Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 4

Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FLUGLEIÐIR og Iceland Natur- ally, sem er samræmt kynningar- átak samgönguráðuneytisins og íslenskra fyrirtækja, hafa tekið upp samstarf um að sett verði myndskreytt landkynningarspjöld á þotur Flugleiða. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Flugleiða, verða kynning- arspjöldin sett utan á allar vélar Flugleiða við farþegainngang vél- anna. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, og Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra, virða kynn- ingarspjöldin fyrir sér þegar gengið var frá samkomulaginu í gær. FJÓRAR kærur voru komnar inn á borð til umhverfisráðherra í gær vegna úrskurðar Skipulagsstofnun- ar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu en kærufrestur rann þá út. Von var á fleiri kærum sem póstlagðar höfðu verið í gær. Umhverfisráðherra hefur nú átta vikur til að fella sinn úrskurð en sem kunnugt er hefur Siv Friðleifsdóttir lýst sig vanhæfa til þess vegna fyrri ummæla sinna um Þjórsárver. Úr- skurðarvald verður væntanlega í höndum Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra sem framsóknar- menn hafa lagt til að verði settur um- hverfisráðherra til að fjalla um málið. Það er forsætisráðherra sem skipar seturáðherra hverju sinni. Í umhverfisráðuneytinu fékkst það staðfest síðdegis í gær að kærur hefðu borist frá Náttúruvernd rík- isins, Áhugahópi um verndun Þjórs- árvera, Landvernd og Umhverfis- samtökum Íslands og lögmaður Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafði tilkynnt kæru, sem greint hefur ver- ið frá í Morgunblaðinu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var einnig von á kærum frá Náttúruverndarsam- tökum Íslands, Fuglaverndarfélagi Íslands og jafnvel einhverjum ein- staklingum. Endanlegur fjöldi kæra kemur í ljós í dag eða á morgun. Landvernd sendi í gær tilkynn- ingu um að samtökin ætluðu að kæra úrskurðinn. Í kærunni eru Þjórsár- ver sögð einstætt vistkerfi á heims- vísu og þar sé eitt helsta varpland heiðagæsar í heiminum. Bent er á að hluti Þjórsárvera njóti verndar sem friðland samkvæmt íslenskum lög- um og séu alþjóðlegt verndarsvæði samkvæmt Ramsarsáttmálanum um verndun votlendis. „Stjórn Landverndar tekur undir þau niðurstöðuorð Skipulagsstofn- unar að ekki megi ganga á friðlýst svæði nema brýnir almannahags- munir séu fyrir hendi. Að mati stjórnar Landverndar hafa ekki ver- ið lögð fram nein gögn sem benda til þess að Norðlingaölduveitur varði brýna almannahagsmuni,“ segir m.a. í kæru Landverndar. Mætti eins leyfa virkjun Gullfoss Umhverfisverndarsamtök Íslands leggja til að tillögum Landsvirkjun- ar um lón í 575 m y.s. verði hafnað og einnig tillögu Skipulagsstofnunar um lónshæð upp á 578 m y.s. Í kæru samtakanna, sem undirrituð er af formanni þeirra, Steingrími Her- mannssyni, fv. forsætisráðherra seg- ir að fyrir henni megi færa mörg og veigamikil rök. Meðal annars þau að niðurstaða skipulagsstjóra gangi þvert á allan rökstuðning Skipulags- stofnunar, hann sé byggður á mati á hagkvæmni sem samtökin telja ekki vera í verkahring skipulagsstjóra. „Með þeim rökum mætti eins leyfa til dæmis virkjun Gullfoss og Detti- foss. Vekja má athygli á því að að- gengilegir eru ýmsir aðrir hag- kvæmir kostir, til dæmis Skaftár- veita og jarðhiti víða um land,“ segir í kærunni. Umhverfisverndarsam- tök Íslands telja að verði Norðlinga- ölduveita leyfð, muni það verka sem reiðarslag. Áhugahópur um verndun Þjórsár- vera krefst þess að úrskurði Skipu- lagsstofnunar verði hnekkt og hann felldur úr gildi. Fyrir kröfu hópsins eru lögð fram þrenn rök. Í fyrsta lagi er bent á ósamræmi milli umfjöllun- ar og niðurstöðu Skipulagsstofnun- ar, þ.e. að framkvæmdirnar valdi umtalsverðum og óafturkræfum áhrifum á fjölmarga náttúruþætti, t.d. gróðurfar, fuglalíf, landslag og vatnafar, en séu samt heimilaðar. Í öðru lagi er bent á að lón í 578 m y.s. hafi ekki verið lagt fram sem kostur til umhverfismats, því hafi almenn- ingur ekki getað kynnt sér þá fram- kvæmd og gert athugasemdir. Í þriðja lagi telur hópurinn að boðaðar mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar hafi ekki verið metnar og kynntar nægilega í matsskýrslu. Umhverfisráðherra þarf að fjalla um úrskurð vegna Norðlingaölduveitu Fjórar kærur komnar í gær og von á fleiri SJÓKVÍAELDI á laxi hefst í Beru- firði í næsta mánuði. Starfsmenn og forráðamenn fyrirtækisins Salar Is- landica eru þessa dagana að koma sér fyrir í skrifstofuhúsnæði í gamla apótekinu á Djúpavogi en undirbún- ingur fyrir þessu eldi hefur staðið yf- ir undanfarin ár. Salar Islandica hef- ur um nokkurt skeið haft öll tilskilin leyfi stjórnvalda til starfseminnar á Berufirði og Djúpavogi en fyrirtækið hefur einnig sótt um leyfi fyrir sams- konar eldisstöð í Fáskrúðsfirði. Hollustuvernd gaf Salar Islandica starfsleyfi í ársbyrjun 2001 fyrir framleiðslu á allt að átta þúsund tonnum af eldislaxi á ári í Berufirði. Einar Örn Gunnarsson, sem er með- al eigenda Salar Islandica ásamt tveimur bræðrum sínum, segir að ákveðið hafi verið að fara rólegar af stað en áætlunin var í fyrstu. Það sé fyrst og fremst tilkomið vegna tak- markaðs framboðs á seiðum í land- inu. Búið er að tilkynna veiðimála- stjóra um að formleg starfsemi sé hafin en embætti hans gaf rekstr- arleyfið út. Von er á eldiskvíum frá Noregi og í eina þeirra fara tæplega 50 þúsund laxaseiði í næsta mánuði. Seiðin koma frá Stofnfiski hf. Fyrir næsta ár hafa um 400 þúsund seiði verið pöntuð til eldis í Berufirði. Slátrun á eldislaxi, um 250-300 tonnum, getur hafist eftir tvö ár og segir Einar Örn að til að byrja með verði sú aðstaða nýtt sem fyrir er á Austfjörðum til slátrunar. Salar Islandica hafði feng- ið leyfi Djúpavogshrepps fyrir lóð undir nýtt laxasláturhús við höfnina en að sögn Einars Arnar hefjast þær framkvæmdir ekki strax. Áætlanir miðist við að taka það sláturhús í notkun á árunum 2005 eða 2006. Vegna starfseminnar í Berufirði hafa tvær fjölskyldur fiskeldisfræð- inga flust frá Noregi á Djúpavog, bæði íslenskar og norskar. Einar Örn segir að fleiri starfsmenn verði ekki ráðnir í vetur en það muni áreiðanlega gerast á næsta ári. Starfsmenn Salar Islandica að koma sér fyrir á Djúpavogi Sjókvíaeldi hefst í Berufirði í næsta mánuði LÖGREGLAN á Akranesi rannsakar nú tildrög bruna í geymsluskúr við hlið leikskóla við Háholt á Akranesi. Talið er að kveikt hafi verið í skúrnum sem stóð í björtu báli þegar slökkvilið kom á vettvang. Tals- vert eignatjón varð í brunanum og eyðilagðist allt sem í skúrn- um var auk hans sjálfs, en í honum voru verkfæri og annað sem tilheyrði leikskólanum. Klæðning á nærliggjandi húsi skemmdist einnig. Grunur um íkveikju í leikskólaskúr Í NETÚTGÁFU The Boston Globe í vikunni er greint frá því að fornleifafræðingar frá Kali- forníuháskóla (UCLA) gætu hafa fundið íslenskt heimili Snorra Þorfinnssonar, sem margir sagnfræðingar telja fyrsta manninn af evrópskum ættum sem hafi fæðst í Amer- íku. Hópurinn frá UCLA hóf rannsóknir við Glaumbæ í Skagafirði sumarið 2001 og tel- ur sig hafa fundið langhús frá því fyrir 1100 í jörðu við bæinn. Á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga kemur fram að rannsóknarhópurinn hafi fund- ið byggingaleifar, er hann var að rannsaka jarðlög umhverfis Glaumbæ, í leit að heimildum um áhrif landnáms á landslag- ið. Rannsóknir á byggingaleif- unum héldu áfram í sumar, en að sögn Guðmundur Ólafsson fornleifafræðings er of snemmt að segja til um það hvort um- ræddar minjar séu húsakynni Snorra Þorfinnssonar. Hann staðfestir að húsarústirnar séu frá tíundu og elleftu öld, en seg- ir að enn hafi aðeins örfá pró- sent af húsunum verið rannsök- uð. Í Íslendingasögum er sagt frá því að Guðríður Þorbjarn- ardóttir, Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Snorri sonur þeirrra hafi búið í Glaumbæ á 11. öld. Guðríður og Þorfinnur könnuðu Vínland, sem Leifur Eiríksson, fyrrverandi mágur Guðríðar, fann árið 1000 en þar í landi er Guðríður sögð hafa al- ið son sinn. Vegna ófriðar við innfædda dvöldu þau hins veg- ar ekki lengi á Vínlandi og fóru til Íslands. Sagt er í Grænlend- ingasögu að Guðríður og Þor- finnur hafi keypt Glaumbæ á Langholti á öðrum tug 11. aldar og sest þar að. Snorri hafi síðan tekið við búsforráðum eftir föð- ur sinn. Rannsóknarhópurinn frá UCLA, sem skipaður er kenn- urum og nemendum í fornleifa- fræði, mannfræði og jarðeðlis- fræði, hefur unnið að rann- sóknum á Íslandi sl. tvö sumur, en rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við Byggðasafnið í Glaumbæ, Þjóðminjasafnið og Hólarannsóknina. Er bústað- ur Snorra Þorfinns- sonar fundinn? Morgunblaðið/Sverrir Landkynningar- spjöld prýða vélar Flugleiða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.