Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÓLMSTEINN SIGURÐSSON
frá Ytri-Hofdölum,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 5. október kl. 14.00.
Inga Hólmsteinsdóttir, Sigurður Hólmkelsson,
Sigríður Hólmsteinsdóttir, Davíð Helgason,
Marteinn Hólmsteinsson, Stella Guðbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, systir, móðir, tengda-
móðir, amma, langamma og langalangamma,
HULDA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis á Miðvangi 16,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 4. október kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á slysavarnadeildina
Hraunprýði.
Páll Guðjónsson,
Bára Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Pálsson, Þuríður Gunnarsdóttir,
Jóhanna I. Pálsdóttir Lund, Axel Lund,
Kjartan Pálsson, Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir,
Rannveig Pálsdóttir, Sumarliði Guðbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarþel við andlát og útför dóttur minnar og
systur okkar,
CHARLOTTU MARÍU HJALTADÓTTUR,
Melabraut 21,
Seltjarnarnesi.
Jóhanna G. Baldvinsdóttir,
Hafsteinn Hjaltason,
Haukur Hjaltason,
Jón Hjaltason
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
frá Kirkjuskógi,
Miðdölum, Dalasýslu,
Melgerði 6, Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 29. september sl., verð-
ur jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn
7. október kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent
á Landssamtökin Þroskahjálp, sími 588 9390.
Ása S. Hilmarsdóttir, Hans Kristinsson,
Svanhildur Hilmarsdóttir, Ólafur Friðsteinsson,
Ósk G. Hilmarsdóttir, Gunnar Harrysson,
Hilmar Hannsson, Anna Hansdóttir, Hafdís Hansdóttir,
Hanna Ólafsdóttir, Haukur Þór Ólafsson, Helgi Björn Ólafsson,
Sigríður Linda Kristjánsdóttir, Bjarki Már Gunnarsson
og langömmubörn.
Mig langar í fáum
orðum að minnast
ömmu minnar, Gunnleifar Þórunn-
ar, sem lést 9. september síðastlið-
inn.
Ég heimsótti hana oft niður á
Snorrabraut og sat þar hjá henni og
spjallaði við hana. Hún var alltaf svo
glöð að fá mann í heimsókn. Hún var
alltaf með kökur handa manni og
passaði að ég færi ekki svangur út
frá henni. Hún talaði mikið um afa
sem hún saknaði svo mikið, en hún
var mjög sterk kona.
Hún var alltaf svo glæsileg með
varalit og lakkaðar neglur og hafði
svo gaman af því þegar ég sagði við
GUNNLEIF ÞÓRUNN
BÁRÐARDÓTTIR
✝ Gunnleif ÞórunnBárðardóttir
fæddist á Skarði í
Neshreppi utan Enn-
is 29. júní 1919. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu í
Holtsbúð í Garðabæ
mánudaginn 9. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Ingjalds-
hólskirkju 17. sept-
ember.
hana hvað hún væri
ungleg og falleg. Þá hló
hún mikið.
Ég á svo margar
minningar um hana
ömmu mína að ég gæti
endalaust skrifað en ég
geymi þær bara hjá
mér, hún gaf mér svo
margt í lífinu, ég sakna
þess að geta ekki farið
til hennar að spjalla
um heima og geima.
Elsku amma, nú
ertu loksins komin til
afa Tryggva og hann
hefur örugglega tekið
vel á móti þér, það er gott til þess að
vita. Takk, elsku amma mín, fyrir öll
þessi ár.
Ég fæ ei með orðum lýst
hve sárt ég sakna þín.
Svo lifandi í draumum mínum
brosir þú til mín.
Allt mitt líf mun ég reyn’ að sjá
rétta leið en rekst samt á.
Á hverjum degi ég hugsa má
um skjólið sem að ég gat leitað í.
(Eyjólfur Kristjánsson.)
Þinn dóttursonur
Tryggvi Lárusson.
Einn ferðafélaginn
er farinn, hann hefur
kvatt þetta líf er við
þekkjum og er farinn
að kanna aðrar víddir er við könnum
öll að lokum. Genginn er góður vinur
sem gott var að leita til er eitthvað
bjátaði á í lífsgöngunni hjá manni,
sem maður skildi ekki. Hann hafði
svörin sem hægt var að sætta sig við
og maður varð skilningsríkari á eftir
að hafa talað við hann. Mér hefur oft
verið léttara að draga blek úr penna
heldur en núna, er línurnar þurfa að
HANNES EINAR
GUÐLAUGSSON
✝ Hannes EinarGuðlaugsson
fæddist í Reykjavík
6. desember 1955.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 23. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Langholts-
kirkju 30. septem-
ber.
vera um ferðafélaga og
vin í gegnum stóran
hluta lífsgöngunnar.
Fyrstu kynni okkar
voru í litlu þorpi fyrir
norðan. Mikið átak var
að rífa sig upp úr
vernduðu umhverfi
fjölskyldu, frændfólks
og vina til að fara út á
land að vinna, með sína
nýju fjölskyldu sem
maður var búinn að
eignast. Kvíðinn því
samfara að þetta yrði
nú allt svo erfitt og ekki
á sig leggjandi var
fljótur að hverfa þegar ég kynntist
Hannesi sem var vinnufélagi minn í
Vélsmiðju Húnvetninga á Blönduósi
og síðar Steinu konu hans. Ég varð
miklu ríkari eftir þau kynni og sú
inneign er búin að standa nokkra
áratugina og það án rýrnunar. Þá á
ég ekki við krónur og aura, það var
dýrmætara en svo að í aurum verði
talið, en það er vináttan sem hélst frá
þessum fyrsta degi fram á þennan
dag.
Hannes var hæglætismaður sem
virtist ekkert vera að kippa sér upp
við hlutina þótt aðrir væru að býsn-
ast yfir einhverju. Öll þessi ár sem
ég þekkti Hannes man ég ekki eftir
því að hann hafi skipt skapi og
breytti engu hvað þá gekk á, alltaf
hélt hann ró sinni. Það sannaðist vel
á Hannesi, að besti starfskrafturinn
þarf ekki að hafa hæst, hann var
vinnusamur þótt eldglæringarnar
hafi ekki verið allt í kringum hann,
þegar verið var að vinna.
Hannes átti gott með að læra og
ég veit að hann hefði getað orðið
hvað sem var, þannig að það var
skrítið að velja vélvirkjunina en það
er stundum svo að maður vill festast
í einhverju starfi og sættir sig bara
við það. Þannig held ég að hafi nú
verið með Hannes.
Kveðjustundin er runnin upp og
allt of fljótt, en það eru til minningar
um góðar stundir með honum sem
maður verður að hugga sig með.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hans sem eftir stendur. Verst
er að ekki eru til meðul við sorginni,
það er aðeins tíminn einn sem getur
dregið úr henni.
Sigurður Grétar Geirsson.
Með þessum síð-
búnu, fátæklegu orðum
viljum við feðginin
minnast ömmu og fyrr-
verandi tengdamóður. Fyrir tæpum
22 árum þegar við Anna Rósa fórum
að búa saman fór ég að kynnast Hildi
og sjá hvað hún var sterk persóna,
en jafnframt með góða nærveru. Oft
sátum við tvö ein við eldhúsborðið á
HILDUR
PÉTURSDÓTTIR
✝ Hildur Péturs-dóttir fæddist á
Halldórsstöðum í
Laxárdal í S-Þing-
eyjarsýslu 22. febr-
úar 1926. Hún lést í
Dalbæ, dvalarheimili
aldraðra á Dalvík,
29. júlí síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Dalvíkurkirkju 7.
ágúst.
Bessastöðum og rædd-
um málin aftur og
fram. Þá fann ég það
best hvaða mann hún
hafði að geyma. Þar var
lífsreynd manneskja,
hún gat verið ákveðin í
skoðunum og lét þær
óspart í ljós við okkur
börn og tengdabörn, en
það var aldrei djúp-
stætt og alltaf í góðum
tilgangi.
Hún var verkakona
og húsmóðir. Jóhann
heitinn fyrri maður
hennar stundaði versl-
unarstörf og voru þau bæði láglauna-
fólk en samt náðu þau að ala upp sín
níu börn með sóma, en eitt dó í æsku.
Oft hefur hún gengið þreytt til hvílu
eftir að hafa þvegið og bætt fötin af
sínum þegar aðrir voru farnir að sofa
eftir að hafa staðið allan daginn í
fiskvinnu eða öðru slíku til að eiga
fyrir mat.
Ég tel mig vera mikinn gæfumann
að hafa kynnst henni, en þegar við
kynntumst voru þau Jói heitinn skil-
in fyrir 20 árum og Jói dáinn og hún
gift seinni manni sínum Sigurði K.
Guðmundssyni. Með honum átti hún
þrjú börn, en það yngsta dó á fyrsta
sólarhring.
Siggi minn, oft hef ég hugsað hve
staða þín hefur verið erfið að taka að
þér svona stóra fjölskyldu, en þú
leystir það með sóma eins og allt sem
þú gerir.
Fyrir fimm árum ákváðum við
Anna Rósa að slíta samvistum en
alltaf var ég jafn velkominn að
Bessastöðum fyrir því, ég fann aldrei
fyrir neinum kala í minn garð nema
síður væri. Elsku Siggi minn og fjöl-
skyldan öll, ég þakka öll gömlu árin
og vona að við eigum eftir að eiga
góða daga þó stórt skarð sé höggvið í
hópinn og ég ekki lengur í fjölskyld-
unni.
Gunnlaugur P. Valdimarsson
frá Kollafossi.
Mig langar til að
minnast hennar Sig-
rúnar í fáeinum orð-
um. Ég man þegar ég
flutti í Hlíðardal. Ég
var sex ára og þekkti engan í
Reykjavík. Sigrún bjó á neðri hæð-
inni og tók mér eins og sínu eigin
SIGRÚN ANNA
MOLANDER
✝ Sigrún AnnaMolander fædd-
ist í Reykjavík 23.
febrúar 1959. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
19. september síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 27.
september.
barni. Ég var næstum
alltaf hjá henni og það
sem við brösuðum ekki
saman. Hún átti tvo
feita ketti sem ég
dýrkaði út af lífinu,
þær Mögnu og Jónu.
Þegar ég var nýbúin
að fá myndavél í jóla-
gjöf, átta eða níu ára
tók ég myndir af þeim
í gríð og erg og vantaði
að vísu stundum haus-
inn á þær en það skipti
mig engu.
Svo vorum við mikið
í kjallaranum hjá
Siggu heitinni að baka. Ég man
þegar við bökuðum jólakökurnar og
Sigrún gleymdi að setja eitthvað í
þær svo næstum var hægt að rota
mann með þeim þegar þær voru til-
búnar eða það sagði hún að minnsta
kosti.
Það var líka svo gaman þegar við
bökuðum saman pönnukökurnar.
Það er eitt af svo mörgu sem ég
lærði af henni. Síðan kenndi hún
mér líka að prjóna.
Það var líka svo gaman að hlusta
á hana syngja. Ég hugsa að hún hafi
helst viljað kenna mér líka söng og
hún reyndi mikið að fá mig til að
læra á hljóðfæri en það hefði ég
aldrei haft þolinmæði í.
Seinna flutti ég í Skaftahlíðina og
þá minnkaði sambandið á milli okk-
ar en alltaf var jafnánægjulegt að
hitta hana.
Með þessum orðum vil ég kveðja
þig, elsku frænka. Ég mun aldrei
aldrei gleyma þér. Þú lifir alltaf í
minningunni.
Og eins goðsögnin um Guðinn
Díonýsos um tvíeðli mannsins í
grískri goðafræði segir: ,,Maðurinn
hefur ódauðlega sál þótt líkaminn sé
dauðlegur.“
Þín
Björg Ólöf.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.
Formáli minn-
ingargreina