Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 21 22,9%, ekki 28% Í UNDIRFYRIRSÖGN á baksíðu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær var sagt að Grandi hf. ætti 28% í Haraldi Böðvarssyni hf., HB. Hið rétta er, eins og fram kom í millifyr- irsögn og texta, að Grandi á 22,9% í HB. Jafnframt er rangt farið með fjölda starfsmanna HB í skýringar- mynd þar sem þeir eru sagðir vera 210 talsins. Hið rétta er 300 manns líkt og fram kemur í texta fréttarinn- ar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT MÖRG ár eða áratugir geta liðið uns seiðaeldi á þorski verður arðbært. Þó ber að hefja nú þegar kynbætur og þróun í seiðaeldinu til að missa ekki af þorskeldislestinni. Þetta kom fram á haustfundi útflutningsráðs Samtaka verslunarinnar og Félags íslenskra stórkaupmanna sem haldinn var í gær. Valdimar Ingi Gunnarsson sjávar- útvegsfræðingur sagðist ekki telja að Íslendingar væru að missa af þorsk- eldislestinni. Arðsemi þorskeldis væri enn sem komið er lítil sem engin, enda væri þorskverð lágt og mikið framboð af villtum þorski. Valdimar sagði að framleiðsla þorskseiða væri enn mjög takmörk- uð, aðeins rúmlega ein milljón seiða á síðasta ári, að langstærstum hluta í Noregi. Framleiðsla á eldisþorski hafi sömuleiðis verið mjög lítil og aldrei farið yfir 1.000 tonn en Norð- menn hafi þó framleitt um 600 tonn á síðasta ári, aðallega í áframeldi. Valdimar sagði að einkum væri horft til þriggja eldisaðferða þegar kæmi að þorskeldi. Hingað til hefði mest verið veitt af villtum þorski til að ala í sjókvíum, svokallað áframeldi, en einnig mætti hugsa sér að veiða seiði eða smáþorsk í strandeldi og setja síðar í sjókvíar. Þriðja leiðin væri síðan framleiðsla á seiðum sem sett eru 1 til 5 gramma þung í stran- deldi og í sjókvíar þegar þau hafa ná allt upp í 500 gramma þyngd. Valdimar sagði að kalla mætti Ís- land jaðarsvæði þegar kæmi að fisk- eldi, aðstæður til sjókvíaeldis væru ágætar við Suðurland með tilliti til hitastigs sjávar en þar væri hinsveg- ar lítið skjól fyrir sjókvíarnar. Þessu væri öfugt farið fyrir norðan land. Þá væri samanburður við helstu sam- keppnislönd óhagstæður þegar borið væri saman hitastig sjávar en því hærra sem hitastigið væri, því hrað- ari væri vöxtur eldisfisksins. Valdi- mar benti þó á að enn væri mjög lítið vitað um vaxtarhraða eldisþorsks og mikilla rannsókna þörf í þeim efnum. Þó væri ljóst að finna þyrfti leiðir til að auka vaxtarhraða þorsks við lágan sjávarhita og þar væru kynbætur lyk- ilatriði. Eins væri hægt að ná hraðari framgangi með erfðabreytingum en sú aðferð væri mjög umdeild. Þá væri mikilvægt að þróa öflugar en jafn- framt ódýrar sjókvíar til eldis við sunnanvert landið þar sem sjávarhiti væri meiri. Sömuleiðis væri mögu- leiki á að framleiða stór ódýr seiði til eldis við norðanvert landið. Valdimar sagði að ef vel væri staðið að veiðum og áframeldi á þorski yrði það arðbært en til lengri tíma litið mundi þetta eldisform ekki verða samkeppnishæft við kynbættan eld- isþorsk. Þó að matfiskeldi með eld- isseiðum væri enn ekki arðbært, mundi það takast með kynbótum og þróun í seiðaeldi. Það gæti þó tekið mörg ár og jafnvel áratugi. Mikil þekking þegar til staðar Rannveig Björnsdóttir, sérfræð- ingur á Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins og lektor við Háskólann á Ak- ureyri, lagði áherslu á það á fundinum að hér á landi væri fyrir mikil þekking á þorski, bæði hjá rannsóknastofnunum og sjávarút- vegsfyrirtækjum, sem byggja mætti á í þorskeldi. Þá væri ennfremur fyrir hendi þekking á fiskeldi og fisk- vinnslu, sem og á fóðurvinnslu fyrir fiskeldi, sem skapaði samkeppnis- hæfni við önnur lönd. Hún sagði hins- vegar gríðarmikið þróunarstarf óunnið í þessu sambandi, sem krefð- ist tíma og þolinmæði en ekki síst þyrfti þorskeldi á að halda þolinmóðu fjármagni enda ljóst að töluverður tími mundi líða uns eldið færi að skila hagnaði. Þorskurinn kann sér ekki magamál Guðjón Indriðason, framkvæmda- stjóri Þórsbergs hf. á Tálknafirði, lýsti á fundinum þeim tilraunum sem fyrirtækið hefur gert á áframeldi á þorski um fjögurra ára skeið, að sögn Guðjóns, til að drýgja veiðiheimildir félagsins. Hann segir að nú sé miðað við að veiða um tveggja kílóa fisk í dragnót í maí og júní, stríðala hann í sjókvíum í fjóra til fimm mánuði en svelta síðan í fjórar til fimm vikur áð- ur en fiskinum er slátrað. Fiskurinn hefur að mestu verið alinn á loðnu en einnig með sandsíli og afskurði af steinbít frá frystihúsi félagsins. Guð- jón sagði að vinnslu- og gæðamæling- ar RF bendi til að vinnslunýting eld- isþorsks sé umtalsvert betri en villts þorsks. Eldisþorskurinn hefur aðal- lega verið flakaður og saltaður og sagði Guðjón að flökin væru mjög hvít og þykk en nokkuð hafi borið á losi. Flökin hafa einkum verið seld til Spánar og sagði Guðjón að engar kvartanir hefðu borist frá markaðn- um vegna þeirra. Síðastliðið vor voru veiddir rúm- lega 17.500 fiskar til eldis í Tálkna- firði. Guðjón sagði að vöxturinn væri góður en reynslan sýndi að gera mætti ráð fyrir allt að 120% þyngd- araukningu. Það sem einkum verði að varast sé að fóðra þorskinn ekki of mikið, enda virðist hann ekki kunna sér magamál. Þorskurinn verði mjög viðkæmur þegar hann hafi étið mikið í langan tíma og reynslan sýni að við slíkar aðstæður drepist jafnan stærri fiskurinn. Guðjón sagði að þrátt fyrir að nokkur reynsla hefði hlotist af eld- inu væri ljóst að enn væri ótal spurn- ingum ósvarað. Í eldinu væru þó miklir möguleikar fyrir félagið og byggðarlagið. Hann varaði þó við að farið yrði of geyst í þessum efnum. „Maður sér fyrir sér að margir vilji verða ríkir af áframeldi á þorski. Það er að mínu mati gott fyrir þjóðarbúið þegar eldi á þorski verður orðið um- talsvert en til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt að fara varlega og tryggja gott samstarf eldisaðila, rannsóknaraðila og viðkomandi ráðu- neytis strax í upphafi og tryggja með því að ekki fari allt á annan endann eins og oft áður,“ sagði Guðjón. Kynbætur eru lykil- atriði í þorskeldi Morgunblaðið/Kristinn Frá fundi Samtaka verslunarinnar um framtíð þorskeldis á Íslandi. Íslendingar eru þó ekki að missa af þorskeldis- lestinni SAMKVÆMT úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. september hefur bú Brims hf., áður Heimilistæki hf., verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fé- lagið átti og rak verslanirnar Euron- ics í Smáralind og Kringlunni og verslunina Takt í Ármúla. Sigurmar K. Albertsson hrl. hefur verið skipaður skiptastjóri og verður skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins haldinn á skrif- stofu hans í Lágmúla 7 í Reykjavík 17. janúar næstkomandi. Bú Brims hf. tekið til gjald- þrotaskipta ♦ ♦ ♦ 3. - 6. okt. Fjölskyldudagar Fjölskyldu tilboð á veitingastöðum Kringlunnar. Dagskrá föstudags: Krakkar frá Dansíþróttadeild Hafnarfjarðar sýna freestyle og samkvæmisdansa kl. 16.30 og 17.30 Snuðra og Tuðra skemmta krökkunum kl. 17.15 á torginu á 1.hæð. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 1 89 32 09 /2 00 2 Allir sem koma í Ævintýralandið fá íspinna, leikfang, blöðru og afsláttarmiða í bíó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.