Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Passamyndatökur alla virka daga. Erum byrjaðir að taka niður pantanir á fermingar- myndatökum í vor. Pantaðu tímanlega Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð „Introduction to CranioSacral Therapy“ námskeið verður haldið 5. og 6. október í Reykjavík. Námskeiðið er ætlað almenningi sem vill fræðast um meðferðina og læra grunnhandtök til að nota á sína nánustu, og fagfólki sem vill kynna sér þetta frábæra meðferðarform. Kennarar eru Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Birgir Hilmarsson, nuddfræðingur, þau hafa réttindi frá Upledger Institute. Verð 15.000 kr., kennslubók innifalin. Upplýsingar 566 7803 Erla eða 864 1694 Birgir. Námið Upledger CST-1 hefst síðan í nóvember. Cranio Sacral Therapy á Íslandi cranio@strik.is - www.craniosacral.is Árnað heilla SEX grönd er yndislegur samningur – einkum ef hann vinnst: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G10932 ♥ ÁD9 ♦ Á2 ♣ÁK8 Suður ♠ Á8 ♥ KG32 ♦ KD ♣G10976 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil vesturs er tígul- gosi. Hvernig á að spila? Speglunin í tígli gerir drottninguna verðlausa, en þú hefur úr tveimur fimm- litum að spila í staðinn. Fimm slagir á lauf duga í tólf, en það liggur ekkert á að svína í laufi. Þú byrjar á spaðanum, tekur fyrsta slaginn í borði og spilar litlum spaða á áttuna heima. Ef austur á hjónin EÐA há- spil annað fást fjórir spaðas- lagir og þá þarf ekki nema tvo á lauf: Norður ♠ G10932 ♥ ÁD9 ♦ Á2 ♣ÁK8 Vestur Austur ♠ K765 ♠ D4 ♥ 104 ♥ 8765 ♦ G10983 ♦ 7654 ♣54 ♣D32 Suður ♠ Á8 ♥ KG32 ♦ KD ♣G10976 Ekki svo erfitt, en það er kastþröng í hverju spili. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. september, er áttræður Páll Pálsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri á Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi, nú búsettur í Hraunbæ 103 í Reykjavík. Eiginkona hans er Inga Ásgrímsdóttir. Þau eru að heiman. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. september, er sextugur Carl Möller hljómlistarmaður. Hann tekur á móti ættingj- um, vinum og samstarfsfólki sunnudaginn 22. september milli kl. 15 og 18 í Fjöru- garðinum, Hafnarfirði. Þeim, sem vilja gleðja Carl á þessum degi, er vinsamlega bent á Dýraspítalann í Víði- dal, reikn. nr. 319-26-59, kt: 660899-2789, vegna tækja- kaupa. LJÓÐABROT ÉG ELSKAÐI Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn; nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem vóru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar. Jóhann Gunnar Sigurðsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Sannfæringarkrafti þínum er viðbrugðið, því þú átt svo gott með að fá fólk til liðs við þinn málstað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mundu að allt sem þú gerir hefur sínar afleiðingar bæði fyrir sjálfan þig og oft aðra líka. Vertu skorinorður og hlustaðu á rök andmælenda þinna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst erfitt að skipta tímanum á milli heimilis og vinnu en þarft engu að kvíða því þú hefur nóg þrek fyrir hvort tveggja. Vertu tillits- samur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur nú byrinn með þér og ert fær í flestan sjó. Svo er að spila rétt úr og gera sitt besta. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér virðist allt ganga í hag- inn og aðrir vilja njóta vel- gengni þinnar með þér. Vertu því alls ósmeykur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Settu þér ákveðin takmörk til að keppa að bæði í leik og starfi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það þarf ýmislegt að leggja á sig til þess að halda sam- bandi við annað fólk gang- andi. Mundu samt að blanda ekki saman atvinnu og einkalífi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Ekki láta kúga þig til þess sem þú vilt ekki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Áhugaverðu tilboði verður skotið inná borð hjá þér í dag. Byrjaðu strax. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að útskýra þín mál vel fyrir fólki svo engar ranghugmyndir komist á kreik. Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þinn hlutur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það léttir lífið að slá á létta strengi en mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Það kemur dagur eftir þenn- an dag og tími til þess að láta drauminn rætast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Búðu þig undir að fara í frí síðar á árinu því þú munt fá tækifæri til þess. Að mörgu er að hyggja varðandi helgina svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft á tilbreytingu að halda en virðist finna öllu sem þér dettur í hug eitt- hvað til foráttu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. september, er fimmtug Guð- rún Rós Pálsdóttir, hár- greiðslumeistari. Synir Guðrúnar eru Vignir Grétar og Veigar Páll. Guðrún verður að heiman í dag. 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. september, er níræður Stef- án Sigmundsson, húsa- smíðameistari, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Í tilefni af- mælisins tekur hann, ásamt fjölskyldu sinni, á móti ætt- ingjum og vinum sunnudag- inn 22. september milli kl. 15-17 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. 40 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 19. september, er fertug Una María Óskarsdóttir frá Laugum í Þingeyjarsýslu, Hjallabrekku 34, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar, Helgi Birgisson, taka á móti fjölskyldu og vinum í Fé- lagsheimili Kópavogs í dag kl. 18–20. DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 19. septem- ber, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Þórunn Sveinbjarn- ardóttir og Óskar K. Júlíusson. Þau eru að heiman í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Úrslitin í Bikarnum um aðra helgi Nú er leikjum 4. umferðar lokið og urðu úrslit þessi: Skeljungur – Guðm. Sv. Hermannss. 66-143 Ragnheiður Niels. – Subaru-sveitin 49-70 Sparisj. Keflavíkur – Orkuveita Rvk. 88-111 Þórólfur Jónass. – Kristján Ö. Kristj. 96- 63 Undanúrslit og úrslit verða spiluð helgina 28.–29. sept. í Síðumúla 37. Í undanúrslitum eigast við: Orkuveita Reykjavíkur – Subaru-sveitin Guðm. Sv. Hermannss. – Þórólfur Jónass. Spilamennska hefst kl. 11.00 og eru áhorfendur mjög velkomnir. Bikarmeistar 2001 er sveit Orku- veitu Reykjavíkur, fyrirliði Páll Valdimarsson. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson. Sveit Orkuveitu Reykjavíkur spilaði við sveit Sparisjóðsins í Keflavík í bikarnum um síðastliðna helgi og hafði Orkuveitan betur og er komin í fjögurra liða úrslit. Talið frá vinstri: Guðjón Svavar Jensen, Hermann Lárusson, Karl G. Karlsson og Aron Þorfinnsson. Áhorfandinn er Birkir Jónsson, en hann er þekktur spilahrókur á Suðurnesjum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 22 pör í tvímenninginn þriðjudaginn 10. september og spilað var á 11 borðum. Lokastaðan í N/S: Eysteinn Einarsson – Jón Stefánss. 313 Bragi Björnss. – Þórður Sigfússon 249 Jón Pálmason – Ólafur Ingimundars. 232 Hæsta skor í A/V: Kristján Ólafsson – Ólafur Láruss. 306 Ernst Bachmann – Garðar Sigurðss. 270 Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 239 Sl. föstudag mættu svo 23 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 270 Ingibj. Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 229 Jón Pálmason – Ólafur Ingimundars. 224 Í austur/vestur: Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 289 Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 263 Helga Haraldsd. – Sigurjón Sigurjónss. 241 Meðalskor báða dagana var 215. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, mánud. 9. sept. 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 270 Magnús Oddss. – Þorsteinn Laufdal 260 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 238 Árangur A-V Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 257 Halla Ólafsdóttir – Margrét Margeirsd. 246 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnss. 234 Einmenningskeppni spiluð fimm- tud. 12. sept. í tilefni af 10 ára afmæli Bridsdeildarinnar. Spilað var í þremur 16 manna riðlum. Meðalskor 90 stig. Þarna voru engin þátttökugjöld og spilurum boðið upp á kaffi og meðlæti. A-riðill: Bergur Þorvaldsson 105 Jón Karlsson 105 Eysteinn Einarsson 104 Óskar Karlsson 104 B-riðill: Birgir Sigurðsson 110 Alfreð Kristjánsson 106 Ingibjörg Stefánsdóttir 102 C-riðill: Bragi Jónsson 115 Kristján Ólafsson 105 Viggó Nordquist 104 Olíver Kristófersson 104 Bridsfélag Hafnarfjarðar Félagið hóf vetrarstarfið hinn 16. september með eins kvölds tvímenn- ingi, mætt voru 14 pör. Miðlungur var 156. Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 193 Sævin Bjarnason – María Haraldsdóttir 193 Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 189 Trausti Valsson – Jón Páll Sigurjónss. 180 Næsta mánudagskvöld, 23. sept., verður spilaður eins kvölds tvímenn- ingur. Spilað er á nýjum spilastað á mánudögum kl. 19.30, í Flatahrauni 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.