Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ hafa heyrst efa- semdarraddir úr ólíkum áttum um hvort rétt sé að taka upp tilskipun Evrópusambandsins um sam- keppni í rafmagnssölu. Efasemd- armenn verða að segja hvað það er sem þeir setja fyrir sig í nýjum reglum. Flestum athugunum ber saman um að samkeppni sé yfir- leitt mikill happafengur fyrir neyt- endur. Að vísu kemur hún ekki jafnt við alla, því að hún stuðlar að því að verð til hvers neytanda fær- ist nær kostnaði við að þjóna hon- um. Þá verður að afnema stuðning við einstaka framleiðendur, til dæmis í formi ríkisábyrgðar, ef samkeppnin á að vera sanngjörn. Forsvarsmenn Landsvirkjunar snerust gegn breytingum á raf- magnsmarkaði fyrir nokkrum misserum og virðist ástæðan nokk- uð ljós. Þegar rætt var um arðsemi Fljótsdalsvirkjunar árið 1999 sögðu þeir að hún yrði að standast sömu kröfur um arðsemi og gerðar væru á frjálsum markaði, því að fyrirtækið væri á leið inn í sam- keppnisumhverfi eftir fáein ár. Þetta viðhorf kemur til dæmis fram í grein fjármálastjóra fyrir- tækisins og yfirmanns fjárhags- og hagmála hjá Landsvirkjun í Morg- unblaðinu 17. desember 1999: „[Þ]jóðhagsleg áhrif eru að sönnu mikilvæg en þau hafa engin áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækis- ins um að ráðast í framkvæmdir … Sumir eigenda hafa lýst áhuga á að Landsvirkjun verði gerð að hluta- félagi á næstu árum og gera má ráð fyrir því að einhver hluti fyr- irtækisins verði seldur á markaði í framhaldinu. Þá er líklegt að fyr- irtækið muni við hlutafélagavæð- ingu missa margumrædda ríkis- ábyrgð á lánum. Það gefur því augaleið að Landsvirkjun getur á engan hátt reynt að nota einhverja óskilgreinda „opinbera“ ávöxtunar- kröfu …“ Landsvirkjun bað fjármálasér- fræðinga að kanna áhrif þess á orkusölu til stóriðju að tekin yrði upp frjáls samkeppni og ríkis- ábyrgð fyrirtækisins félli niður. Um niðurstöðuna mátti fræðast í erindi fjármálastjóra Landsvirkj- unar á Orkuþingi Samorku í októ- ber 2001: „Hlutafélagavæðing nær ómögu- leg ef virkja á fyrir stóriðju. – Nauðsynlegt að skoða vel hvaða áhrif breytingar [á rafmagnsmark- aði] hafa á hæfi Landsvirkjunar og annarra til að nýta auðlindir lands- ins og stuðla þannig að hagvexti.“ Niðurstaða sérfræðinganna var að virkjanir fyrir stóriðju stæðust ekki próf hins frjálsa markaðar. Þá var blaðinu snúið við, lagst gegn breytingum í frjálsræðisátt í raf- magnssölu og tekin upp lág „op- inber“ ávöxtunarkrafa, sem áður hafði verið afneitað. Engu er líkara en að frá byrjun hafi sú niðurstaða legið fyrir að virkjað skyldi. Það ætti að valda áhyggjum þegar jafn- mikið er lagt undir af almannafé og í ráðgerðum virkjunum. Þolir stóriðja ekki frjáls- an rafmagnsmarkað? Eftir Sigurð Jóhannesson „Engu er lík- ara en að frá byrjun hafi sú nið- urstaða leg- ið fyrir að virkjað skyldi.“ Höfundur er hagfræðingur. GUNNAR I. Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs birtir mikla grein í sínu nafni í Morgunblaðinu 14. september síðastliðinn undir fyrirsögninni „HVAR ERTU NÚ…?“. Í greininni telur hann upp alla þá sem leyfðu sér að hafa skoðanir á skipulagsáformum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks á Vatnsendalandi. Af máli Gunnars má skilja að allir þeir sem ekki eru sammála honum og félögum hans séu einhvers konar leynifélag eða eins og hann segir: „hópi þessum var ekkert heilagt“. Síðan birtir hann samhengislausar tilvitnanir eftir óskilgreindan hóp sem „hróp- aði sig hásan á torgum“. Eftir stílæfinguna kemur Gunn- ar sér að efninu. Honum finnst sem sagt að þeir sem mótmæltu skipulagsáformum í Kópavogi mót- mæli ekki skipulagsáformum Reykjavíkur í Norðlingaholti nógu sterkt. Síðan telur hann upp ýmsa einstaklinga og félagasamtök og kvartar yfir því að ekki heyrist í þeim nú. Samt var frestur til að skila inn athugasemdum við skipu- lagið ekki liðinn þegar Gunnar birti grein sína. Annar tónn Þegar umræddir aðilar og fé- lagasamtök mótmæltu í Kópavogi á sínum tíma fann Gunnar því allt til foráttu og taldi raunar að Nátt- úruvernd ríkisins, Landvernd og öðrum kæmi málið ekkert við auk þess sem allt sem þau segðu væri þvættingur. Ég og aðrir sem stóðu stöðugt í orðræðu um þessi mál við Gunnar gátum oft á tíðum greint lítið álit hans á náttúruverndarsér- fræðingum, áhugamannasamtök- um og samtökum íbúa. Grein hans ber því varla að skilja svo að hann taki mark á því sem ofangreindir aðilar hafa að segja, hann vill bara að þeir mótmæli í Reykjavík líka. Vitanlega mun ég ekki svara fyrir hönd viðkomandi, þeir gera það best sjálfir ef þeir sjá ástæðu til. Gloppótt minni Einu gleymir Gunnar, kannski viljandi, að fyrstu hugmyndir hans og félaga hans um skipulag á Vatnsenda voru um mun meira byggingarmagn, 5 og 6 hæða blokkir á viðkvæmum stað á svæð- inu. Frá þeim áformum var fallið vegna samstöðu og baráttu Vatns- endabúa og annarra. Hann getur nú hrópað sig hásan á torgum og víðar, svo notað sé orðfæri sem honum er tamt, að þetta sé of há byggð í nágrannasveitarfélagi. Það lætur enginn blekkjast, Gunnar, þú ert enginn talsmaður lágrar byggðar, fjarri því. Hér er eingöngu verið að reyna að koma pólitísku höggi á Reykjavíkurlist- ann. Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Kópavogi samþykkti að leyfa hækkun á há- hýsum í Salahverfi frá samþykktu skipulagi. Skyldi íbúum í Sala- og Lindahverfi sem mótmæltu breyt- ingum og hækkunum á húsunum frá samþykktu skipulagi ekki finn- ast þessi nýi tónn í Gunnari hljóma falskt? „Nágrannakærleikur“ Gunnar virðist óska nágranna- sveitarfélaginu alls hins versta í skipulagsmálum og það versta sem hann getur hugsað sér er að „sam- stilltur hópur fólks“ mótmæli og geri athugasemdir við skipulagsá- form bæjaryfirvalda. Og að það sé gert til verndar umhverfi og nátt- úru er algert eitur í hans beinum. Það er vert að hafa það í huga að það eina sem Gunnar hafði um um- hverfismál að segja í kosningabar- áttunni í vor var sú setning að „malbik væri náttúrulegt efni“. Ég ætla ekki að tína til hér öll „gull- kornin“ sem Gunnar og félagar hafa látið falla í umræðum um skipulagsmál á Vatnsenda, það væri efni í ógurlega langa grein. Sú spurning hlýtur að vakna eftir lestur á langhundi þínum, Gunnar, hvar þú varst þegar umræðan um viðkvæmt lífríki Elliðavatns var til umræðu, hvar þú varst þegar þús- undir mótmæltu skipulagsáform- um Kópavogsbæjar, hvar þú varst þegar virt samtök og stofnanir gerðu verulegar athugasemdir og bentu á margt sem betur mátti fara. Hvar var umhverfissinninn Gunnar þá? Alvörumál Skipulagsmál eru alvörumál. Þau á ekki að nota til að ala á mis- klíð og ríg á milli sveitarfélaga. Undanfarið hefur verið unnið mik- ið starf í svæðisskipulagi fyrir höf- uðborgarsvæðið svo sveitarstjórn- armenn hugsi skipulag fyrir svæðið í heild og starfi saman að úrlausn verkefna. Því verkefni hef- ur Gunnar aldrei sýnt neinn áhuga og farið um það háðuglegustu orð- um. Lærum hvert af öðru Grein sinni lýkur Gunnar á því að stjórnendur Reykjavíkur geti margt af Kópavogi lært. Auðvitað getum við öll lært hvert af öðru. Okkur hefur tekist vel til með margt hér í Kópavogi og af okkur má ýmislegt læra. En stjórnendur Reykjavíkur og borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún geta ekkert lært af Gunnari þegar kemur að því að skipuleggja viðkæm svæði, hvern- ig komið er fram við íbúa, samtök þeirra og aðra sem láta sig Vatns- endasvæðið og umhverfi þess ein- hverju varða. Í því er Kópavogur því miður ekki fyrirmynd nema til að sýna hvernig ekki á að koma fram við fólk. Hvar varst þú…Gunnar? Eftir Flosa Eiríksson Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. „Skipulags- mál eru al- vörumál. Þau á ekki að nota til að ala á misklíð og ríg milli sveitarfélaga.“ V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.isEitt mesta úrval landsins af hágæða baðinnréttingum úr einingakerfi sem hentar flestum stærðum baðherbergja. en nú er tækifærið! Hörkutilboð! w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 24 Oft er lag, HINN 4. október er UMSK (Ung- mennasamband Kjalarnesþings) 80 ára. UMSK var stofnað 1922 og er bandalag íþróttafélaga í þeim kaup- stöðum sem áður voru sveitir um- hverfis Reykjavík: Kópavogi, Garða- bæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Bessastaðahreppi auk Kjósarhrepps. Aðildarfélögin eru 26 og sinna íþróttastarfi fyrir keppnisfólk og áhugafólk á öllum aldri. Áður fyrr voru elstu félögin með ýmiss konar menningar- og félagsstarfsemi en með fólksfjölgun á svæðinu hafa þau verkefni færst á önnur sérhæfðari fé- lög. Íþróttafélögin innan UMSK eru ýmist sérgreinafélög eða fjölgreina- félög. Í Kópavogi eru fjölgreinafélög- in Breiðablik og HK, fimleikafélagið Gerpla, siglingafélagið Ýmir, hesta- íþróttafélagið Gustur, dansfélögin Hvönn og Dansíþróttafélag Kópav., Íþróttafélag aldraðra, Tennisfélag Kópav., Skotfélag Kópav. og knatt- spyrnufélagið Augnablik. Í Garðabæ eru fjölgrf. Stjarnan, hestaíþróttafé- lagið Andvari, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, golfklúbburinn Odd- ur og Keilufélag Garðabæjar. Á Sel- tjarnarnesi er fjölgrf. Grótta og Golf- klúbbur Ness. Í Mosfellsbæ er fjölgrf. Afturelding, hestaíþróttafélagið Hörður, golfklúbbarnir Kjölur og Bakkakot og íþróttafélag fatlaðra Gáski. Í Bessastaðahreppi er fjölgrf. Bessastaðahrepps og hestaíþróttafé- lagið Sóti og í Kjósarhreppi Umf. Drengur. Í þessum 26 íþróttafélögum eru rúmlega 25.100 félagar sem þýðir 55% hlutfall af íbúafjölda á svæðinu. Iðkendur eru rúmlega 12.000 í 19 íþróttagreinum og félögin velta um hálfum milljarði á ári. Í tilefni af 80 ára afmælinu verða vegleg þátttökuverðlaun á árlegu skólahlaupi UMSK í Kópavogi 4. október. Afmælisveisla verður 13. október og almenningsíþróttadagur í tengslum við verkefni ÍSÍ, „Ísland á iði“, verður 27. október í samvinnu við sundstaðina á sambandssvæðinu. Það er von mín að sem flestir fé- lagar og aðrir á sambandssvæðinu taki þátt í afmælisdagskránni og sýni þannig aðildarfélögum UMSK stuðn- ing og þakklæti fyrir frábært íþrótta- og forvarnarstarf í þágu okkar allra. UMSK 80 ára Eftir Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er formaður UMSK. „Það er von mín að sem flestir fé- lagar og aðr- ir á sam- bandssvæðinu taki þátt í afmælisdagskránni ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.