Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 35
Í LEIÐARA nýjasta heftis Tíma-
rits lögfræðinga er staðhæft að nem-
endur sem stunda nám í lögfræði við
nýstofnaða lagadeild Háskólans í
Reykjavík verði „tæpast felldir af
sömu hörkunni og viðgengist hefur í
lagadeild Háskóla Íslands“. Með
þessum orðum er gefið í skyn að við
Háskólann í Reykjavík verði gerðar
minni kröfur en tíðkast hefur hjá
Háskóla Íslands, og þar af leiðandi
muni skólinn ekki ná því markmiði
sínu að útskrifa framúrskarandi lög-
fræðinga.
Það er ljóst að margir þeirra sem
útskrifast með stúdentspróf ráða
ekki við að klára krefjandi nám á há-
skólastigi. Til að velja úr þá sem ráða
við slíkt nám eru til ýmsar leiðir. Há-
skóli Íslands hefur farið þá leið að
gefa öllum sem áhuga hafa kost á að
spreyta sig í eitt eða tvö misseri, og
þrengja síðan hópinn með prófum,
þar sem ýmist er miðað við lág-
markseinkunn eða kveðið á um há-
marksfjölda þeirra sem mega halda
áfram. Þessi leið nær vissulega því
markmiði að velja úr þá sem ráða við
námið, en hún hefur ýmsa ókosti. Sá
fyrsti er sú þjóðhagslega óhag-
kvæmni sem felst í því að fólk eyði
hálfu eða heilu ári í nám sem endar í
blindgötu þegar einstaklingurinn
fellur eða nær ekki inn í hóp hinna
efstu. Annar ókostur er að þessi leið
felur í sér að stór hópur einstaklinga
upplifir opinbera höfnun af hálfu
skólans, sem getur haft neikvæð
áhrif á frekari áform um nám.
Háskólinn í Reykjavík hefur kosið
aðra leið, en það er að velja úr hópi
umsækjenda þá sem líklegastir
þykja til að ráða við námið og hafa
getu til að tileinka sér námsefnið.
Einnig er við skólann framfylgt
ákveðnum kröfum um lágmarksein-
kunnir og námsframvindu. Val úr
hópi umsækjenda við lagadeild HR
byggist á stúdentsprófseinkunn,
mati á starfsferilskrá og loks per-
sónulegu viðtali við kennara deild-
arinnar. Umsækjendur fyrir haustið
2002 voru 209, en námið hófu 81, og
var því 61% hafnað. Samkvæmt
þessum tölum er ljóst, að inntöku-
ferlið í lagadeild Háskólans í Reykja-
vík árið 2002 fól í sér „síun“ sem jafn-
gildir 61% falli. Þegar við þetta
bætist, að einhverjir nemendur
munu heltast úr lestinni vegna
reglna um lágmarkseinkunnir og
framvindu, er líklegt að þegar upp er
staðið verði valhlutfallið við laga-
deild HR svipað og tíðkast hefur við
lagadeild HÍ. Þessi aðferð til að finna
þá sem eru hæfir til námsins hefur
ótvíræða kosti umfram fallaðferðina,
þar sem nemendur sem ekki komast
inn geta varið vetrinum með mark-
vissari hætti, og þurfa ekki að upp-
lifa þá höfnun sem felst í því að vera
vísað úr námi.
Aðrir kostir
Þriðja leiðin til að velja fólk inn í
háskóla er að taka upp samræmt
stúdentspróf, eða inntökupróf sem
byggist á þekkingu úr framhalds-
skólanámi (e. achievement test). Þau
inntökupróf sem læknadeild Há-
skóla Íslands hefur ákveðið að taka
upp árið 2003 eru að miklu leyti ígildi
samræmds stúdentsprófs, enda er í
reglum um prófið vísað beint í náms-
efni ákveðinna námsáfanga á fram-
haldsskólastigi (sjá: www.hi.is/nam/
laek). Bein tenging inntökuprófa við
nám í framhaldsskólum felur þó í sér
ýmsa ókosti. Í fyrsta lagi mun þessi
aðferð leiða til minnkandi fjölbreytni
náms á framhaldsskólastigi, þar sem
framhaldsskólarnir munu sjá sig
knúna til að kenna sérstaklega fyrir
prófið. Í öðru lagi er hún ekki í sam-
ræmi við nútíma háskólaumhverfi,
þar sem fólk sækir sér háskóla-
menntun alla ævina, en ekki einungis
í beinu framhaldi af stúdentsprófi.
Fjórði möguleikinn er að nota
samræmd hæfnispróf (e. aptitude
test) sem hluta af inntökuferlinu. Í
Bandaríkjunum taka nemendur sem
hyggjast hefja háskólanám inntöku-
próf sem kallast Scholastic Aptitude
Test (SAT). Inntökupróf þessi mæla
málfarslega leikni, talnaleikni og
rökhugsun, og eru blanda af þekk-
ingarprófi og hæfnisprófi. Prófin eru
samræmd yfir allt landið og eru lögð
fyrir af sérhæfðu prófafyrirtæki sem
skólarnir hafa komið sér saman um
að treysta á. Lagt hefur verið í viða-
miklar rannsóknir á forspárréttmæti
þessara prófa (e. predicitive validity)
og sýna þær rannsóknir að besta
forspáin um árangur á fyrsta ári í há-
skóla næst með því að nota bæði ein-
kunnir úr framhaldsskóla og SAT-
einkunnir (sjá: www.collegeboard.-
com).
Í Bandaríkjunum eru gæði skóla
meðal annars metin út frá því hversu
lágt hlutfall umsækjenda þeir taka
inn. Skóli sem notar inntökuaðferðir
sem hafa hátt forspárréttmæti get-
ur, með því að taka fáa inn, tryggt
sér mjög hæfa nemendur sem til-
einka sér námsefnið mjög vel, og
standa sig eftir því vel á vinnumark-
aðnum. Við það styrkist orðspor
skólans enn frekar. Því er lágt val-
hlutfall (e. selection ratio) við inn-
töku mikið keppikefli bandarískra
háskóla. Aftur á móti þykir æskilegt
að skólarnir útskrifi sem hæst hlut-
fall af þeim sem á annað borð hefja
nám, þ.e. að brottfallsprósentan (e.
dropout rate) sé lág. Síun að loknu
fyrsta misseri er alls ekki markmið í
þessu kerfi.
Með aukinni fjölbreytni náms á
framhaldsskólastigi hér á landi, og
auknum fjölda háskóla, er líklegt að
umræðan um inntökupróf muni
halda áfram. Upptaka inntökuprófa
mun hins vegar verða umdeild. Til að
skapa sátt um inntökupróf er nauð-
synlegt að safnað sé rannsóknar-
gögnum sem sýna forspárréttmæti
þeirra. Einkum er mikilvægt að
ganga úr skugga um það í upphafi,
áður en inntökupróf er notað eitt og
sér, að einkunnir úr prófinu hafi for-
spárréttmæti fyrir niðurstöðu þess
mats sem fékkst með gömlu aðferð-
inni. Hvernig svo sem að þessu verð-
ur staðið í framtíðinni er ljóst að hin
gamalgróna aðferð lagadeildar Há-
skóla Íslands, að fella meirihluta
nemenda á prófi eftir margra mán-
aða nám, er gölluð og óhagkvæm
inntökuaðferð sem alls ekki er til eft-
irbreytni fyrir aðra íslenska háskóla.
Síun og fall
í háskólum
Eftir Ástu
Bjarnadóttur
Höfundur er lektor við viðskipta-
deild Háskólans í Reykjavík.
Inntökuferl-
ið í lagadeild
Háskólans í
Reykjavík
árið 2002
fól í sér „síun“ sem jafn-
gildir 61% falli.
ÞAÐ að verða vitni að hjarta-
stoppi er atburður sem flestir
myndu vilja sleppa við á lífsleiðinni.
Slíkur atburður er ógnvekjandi því
oft man fólk ekki eða hreinlega veit
ekki hvernig það á að bregðast við.
Ótti og mikil skelfing grípur oft um
sig og sýna rannsóknir að færri en
helmingur nærstaddra hefja strax
endurlífgunartilraunir á þeim sem
er í hjartastoppi.
Það verður að horfast í augu við
þá staðreynd að kunnátta í endur-
lífgun varðar allt okkar samfélag.
Ekki eru til nákvæmar tölur um
fjölda þeirra sem verða fyrir hjarta-
stoppi utan sjúkrahúsa hér á landi
en ætla má að milli 120 og 140
manns deyi skyndidauða af þeim or-
sökum á ári hverju. Allt of fáir
treysta sér til þess að hefja endur-
lífgun, ástæðurnar eru hugsanlega
hræðsla við smit, hræðsla við að
geta ekki beitt réttum handtökum
eða kunnáttuleysi.
Fyrstu mínúturnar eru mikilvæg-
astar hvað varðar lífslíkur og afdrif
þess sem lendir í hjartastoppi, svo
mikilvægar að ekkert skiptir meira
máli en að hefja endurlífgun strax
eftir að kallað hefur verið á aðstoð.
Því þurfa allir að kunna fyrstu við-
brögð til þess að geta gengið strax
til verka í björgun mannslífa. Ferlið
og handtök tengd endurlífgun eru í
sjálfu sér ekki flókin og því ættu
flestir að geta beitt þeim þegar á
reynir eftir að hafa farið í gegnum
bóklega og verklega leiðsögn hjá
þjálfuðum leiðbeinendum.
Endurlífgun verði skyldunám
Markviss og hnitmiðuð kennsla í
endurlífgun er því lykillinn að rétt-
um og fumlausum viðbrögðum. Því
fyrr sem byrjað er að kenna endur-
lífgun þeim mun meiri líkur eru á að
handtökin festi sig í minni og þeim
sé rétt beitt. Það er því óneitanlega
ekki hægt að horfa fram hjá þátt-
töku skólayfirvalda og heilbrigðis-
kerfisins í því að marka stefnu og
stórefla fræðslu í endurlífgun á sem
breiðustum grunni með það í huga
að gæði kennslunnar komi sam-
félaginu að sem bestum notum.
Það er ekki nægjanlegt að slík
fræðsla sé einungis í höndum félaga-
samtaka og áhugamanna. Það þarf
að gera endurlífgun að skyldunámi í
grunn- og framhaldsskólum alveg
frá 10 ára aldri, sérstaklega í ljósi
þess hve börn eru móttækileg fyrir
fræðslu og nýjungum. Í framhaldinu
þarf svo að miða kennsluna að færni
hvers og eins. Hafa þarf í huga að al-
menningur hafi gott aðgengi að
fræðsluefni og að öllum gefist kost-
ur á að sækja námskeið.
Rauði kross Íslands hefur til
margra ára haft umsjón með útgáfu
á fræðsluefni og útbreiðslu þekking-
ar í skyndihjálp til almennings með
það að markmiði að sem flestir geti
brugðist við hinum mismunandi að-
stæðum sem upp geta komið í dag-
legu lífi. Kennsla í endurlífgun er
einn mikilvægur þáttur þessarar
fræðslu. Haldin hafa verið námskeið
fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til
að leiðbeina almenningi í fræðum
skyndihjálpar og deildir félagsins
um land allt bjóða reglulega upp á
námskeið fyrir þá sem þess óska.
Endurlífgunarráð landlæknis
mælir eindregið með því að aðgerðir
í endurlífgun verði einfaldaðar og
stuðli þannig að aukinni þátttöku al-
mennings í endurlífgun. Endurlífg-
unarráð kynnir um þessar mundir
nýjar áherslur í endurlífgun,
HRINGJA OG HNOÐA, þar sem
fyrstu viðbrögð við hjartastoppi eru
að hringja í 112 og hefja svo strax
hjartahnoð að því loknu. Almenning-
ur er hvattur til að kynna sér þessar
aðferðir og stuðla þannig að björgun
mannslífa.
Kunnáttan varðar
okkur öll
Eftir Hildigunni Svav-
arsdóttur og Svanhildi
Þengilsdóttur
„Markviss og hnitmiðuð
kennsla í endurlífgun er
lykillinn að réttum og
fumlausum viðbrögð-
um. “
Höfundar eru hjúkrunarfræðingar
og sitja í Endurlífgunarráði Íslands.
Hildigunnur Svanhildur
Haustdagar
15-30%
afsláttur
af úrum og
skartgripum
dagana
2.-5. október
Laugavegi 5 og Spönginni
símar: 551 3383 - 577 1660
HJÓLSÖG 5704R
0 = 190 mm, 1200 W
TILBOÐSVERÐ
16.000.00