Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 25 HERINN á Filippseyjum kenndi í gær múslímskum skæruliðum í Abu Sayyaf-hreyfingunni um sprengju- árás sem varð þremur mönnum að bana, þar á meðal bandarískum her- manni. Talið er að hópur borgarskæruliða hafi staðið að árásinni en sprenging- in varð fyrir utan krá í bænum Zamboanga á suðurhluta eyjanna. Þeir sem létust voru filippeyskur uppgjafahermaður, bandarískur hermaður og filippeyskur maður á vélhjóli, sem flutti sprengjuna að kránni. Ekki er þó talið að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða, heldur að sprengjan hafi sprungið aðeins fyrr en til stóð. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Fil- ippseyjum segja að náin tengsl hafi verið á milli Abu Sayyaf-hreyfingar- innar og al-Qaeda, hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens. Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, boðaði í gær til fundar með yfir- mönnum hersins og lögreglunnar þar sem rædd voru viðbrögð við hryðjuverkinu. Abu Sayyaf kennt um hryðjuverk Zamboanga. AFP. TYRKNESKUR dómstóll breytti í gær dauðadómi yfir kúrdíska uppreisnarforingjan- um Abdullah Öcalan í ævilangt fangelsi. Er sú ákvörðun rakin til þess að í ágúst samþykkti tyrkneska þingið miklar um- bætur á mannréttindalöggjöf- inni í því skyni að auðvelda síð- ar hugsanlega inngöngu Tyrk- lands í Evrópusambandið. Öcalan fór lengi huldu höfðu, aðallega í Sýrlandi, eða þar til fyrir fjórum árum þegar Tyrkir hótuðu Sýrlendingum hernaði framseldu þeir hann ekki. Deilt um fjár- mál flokka MIKIL gagnrýni hefur verið höfð uppi á Hægriflokkinn í Noregi fyrir að vera eini stjórn- málaflokkurinn í landinu sem neitar að gefa upplýsingar um fjármál einstakra flokksdeilda. Hafa talsmenn Framfara- flokksins ekki látið sitt eftir liggja í gagnrýninni en nú hefur verið vakin athygli á því að sjálfur lofar Framfaraflokkur- inn þeim sem gefa honum pen- inga algjörri nafnleynd. Var það raunar auglýst sérstaklega í blöðum fyrir kosningarnar á síðasta ári. Stóð að því félag sem nefnist „Vinir Framfara- flokksins“. Landssamtök stjórnmálaflokkanna verða að skýra frá fjármálum sínum en það á ekki við um einstakar flokksdeildir. Þess krefjast þó margir og hefur verið boðuð til- laga um það á þingi. Lögin brotin með kossi DÓMSTÓLL í Íran hefur skip- að fyrir um handtöku kunnrar leikkonu en hún er sökuð um „ósiðsemi á almannafæri“. Leikkonan, Gowhar Kheirand- ish, 47 ára gömul, braut það af sér að kyssa ungan leikstjóra um leið og hún afhenti honum verðlaun á kvikmyndahátíð í borginni Yazd. Sagt er að fólk hafi flykkst út á götur til að mótmæla þessu hneyksli en í hinu íslamska Íran er framferði af þessu tagi harðlega bannað. Annað hneyksli af sama toga er í uppsiglingu í borginni Ardebil en þar kyssti ung stúlka bæj- arstjórann á kinnina við vígslu almenningsgarðs. Sagði í einu blaði íhaldsmanna í Íran að guðhrætt fólk í borginni hefði orðið ævareitt þessu „klámi“, sem augljóslega væri ætlað að grafa undan íslam. 53% Dana trúa á guð MEIRA en helmingur Dana trúir á guð. Kemur það fram í könnun sem fræðimenn við Álaborgarháskóla hafa gert og ekki hefur enn verið birt opin- berlega. Er könnunin hluti af rannsókn í 25 löndum og verður hún birt þegar aðrar niðurstöð- ur liggja fyrir, að því er fram kemur í Kristeligt Dagblad. 53% Dana svöruðu því játandi að þeir tryðu á guð og er það hærra hlutfall en í Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi og Frakk- landi. Í Portúgal kváðust 92% trúa á guð, 86% í Póllandi og 84% í Bandaríkjunum. STUTT Öcalan í ævilangt fangelsi alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.