Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, hefur að tillögu Rann- sóknarnefndar flugslysa, RNF, ákveðið að skipa sérstaka rannsókn- arnefnd innlendra og erlendra sér- fræðinga til að rannsaka orsakir flugslyssins er varð í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000. RNF hefur jafn- framt ákveðið að víkja sæti við með- ferð þessa máls, „svo enginn vafi leiki á hlutleysi rannsóknarinnar“, eins og segir í tilkynningu sem sam- gönguráðuneytið sendi frá sér í gær. Hyggst ráðherra kynna skipun nefndarinnar á næstunni. Samgönguráðherra fékk sl. mánu- dag í hendur skýrslu bresku sér- fræðinganna en í henni kom fram gagnrýni á ýmis atriði rannsóknar- innar. Aðstandendurnir fóru fram á það við ráðherra að ný rannsókn færi fram. Samgönguráðherra sendi skýrsl- una til umsagnar RNF og Flugmála- stjórnar. Barst ráðherra umsögn RNF í gær. Þar fer nefndin þess á leit við ráðherra að skipuð verði sér- stök rannsóknarnefnd, innlendra og erlendra sérfræðinga, sem falið verði að skila sem fyrst mati á nið- urstöðu í skýrslu RNF um flugslysið og eftir atvikum koma fram með aðr- ar mögulegar skýringar á slysinu, svo og viðbótarábendingar í öryggis- átt. Nefndinni stýrt af innlendum aðila Sturla Böðvarsson segist taka fullt tillit til ábendinga Bretanna en hann vildi ekki á þessu stigi tjá sig um ein- staka þætti í skýrslu þeirra. Full ástæða hefði hins vegar verið til að skipa rannsóknarnefnd. Að sögn Sturlu koma fimm menn til með að skipa þessa rannsóknar- nefnd og er reiknað með að innlend- ur aðili stýri henni. Aðspurður hvaða ábendingar Bretanna væru helstar sem taka þyrfti tillit til sagði Sturla að vakið hefðu sérstaka athygli þau atriði sem sneru að mótor vélarinnar sem fórst. Skoða þyrfti það mál nánar. „Miklu skiptir að komast til botns í þessu máli þannig að ekki verði frek- ari deilur um það. Við þurfum að sjálfsögðu að taka tillit til þess að vinna nefndarinnar getur orðið um- fangsmikil og muni kosta nokkra fjármuni. Leitað verður leiða til að standa undir þeim kostnaði,“ sagði Sturla. Fram kom í máli ráðherra að von væri á breytingum á lögum um RNF í kjölfar úttektar Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar (ICAO) sl. vor á starfsemi nefndarinnar og Flug- málastjórnar. ICAO hefði skilað ráðuneytinu ýmsum tillögum að úr- bótum á sviði flugmála hér á landi. Minnti Sturla jafnframt á að strax eftir rannsókn á flugslysinu hefði verið brugðist við athugasemdum RNF og ábendingum ICAO. Loft- ferðalögum hefði verið breytt og reglur Flugöryggissamtaka Evrópu, JAA, tekið gildi um kröfur á hendur minni flugfélögum. Í greinargerð Rannsóknarnefndar flugslysa kemur fram gagnrýni á skýrslu Bretanna. Segir þar að mat Bretanna sé í veigamiklum atriðum vafasamt og styðjist oft ekki við fyr- irliggjandi gögn eða staðreyndir eða sé jafnvel byggt á misskilningi. Því miður verði umsagnir þeirra og til- lögur því ekki á rökum reistar. Viðbrögð samgönguráðherra vegna breskrar skýrslu um flugslysið í Skerjafirði Ný rannsókn- arnefnd skipuð  Mat Bretanna/11 BLEIKUR litur leikur nú um Perluna í Reykjavík eftir að skyggja tekur. Tilefnið er ár- veknisátak um brjóstakrabbamein og verða næstu daga seldir trefl- ar til stuðnings verkefninu. Það var Vigdís Finnbogadóttir, vernd- ari Krabbameinsfélags Íslands, sem kveikti á lýsingunni um kvöldmatarleytið í gær. Átakið mun standa allan mán- uðinn en Perlan verður bleik fram á sunnudag, lýst upp með 48 ljóskösturum til viðbótar þeim sem fyrir eru og voru settar bleikar filmur á alla kastarana. Með þessum hætti verður vakin athygli á átakinu víða um heim og verða mannvirki í fjölmörgum borgum lýst upp, m.a. Empire State-byggingin í New York. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skuggar í bleikri birtu LANDSPÍTALINN fær 1.200 millj- ónir króna í frumvarpi til fjárauka- laga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Fjárveitingin er til að mæta uppsöfnuðum halla á rekstri spítal- ans, en um mitt þetta ár var áætlað að hann yrði 1.144 milljónir. Inni í þessari tölu er 306 milljóna króna halli vegna svonefndra S-merktra lyfja. Alls er gert ráð fyrir að út- gjöld heilbrigðisráðuneytisins á yf- irstandandi ári aukist um nærri þrjá milljarða króna frá fjárlögum vegna hallareksturs sjúkrastofnana og sjúkratrygginga. Áætlað er að hagræðingaraðgerð- ir innan Landspítalans á síðari hluta árs muni skila 86 milljónum og rekstrarhalli ársins verði því um 1.058 milljónir. Þá er óskað eftir 90 milljóna króna fjárveitingu til greiðslu á uppsöfnuðum frítökurétti lækna á sjúkrahúsinu til ársloka 2001. Frítökurétturinn fram að þeim tíma nemur alls 441 milljón króna og samkvæmt bókun í kjarasamningi milli Læknafélags Íslands og fjár- málaráðherra frá 2. júlí sl. eiga þeir sem hlut eiga að máli rétt á því að fá greiddan sem nemur þriðjungi við- urkennds réttar eða 147 milljónir. Í frumvarpinu er gerð tillaga um að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fái 108 milljónir til viðbótar, St. Jós- efsspítali 24,5 milljónir og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 28,5 milljónir. Lyfjaútgjöld aukast mikið Í frumvarpinu kemur fram að út- gjöld vegna lyfja hafa aukist mikið á árinu og er lagt til að fjárveitingar til að mæta þeim verði auknar um 677 milljónir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að út- gjöld félagsmálaráðuneytisins auk- ist um 1,4 milljarða. 513,4 milljarðar eiga að fara til Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga, 500 milljónir til Atvinnu- leysistryggingasjóðs vegna aukins atvinnuleysis og 300 milljónir til Ábyrgðasjóðs launa. Alls er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs hækki um 7,3 milljarða króna á þessu ári frá fjárlögum og tekjur um 5,7 milljarða. Tekjuskatt- ar einstaklinga skila tæplega fjög- urra milljarða króna meiri tekjum en áætlað var og tekjuskattur fyr- irtækja er talinn verða einum millj- arði hærri en á fjárlögum. Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram á Alþingi Landspítali fær 1.200 milljónir til viðbótar  Tekjur hækka/6 EKIÐ var á ellefu ára stúlku á gatnamótum Bæjarbrautar og Hofs- staðabrautar í Garðabæ um sjöleytið í gærkvöldi. Stúlkan var flutt á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Reykjavík, en hún slasaðist í andliti, að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði. Ekið á barn ♦ ♦ ♦ LANDSBANKI Íslands og Ís- landsbanki standa sameiginlega að lánveitingu til Columbia Ventures Corporation, móðurfélags Norður- áls. Samningurinn um sambanka- lánið, sem er til fimm ára, hljóðar upp á allt að fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða jafngildi um 4,3 milljarða íslenskra króna. Gerir fjárfestingu hér á landi og erlendis mögulega Kenneth Peterson, eigandi Col- umbia Ventures Corporation, hef- ur stofnað eignarhaldsfélag hér á landi, Iceland Holdings, en það mun halda utan um fjárfestingar Columbia Ventures Corporation utan Bandaríkjanna. Peterson seg- ir að sambankalán íslensku bank- anna muni gera Columbia Vent- ures kleift að fjárfesta bæði hér á landi, þar sem aðstæður fyrir at- vinnulífið séu góðar, svo og erlend- is. Peterson er þegar með nokkur fjárfestingarverkefni í undirbún- ingi, s.s. fjárfestingu í sæstreng fyrir fjarskipti á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Samkomulag um kaup á strengnum og öðrum tækjabúnaði hefur þegar tekist en það er hins vegar háð samþykki gjaldþrotadómstóls í Ameríku. Þá segir Peterson að áfram verði kannaðir möguleikar á fjár- festingum á íslenskum fjarskipta- markaði. Veita allt að 4,3 millj- arða sam- bankalán  Jákvætt umhverfi/20 Landsbanki, Íslands- banki og Columbia Ventures Corporation TALSVERÐ skjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli und- anfarið líkt og venja er á þess- um árstíma. Skjálftarnir hafa farið upp í 2,5 á Richter, að sögn Stein- unnar Jakobsdóttur jarð- skjálftafræðings. Steinunn segir skjálftana vera um tuttugu á sólarhring. Talið er að virknin sé vegna minna fargs á jöklinum. Jök- ullinn bráðnar yfir sumarið, meira vatn er í kerfinu og því er talið að jarðskjálftavirknin sé mest á tímabilinu frá júlílokum til nóvember. Stein- unn segir virknina ekki neitt til að hafa áhyggjur af, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Skjálfta- virkni í Mýr- dalsjökli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.