýna mér hvað hún væri að læra í fimleikum og reyndi að kenna mér. Ég fékk brennandi áhuga 5 ára gömul sem hefur haldist síðan.“ Auk þess að æfa fjórum sinnum í viku 2½ tíma í senn þjálfar Heiðrún yngri iðk- endur deildarinnar þrisvar sinnum í viku í 1–1½ tíma. Hún stundar einn- ig nám í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og æfir í ofanálag í einni af líkamsræktarstöðvum bæjarins. – Hvernig finnurðu tíma fyrir þetta allt saman? „Þetta er bara spurning um skipulag. Æfingarnar og þjálfunin raðast þannig að ég á frídaga tvisv- ar sinnum í viku, sem er mjög gott. Auðvitað geri ég ekki mikið meira en að vera í skólanum og fimleik- unum en mér líkar þetta vel og hef- ur aldrei langað til að æfa neitt ann- að,“ sagði Heiðrún, sem náði þriðja sæti samanlagt í flokki einstaklinga á síðasta Íslandsmóti í fimleikum, sem er mjög góður árangur. Hún varð einnig innanfélagsmeistari í almennum fimleikum á þessu ári hjá fimleikadeild Keflavíkur og inn- anfélagsmeistari í áhaldafimleikum hjá deildinni í fyrra. Mikil aukning í fimleikunum og biðlistar farnir að myndast Ný fim- leikagryfja bætir úr brýnni þörf Fimleikastúlkurnar fögnuðu á viðeigandi hátt nýrri og endurbættri aðstöðu í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Morgunblaðið/Jim Smart Inga Lóa Guðmundsdóttir og Ólöf Sigurðardóttir, fyrrverandi formenn Fimleikadeildar Keflavíkur, voru ánægðar með fimleikasalinn þegar þær klipptu á borða til staðfestingar á því að hann væri formlega tekinn í notkun. Báðar hafa lengi barist fyrir betri aðstöðu fimleikafólks. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Mægurnar Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Heiðrún Rós Þórðardóttir. Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.