Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN ASNI í lest nokkurra annarra dýra af því kyni með kaffibauna- poka á leið um götur Lundúna til kauphallarinnar í gær. Markmiðið var að mótmæla lágu verði sem framleiðendur fá fyrir vöruna. Al- þjóðasamtök kaffiframleiðenda fögnuðu í gær framtaki mann- úðarsamtakanna Oxfam sem hafa skipulagt baráttu fyrir hærra kaffiverði. Að sögn BBC er heimsmarkaðsverð á kaffi nú hið lægsta í um 30 ár og varar Oxfam við því að milljónir manna í þriðja heiminum, er eiga allt sitt undir kaffibaunasölu, muni hrekjast út í sára fátækt. Víetnamar, sem eru næststærsta kaffiframleiðsluþjóð- in á eftir Brasilíumönnum, fá nú innan við fjórðung af verðinu sem fékkst fyrir sex árum. AP Lágu kaffiverði mótmælt SÖGULEGAR friðarviðræður milli fulltrúa stjórnvalda á Sri Lanka og aðskilnaðarhreyfingar tamíla, sem barist hefur fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og austurhluta Sri Lanka, fara vel af stað. Tilkynnti Anton Balasingham, fulltrúi tamíl- tígranna svokölluðu, í gær að að- skilnaðarsinnarnir væru tilbúnir til að falla frá kröfu sinni um sjálfstætt ríki tamíla. Þykir þessi yfirlýsing vekja vonir um að leiða megi til lykta eina blóð- ugustu borgarastyrjöld seinni tíma, en talið er að um 60 þúsund manns hafi fallið í átökum stríðandi fylk- inga, sem hófust 1982. Á þriðjudag komust fulltrúar deil- enda að samkomulagi um fundar- daga en ákveðið hefur verið að þrjár næstu lotur friðarviðræðnanna skuli haldnar á tímabilinu nóvember til janúar. Viðræðurnar sem nú standa yfir, og haldnar eru í Taílandi, komust á koppinn fyrir tilstilli Norðmanna. Vopnahlé hefur nú staðið frá því í janúar. Söguleg- ar friðar- viðræður                    !  "     "   ! #   $  "                 %             ! "  #$ % &'("") "*+,- .) /0 10* 12   # $ !   3 45 673 ! 1 1  +,- 4,3 ! 1 .1 1 0 /81      $,3! 1 1 8  49: ! 1   0():  0    0  )$ 8$0   )  * ; 2<=)$ .0( 1    4    #$ ! 13 ) "32  $   2 >  $/: -* $: 4 $ / $0  0* 1 **>   **  1. !* 111: *).  )" :    $    $  ? ? &' ()*( (+&,)-'& .& /0*1)1       %@8 # 8 ' 234 @8  254 58  34 1(  34 !  674 8  894   %58 ' 64 "#  :       !" # ÞAÐ kann að vera að rómverska skáldið Óvíd hafi hitt naglann á höfuðið er hann sagði „rident stol- idi verba latina“ – aðeins flón hlæja að latneskri tungu. Nú er nefnilega svo komið, eftir að hafa átt undir högg að sækja öldum saman og jafnvel marg- sinnis verið lýst dauð, er latína nú að vissu leyti að vinna sér aftur sess sem lifandi tungumál. Til vitnis um þessa þróun er skóli nokkur í fjalllendinu í nágrenni Rómaborgar, þar sem heyra má t.a.m. kvæðabálka Hórasar sungna af innlifun á frummálinu. Fyrir 30 manna hópi latínu- manna, sem þarna eru saman komnir, fer séra Reginald Foster, latínufræðingur og munkur úr Karmelítareglunni, ættaður frá Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Það er séra Reg- inald, sem er prófessor við Gregor- íska háskólann í Páfagarði, sem stýrir söngnum af ákveðni, gefandi fyrirmæli á ensku og latínu á víxl. Það er hann sem átti frumkvæðið að því að gera tilraun með að kenna latínu sem lifandi tungumál. Á hverju sumri stýrir hann átta vikna námskeiði fyrir lengra komna latínuáhugamenn í hlíð- unum við Róm, þar sem Hóras átti hús og var söngsamkoman, sem hér var nefnd, þáttur í námskeiðs- haldinu. Ekkert stagl „Mér líka ekki hefðbundnar að- ferðir, utanbókarlærdómur og stagl, að umgangast tungumálið eins og dauðan frosk eða eitthvað álíka,“ segir séra Reginald. Þeir sem nema hjá honum læra m.a. að lesa upphátt áður óséðan texta, skilning á töluðu máli og samræð- ur á latínu. Meðal annarra skóla sem beita svipuðum aðferðum eru háskólinn í Loeven í Belgíu, menntaskóli í Campania-héraði á Ítalíu og Notre- Dame-háskóli og Háskólinn í Ken- tucky í Bandaríkjunum. Töluð latína náði hámarks- útbreiðslu á annarri öld eftir Krist, er rómverska heimsveldið náði frá Englandi til Persíu. Eftir fall Rómaveldis þróuðust ný tungumál á grunni hennar og ruddu henni hvarvetna burt nema úr stétt kirkj- unnar manna og háskólum. Þótt latínan hafi í gegnum ald- anna rás átt sér griðastað innan veggja rómversk-kaþólsku kirkj- unnar brast líka á þeim vettvangi eitt síðasta vígið á Öðru kirkju- þinginu 1962-1965, þar sem ákveð- ið var að kaþólskum prestum skyldi almennt heimilt að messa á þjóðtungu sóknarbarna sinna í stað latínu. Latínan lifnar við Róm. Associated Press. AP Séra Reginald Foster við boga Settimio Severos í Róm. ’ Aðeins flón hlæjaað latneskri tungu. ‘ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) birti í gær tillögur sem vonir eru bundnar við að dugi til að binda enda á deilu sambands- ins við stjórn- völd í Moskvu um það hvernig tryggja má ferðafrelsi íbúa Kaliníngrad-hér- aðs til og frá rússneska móð- urlandinu, eftir að héraðið „lokast inni“ í ESB. Það mun gerast er Litháen og Pólland fá aðild að sambandinu. Framkvæmdastjórnin leggur til að íbúar héraðsins, sem eru ná- lægt því ein milljón, fái sérstök skilríki sem veiti þeim heimild til að ferðast í gegn um Litháen og Pólland án þess að þurfa að sækja um vegabréfsáritun. Þar sem landamæri Litháens og Póllands verða ytri landamæri ESB eftir inngöngu þeirra í sambandið – sem vonazt er til að verði að veru- leika á árinu 2004 – gildir annars að óbreyttu sú grundvallarregla að allir þegnar annarra ríkja, sem ekki hafa samninga um að mega ferðast áritunarlaust innan „Schengen-svæðisins“ svokallaða, verði að sækja um slíka áritun til að mega fara um litháískt eða pólskt landsvæði. Rússar ekki fyllilega ánægðir Dmitry Rogozin, sérskipaður fulltrúi Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta í viðræðum við ESB um Kaliníngrad, sagðist eftir að hafa kynnt sér tillögurnar lítillega ekki vera ánægður. „Enn ber all- mikið í milli,“ hafði rússneska Int- erfax-fréttastofan eftir honum. Rogozin hafði þó áður fagnað því að framkvæmdastjórnin skyldi leggja tillögurnar fram. Síðar lýsti hann sig ósáttan við að þær fælu í sér að aðrir þegnar Rússlands, sem ekki ættu heimili í Kalinín- grad-héraðinu, yrðu eftir sem áður að sækja um áritun til að mega ferðast í gegn um Litháen eða Pól- land til héraðsins. „Afstaða okkar er óbreytt,“ sagði hann. „Rússland er reiðubúið að semja og sýna ýtr- asta sveigjanleika, en það eru tak- mörk fyrir því hve langt við erum tilbúnir að ganga til að ná mála- miðlun. (...) Hvað sem gerist mun- um við halda fast við þá kröfu að borgarar rússneska sambandsrík- isins megi ferðast frjálst til og frá öllum landshornum Rússlands.“ Hóta að sniðganga fund Rússar hafa hótað að mæta ekki á áformaðan samráðsfund Rúss- lands og ESB í Kaupmannahöfn í nóvember ef ekki verður fyrir þann tíma búið að finna lausn á deilunni. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagðist á blaðamannafundi í Brussel trúa því að tillögurnar myndu reynast grundvöllur að samkomulagi. Antanas Valionis, utanríkisráð- herra Litháens, sagði að land sitt myndi fara fram á tryggingar fyrir því að lausnin, sem fundin verði á ferðafrelsi Rússa til og frá Kal- iníngrad, spilli ekki fyrir mögu- leikum Litháens að gerast aðili að Schengen-vegabréfasamstarfinu. Prodi sagði „Kaliníngrad-ferða- skilríkin“ ekki myndu hafa nein áhrif á Schengen-aðild landsins. Ráðamönnum ESB hefur ekki þótt koma til greina að hver sá sem hafi rússneskt vegabréf geti ferðast nær eftirlitslaust um ESB- landsvæði (í Litháen og Póllandi) – eins og Rússar krefjast – þar sem þar með væru allar gáttir opnaðar fyrir smygli á fólki og ýmsu því öðru sem óæskilegt þykir að kom- izt inn fyrir ytri landamæri sam- bandsins. Kaliníngrad-hérað var fram til ársins 1945 norðausturhluti Aust- ur-Prússlands, austasta héraðs Þýzkalands, en þýzkir íbúar þess voru ýmist drepnir eða flæmdir á brott og það var innlimað í Sov- étríkin eftir stríðið. Allt fram til hruns Sovétríkjanna fyrir áratug var héraðið lokað hernaðarsvæði í kring um flotastöð Rauða hersins í Kaliníngrad, sem áður hét Königs- berg. Efnahagsástandið í héraðinu er nú mjög bágborið. Evrópusambandið og Rússland Lausn í sjón- máli í Kalin- íngrad-deilu? Brussel. AFP. Romano Prodi JANET Reno, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, viðurkenndi í fyrradag ósigur sinn í forkosningum demókrata á Flórída. Reno, sem var framan af kosningaslagnum talin viss um sigur, lýsti yfir fullum stuðningi við Bill McBride, sem segja má að hafi sigrað á síðustu metr- unum. Fékk hann 5.000 at- kvæði umfram Reno en alls tóku 1,5 millj. manna þátt í for- kosningunum. McBride, 57 ára lögfræðing- ur og fyrrverandi landgönguliði í hernum, var lítt kunnur fyrir fáum mánuðum en nú fær hann það erfiða verkefni að glíma við forsetabróðurinn, Jeb Bush, í ríkisstjórakosningum 5. nóv- ember næstkomandi. Reno ját- ar ósigur Miami. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.