Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 21 Glæný línuýsa Glæsilegt úrval fiskrétta Tilboð dagsins Stórlúða 890 kr. kg Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 ÁTAKSVERKEFNIÐ Áform efndi á dögunum til ráðstefnu undir yfir- skriftinni Sjálfbært Ísland, þar sem fjallað var um mikilvægi framleiðslu afurða á sjálfbæran hátt í sátt við um- hverfið. Meðal gesta á ráðstefnunni var fulltrúi Whole Foods-keðjunnar, sem samanstendur af 160 verslunum í Bandaríkjunum, en verslunin hefur selt íslenskar afurðir, meðal annars lax, ferska og reykta bleikju, vatn og lambakjöt. Einnig fluttu erindi for- stjóri og aðaleigandi Legal Sea Foods, keðju 23 veitingastaða, sem leggja mikla áherslu á sjálfbærar veiðar og meðferð sjávarafurða, og forstjóri Coleman Natural Beef í Colorado, eins stærsta framleiðanda lamba- og nautakjöts með sjálfbær- um hætti í Bandaríkjunum. Mel Coleman, forstjóri Coleman Natural Beef, kveðst þeirrar skoðun- ar að með breyttu hugarfari getum við breytt efnahagsstefnu samfélaga þar sem sjálfbær landbúnaður fram- leiði mat, sem við þörfnumst, á nátt- úrlegan og lífrænan hátt. „Við eigum að afla okkur matar með sjálfbærum veiðum, beita skepn- um á graslendi og styðja bændur sem stunda víxlræktun og gæta þess að næringarefni í jarðveginum gangi ekki til þurrðar. Ísland er auðugt af graslendi, svo dæmi sé tekið, og gras er náttúruleg auðlind sem hægt er að nýta til þess að framleiða próteinríka matvöru. Að mínu mati gætu Íslendingar auðveldlega verið í broddi fylkingar og mætt bæði lífrænum og efnahags- legum sjónarmiðum þar sem hagnað- ur væri bæði af starfsemi bænda og seljenda,“ segir hann. Upplýstir velja íslenskt lamb Aðspurður hvaða möguleika ís- lenskar afurðir eigi á markaði fyrir lífræna framleiðslu vestanhafs segir Mel Coleman, að íslenskt lambakjöt sé að hans mati ein vinsælasta mat- vara í Bandaríkjunum, einkum á aust- urströndinni frá Boston til Wash- ington. Laurie Rock, markaðsstjóri einnar verslunar Whole Foods í New York, segir kaupendur að íslensku lamba- kjöti upplýsta viðskiptavini sem fylg- ist með umræðu um kjöt og kjötfram- leiðslu og vilji vita hvaða efni séu í kjötvörum sem þeir neyta. „Neytend- ur af því tagi finnast um öll Bandarík- in þótt flestir þeirra séu enn sem komið er á austurströndinni. Ég tel að sá hópur gæti stækkað til muna,“ seg- ir hún. Roger Berkowich, forstjóri og aðal- eigandi veitingahúsakeðjunnar Legal Sea Foods, notar líkingu um vín og víndrykkju þegar spurt er hverjir borði íslenskt lambakjöt. „Fjölmargir neyta víns en aðeins hluti fólks kýs að drekka hágæða vín. Íslenskt lamba- kjöt passar að mínu mati þeim sem þykir lamb gott en vilja kjöt af skepn- um sem aldar eru í náttúrulegu um- hverfi og fóðraðar á grasi.“ Mel Coleman segir íslenskt lamba- kjöt mjög ofarlega hvað bragðgæði varðar og að íslenskt umhverfi sé ákjósanlegt til markaðssetningar. „Fyrst er að fá neytandann til þess að smakka. Ef bragðið líkar vill hann vita meira um vöruna. Að mínu mati eru bragðgæði stærsti þátturinn í því að ná aftur til viðskiptavinar. Í hefðbundnum stór- verslunum eru gjarnan tilboð á borð við „kauptu eitt fáðu annað frítt“ og afsláttarmiðar, en ef varan er ekki bragðgóð duga þau skammt. Íslend- ingar eiga mikla möguleika, ekki síst fyrir tilstilli markaðssetningar á um- hverfinu sjálfu. Um leið og neytandi er búinn að smakka tiltekna vöru og mynda samband við hana er hægt að fræða hann um hvernig og hvar hún er upprunnin og framleidd. Þá er ekki einasta verið að venja hann við bragð- ið og upplifunina við að neyta vörunn- ar heldur jafnframt að upplýsa um hvað það er við framleiðsluna sem gerir vöruna einstaka. Með því má byggja upp langtímasamband við við- skiptavininn,“ segir hann. Laurie Rock tekur undir þetta og segir meirihluta neytenda gera mat- arinnkaup fyrst út frá bragðgæðum og vilja fá upplýsingar um vöruna síð- ar. „Aðeins lítið brot kaupenda leitar sér upplýsinga fyrst og leitar síðan að vörunni,“ segir hún. Roger Berkowich segir mikilvægt að kynna íslenskt lambakjöt í veit- ingahúsum þar sem hæfileikaríkir matreiðslumenn geti varpað sem bestu ljósi á eiginleika þess. „Góður lambakjötsréttur á veitingahúsi getur leitt til þess að matargestur vilji kaupa hráefnið sjálfur.“ Meiri bragðmunur á lambakjöti en þorski Berkowich segir ennfremur að markaður fyrir kjötafurðir sé mun stærri en fyrir sjávarfang og að mun fleiri átti sig á bragðmuninum á ís- lensku lambakjöti og öðru lambakjöti en á íslenskum þorski eða þorski veiddum í Norður-Atlantshafi. „Bragð- munurinn er einfaldlega ekki það mik- ill. Öðru máli gegnir um íslenska bleikju sem náði strax miklum vin- sældum þegar hún var sett á matseðil hjá okkur.“ Viðmælendurnir segja að síðustu, að erindi fyrirlesara og ráðstefnan hafi verið upplýsandi. „Við getum ekki annað en stutt land þar sem frammámönnum er umhugað um að gera landið sjálfbært. Við eigum langt í land með það í Bandaríkjunum þótt þau bandarísku fyrirtæki sem áttu fulltrúa hér á ráðstefnunni vilji leggja sitt af mörkum til þess að gera það mögulegt,“ segir Laurie Rock. Roger Berkowich kveðst hafa dáðst að Íslandi um langt skeið og segist hafa orðið var við fagmennsku hérlendis í þessum efnum sem hann hafi ekki alltaf orðið var við í heima- landinu. „Ég tel að við getum lært margt af ykkur og ef farið yrði út í út- flutning myndu þeir sem hér sitja svo sannarlega vilja taka þátt í því,“ segir hann. Mel Coleman segir fæð þeirra, sem stunda vilja sjálfbæra starfsemi, slíka að ráðstefna á borð við þessa sé ákjós- anleg til þess að mynda tengsl, ekki bara við Íslendinga heldur banda- ríska aðila líka. „Nú gerum við okkur bæði betri grein fyrir því hvað Ísland hefur upp á að bjóða og hvað við í Bandaríkjunum getum gert. Svona ráðstefna eykur því á styrk okkar og heilindi í því sem við erum að reyna að áorka,“ segir Mel Coleman að end- ingu. Íslensk bleikja og lamb vinsæl í Bandaríkjunum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.