Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁKVEÐIÐ hefur verið að tak-
marka lengd aðsendra greina
vegna mikilla þrengsla í blaðinu
og sívaxandi fjölda þeirra. Mun
fleiri greinar berast daglega en
unnt er að birta og því óhjá-
kvæmilegt að bregðast við því.
Framvegis verður hámarks-
lengd aðsendra greina 5.000 tölvu-
slög með orðabilum. Lengd svo-
nefndra raðgreina, þar sem
félagasamtök og stofnanir kynna
ákveðin málefni og starfsemi,
verður framvegis 2.500 tölvuslög
með orðabilum og greinafjöldinn
takmarkaður við 2–3.
Prófkjör
Framundan eru prófkjör
stjórnmálaflokka og í því sam-
bandi er rétt að benda á að há-
markslengd greina frambjóðenda
verður 2.500 tölvuslög með orða-
bilum og greinar stuðningsmanna
1.000 tölvuslög með orðabilum
eins og áður.
Morgunblaðið býður þeim höf-
undum, sem dugar ekki fyrr-
greind lengd greina og takmörk-
un á fjölda, að birta lengri greinar
á mbl.is og á þetta jafnt við um
venjulegar aðsendar greinar sem
prófkjörsgreinar.
Greinar á mbl.is
Þá vill blaðið vekja athygli á
þeim kosti, sem höfundum býðst,
að birta greinar eingöngu á mbl.is
án lengdartakmörkunar.
Hér er um góðan valkost fyrir
höfunda að ræða því aðsókn les-
enda að mbl.is er mjög mikil.
Nú bíða um 90 frágengnar
greinar birtingar í blaðinu og
næstu daga munu lesendur því sjá
lengri greinar í blaðinu en nýjar
reglur segja til um.
Tölvupóstur
Greinar er unnt að senda með
tölvupósti, svo og myndir af
greinarhöfundum, á netfangið rit-
stj@mbl.is, einnig að koma grein-
um til ritstjórnar á tölvudiskum
ásamt útskrift. Starfsheiti, kenni-
tala og heimilisfang höfunda þarf
að fylgja með.
Breytt fyrirkomulag
aðsendra greina
UMRÆÐAN
æði náðist í Herjólfs-
nýtt var til hagsbóta,
nn, með fjölgun ferða
urnar gegna lykilhlut-
komandi byggðir auk
mikilvægur þáttur í
erlenda og innlenda
m nýta sér þær. Í kjöl-
fjölgaði ferðum Herj-
l og með 2002 um 24%
fyrir 12% aukningu á
rþegum, sem ferðast
hefur einnig fjölgað
Mikilvægt er að huga
þeirri þjónustu sem
ætlað að sinna. Í ljósi
ég, fyrr á þessu ári,
em vinna nú að því að
ðarhlutverk ferjanna
Baldurs. Er þess að
gur liggi fyrir innan
gja megi á ráðin um
um á landi. Meginbreyting laganna
snýr að fólksflutningunum og er nú
skýlaus heimild veitt fyrir því að
gera svokallaða þjónustusamninga
við sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir að
endurbætt sérleyfisfyrirkomulag
hertar þannig að þessi þjónu
farið að bera sig saman við þ
gerist annars staðar.
4. Gert er ráð fyrir því að
fram til 2005 muni sérleyfish
nota til þess að endurskip
starfsemina enn frekar þan
þegar að útboðum kemur, þ
það kraftmikil grein sem taki
nýja tíma, en ekki atvinnug
undanhaldi eins og þróunin
vel verður á haldið af sérleyfi
ættu þeir að geta bætt þjónu
góðum bílum og lækkað ver
ungis við þær aðstæður mun
um fjölga.
Flug til jaðarbyggða
Miklar breytingar hafa o
flugsamgöngum síðasta áratu
þegum í flugi hefur fækkað
áfangastöðum í áætlunarflug
ber að bættum
ingssamgöngum
„Nú er búið
að tryggja til
langframa
samfellt
grunnkerfi
almenningssamgangna
á Íslandi, hvort sem er
með ferjum, flugi eða
sérleyfisbifreiðum.“
Chelsea féll úr leik í
UEFA-keppninni / C2
Kjartan genginn til liðs
við Fylkismenn / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Ponsjó upp á pallborðið/B1
List er okkar ástríða/B2
Burt með mistökin/B2
Herdís og Tinnurnar tvær/B4
Sigríður og dæturnar þrjár/B5
Fósturbörn/B6
Sérblöð í dag
UNNIÐ er að uppsetningu á sérstök-
um sprengjuleitarbúnaði á Keflavík-
urflugvelli sem taka á í notkun um
áramót. Búnaðurinn, sem kostar um
300 milljónir króna, er settur upp að
kröfu Evrópustofnunar flugmála-
stjóra, en innan stofnunarinnar eru
38 ríki sem öll vinna nú að uppsetn-
ingu slíks búnaðar á flugvöllum.
Stefán Thordersen, forstöðumaður
öryggissviðs Flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli, segir að farþegar
verði ekki varir við neina breytingu
þegar þeir fara í gegnum flugstöðina
og engar tafir verði á afgreiðslu.
Stefán segir að rekja megi ákvörð-
un um að setja upp sprengjuleitar-
búnað til Lockerbie-slyssins, en þá
grandaði sprengja í farþegarými
þotu yfir skoska bænum Lockerbie.
Hann segir að undirbúningur að
þessu máli hafi staðið í nokkur ár.
Miðað sé við að farangur þeirra sem
millilenda þurfi aðeins einu sinni að
fara í gegnum búnaðinn. Ef Ísland
verði hins vegar ekki búið að setja
hann upp í tæka tíð gæti svo farið að
leita þyrfti í farangri farþega frá Ís-
landi, sem hefði í för með sér óþæg-
indi fyrir farþega.
Stefán segir reiknað með að 12–15
einstaklingar muni starfa við búnað-
inn. Þjálfun starfsmanna er hafin en
búnaðurinn er sjálfvirkur að hluta.
Sprengjuleitarbún-
aður í Keflavík
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
karlmann í þriggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúp-
dóttur sinni. Dómurinn er með
þyngstu kynferðisbrotadómum sem
fallið hafa hérlendis. Héraðsdómur
Austurlands dæmdi ákærða í eins og
hálfs árs fangelsi hinn 3. apríl og var
því um mjög verulega refsiþyngingu
að ræða í Hæstarétti.
Hafði smitast af tveimur
kynsjúkdómum
Stúlkan var 6–7 ára að aldri þegar
brotin voru framin og var framburð-
ur hennar talinn trúverðugur. Hún
reyndist smituð af tveimur kynsjúk-
dómum og var það talið styðja að um
kynferðismök hefði verið að ræða.
Hæstiréttur taldi ákærða ekki eiga
sér neinar málsbætur og við ákvörð-
un refsingar var litið til þess að hann
hefði brotið gegn mjög ungri telpu
undir umsjá hans á heimili hans.
Brást hann þannig með öllu trúnað-
arskyldum sínum gagnvart henni.
Hæstiréttur taldi atferli ákærða
gróft og var talið ljóst að það hefði
valdið stúlkunni tjóni sem hún kynni
að búa lengi að, og mátti ákærða
vera það ljóst. Hæstiréttur taldi
einnig óhjákvæmilegt að líta til
framferðis ákærða eftir að upp
komst um brotin. Hefði hann ekki
sýnt eftirsjá og sá framburður hans í
héraðsdómi að stúlkan hefði átt
frumkvæði að kynferðismökum að
honum sofandi hefði verið mjög ótrú-
verðugur að mati dómsins. Taldi
Hæstiréttur ekkert benda til að það
mat væri rangt. Á hinn bóginn bæri
að líta til þess að hann hefði ekki ver-
ið dæmdur fyrir lagabrot áður. Með
þetta í huga taldi Hæstiréttur refs-
ing ákærða hæfilega ákveðin með
fangelsi í þrjú ár og sex mánuði.
Dæmdur til að greiða 1,2
milljónir í skaðabætur
Ákærði var ennfremur gerður
bótaábyrgur á grundvelli skaðabóta-
laga vegna stórfellds gáleysis þar
sem hann lét sig engu skipta að hann
var með kynsjúkdóm sem hætt væri
við að smitaðist við athæfi hans. Var
hann dæmdur til að greiða stúlkunni
1,2 milljónir króna í skaðabætur.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Haraldur Henrysson, Árni
Kolbeinsson, Garðar Gíslason,
Gunnlaugur Claessen og Pétur Kr.
Hafstein.
Verjandi ákærða var Brynjar
Níelsson hrl. og sækjandi Ragnheið-
ur Harðardóttir, saksóknari hjá rík-
issaksóknara.
Karlmaður dæmdur í þriggja og
hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot
Refsingin
þyngd um tvö
ár í Hæstarétti
ÞEIR VORU greinilega ákaflega
samstilltir í salíbununni þessir
strákar sem steyptust í einni bendu
úr rennibrautinni í Kópavogslaug-
ina í gær. Sólin yljaði bæði kropp-
um og geði í laugunum í gær. En
það er veröld sem var: veðurstofan
spáir nú stífum suðlægum áttum
næstu daga og votviðri um mestallt
landið.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Í salíbunu
TVÖ tilboð hafa borist í Perluna.
Innlendur aðili bauð 600 milljónir
króna í sumar en stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur hafnaði því. Þá barst,
að sögn Guðmundar Þóroddssonar,
forstjóra Orkuveitunnar, fyrir
nokkrum dögum annað formlegt til-
boð frá umboðsmanni erlends aðila
upp á um 300 milljónir. Hefur ekki
enn verið fjallað um það í stjórninni.
Aðspurður hvort fyrra tilboðið
hafi verið langt frá því verði sem
Orkuveitan gerir sér vonir um að fá
segir Guðmundur það kannski ekki
hafa verið svo langt frá því sem
menn hefðu séð ástæðu til þess að
skoða frekar. Menn hafi gert því
skóna að fengist gæti í kringum
milljarður fyrir Perluna.
Tvö form-
leg tilboð í
Perluna
FYRRVERANDI fjármálastjóri Ol-
íuverzlunar Íslands vann skýrslu
fyrir Baug um olíuverslun á Íslandi
meðan hann var enn á starfsloka-
samningi. Þessu er haldið fram í
nýrri bók Halls Hallssonar um Olís,
„Þeir létu dæluna ganga“.
Í bókinni segir Hallur að ljóst sé
að skýrslugerðin sé „skýlaust brot á
trúnaði gagnvart fyrirtækinu“. Þar
kemur og fram að „Bónus-feðgar
höfðu lengi sýnt áhuga á innkomu í
verslun með olíu og meðal annars
stofnað Orkuna. Áhugi þeirra krist-
allaðist í yfirtökutilraunum Straums
í Esso og Olís“. Samkvæmt heimild-
um Halls vann fyrrverandi fjármála-
stjóri Olís skýrsluna fyrir Baug á
fyrrihluta árs 2001, meðan hann var
enn á starfslokasamningi. Fjallað er
um átök í viðskiptalífinu og segir að í
ljósi þeirra „og skýrslunnar sem
fyrrverandi fjármálastjóri Olís gerði
fyrir Baug vekur atlaga Samkeppn-
isstofnunar að olíufélögunum sér-
staka athygli“, og er þar vísað til
meints verðsamráðs félaganna.
Vann skýrslu
um olíuversl-
un fyrir Baug
♦ ♦ ♦