Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 37 Á UNDANFÖRNUM átta árum hefur verið unnið mikið frumkvöðla- starf í jafnréttismálum á vettvangi Reykjavíkurborgar. Allar borgar- stofnanir gera nú starfsáætlanir í jafnréttismálum og ýmsir þættir borgarrekstursins hafa verið skoðað- ir með tilliti til kynjasamþættingar. Á árinu 1997 ákvað t.d. stjórn Veitu- stofnana, sem lið í nýrri jafnrétt- isáætlun Vatnsveitu Reykjavíkur, að stofna til árlegrar styrkveitingar til kvenna í verk- og tæknifræðigrein- um. Tilgangurinn var að stuðla að breyttu námsvali kvenna í ljósi lang- tímamarkmiða um að jafna kynja- skiptingu í störfum sérfræðinga og stjórnenda hjá Vatnsveitu Reykjavík- ur. Við sameiningu veitustofnana ákvað síðan Orkuveita Reykjavíkur að halda áfram að styrkja konur til náms í sömu greinum og hafa styrk- irnir því verið veittir í nafni Orkuveit- unnar frá árinu 2000. Okkar lóð á vogarskálarnar Eflaust geta verið uppi ýmsar skoðanir um aðgerðir af þessu tagi en Orkuveita Reykjavíkur vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að fram- fylgja lagaákvæðum sem leggja at- vinnurekendum þær skyldur á herðar að stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvennastörf eða karlastörf. Þá kveður jafnréttisáætlun Reykja- víkurborgar á um að fjölga beri kon- um í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Reykjavíkurborg. Til að Orku- veitan, þar sem karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunar- og sérfræði- störfum, geti náð þessu markmiði er það mat stjórnarinnar að nauðsynlegt sé að konur sæki í auknum mæli í nám á tækni- og verkfræðisviði. Við viljum því leggja okkar lóð á vogar- skálarnar og úthlutum í dag styrkjum til kvenna í verk- og tækninámi. Styrkirnir eru nú veittir í sjötta sinn og hafa alls 14 konur hlotið þá frá upphafi. Það er athyglisvert að skoða hlutfall kvenna í verkfræðideild Há- skóla Íslands frá því byrjað var að veita styrkina árið 1997. Þá var hlut- fall kvenna 14,3% en núna árið 2002 er hlutfall kvenna í verkfræðideild komið upp í 26% sem er um 82% aukning. Frá árinu 2000 hefur Há- skóli Íslands einnig staðið fyrir sér- stöku átaki um breytt námsval kynjanna og hefur það auðvitað beint kastljósinu í miklum mæli að hlut kvenna innan verkfræðideildar. Orkuveitan hefur tekið þátt í þessu átaki frá upphafi og er stolt af því að geta sem eitt af fyrirtækjum borgar- innar lagt sitt af mörkum í jafnrétt- ismálum. Áframhaldandi starf Um nokkurt skeið hefur staðið yfir endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjavíkurborgar sem sett var fram árið 1996. Þar voru sett fram mörg metnaðarfull markmið sem sum eru í höfn en önnur í vinnslu, eins og geng- ur. Það er ákaflega mikilvægt að stöð- ugt séu í gangi markvissar aðgerðir í jafnréttismálum og gleymum því heldur ekki að þar sem konur komast til valda og hafa skýra feminíska framtíðarsýn er hægt að ná góðum árangri. Að undanförnu hefur gætt nokkurrar stöðnunar í almennri um- ræðu um jafnréttismál. Ýmsir hafa haldið því fram að útvíkka þurfi jafn- réttishugtakið og skilgreina það víðar en gert hefur verið. Með því er átt við að lögð verði áhersla á jafnrétti allra án tillits til kyns, trúar, litarháttar, stöðu eða stéttar. Hér er um ákaflega spennandi hugmyndir að ræða sem þó eiga eftir að þroskast og þróast í umræðunni. Reykjavíkurborg mun á næstunni halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í núgildandi jafnréttisáætlun og þar mun Orku- veita Reykjavíkur leggja sitt af mörk- um. Jafnframt tel ég afar mikilvægt að fram fari fræðandi og markviss umræða um nýjar jafnréttisáherslur, sem vonandi skilar okkur auknum lífsgæðum og betra mannlífi. Kvennastyrkir Orku- veitu Reykjavíkur Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur „Atvinnurek- endum eru lagðar þær skyldur á herðar að stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvennastörf eða karla- störf.“ Höfundur er borgarfulltrúi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Í RÖKRÆÐU forystumanna stjórnmálaflokkanna í Kastljósinu á dögunum gerði Össur Skarphéðins- son stefnu Sambands ungra sjálf- stæðismanna að umtalsefni. Vil ég þakka Össuri fyrir áhugann á okkar stefnumótun. Hann hefði hins vegar gott af því að kynna sér stefnumálin ögn betur, svo hann geti útskýrt þau af meiri nákvæmni næst þegar hann kemur fram. Af máli formanns Samfylkingar- innar mátti ætla að ungir sjálfstæð- ismenn vildu einkavæða heilbrigðis- kerfið og legðu til að ríkisvaldið kæmi ekki frekar að málaflokknum. Það er hins vegar ekki rétt. Á nýlegu mál- efnaþingi SUS ályktuðu ungir sjálf- stæðismenn um að fjármögnun og rekstur í heilbrigðiskerfinu verði að- skilin. Fjarmögnunin komi áfram frá hinu opinbera, en það dragi sig úr rekstrinum hvar sem færi gefst og einkaaðilum hleypt að. Með þessu móti teljum við að þeir miklu fjármunir sem varið er til heil- brigðisþjónustunnar nýtist betur, því einkareksturinn er jafnan hagkvæm- ari en opinber rekstur og skilar betri þjónustu. Tillögur ungra sjálfstæðis- manna snúast því fyrst og fremst um að heilbrigðiskerfið njóti kosta einka- framtaksins, ekki um að aðgengi al- mennings að þjónustunni minnki. Þetta taldi Össur óþarft að nefna. Í raun á ekki að þurfa að hafa mörg orð um yfirburði einkaframtaksins gagnvart opinberri skipulagningu. Þessir yfirburðir eru almennt þekktir og viðurkenndir. Jafnvel Samfylking- in lætur venjulega eins og hún sé hlynnt einkaframtakinu. Það gerir hún hins vegar ekki í þessu máli. Og færir ekki fram rök, heldur lætur hræðsluáróðurinn duga. Það vekur óneitanlega spurningar um hve djúpt yfirlýstur stuðningur Samfylkingar- innar við einkarekstur og markaðs- hagkerfið ristir. Þarna glittir í hið rétta andlit Samfylkingarinnar, stjórnmálaafls sem rígheldur í allar gömlu vinstrikreddurnar, þótt öðru sé ævinlega haldið fram. Hið rétta andlit Samfylk- ingarinnar Eftir Ingva Hrafn Óskarsson Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. „Málflutn- ingur Öss- urar vekur spurningar um hve djúpt yfirlýstur stuðningur Samfylkingarinnar við einkarekstur og mark- aðshagkerfið ristir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.