Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURBORG samþykkti í febrúar á þessu ári að gerast aðili að ICLEI-samtökun- um (International Council for Local Environ- mental Initiatives), en þau eru stærstu samtök sveitarfélaga sem starfa á sviði umhverfismála. ICLEI stóð að ráðstefnu í Jóhannesarborg í S-Afríku um síðustu mánaðamót í tengslum við fund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Reykjavíkurborg sendi tvo fulltrúa á ráðstefn- una, Kolbein Óttarsson Proppé, formann um- hverfis- og heilbrigðisnefndar, og Ellý K. Guð- mundsdóttur, forstöðumann Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Á fundi ICLEI voru fulltrúar frá um 200 sveitarfélögum alls staðar að úr heiminum, m.a. 30–40 borgarstjórar. Meðal helstu verkefna fundarins var að fara yfir og meta þann árangur sem náðst hefur frá því að umhverfisráðstefna SÞ var haldin í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Staðardagskrá 21 best heppnaða verkefni Ríó-fundarins „Við undirbúning Ríó-ráðstefnunnar voru sveitarfélögin skilgreind sem frjáls félagasam- tök sem var auðvitað nokkuð sérkennilegt. Þá spratt upp áhugi hjá sveitarfélögum um að taka sig saman og styrkja stöðu sína á þess- um vettvangi. Þó að sveitarfélögin hafi verið skilgreind með þessum hætti á ráðstefnunni komu þau mjög sterk inn á hana. Þau lögðu til að sem hluti af Dagskrá 21 yrði sett fram sérstök dagskrá fyrir sveitarfélögin sem leiddi til þess að í Ríó var samþykkt þessi svokallaða Staðardagskrá 21, sem er áætlun um sjálfbæra þróun sem sveitarfélögum er ætl- að að gera fyrir sitt sveitarfélag. Það er al- mennt viðurkennt í dag að þetta hafi skilað mjög góðum árangri og sú afurð Ríó-ráðstefn- unnar sem heppnast hefur best í framkvæmd,“ sagði Ellý. Vel gengur að hrinda umhverfisáætlun Reykjavíkur í framkvæmd Ellý sagði að á ráðstefnunni í Jóhannesar- borg hefði verið farið yfir þróun mála síðustu 10 árin frá því að Staðardagskrá 21 var samþykkt í Ríó. Fram hefði komið á ráðstefnunni að sveit- arfélögin væru komin mislangt í því að vinna í samræmi við Staðardagskrá 21. „Ég held að það sé enginn vafi á því að Staðardagskráin hafi verið mjög gott tæki fyrir sveitarfélög til þess að vinna markvisst að sjálfbærri þróun,“ sagði Ellý. Ellý sagði að hér á landi hefðu mörg sveit- arfélög samþykkt Staðardagskrá 21 og starf þeirra á þessu sviði væri búið að vera mjög öfl- ugt. Reykjavíkurborg samþykkti Staðardag- skrá 21 í febrúar í fyrra. Hún sagði að þrátt fyr- ir að Reykjavík hefði tiltölulega seint samþykkt sérstaka umhverfisáætlun, miðað við margar borgir í Evrópu, stæði borgin öðrum sveitar- félögum síst að baki. Fyrr á þessu ári hefði ver- ið farið yfir hvernig gengið hefði að framkvæma Staðardagskrá 21 og útkoman hefði verið góð. Um 63% áætlananna, sem er að finna í Stað- ardagskránni, væru þegar komnar í gang. Lok- ið væri við 17,5% áætlana en 19,5% áætlananna væru ekki hafnar. Þetta þýddi að 80,5% áætlananna væru komnar til framkvæmda af alls 92 áætlunum sem lagt var upp með. Mestum árangri hefði verið náð í fráveitumálum, orku og auðlind- um, verndun lands og lífríkis og landrými og landnotkun. Þakka mætti þennan árangur því að lengi hefði verið unnið ötullega að áætl- unum í fráveitumálum í Reykjavík sem nú væri að sjá fyrir endann á. Ellý sagði að vinna við Staðar- dagskrá tæki ekki enda þó svo að áætlunum, sem taldar væru upp í Staðardagskránni, lyki. Staðar- dagskráin væri í sífelldri endur- skoðun og hún ætti að vera borg- arstofnunum vegvísir í sjálfbærri þróun. Höfum verið að taka til Ellý sagði að í huga margra snerist sjálfbær þróun aðallega um umhverfismál. Það gleymd- ist oft að sjálfbær þróun snerist ekki síður um efnahagsmál og samfélagslega þróun. „Mér fannst ég skynja það fyrir fundinn í Jóhann- esarborg að menn ætluðu að ræða allar þessar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar í samhengi. Slík umræða átti sér klárlega stað á sveitarfé- lagsstiginu, enda upplifa sveitarfélög sterkast samspil þessara þriggja þátta, en eftir því sem „ofar“ dregur verður erfiðara að halda þessari yfirsýn, erfiðara verður að samtvinna þessa umræðu enda um gríðarlega vítt svið að ræða. Á sveitarstjórnarráðstefnunni var horft fram á við og rætt hvernig mætti hrinda Staðardag- skrárstarfinu inn í nýtt tímabil. Segja má að á síðasta áratug hafi Staðardagskrárstarfið ein- kennst af skipulagningar- og tiltektarstarfi en nú sé kominn tími til að einbeita sér að framkvæmdum með það að markmiði að auka lífsgæði. Það framtíðarverkefni, sem er talið mest ögrandi á þessu sviði, er hvernig innleiða megi stjórn- unartæki, er stuðla að sjálfbærri þróun, þvert í gegnum stjórn- kerfi sveitarfélaga. Í því sam- hengi var lögð megináhersla á að sett yrðu markmið til skamms sem langs tíma í Staðardag- skrárstarfinu og að markmið þessi væru skilgreind þannig að árangur væri mælanlegur. Lögð var áhersla á að innleiða mæli- tæki í stjórnkerfi sveitarfélaga og var þar mest áhersla lögð á grænt bókhald. ICLEI-samtök hafa verið að reyna að þróa þetta græna bókhald þar sem eru skilgreindir fáir mælikvarðar og þeim virkilega fylgt eftir í kerfinu. Meginafurð sveitarstjórnarráðstefnunnar var pólitísk yfirlýsing sem samþykkt var á ráð- stefnunni og tekin var til umræðu inn á leið- togafundinum. Í þessu skjali staðfestu sveitar- félög stuðning sinn við sjálfbæra þróun og skora á ríkisstjórnir einstakra landa og Sam- einuðu þjóðirnar að vinna með sveitarfélögum að sjálfbærri þróun. Í yfirlýsingu eru talin upp fjögur meginatriði sem talin eru grundvallarat- riði á baráttunni gegn fátækt og uppbyggingu friðsæls, réttláts og sjálfbærs heim, þ.e. sjálf- bær þróun, lýðræðisleg dreifstýring, góð stjórnsýsla og samvinna. Á sveitarstjórnarráðstefnunni var töluvert rætt um stöðu sveitarfélaga sem þátttakenda í sjálfbærri þróun. Áhersla var lögð á að sveit- arfélögum bæri að skapa sér sess sem undir- staða sjálfbærrar þróunar. Til þess að svo megi verða þurfa sveitarfélög að vinna í nánu sam- starfi við ríki, frjáls félagasamtök og fólkið í sveitarfélaginu. Lögð var áhersla á mikilvægi dreifstýringar. Ríkisvaldið yrði að færa sveit- arfélögum nauðsynlegt vald og fjármagn til þess að geta unnið að sjálfbærri þróun. Það er ljóst að sveitarfélögin leika afar mikilvægt hlut- verk í framvindu sjálfbærrar þróunar. Stefnu- mótun á sér hins vegar stað á þremur stigum, á heimsvísu, landsvísu og í sveitarfélögum. Sveit- arstjórnir geta ekki skilið sig frá því umhverfi en verða að styrkja stöðu sína sem alvöru þátt- takendur í samspili þessara þriggja „stjórn- sýslustiga“. Töluvert hefur áunnist í því sam- bandi á síðasta áratug og það mátti kannski best greina í slagorðum leiðtogafundarins „Think Global – Act Local“.“ Höfðum áhyggjur fyrir fundinn í Jóhannesarborg Ellý sagði að það hefði verið lærdómsríkt að upplifa fundinn í Jóhannesarborg á þrennum vígstöðvum ef svo mætti að orði komast. Á sveitarstjórnarráðstefnunni hefðu menn verið að ræða um vandamál og lausnir sem sneru að íbúum í einstökum sveitarfélögum. Á fundum íslensku sendinefndarinnar kvaðst hún einnig hafa haft tækifæri til að fylgjast með umræðum eftir að sendinefndir ríkjanna tóku að semja um orðalag framkvæmdayfirlýsingar fundarins. Það hefði óneitanlega verið talsvert annars eðl- is en vinnan á ráðstefnu sveitarstjórnanna. Það hefði ekki síður verið fróðlegt að fylgjast með umræðum og þeim breytingum sem urðu á fundinum eftir að þjóðarleiðtogarnir komu til hans. „Sveitarstjórnarmenn eru ákveðnir í að halda sínu striki og vinna í samræmi við Stað- ardagskrá 21 – og færa hana skrefi framar. Það var hins vegar uggur í sveitarstjórnarmönnum í ýmsum löndum um að ef niðurstaða fundar SÞ í Jóhannesarborg yrði ekki sterk gæti það komið niður á stuðningi ríkisins við Staðardagskrár- vinnu sveitarfélaga. Þessi mál myndu þá ekki fá þá vigt í umræðunni sem vonast var eftir.“ Ellý sagði að það væri erfitt að meta árangur fund- arins þegar svo skammt væri liðið frá honum, en hún kvaðst telja að það væri að minnsta kosti alltof sterkt tekið til orða þegar honum væri lýst sem vonbrigðum. Á fundinum hefðu farið fram gagnlegar umræður og vonandi yrði hann til að hvetja ríki og sveitarfélög til aðgerða. „Á þessari ráðstefnu í Jóhannesarborg kom því margt fram sem mun klárlega hafa áhrif á endurskoðun okkar á Staðardagskránni. Þessi fundur var því ekki aðeins upplýsandi heldur kviknuðu þar margar hugmyndir sem Reykja- víkurborg getur vonandi nýtt sér til að auka lífsgæði borgarbúa.“ Ellý sagðist því telja að sú ákvörðun borg- aryfirvalda að gerast aðili að ICLEI hefði verið jákvæð og hefði nú þegar skilað borginni miklu. Það væri mjög gagnlegt að hitta fólk sem væri að fást við þessi sömu mál og væri að velta fyrir sér nýjum lausnum. Borgin ætlar að taka mið af fundinum Ellý K. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu, segir að Reykjavíkurborg muni nýta sér ýmislegt frá fundi SÞ um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg þegar kemur að endurskoðun á umhverfisáætlun borgarinnar. Ellý Guðmundsdóttir egol@mbl.is Fulltrúar Reykjavíkurborgar sátu fund SÞ um sjálfbæra þróun sem haldinn var í Jóhannesarborg NÝ Cessna Citation Excel-þota sem tekur 8 farþega fór á mánudag í nokkrar kynningarferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar. Vélin er rekin í samvinnu eignarhalds- félagsins Maris ehf. og Sundt Air AS í Noregi. Björn Rúriksson, markaðsstjóri Maris, segir að þotan henti til flugs milli Íslands og borga Evrópu og ætti að henta fyr- irtækjum sem þurfa að flytja áhafn- ir eða senda fulltrúa sína í skotferð- ir og segir hann þessa leið samkeppnisfæra við aðra flug- möguleika. Sundt Air í Noregi rekur leigu- flug og er bæði með þotur og skrúfuþotur. Fyrirtækið mun sjá um flugreksturinn en Maris annast sölu og markaðssetningu. Björn Rúriksson kveðst bjartsýnn á að menn muni notfæra sér þennan nýja samgöngumöguleika og telur allt aðrar aðstæður í þjóðfélaginu nú en var fyrir 17 árum þegar slík þjónusta var síðast í boði hérlendis. Flugmenn eru norskir og verður vélin tiltæk með litlum fyrirvara hérlendis eða frá Noregi eftir því hvernig verkefni standa hverju sinni. Þá segir Björn vélina geta sinnt neyðarflugi, t.d. vegna flutn- ings líffæragjafa eða líffæraþega til sérhæfðra sjúkrahúsa erlendis. Þotan var um 20 mínútur að fljúga milli Akureyrar og Reykja- víkur og sem dæmi um flugtíma til nálægra borga má nefna að klukku- stund og korter tekur að fljúga til Færeyja, rúma tvo tíma til Glas- gow, tæpa þrjá til London og rúma þrjá til Kaupmannahafnar, Brussel og Stokkhólms. Heildarkostnaður við Færeyjaferð er 700 þúsund krónur eða 87 þúsund á mann mið- að við átta farþega fram og til baka, 147.500 á mann til Glasgow, 192.500 til London og 215.000 til Kaupmannahafnar. Þotan var afhent eigendum fyrir rúmri viku og er hún búin síma-, fax- og nettengimöguleikum, snyrt- ingu og lofthæð farþegarýmisins er 174 cm. Ný smáþota til leiguflugs rekin í samvinnu íslenskra og norskra aðila Um þriggja stunda flug til nálægra borga Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Rúriksson situr hér í einum hægindastóla þotunnar og á bak við hann sést í barskáp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.