Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GERÐASKÓLI í Garði er einn elsti
samfellt starfandi skóli landsins.
Næstkomandi mánudag, 7. októ-
ber, verða liðin 130 ár frá því að
skólinn tók til starfa og verður af-
mælisins minnst með viðeigandi
hætti. Undanfarna daga hafa nem-
endur skólans verið að undirbúa
afmælishátíðina, sem fram fer í
dag. Þar verða sögu skólans m.a.
gerð góð skil.
Það var séra Sigurður Brynjólfs-
son Sivertsen prestur að Útskálum
sem stóð fyrir stofnum barnaskóla í
Gerðum og má rekja aðdragand-
ann allt aftur til ársins 1860 þegar
Sigurður fór að ræða um stofnun
barnaskóla við héraðsbúa. „Saga
þessa skóla er mjög merkileg,“
sagði Jón Ögmundsson, aðstoð-
arskólastjóri Gerðaskóla, í samtali
við Morgunblaðið, en Jón skrifaði
sögu skólans fram til 1911 ásamt
Sveini Karlssyni í lokaritgerð við
Kennaraháskóla Íslands. „Það sem
kannski er merkilegast er að skól-
inn er byggður fyrir fé sem safnað
var til byggingarinnar. Sjálfur
lagði Sivertsen töluvert af pen-
ingum til byggingarinnar en mestu
munaði um þá peninga sem bændur
hér í Garði lögðu til, einnig kaup-
menn í Keflavík og sjómenn úr
Reykjavík sem lögðu hér upp. Það
breytti öllu að vel áraði svo flestir
gátu gefið eitthvað en einnig unnu
margir kauplaust við byggingu
skólahússins. Þessa atriðis verður
sérstaklega minnst á sjálfan afmæl-
isdaginn, en þá verður afhjúpaður
minnisvarði á þeim stað sem skól-
inn stóð fyrst á, steinn með skildi
sem á stendur: „Gerðaskóli. Hér
stóð fyrsta hús Barnaskólans í
Gerðum byggt af fríviljugum sam-
skotum. Í því var kennt 1872–
1887.“,“ sagði Jón. Enn þann dag í
dag nýtur skólinn velvildar og ýmis
fyrirtæki og félagasamtök leggja
peninga til skólans á hverju ári.
Skólinn einsettur
á afmælisárinu
Ekki dugðu heljarþykkir veggir
skólahússins mjög vel og fljótlega
fór húsið að leka. Svo fór að skól-
inn var fluttur í leiguhúsnæði í Mið-
húsum 1887 og þaðan að Útskálum.
Árið 1910 var hafist handa við
byggingu skólahúss í Gerðalandi, á
stað sem skólinn stendur enn í dag
og hófst kennsla þar 5. október
1911. Elsti hluti hússins er enn í
notkun en margoft hefur verið
byggt við húsið, enda hefur nem-
endum fjölgað úr 15 í 215 á þeim
130 árum sem Gerðaskóli hefur
verið starfræktur. Núverandi
skólastjóri er Erna M. Sveinbjarn-
ardóttir og skráðir starfsmenn
skólans eru 39.
Eins og gefur að skilja hefur
starfsemi skólans breyst mikið á
þessum 130 árum og einar stærstu
breytingarnar á undanförnum ár-
um áttu sér stað á þessu afmæl-
isári. „Nýjasta viðbyggingin var
tekin í notkun nú síðsumars og í
framhaldi varð skólinn einsetinn.
Það breytir miklu að hafa alla nem-
endur og kennara í skólanum á
sama tíma og öll aðstaða til
kennslu er eins og best verður á
kosið,“ sagði Jón.
Í framhaldi af einsetningu skól-
ans var ákveðið að bjóða nem-
endum upp á heitan mat í hádeg-
inu, sem kemur tilbúinn á bökkum í
skólastofurnar. Enn sem komið er
hefur ekki verið komið upp eld-
unaraðstöðu í skólanum en að sögn
Jóns er málið í skoðun. „Á meðan
borða þeir nemendur sem nýta sér
þessa þjónustu hádegismatinn við
borðið sitt í skólastofunni og marg-
ir nemendur hafa tekið vel í þessa
nýbreytni.“
Sívertsens minnst
á afmælisdaginn
Undanfarna daga hafa nem-
endur verið að undirbúa afmæl-
ishátíðina á þemadögum þar sem
sérstök áhersla hefur verið lögð á
sögu skólans. Að sögn Helgu Ei-
ríksdóttur, kennara í Gerðaskóla,
sem sæti á í undirbúningsnefnd,
hafa nemendur verið að taka viðtöl
við eldri nemendur, teikna myndir
sem snerta sögu skólans og hengja
upp slagorð og gamlar ljósmyndir
úr skólastarfinu. Yngstu bekkj-
ardeildirnar hafa svo verið í
íþróttahúsinu að kynnast fornum
leikfimiæfingum sem nemendur
Gerðaskóla iðkuðu til forna.
Nemendur munu halda sína af-
mælishátíð fyrir hádegi í dag en kl.
14 hefst hátíð fyrir fullorðna fólk-
ið, sem hefst með ávarpi formanns
skólanefndar. Sögu skólans verða
gerð skil með stuttu ávarpi og gest-
um gefst kostur á að skoða skólann
og þau verkefni sem nemendur
hafa verið að vinna að á þemadög-
um. Þá verður einnig boðið upp á
söngatriði og nemendur í 10. bekk
og foreldrar þeirra sjá um kaffi-
veitingar.
Á sjálfan afmælisdaginn, mánu-
daginn 7. október, verður opið hús
fyrir þá sem vilja koma í heimsókn
og nemendur ætla í skrúðgöngu að
Útskálakirkju þar sem Sívertsens
verður minnst og þaðan að þeim
stað sem elsta skólahúsið stóð, þar
sem áðurnefndur minnisvarði verð-
ur afhjúpaður.
Minnast 130 ára afmælis Gerðaskóla
„Byggður af
fríviljugum
samskotum“
Garður
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Nemendur 10. bekkjar teiknuðu merki skólans og skáru út í tré.
FORELDRUM barna í 10. bekk
grunnskólanna í Reykjanesbæ
stendur nú til boða án endurgjalds
að sækja námskeiðið „Öflugt sjálfs-
traust“, sem ætlað er að styrkja
foreldra í uppeldishlutverkinu. Að
því er fram kemur á vef Reykja-
nesbæjar ríkir mikil ánægja meðal
foreldra sem sótt hafa námskeiðið
en það er unnið af sálfræðingunum
Jóhanni Inga Gunnarssyni og Sæ-
mundi Hafsteinssyni.
Námskeiði er lokið í Heiðarskóla
en stendur þessa vikuna yfir í
Holtaskóla. Í næstu viku gefst for-
eldrum barna í 10. bekk Myllu-
bakkaskóla kostur á slíku nám-
skeiði og vikuna þar á eftir í
Njarðvíkurskóla.
Reykjanesbær stefnir einnig að
því að bjóða foreldrum barna í öðr-
um bekkjum upp á námskeið af
þessu tagi. Námskeiðin eru haldin
mánudaga og miðvikudaga frá kl.
18 til 21 í viðkomandi skólum.
Foreldrar
ánægðir
með uppeldis-
námskeið
Reykjanesbær
FORRÁÐAMENN Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, FS, fengu Tómas Inga
Olrich menntamálaráðherra í heim-
sókn í byrjun vikunnar þar sem farið
var rækilega yfir húsnæðismál skól-
ans. Formaður byggingarnefndar
FS, Hjálmar Árnason, sagði heim-
sóknina hafa verið mjög árangurs-
ríka og aukin bjartsýni væri á að ráð-
ist yrði sem fyrst í framkvæmdir við
2.700 fermetra viðbyggingu í einum
áfanga. Sagði Hjálmar vonir standa
til að útboð gæti farið fram um ára-
mót og byggingin yrði tekin í notkun
ári síðar.
Að sögn Hjálmars er ákvörðunar
að vænta á næstunni af hálfu
menntamálaráðuneytisins og fjár-
málaráðuneytisins um þátttöku rík-
isins í smíði viðbyggingarinnar. Í
framhaldi af því er vonast eftir undir-
skrift samnings við sveitarfélögin á
Suðurnesjum þar sem fram á að fara
svonefnt alútboð. Hjálmar sagði góða
reynslu af slíku útboði síðast þegar
byggt var við skólann. Byggingar-
nefndin hefði útvegað lánsfé og síðan
hefðu ríki og sveitarfélög greitt
reikninginn á nokkrum árum. Bæði
hönnun og framkvæmd hefði verið
boðin út í einu. Sú viðbygging er svip-
uð að stærð og nú stendur til að reisa.
„Viðbygging hefur verið í undir-
búningi um nokkurt skeið. Allar for-
sendur eru til staðar um að ráðast í
framkvæmdina. Með byggingunni
yrði skólanum komið í það horf sem
upphaflega átti að vera,“ sagði
Hjálmar en skólinn hefur verið starf-
andi í rúman aldarfjórðung.
Starfsemi FS fer nú fram í um 8
þúsund fermetra húsnæði og sagði
Hjálmar það vera löngu sprungið.
Húsnæðismálin gerðu skólanum erf-
itt um vik að þróa nýjar námsbrautir,
ekki síst á sviði starfsmenntunar.
Skólinn hefði m.a. náð samkomulagi
við Flugleiðir og Flugþjónustuna að
taka upp námsbrautir sem tengdust
fluginu. Sömuleiðis væri sameigin-
legt rými fyrir nemendur ekki til
staðar.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Bjartsýni eftir fund
með ráðherra
Suðurnes