Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 53 Vinsælasta íslenska myndin í ár ...Hafið rokkar ...Hér er á ferðinni stórkostleg upplifun... ...Íslenskt meistaraverk ...Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni ...Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu BH, Sánd SFS, kvikmyndir.is og horn.is HK, DV HJ, Mbl. 28.000 bíógestir! ARI Í ÖGRI Liz Gammon. BARBRÓ, Akranesi. Óli Palli. BARINN, Laugavegi 45, Kvenna- sveitin Rokkslæðan. BÍÓHÖLLIN, Akranesi Konsert, söngbók Gunnars Þórðarsonar kl. 21. CAFÉ AMSTERDAM Stuðsveitin Sólon spilar. CAFÉ CATALÍNA Sváfnir Sigurð- arsson. CAFÉ ROMANCE Andy Wells spila fyrir gesti. CATALÍNA Stórsveit Péturs Krist- jánssonar. FJÖRUKRÁIN Hljómsveitin Feðg- arnir leika fyrir dansi. GRANDROKK Maus og Tristian. Maus leikur m.a. efni af væntanlegri 10 laga plötu, þar sem m.a. er að finna titillagið „Musick“ sem fer í spilun á útvarpsstöðvunum einmitt í dag. GULLÖLDIN Svensen og Hall- funken. KAFFI KLETTUR, Biskupstungum. Diskórokktekið Dj Skugga-Baldur. KAFFI REYKJAVÍK Djasshátíð. Six- ties leikur fyrir dansi. KAFFI-LÆKUR, Hafn. Njalli í Holti. KAFFI-STRÆTÓ Blátt áfram. KAFFISETRIÐ Karaoke frá kl. 22 til 04, taílenskt kvöld. KRINGLUKRÁIN Mannakorn. LIONSSALURINN, Kópavogi Áhugahópur um línudans með dans- æfingu kl. 22. Elsa sér um tónlistina. O’BRIENS Guðmundur Pétursson og söngkonan Mæsí. ODD-VITINN, Akureyri Örvar Kristjánsson. PAKKHÚSIÐ, Selfossi Smack. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi Hunang. RÁIN, Reykjanesbæ Úlfar. SPORTKAFFI Big Foot þeytir skíf- um. SPOTLIGHT Dj Sesar í búrinu. STAPINN, Reykjanesbæ Bubbi Morthens og Hera kl. 21. VIÐ POLLINN, Akureyri Hljóm- sveitin Ljósbrá. VÍDALÍN Vítamín. VÍKIN, Höfn Papar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is EFTIR þögn er sérstæður titill á geisladiski. Hann gæti vísað í ein- hverja persónulega reynslu en líka einfaldlega í tónfræðimál; eftir þögn kemur tónn. Annars borgar sig ekkert að brjóta heilann um slíkt heldur njóta óvenju- legrar tónlistar- innar sem diskurinn hefur að geyma. Eftir þögn er nefnilega um margt óvenjulegur diskur. Þar er ekki fiskað eftir dægurvinsældum og ólíklegt er að tónlistin fái spilun á öldum ljósvak- ans, þar sem þó er hennar staður miklu fremur en í umræðu í dagblaði. Nema hugsanlega í sérstökum þátt- um um jaðartónlist sem Gufan ein heldur úti. Þessi tónlist verður varla þáttur í tilveru nema þeirra sem eiga því láni að fagna að fá diskinn beinlín- is upp í hendurnar – eða treysta þeim sem þetta skrifar og kaupa hann! Diskinn gera tveir af fremstu tón- listarmönnum þjóðarinnar, Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson. Þótt það sé nokkur aldursmunur á þeim er bakgrunnurinn ekki ólíkur. Báðir eru músíkmenntaðir og hafa snert á flestum stefnum. Skúli byrjaði í poppsveitum á Íslandi og var síðan heitur í bræðings- og heimssveitinni alþjóðlegu Full Circle en hefur síðan færst í átt til tilraunakenndari hluta og innhverfari. Sama má segja um Óskar, sem ungur vakti strax mikla athygli fyrir frísklega takta með ten- órsaxinn. Hann sló síðan í gegn þegar hann gekk til liðs við Mezzoforte og hljóðritaði með henni Monkey Fields. Keldulandið kom út í hittiðfyrra. Þar blæs hann nokkur af fallegustu lögum Jóns Múla heitins Árnasonar, ásamt Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, í útsetningum í anda naumhyggju og hver tónn á þar sína sögu. Það er þó enginn naumhyggjublær yfir Eftir þögn, nema helst bæklingn- um sem fylgir. Vissulega er þetta dúódiskur. Skúli leikur á bassagítar og Óskar á beinan tenórsaxófón. Tón- listin er aðgengileg og lagræn og með klassísku yfirbragði. Kannski lag- rænar stemningar. Á disknum eru stemningar, hver annarri styttri, sjö eftir Óskar, sex eftir Skúla og eina semja þeir saman. Sú stysta er 1 mín- úta og 19 sekúndur og heildarspilun- artími er rétt rúmlega hálftími. Eftir þögn hefur að geyma per- sónulega tónlist. Á diskahulstri segir líka að tónlistin hafi verið samin upp- haflega fyrir fjölskyldur og vini. Þetta persónulega og kannski líka naum- hyggjuna má svo lesa út úr nöfnum stemninganna: „Frið“, „Koma“, „Hún“, „Mammamma“, „Anna kveð- ur“, „Sætti“, „Höfnun“, „Mín ró“. Stundum svífur tregi yfir vötnum og stundum gáski en það er fyrst og fremst angurværðin, kyrrðin eftir þögnina og fyrsta flokks hljóðfæra- leikur sem gera þennan disk að góð- um vini. Tónlist Kyrrðin eftir þögnina SKÚLI SVERRISSON OG ÓSKAR GUÐJÓNSSON Eftir þögn Edda – miðlun og útgáfa Dúódiskur með tónlist eftir Skúla Sverris- son bassaleikara og Óskar Guðjónsson saxófónleikara, inniheldur fjórtán lög. Upptökur fóru fram í New York 2001 og í Salnum í Kópavogi 2001. Guðjón Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.