Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Pipar og Salt 15 ára
Afmælistilboð
15 ára gamalt verð
frá 195 kr.
í þessari viku fimmtud., föstud.
og laugardag.
Allar gerðir af
Walkers smjörkexi
tveir fyrir einn
í þessari viku fimmtud.,
föstud. og laugard.
Sérhönnuð
Bridgewater afmæliskanna
áður verð 1.495 kr
nú 750 kr
1 kanna á hvern viðskiptavin.
Allar gerðir af marmelaði og sultutaui
frá Elsenhams
15% afmælisafsláttur
af öllum öðrum vörum
frá 3. -12. október 2002
Tilboð gilda meðan
birgðir endast
BÆJARSTJÓRNARMEIRI-
HLUTINN í Hafnarfirði hefur
unnið frækinn sigur yfir myrkra-
öflunum. Óvíst er hvort sá sigur er
nokkuð minni en sjálfur kosninga-
sigurinn í vor. Fyrrverandi meiri-
hluti hafði selt börn Hafnfirðinga í
hendur óprúttinna þrjóta. Þjóðin
varð skelkuð þegar fréttist að
hafnfirsk börn ættu að verða til-
raunadýr. Tilraunadýr í ráða-
bruggi fyrri meirihluta um einka-
rekstur. Tilraunadýr síðan í
einhverri indverskri siðferðisinn-
rætingu. Fyrir kosningarnar lof-
uðu frambjóðendur núverandi
meirihluta að bundinn yrði endi á
tilraunastarfsemina. Nú hafa þeir
efnt loforðið og öllum er létt.
Öllum er létt og allir eru mjög
þakklátir meirihlutanum í Hafn-
arfyrði fyrir afrekið. Stemmningin
er eins og í ævintýrunum þegar
Rauðhetta og amma hennar og
kiðlingar og gott ef ekki grísir líka
bjargast úr belg vonda úlfsins.
Mikil hamingja er fólgin í því að
bjarga öðrum og ekkert er
ánægjulegra en að bjarga börnum.
Meirihlutinn í Hafnarfirði hlýtur
að vera hamingjusamasti meiri-
hluti í heimi.
Við skulum þó vera sanngjörn.
Gleymum því ekki að við björgun
barnanna létu fleiri hetjur til sín
taka. Gleymum t.d. ekki fræðslu-
stjóranum í Hafnarfirði. Án hans
hefðu sjálf illvirkin aldrei verið af-
hjúpuð. Hann upplýsti hver glæp-
urinn nákvæmlega var. Hann var
sá að þetta vonda fólk hafði ekki
fyllt út eyðublöðin frá honum. Að-
eins einni af 27 spurningunum
hans hafði illþýðið svarað. Að vísu
er rétt að einn bjáni getur spurt
svo að tíu spekingar geti ekki
svarað, en líkindafræðilega er frá-
leitt að ætla að heill fræðslustjóri í
Hafnarfirði geti spurt 26 ósvar-
averðra spurninga af 27. Þetta
upplýsti fræðslustjórinn við meiri-
hlutann og meirihlutinn sagði
þetta minnihlutanum sem auðvitað
hefði átt að viðurkenna að jafnvel
hafnfirskur fræðslustjóri hlyti að
geta spurt þó ekki væri nema
tveggja spurninga af viti af 27.
Gleymum heldur ekki hetjunum
meðal kennaranna sem voru til-
búnir að fórna starfi og stöðu fyrir
björgun barnanna. Slík fórnfýsi er
því miður fátíð á vorum dögum.
Sérstakan kjark þarf til að fórna
starfsframa sínum og standa uppi
atvinnulaus og allslaus vegna bar-
áttu fyrir málstað. Þetta gerði
helmingur kennaraliðsins. Án
minnstu vonar um að sjá vinnu-
staðinn sinn nokkurn tíma aftur
afhentu ellefu kennarar fjölprent-
uð uppsagnarbréfin sín nákvæm-
lega strax og gengið hafði verið að
öllum kröfum þeirra … um vel-
ferðarmál barnanna.
En hér kemur dáð á móti dáð.
Meirihlutinn í Hafnarfirði hefur
alveg óvænt og af stakri gæsku
sinni sett þessa píslarvotta aftur
til fyrri starfa. Sá gjörningur hlýt-
ur að hafa komið þeim gleðilega á
óvart. En sérstaklega er þetta
gleðilegt fyrir börnin því meiri-
hlutinn hlýtur að hafi gengið að
helstu kröfu kennaranna þeirra, –
kröfunni um minna vinnuálag.
Vinnuálag á kennara er sem kunn-
ugt er mikil ógæfa fyrir börn. Best
þykir börnum að kennarinn þurfi
ekki að vinna neitt. Það er þess
vegna sem þau hlakka til jólanna
og öskudagsins.
Ekki má heldur gleyma hetju-
dáð formanns kennarasambands-
ins sem af pólitískri óeigingirni
hefur lagt nótt við dag í þessu
máli. Hann skilur það mikla hags-
munamál fyrir kennarana í landinu
að aðrir en bæjarstjórnarmeiri-
hlutar verði ekki til þess að keppa
um vinnuafl þeirra. Langstærsta
hagsmunamálið er auðvitað að
þeim verði forðað frá að gerast
sínir eigin vinnuveitendur í skólum
sem þeir rækju sjálfir. Formað-
urinn veit sem er að ellefumenn-
ingarnir í Hafnarfirði myndu aldr-
ei hafa slíkt af … vegna
vinnuálagsins. Honum hlýtur síðan
að hlotnast sérstakt hrós fyrir að
styðja kennarana í Hafnarfirði
gegn þeirri niðurlægingu að þurfa
endrum og sinnum að tala út-
lensku á fundum. Hlutverk hans er
jú að afla kennurum launa í samn-
ingum – ekki síst fyrir háskóla-
gráðurnar sem þeir skarta – en
forða þeim jafnframt frá að þurfa
að sanna að þeir hafi lært nokkuð.
En auðvitað á meirihlutinn skilið
mesta hrósið í þessu dásamlega
samsæri. Það á hann skilið fyrir
herkænsku sína. Hann lofaði, aug-
ljóslega, ráðnum kennurum Ís-
lensku menntasamtakanna þeim
mun tryggari vinnu og þeim mun
betri kjörum að samsærinu loknu
sem þeir svikjust rækilegar að
fyrri vinnuveitendum sínum. Þetta
er klassísk aðferð í öllu umsátri.
Þannig féll Sýrakus sem Arkime-
des hafði varið með snilligáfu sinni
í átta mánuði: Einum varðmanna
virkisgarðanna var mútað til svika.
Til hamingju með afrekið, meiri-
hluti í Hafnarfirði!
Allt fyrir börnin!
Eftir Gunnlaug
Sigurðsson
„Mikil ham-
ingja er fólg-
in í því að
bjarga öðr-
um og ekk-
ert er ánægjulegra en
að bjarga börnum.“
Höfundur er lektor við
Kennaraháskóla Íslands.
Í ÞEIRRI þjóðfélagsumræðu
sem fram hefur farið undanfarið
hefur borið hvað mest á vanda heil-
brigðiskerfisins, lón eða ekki lón,
hugsanlegar aðildarviðræður að EB
o.fl.
En mitt í öllu þessu kemur enn
einu sinni fram í dagsljósið vandi sí-
brotamanna og mikið geðfatlaðra.
Í september er síbrotamaður, ný-
sloppinn úr fangelsi, sex daga í röð
handtekinn grunaður um innbrot á
jafnmörgum stöðum í Reykjavík. Af
öllum stöðum brýst hann inn á
Biskupsstofu og skrifstofu Fangels-
ismálastofnunar. Það skyldi þó
aldrei vera að þessir staðir væru
táknrænir fyrir vanda þessa
manns? Að koma sér inn á þessa
staði sé fyrst og fremst ákall eftir
hjálp. Neikvæð athygli er betri en
engin. Þrátt fyrir allar þessar
gjörðir er ekki talin ástæða til að
koma þessum manni til hjálpar en
það er kannski það sem hann vill
helst af öllu.
Fimmtudagskvöldið 26. septem-
ber er 65 ára gamall karlmaður
myrtur í Reykjavík. Mikið geðfatl-
aður maður á reynslulausn er grun-
aður um þann verknað. Upplýst
hefur verið að hinn grunaði hefur
hvað eftir annað hrópað á hjálp. En
alls staðar er komið að lokuðum
dyrum. Enginn telur sig í stakk bú-
inn til að veita þá hjálp sem til þarf.
Það er skelfilegt til þess að vita að
þetta voðaverk þurfti til að ákalli
um hjálp verði nú örugglega sinnt.
Í annað skipti á stuttum tíma verð-
ur mikið veikur einstaklingur
manni að bana.
En hvað er til ráða? Þegar stórt
er spurt verður stundum fátt um
svör. Eitt er víst að þessi mál varða
okkur öll, hvar í þjóðfélagsstétt sem
við stöndum. Hvað varðar síbrota-
menn þyrftu þeir að fá flýtimeðferð
í dómskerfinu og síðan langtíma-
meðferð til að skila þeim sem betri
mönnum aftur út í þjóðfélagið. Með
öllum tiltækum ráðum verður að
tryggja það að almenningur geti
um frjálst höfuð strokið fyrir mönn-
um sem svo er ástatt fyrir.
Sá er þetta ritar telur að nú sé
lag til að gera eitthvað róttækt í
málum mikið geðfatlaðra. Oft hefur
þessi þjóð staðið frammi fyrir mikl-
um vanda og brugðist við með mik-
illi samstöðu og samhug. Bíðum
ekki lengur með aðgerðir í þessum
grafalvarlega málaflokki. Íslensk
þjóð hefur ekki efni á að sjá á eftir
fólki falla í valinn fyrir eigin eða
annarra hendi.
Hróp á hjálp
Eftir Sturlu
Þorsteinsson
„Bíðum ekki
lengur með
aðgerðir í
þessum
grafalvar-
lega málaflokki.“
Höfundur er grunnskólakennari.
Bankastræti 3, s. 551 3635
Póstkröfusendum
BIODROGA
snyrtivörur
unnar úr lífrænt
ræktuðum jurtum
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
Bjarg - Akranesi