Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MEISTARINN.IS
Herradeild Akureyri,
sími 462 3599.
Kjólföt
Smokingföt
Akurliljan
í miðbæjarins
opið laugard. 10-15
Akurliljan
Hafnarstræti 100, Akureyri, sími 462 4261.
sérstaklega til barna á skólaaldri og
foreldra þeirra en þó væru allir vel-
komnir til þátttöku. „Þarna gefst
íþróttafélögunum í bænum tækifæri
á að kynna sig og sýna hvað þau
hafa upp á að bjóða fyrir alla fjöl-
skylduna. Við höfum fengið mjög
góð viðbrögð við þessum hugmynd-
um okkar, m.a. frá Skautafélaginu
og Skíðafélaginu, en stóru félögin,
KA og Þór, hafa þó ekki enn látið í
sér heyra. Við höfum hugsað okkur
„FJÖLSKYLDAN saman gaman“ er
yfirskrift á samstarfsverkefni nema
í fjarnámi í íþróttafræðum, heilsu-
þjálfun við Kennaraháskóla Íslands.
Þrír þeirra eru á Akureyri, einn á
Hornafirði og einn í Hafnarfirði.
Markmiðið með verkefninu er m.a.
að gera heilsuvernd og forvarn-
arvinnu að sameiginlegu átaki fjöl-
skyldunnar og jafnframt að gefa
fjölskyldunni tækifæri og hugmynd-
ir til að stunda heilsurækt saman
eða á sama tíma.
Hinrik Þórhallsson, íþróttakenn-
ari við Verkmenntaskólann á Ak-
ureyri, stendur að verkefninu á Ak-
ureyri ásamt þeim Ingu Magnús-
dóttur og Tryggva J. Heimissyni.
Hinrik kynnti verkefnið á fundi
íþrótta- og tómstundaráðs í vikunni
og samþykkti ÍTA að styrkja verk-
efnið um 100 þúsund krónur. Hinrik
sagði að markmiðið með verkefninu
væri einnig að leita leiða til að efla
heilsurækt og forvarnir, bæði fjöl-
skyldulega og félagslega, og vekja
sveitarfélög og íþróttafélög til um-
hugsunar um að sinna þessum hópi
fólks og hvetja þau til að aðlaga
barna- og unglingastarfið að aukn-
um þörfum fjölskyldunnar. Jafn-
framt er markmiðið að efla samstarf
á milli sveitarfélaga, íþróttafélaga
og heilbrigðisstofnana á sviði for-
varna og heilsuræktar.
Hinrik sagði að verkefnið höfðaði
skipulagða dagskrá fjóra laugar-
daga í röð nú á haustmisseri, þ.e. 26.
október og 2., 9. og 16. nóvember nk.
Ekki liggur endanlega fyrir á þess-
ari stundu hvort boðið verður upp á
sömu dagskrána alla dagana eða
hvort við eigum að vera með ákveð-
ið þema á hverjum laugardegi.“
Lítið verið horft á fjöl-
skylduna sem markhóp
Leitað hefur verið eftir þátttöku
allra íþróttafélaganna í bænum,
skátanna, siglingaklúbbsins, hesta-
manna, líkamsræktarstöðva, sjúkra-
þjálfara, jógakennara, danskennara
og heilbrigðisdeildar HA. Hinrik
sagði stefnt að því að bjóða upp á
ýmiss konar mælingar, sem og að
gera viðhorfskannanir meðal fólks
fyrir og eftir þátttöku í verkefninu.
„Þeir aðilar sem væntanlega taka
þátt í þessu verkefni geta boðið upp
á hvað sem þá lystir og á þann hátt
sem þeim hentar. Það eina sem við
gerum kröfu til er að dagskráin sé
skipulögð með alla fjölskylduna í
huga, annað hvort að allir taki þátt í
sama atriðinu á sama tíma eða að
barninu sé sinnt í skipulagðri hreyfi-
dagskrá á meðan foreldrar eru einn-
ig á hreyfingu. Ef viðbrögð verða
góð teljum við mikilvæga forvinnu
unna sem við heilsuþjálfarar, sveit-
arfélögin og íþróttahreyfingin get-
um nýtt til heilsueflingar, þar sem
unnið er með markhóp sem lítið hef-
ur verið horft á til þessa.“
Samstarfsverkefnið „Fjölskyldan saman gaman“ er að fara af stað
Heilsuvernd og forvarnir verði
sameiginlegt átak fjölskyldunnar
Morgunblaðið/Kristján
Skíðaíþróttin er ein allra vinsælasta íþróttin sem öll fjölskyldan stundar saman.
SÍMINN stóð fyrir ráðstefnu í Sam-
komuhúsinu á Akureyri í gær, undir
yfirskriftinni Ferskir straumar í
GSM-samskiptum fyrirtækja. Á ráð-
stefnunni var m.a. fjallað um hag-
ræðingu í fjarskiptamálum og bent á
að mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að
skoða dæmið til enda þegar ákvarð-
anir um fjarskipti eru teknar. Einnig
voru kynntar ýmsar nýjungar sem
Síminn hefur þróað að undanförnu,
sem allar miða að því að auka hag-
ræði í rekstri fyrirtækja og lausnir
sem miða að því að létta viðskipta-
vinum líf þeirra og starf.
Guðjón Pétursson, sérfræðingur á
GSM-sviði Símans, fjallaði um lausn-
ir sem tengjast notkun GSM-síma.
Nína Björk Sigurðardóttir, vöru-
stjóri hjá Símanum, flutti fyrirlestur
um Centrex sem er sýndareinkasím-
stöð sem líkir eftir virkni einkasím-
stöðva og Davíð Stefán Guðmunds-
son fjallaði um Boða, nýja og
hentuga lausn til að ná til margra
með einu símtali. Þá var á ráðstefn-
unni boðið upp á ýmis tilboð á far-
símum og búnaði. Ráðstefnustjóri
var Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningar-
deildar Símans.
Morgunblaðið/Kristján
Guðjón Pétursson, sérfræðingur
hjá Símanum, tók ljósmynd af
Heiðrúnu Jónsdóttur, forstöðu-
manni upplýsinga- og kynning-
ardeildar Símans, með nýrri
tegund af GSM-síma frá Nokia
og sendi myndina úr símanum á
netfang hennar.
Ferskir
straumar í
GSM-sam-
skiptum
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Akureyrar staðfesti á fundi sín-
um í vikunni bókun stjórnar Af-
reks- og styrktarsjóðs um styrk
að upphæð ein milljón króna til
kvennaliðs KA/Þórs í handbolta.
Stjórn Afreks- og styrktar-
sjóðs barst fyrir skömmu erindi
frá Helgu Steinunni Guðmunds-
dóttur, formanni KA, þar sem
óskað var eftir styrk að upphæð
rúmar 2,7 milljónir króna til
rekstrar meistaraflokks kvenna
í vetur. Kvennalið KA/Þórs fékk
síðast styrk að upphæð ein millj-
ón króna í apríl sl. vegna rekst-
urs síðasta vetrar.
Lið KA/Þórs leikur í efstu
deild ásamt liðum af höfuðborg-
arsvæðinu og ÍBV í Vestmanna-
eyjum en alls eru 10 lið í deild-
inni. Liðið er með 2 stig að
loknum fimm umferðum en
næsti leikur liðsins er gegn FH í
KA-heimilinu á morgun, laugar-
dag.
Styrkur
til kvenna-
liðs KA/
Þórs
SLÉTTBAKUR EA, frystitogari
Útgerðarfélags Akureyringa, kom
til heimahafnar í vikunni með um
340 tonn af afurðum. Afli upp úr sjó
var um 460 tonn, þar af 180 tonn af
ufsa, 170 tonn af þorski og 60 tonn
af grálúðu, og var aflaverðmætið 73
millj. kr. Þetta var jafnframt fyrsti
flakatúr skipsins og segist Ívan
Brynjarsson skipstjóri nokkuð
ánægður með útkomuna, á heima-
síðu ÚA. Hann sagði þó að vissulega
hefði tekið nokkurn tíma fyrir menn
að læra handtökin. Í þessum síðasta
túr Sléttbaks voru allir hausar
frystir um borð og færðir í land.
Lengi hafa grálúðuhausarnir farið á
markaði í Asíu, þar sem fengist hef-
ur gott verð fyrir þá, en að þessu
sinni voru einnig frystir ufsa-,
þorsk- og ýsuhausar til þurrkunar
hjá Laugafiski. Ívan segir að þessu
fylgi aukin vinna um borð en að
þetta sé það sem koma skal. Alls
kom Sléttbakur með 92 tonn af
hausum að landi.
Sléttbakur EA með yfir
70 milljónir króna í aflaverðmæti
Morgunblaðið/Kristján
Unnið við löndun úr Sléttbak EA í Akureyrarhöfn.
Allir fiskhausar
færðir að landi