Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í HÖFUÐSTÖÐVUM
Alþjóðaráðs Rauða
krossins (ICRC) í
Genf hafa menn tekið
að gera áætlanir um
hjálparstarf í Írak ef
til þess kemur að þar
brjótist út stríð.
Francoise Krill, að-
stoðaryfirmaður að-
gerðasviðs ICRC, von-
ast þó til að ekki komi
til þess að hrinda þurfi
þessum áætlunum í
framkvæmd.
Krill var hér á landi
í vikunni en hún
fundaði m.a. með
starfsfólki Rauða
krossins á Íslandi. Þá
átti hún viðræður við
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra um
málefni Palestínumanna, svo eitt-
hvað sé nefnt, en hún segir mik-
ilvægt að Rauði krossinn haldi uppi
tengslum við ráðamenn í hinum
ýmsu löndum, m.a. vegna þess að
Rauði krossinn fari jafnan fram á
fjárhagsaðstoð ríkja heims vegna
verkefna í stríðshrjáðum löndum
og þar sem hungursneyð eða hörm-
ungar hafa leikið fólk grátt.
ICRC stundar ekki aðeins hjálp-
arstarf á herteknu svæðunum í Pal-
estínu eða í Írak. Kynnti Krill m.a.
fyrir Íslendingum ástandið á Kák-
asus-svæðinu í Rússlandi en Rauði
krossinn heldur úti starfsemi í
Tsjetsjeníu eftir því sem aðstæður
þar leyfa. Hún segir að vissulega
hafi fréttamiðlar einkum áhuga á
stöðu mála á stöðum sem þessum,
en Rauði krossinn eyði hins vegar
helmingi fjármuna sinna í hjálpar-
starf í Afríku – fjarri
vökulu auga fjöl-
miðlanna.
„Okkur ber skylda
til að láta fjölmiðlaum-
fjöllun ekki ráða gerð-
um okkar. Við horfum
fyrst og fremst til
þess hvar aðstoðar er
þörf, sama hvar í
heiminum það kann að
vera,“ segir hún.
Hafa haft sendi-
nefnd í Írak und-
anfarin 20 ár
Aðspurð um ástand-
ið í Írak segir Krill að
hún sé sjálf þeirrar
trúar að ekki þurfi að
koma til stríðsátaka.
„Við höfum engu að
síður gert áætlanir um
aðgerðir, ef allt fer á versta veg.
Sendinefnd á okkar vegum er þeg-
ar í Írak, þar höfum við reyndar
haft fólk sl. tuttugu ár. Fyrst vegna
stríðsins á milli Íran og Íraks, síð-
an Persaflóastríðsins en undanfar-
in tólf ár höfum við reynt að hjálpa
fólki að ráða við afleiðingar við-
skiptaþvingana [Sameinuðu þjóð-
anna].“
Segir Krill að aðgerðaáætlanir
ICRC geri m.a. ráð fyrir að lyfja-
birgðir sendinefndar Rauða kross-
ins í Írak verði auknar enda megi
gera ráð fyrir að sinna þurfi mörg-
um særðum og slösuðum ef til
átaka kemur. Þá er verið að bæta
gagnasafn og tækjabúnað ef til
þess kæmi að Rauði krossinn þyrfti
að sinna stríðsföngum, eða Írökum
sem hrektust frá heimilum sínum
vegna átakanna.
Krill vill þó ekki orða hlutina
þannig að Rauði krossinn sé að búa
sig undir stríð. „Sem mannúðar-
samtök verðum við hins vegar að
sýna ábyrgð, vera búin undir hið
versta,“ segir hún.
Krill segir ástandið í Írak býsna
erfitt nú þegar vegna viðskipta-
bannsins sem er í gildi á þarlend
stjórnvöld. „Við værum ekki að
eyða 20 milljónum svissneskra
franka (rúmlega 1,1 milljarður ísl.
kr.) þar á ári hverju í mannúðar-
aðstoð ef svo væri ekki,“ segir hún
og tekur sem dæmi mataraðstoð-
ina, sem veita þarf Írökum. Ljóst
sé hins vegar að þjáningar venju-
legs fólks muni aukast enn frekar
ef stríð brýst út. Það segi sig sjálft.
Samstarf við
stjórnvöld mikilvægt
Krill er spurð að því hvort al-
menningur í Írak meti það við er-
indreka Rauða krossins að þeir
skuli halda þar úti hjálparstarfi –
jafnvel þó að þessir erindrekar séu
e.t.v. sömu þjóðar og þau ríki sem
gagnrýna Íraksstjórn. Hún svarar
þessu játandi, kveðst telja að svo
sé. „Þeir sáu aðrar hjálparstofnan-
ir og samtök hverfa á brott eftir
Persaflóastríðið. Við fórum hins
vegar hvergi. Það skiptir sköpum,
sannar hlutleysi okkar.“
Samstarfið við írösk stjórnvöld
gengur þó ekki áreynslulaust –
ekki frekar en samskipti við stjórn-
völd annars staðar, að sögn Krill.
Það sé hins vegar mikilvægt fyrir
samtök eins og Rauða krossinn að
geta átt gott samstarf við stjórn-
völd. Þá sé lykilatriði að stjórnvöld
treysti samtökunum og hlutleysi
þeirra.
„Verðum að vera bú-
in undir hið versta“
Francoise Krill, að-
stoðaryfirmaður að-
gerðasviðs Alþjóða-
ráðs Rauða krossins.
Ljóskurn-
ar lifa af
ÝMSIR urðu án efa áhyggju-
fullir er fjölmiðlar úti um allan
heim sögðu fréttir um síðustu
helgi af því að á næstu tveimur
öldum myndi arfgerð ljóshærðs
fólks hverfa úr mannkyninu.
Þessi frétt, sem sögð var byggj-
ast á niðurstöðum rannsóknar
sem unnin hefði verið á vegum
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar, WHO, var í reynd
hreinn uppspuni.
Eftir því sem næst verður
komizt átti fréttin upptök sín á
brezkum netmiðlum og dag-
blöðum. Jafnvel þungavigtar-
miðlar eins og netfréttastofa
BBC flutti fréttina af niður-
stöðum meintra rannsókna
þýzkra vísindamanna, sem í
umboði WHO hefðu skoðað
framtíð ljóshærðs fólks.
Síðla sl. þriðjudags sendi
WHO frá sér tilkynningu, þar
sem sagt var, að þessi meinta
rannsókn væri stofnuninni með
öllu ókunn og óviðkomandi.
Þetta var annars frétt af
þeirri tegund, sem blaðamenn
nenna almennt ekki að kafa of-
an í kjölinn á til að ganga úr
skugga um sannleiksgildi á, eft-
ir því sem fullyrt er í umfjöllun
um málið í danska blaðinu Berl-
ingske Tidende. Flestar grein-
arnar sem birtust um hina
meintu þýzku erfðafræðirann-
sókn vitnuðu þó einnig í raun-
verulega erfðafræðinga sem
gáfu lítið fyrir kenninguna um
að ljóskur myndu deyja út.
Þannig höfðu t.d. netfréttir
BBC eftir Jonathan Rees, pró-
fessor við háskólasjúkrahúsið í
Edinborg, að gen eins og þau
sem stýrðu því að fólk verður
ljóshært hyrfu einfeldlega ekki
úr genamengi mannsins.
FJALLAHJÓLREIÐAMENN í
Kaliforníu standa frammi fyrir
erfiðri samviskuspurningu en yf-
irvöld í ríkinu hafa nýverið lagt
til að hömlur verði settar á ferðir
þeirra um ósnert náttúrusvæði í
ríkinu. Flestir eru þeir sammála
því að vernda þurfi náttúruna fyr-
ir aukinni ásókn almennings en
þeir eru þó allt annað en sáttir við
að fjallahjólreiðar séu skil-
greindar sem hættulegar nátt-
úrunni.
„Ég er mikill stuðningsmaður
þess að óspillt náttúra njóti
verndar,“ segir Mike Melton, 35
ára rafvirki, sem kann hvergi bet-
ur við sig en á fjallahjóli úti í
sveit. „En af hverju að ráðast á
fjallahjólreiðar? Við erum bara
eins og allt annað fólk, sem ann
því að vera úti í náttúrunni.“
Forsaga málsins er sú að stjórn-
málaleiðtogar og umhverfisvernd-
arsinnar settu það á oddinn í vor
að láta lýsa u.þ.b. 2,5 milljóna
ekra svæði í Kaliforníu verndaðan
þjóðgarð, þar sem umferð öku-
tækja yrði bönnuð og sömuleiðis
allt skógarhögg og námugröftur.
Tillagan, sem lögð var fram af
Barböru Boxer, þingmanni öld-
ungadeildarinnar, felur í sér að
útivistarfólki fái áfram að fara í
fjallgöngur eða gönguferðir en
umferð fjallahjóla verður bönnuð
nema á tilteknum slóðum og þau
skilgreind sem ökutæki.
Óttast gífurlega fólksfjölgun
Talsverð umræða hefur farið
fram um þetta mál vestra og er
hún til marks um þau óvenjulegu
álitamál, sem geta komið upp
þegar menn hyggjast á þessum
síðustu og verstu tímum stuðla að
náttúruvernd. Segja ýmis um-
hverfisverndarsamtök að lög-
gjöfin nýja sé bráðnauðsynleg
enda er því spáð að íbúum Kali-
forníu fjölgi mikið á næstu ára-
tugum. Ríkið er nú þegar hið fjöl-
mennasta í Bandaríkjunum og því
telja margir að huga þurfi sér-
staklega að verndun ósnortinna
náttúrusvæða.
Er því haldið fram að stór land-
svæði, sem áður voru ósnortin
víðerni, hafi á undanförnum
tveimur áratugum látið mjög á sjá
vegna skógarhöggs og húsabygg-
ingum, auk þess sem ásókn úti-
vistarfólks hafi aukist verulega.
„Þegar íbúarnir eru 34 millj-
ónir og fjölgar stöðugt þá má
færa fyrir því sterk rök að vernda
þurfi víðernið,“ segir Jay Watson,
talsmaður Wilderness-samtak-
anna. „Við reyndum að koma til
móts við fjallahjólreiðamenn á til-
teknum stöðum en við verðum
samt að halda þessu til streitu.“
Dekkin sögð skaða náttúruna
Samið var um það við fjallahjól-
reiðamenn á hvaða slóðum ætti að
heimila þeim að stunda sína
íþrótt. Fullyrða aðstoðarmenn
Boxer að ekki sé verið að reyna
að gera fjallahjólreiðafólki lífið
leitt. Sumir umhverfisverndar-
sinnar halda því engu að síður
fram að dekk fjallahjóla séu svo
breið að þau skaði ósnerta nátt-
úru, auk þess sem margir fjalla-
hjólreiðamenn beiti hjólum sínum
með þeim hætti að það valdi
skaða.
Sumir hjólreiðamenn eru sam-
mála náttúruverndarsinnum og
hafa lýst sig tilbúna að fórna að-
gangi sínum að meginhluta
gönguslóðanna. Aðrir segja að um
ofsóknir sé að ræða. Halda þeir
því fram að vel hefði mátt hugsa
sér aðrar aðferðir til að vernda
náttúruna – menn hafi hins vegar
valið þá einu sem felur í sér að
fjallahjól verði bönnuð úti í
óspilltri náttúrunni.
„Vandamálið er að sumir virð-
ast telja okkur fara um á vél-
arlausu mótorhjóli,“ segir Gary
Sprung, forsvarsmaður fjallahjól-
reiðahóps í Kaliforníu, „á meðan
staðreyndin er sú að við erum
eins og puttaferðalangar á
gúmmídekkjum.“
Fjallahjólreiða-
menn ofsóttir
í Kaliforníu?
The Washington Post
Mike Melton á fjallahjólinu sínu í skóglendi í Kaliforníu sem hann fengi
ekki að fara um ef lög um verndun óspilltrar náttúru verða samþykkt.
Sunland í Kaliforníu. The Washington Post.
’ Vandamálið er aðsumir virðast telja
okkur fara um á vél-
arlausu mótorhjóli. ‘
AP
ÁTTA hús hrundu til grunna í
borginni Aleppo í Sýrlandi í gær og
þá um kvöldið var búið að finna lík
32 manna í rústunum. Óttast var, að
um 40 manns væru grafnir undir
þeim en tekist hafði að bjarga 22
mismikið slösuðum. Haft er eftir
embættismönnum, að húsin hafi
verið reist í óleyfi yfir gömlum
hellum og undirstaðan ekki verið
sem traustust. Var það haft eftir
bæjarstjóranum, að jarðvegurinn
undir þeim hefði skriðið af stað en
það hafði ekki verið staðfest.
Stórslys í Sýrlandi