Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐARGERSEMAR Íslendinga,
Flateyjarbók og Konungsbók
Eddukvæða ásamt fleiri ómet-
anlegum handritum, verða fluttar
úr Árnastofnun í Þjóðmenning-
arhús í dag, vegna stærstu hand-
ritasýningar sem sett hefur verið
upp hérlendis. Sýningin byrjar á
morgun, laugardag, fyrir boðs-
gesti og verður síðan opnuð al-
menningi á sunnudag. Sýningin
verður í Þjóðmenningarhúsi
næstu fimm árin að minnsta kosti
og verður ókeypis aðgangur á
sunnudögum.
Miklar öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar vegna sýningarinnar
og æfðu lögreglu- og slökkviliðs-
menn auk öryggisvarða í gær
björgun handritanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Æfa björgun
þjóðargersema
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi D-listans, sagði á
fundi borgarstjórnar í gær að þar
sem embættismenn hefðu verið
fengnir til að fjalla um mál sem væru
á verksviði leikskólaráðs Reykjavík-
ur og þannig farið á bak við kjörna
fulltrúa í ráðinu, væri eins gott að
leggja ráðið niður.
Í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
kom fram að stjórn Leikskóla
Reykjavíkur hefði komist að því fyrir
tilviljun að í gangi væri starfshópur
um endurskoðun gjaldskrár og
styrkja vegna dagvistarúrræða fyrir
börn á leikskólaaldri. Borgarstjóri
hefði sett þennan starfshóp á lagg-
irnar og hópurinn myndi tilkynna
borgarstjóra niðurstöður sínar, en í
starfshópnum væru reyndar ein-
göngu ágætir embættismenn. Hlut-
verk starfshópsins væru skilgreind
en um væri að ræða hlutverk stjórn-
ar leikskóla Reykjavíkur og alger-
lega væri farið fram hjá leikskóla-
ráðinu. Því hlyti sú spurning að
vakna til hvers leikskólaráðið væri. Í
samþykkt fyrir leikskólaráð segi
m.a. að það móti stefnu í málefnum
leikskóla og gæsluvalla, geri tillögur
til borgarráðs um styrkveitingar til
leikskóla og daggæslu á vegum ann-
arra aðila og að þjónustugjöld og
rekstrarstyrkir skuli ákveðnir af
borgarráði að fengnum tillögum leik-
skólaráðs.
Borgarfulltrúinn greindi frá hug-
myndum starfshóps um endurskoð-
un gjaldskrár Leikskóla Reykjavík-
ur, sem skilaði af sér í mars sl. og gat
þess að skýrslan hefði aldrei verið
kynnt í leikskólaráði heldur hefði
það komist að henni fyrir tilviljun.
Þá hefði hann óskað eftir að hún yrði
rædd í ráðinu og það hefði verið gert
á síðasta fundi en ákveðið að fresta
málinu til næsta fundar. Við þetta
tækifæri hefði komið í ljós að emb-
ættismannahópur væri að vinna í
fyrrgreindum málum. Hann áréttaði
spurninguna til hvers leikskólaráð
væri og sagði að hægt væri að spara
einhverja peninga með því að leggja
ráðið niður.
Málinu frestað í leikskólaráði
Björk Vilhelmsdóttir, borgar-
fulltrúi R-lista, sagði að málið hefði
fyrst komið upp á fundi leikskóla-
ráðs 1. október sl. og þar hefði verið
samstaða um að fresta málinu til
næsta fundar, en rétt væri að bíða
með umræðu um það þar til eftir
þann fund.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði að sér þætti umræða
Guðlaugs Þórs undarleg. Það væri
fráleit túlkun að líta svo á að borg-
arstjóri hefði ekki umboð til þess að
láta fara fram skoðun á hinum fjöl-
mörgu málum sem undir borgar-
kerfið og borgarstjóra heyrðu.
Gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur
væri ákveðin í viðkomandi stjórn, en
borgarstjóri hefði fullt umboð til að
láta skoða þá möguleika sem væru í
stöðunni. Það væri svo leikskólaráðs
að fara yfir þessa möguleika og velja
úr þeim og hafna. Hugmyndir starfs-
hóps lægju fyrir með kostum og göll-
um en engin leið hefði verið valin.
Hópurinn sem hún hefði sett á lagg-
irnar hefði ekki síst verið til þess að
skoða hvaða fyrirkomulag skynsam-
legt væri að hafa á styrkjum vegna
annarra dagvistarúrræða fyrir börn
á leikskólaaldri.
Guðlaugur Þór Þórðarson við umræður í borgarstjórn
Leikskólaráð verði lagt niður
Í FRUMVARPI til fjáraukalaga sem
fjármálaráðherra lagði fram í gær er
gert ráð fyrir að Landspítalinn fái
1.200 milljónir króna til viðbótar til
að mæta uppsöfnuðum rekstrarhalla
sjúkrahússins. 487 milljónir fara til
að mæta hallarekstri á hjúkrunar-
heimilum. Atvinnuleysistrygginga-
sjóður fær 513 milljónir vegna aukins
atvinnuleysis og Ábyrgðarsjóður
launa 300 milljónir til að bregðast við
auknum útgjöldum.
Fjárlög, sem samþykkt voru á Al-
þingi í lok síðasta árs, gerðu ráð fyrir
að tekjur ríkissjóðs yrðu 257,9 millj-
arðar, en samkvæmt fjáraukalaga-
frumvarpinu hækka tekjurnar um 5,7
milljarða og verða 263,6 milljarðar.
Auknar tekjur koma fyrst og fremst
vegna meiri tekjuskattsgreiðslna frá
einstaklingum (4 milljarðar) og frá
fyrirtækjum (1 milljarður), en veltu-
skattar eru nokkurn veginn á áætlun.
Gjöld í fjárlögum voru ákveðin
rúmlega 239,4 milljarðar, en lagt er
til í fjáraukalagafrumvarpinu að þau
hækki um 7,3 milljarða. Stærstu
breytingarnar eru í heilbrigðis- og fé-
lagsmálum. Lagt er til að útgjöld
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins hækki um tæplega 3 millj-
arða króna, mest vegna hallareksturs
sjúkrastofnana og sjúkratrygginga.
Útgjöld til félagsmála hækka um
tæplega milljarð, einkum vegna auk-
ins atvinnuleysis og aukinna útgjalda
Ábyrgðasjóðs launa. Loks hækka
launa- og verðlagsmál um 900 millj-
ónir vegna kjarasamninga og kja-
raúrskurða en á móti lækka gengis-
bundin útgjöld um rúmlega 450
milljónir.
Í frumvarpinu kemur fram að mið-
að við hálfsárs uppgjör sé reiknað
með að 1.144 milljóna króna halli
verði á rekstri Landspítala á þessu
ári. Lagt er til að Alþingi samþykki
að auka fjárveitingar til spítalans um
1.200 milljónir. Ennfremur er gert
ráð fyrir að verja 487 milljónum til
hjúkrunarheimila. Þá er gert ráð fyr-
ir 677 milljóna króna aukafjárveit-
ingu vegna lyfjaútgjalda.
Félagsmálaráðuneytið óskar eftir
að útgjöld þess verði aukin um tæp-
lega 1,4 milljarða. Stærstu liðirnir
eru 513 milljónir til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga, 500 milljónir til At-
vinnuleysistryggingasjóðs og 300
milljónir til Ábyrgðarsjóðs launa.
Fjárheimild sjóðsins var 223 milljón-
ir á þessu ári, en útgjöldin á fyrstu
sjö mánuðum ársins voru orðin 368
milljónir.
Stofnanir fá greiddan
uppsafnaðan vanda
Frumvarpið gerir ráð fyrir að út-
gjöld til menntamála aukist um 436,4
milljónir. Stærstu liðirnir eru 158
milljónir til Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, 150 milljónir vegna flýt-
ingar á framkvæmdum við Kenn-
araháskóla Íslands og 205 milljónir
til að greiða uppsafnaðan halla
Tækniskóla Íslands.
Nokkrar fleiri stofnanir fá auknar
fjárveitingar vegna uppsafnaðs halla.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
fær 54 milljónir. Landhelgisgæslan
fær 30 milljónir til að mæta rekstr-
arhalla, auk 90 milljóna vegna halla á
viðhaldslið Landhelgisgæslunnar.
Óskað er eftir að Alþingi samþykki
38,8 milljóna króna aukafjárveitingu
vegna heimsóknar forseta Kína til Ís-
lands.
Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram í gær
Tekjur hækka um 5,7
milljarða og gjöld um 7,3
SAMKEPPNISSTOFNUN á að
eigin frumkvæði að vinna skýrslu um
það hvers vegna matvöruverð er
ekki lægra en raun ber vitni enda
hafi óheilbrigðir verslunarhættir
fengið að dafna í skjóli stofnunarinn-
ar auk þess sem hún hafi látið það
líðast að til mikillar hringamyndunar
hafi komið í matvöruverslun.
Þetta kom fram í máli Halldórs
Blöndal, Sjálfstæðisflokki, í um-
ræðum um þingsályktunartillögu
Rannveigar Guðmundsdóttur, Bryn-
dísar Hlöðversdóttur og Össurar
Skarphéðinssonar um matvælaverð
hérlendis, á Norðurlöndunum og í
Evrópusambandinu.
Halldór sagði að fyrir lægi að einn
verslunarhringur hefði ofurvald á
matvælamarkaðnum bæði í innflutn-
ingi og verðlagningu á smásölu.
Halldór sagði og ljóst að samkeppni
væri engin og fróðlegt væri að fá um
það skýrslu frá Samkeppnisstofnun
hvernig stæði á því. Það væri raunar
makalaust, hvernig Samkeppnis-
stofnun sæi stundum ástæðu til þess
að grípa inn í og stundum ekki.
Þá taldi Halldór einnig eðlilegt að
vekja athygli á því að Samkeppnis-
stofnun liti svo á að smásölum væri
heimilt að verðleggja vörur undir
markaðsverði þannig að virðisauka-
skattur yrði öfugur. Slíkir verslunar-
hættir væru bannaðir annars staðar.
Hið sama ætti við þegar einokunar-
hringur af þessu tagi léki sér að því
að fá ódýrar auglýsingar með því að
selja vörur undir framleiðslu- eða
innkaupsverði. Halldór taldi þetta
vera óheilbrigða verslunarhætti sem
hefðu dafnað í skjóli Samkeppnis-
stofnunar. Menn verði að ætlast til
þess að Samkeppnisstofnun vinni að
eigin frumkvæði skýrslu um það
hvernig á því standi að matvöruverð
skuli ekki vera lægra en raun beri
vitni þar sem stofnunin hafi látið það
líðast að til svo mikillar hringamynd-
unar hafi komið í þessari grein.
Halldór Blöndal vill skýringar á háu matvælaverði
Hringamyndun dafnað í
skjóli Samkeppnisstofnunar