Morgunblaðið - 04.10.2002, Blaðsíða 28
Sambíóin og Háskólabíó frumsýna
Insomnia með Al Pacino, Robin
Williams, Hilary Swank, Maura
Tierney, Jonathan Jackson, Martin
Donovan og Paul Dooley.
ÞAÐ eru hvorki færri né fleiri
en þrír Óskarsverðlaunahafar
sem skartað er í sakamála-
myndinni Insomnia, sem frum-
sýnd verður í dag. Það eru Al
Pacino, Hilary Swank og Robin
Williams, sem nú í fyrsta skipti
á löngum kvikmyndaferli leikur
skúrk og óþokka. Insomnia er
nýjasta kvikmyndin frá leik-
stjóranum Christopher Nolan,
sem síðast leikstýrði Memento.
Al Pacino leikur Will Dormer,
harðsnúinn lögreglumann frá Los
Angeles sem fær það verkefni ásamt
félaga sínum Hap að fara til smá-
bæjar í Alaska þar sem sólin sest
aldrei á sumrin, til að leysa úr
óvenjulegu morðmáli og hafa hendur
í hári afar snjalls raðmorðingja.
Sautján ára stúlka hefur þar verið
myrt á óhugnanlegan hátt. Þá Dorm-
er og Hap grunar fljótt að morðing-
inn sé hinn einræni skáldsagnahöf-
undur Walter Finch (Robin
Williams) og ákveða að veita honum
eftirför. Þegar komið er í klettótta
og þokukennda strönd missir Dorm-
er sjónar af félaga sínum, sem hverf-
ur í þokuna. Skothvellur heyrist og
Hap er allur. Í kjölfarið þarf Dormer
að stríða við ýmsar sálrænar tilfinn-
ingar, sem snúast m.a. um ábyrgð-
artilfinningu og samviskubit yfir fé-
laga sínum og á meðan leikur
kötturinn sér að músinni eða óþokk-
inn sér að löggunni. Sér til fulltingis
fær Dormer aðstoð frá lítt reyndri
en næmri lögreglukonu, sem flækist
samstundis inn í þann vef sem hinn
grunaði morðingi er að spinna.
George Clooney, Steven Soder-
bergh, Paul Junger Witt og Ed
McDonnell eru aðalframleiðendur
myndarinnar og handritshöfundur
er Hillary Seitz. Leikstjórinn
Chris Nolan, sem fæddur er í
Lundúnum og hóf sinn kvik-
myndaferil sjö ára gamall með
því að búa til myndir á 8mm
tökuvél föður síns, segir að að-
alleikarinn þurfi að kljást við
áskoranir af ýmsu tagi. Fyrir
utan erfiðan andstæðing og þá
sálrænu leiki, sem hann kjósi
að tefla fram, bjóði umhverfið
í norðri honum að sama skapi
birginn með birtu alla daga og
allar nætur með tilheyrandi
svefnleysi og sálrænum trufl-
unum.
Þess má að lokum geta að
Insomnia var upphaflega norsk kvik-
mynd, sem frumsýnd var árið 1997.
Upp frá því ákváðu bandarískir
framleiðendur að gera úr henni
Hollywood-útgáfu.
Leikarar: Al Pacino (Scent of a Woman,
Any Given Sunday, And Justice for All);
Robin Williams (Good Will Hunting,
Mrs. Doubtfire, Toys); Hilary Swank
(Boys Don’t Cry, Affair of the Necklace,
The Gift); Maura Tierney (Instinct, Liar
Liar, Primary Colors); Jonathan Jackson
(Deep End of the Ocean, The Prisoner);
Martin Donovan (Portrait of a Lady, Liv-
ing Out Loud); Paul Dooley (The Pract-
ice, A Perfect Couple). Leikstjóri:
Christopher Nolan.
Will Dormer (Al Pacino) grunar að Walter
Finch (Robin Williams) sé morðinginn.
Hendur í hári raðmorðingja
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GAMANMYNDIN Orange County
fjallar um Shaun Brumder, sem leik-
inn er af Colin Hanks, syni Tom
Hanks. Hann er menntskælingur
sem æstur er í að komast sem lengst
frá brimbrettaaulum og búgörðum
appelsínusýslunnar sem hann býr í.
Hann hefur fyrir löngu einsett sér
að stunda nám við hinn virta Stan-
ford-háskóla, allt frá því að hann las
verk prófessors Marcusar Skinner,
enda er árangur hans úr mennta-
skóla alveg nógu góður til að fleyta
honum inn í þennan virta háskóla og
vel það. Það kemur því Shaun eðli-
lega sem þruma úr heiðskíru lofti
þegar honum berst höfnunarbréf frá
Stanford, enda bregst hann ókvæða
við og hefur rannsókn á málinu.
Fljótlega kemst hann að því að hið
annars hugar starfslið menntaskól-
ans hafði í misgáningi sent háskól-
anum upplýsingar um rangan nem-
anda og eru nú góð ráð dýr. Shaun
hefur nú aðeins sólarhring til að
koma réttum upplýsingum til skila
og með hjálp kærustunnar sinnar,
Ashley, og iðjuleysingjans og vit-
leysingsins bróður síns, Lance, legg-
ur hann af stað til Stanford-háskóla
staðráðinn í að komast þar að með
öllum tiltækum ráðum. Aðalleikar-
inn Colin Hanks kom fyrst fram á
hvíta tjaldinu í mynd föður síns That
Thing You Do árið 1996 og er hér í
fyrsta sinn í aðalhlutverki. Hann var
tilnefndur til MTV-kvikmyndaverð-
launanna árið 2002 fyrir óvæntustu
frammistöðu karlleikara á árinu.
Kærustuna Ashley leikur svo
Schuyler Fisk, sem er dóttir leik-
konunnar Sissy Spacek.
Leikstjóri myndarinnar er hinn
ungi Jake Kasdan, sem gerði m.a.
Zero Effect. Faðir hans er leikstjór-
inn, framleiðandinn og handritshöf-
undurinn Lawrence Kasdan, en eftir
hann liggja myndir á borð við The
Accidental Tourist, Body Heat og
The Big Chill auk handrita að ekki
ómerkari myndun en Star Wars,
The Empire Strikes Back, Return of
the Jedi og The Raiders of the Lost
Ark. Kasdan yngri og handritshöf-
undur Orange County, Mike White,
hafa m.a. getið sér gott orð í banda-
rísku sjónvarpi fyrir hina óhefð-
bundnu gamanþætti Freaks and
Geeks sem þeir hafa unnið að í sam-
einingu á síðustu misserum.
Leikarar: Colin Hanks (Get Over It,
Whatever it Takes, That Thing You Do);
Jack Black (High Fidelity, Shallow Hal);
Catherine O’Hara (Beetlejuice, Home
Alone); John Lithgow (Cliffhanger,
Shrek); Schuyler Fisk (Snow Day,
Skeletons in the Closet, My Friend Joe);
Kevin Kline (A Fish Called Wanda,
Dave). Leikstjóri: Jake Kasdan.
Colin Hanks og Schuyler Fisk
leika ungt par í Orange County.
Staðráðinn í að
feta menntaveginn
Laugarásbíó frumsýnir Orange County
með Colin Hanks, Jack Black, Catherine
O’Hara, John Lithgow, Schuyler Fisk og
Kevin Kline.
koma í ljós hvort aðalsöguhetjan
myndi drepa besta vin sinn fyrir þjóð-
ina.
Hér er á ferðinni spennumynd í
leikstjórn Johns Woo, sem síðast leik-
stýrði Tom Cruise í Misson: Imposs-
ible 2, en hann hefur auk þess komið
að leikstjórn fjölda annarra kvik-
mynda. Nefna má Broken Arrow með
John Travolta og Christian Slater og
Face/Off með John Travolta og Nicol-
as Cage. Woo, sem er fæddur árið
1946 og er af kínversku bergi brotinn,
STRÍÐSMYNDIN Windtalkers, sem
frumsýnd verður í dag, er byggð á
sannsögulegum atburðum úr seinni
heimsstyrjöldinni, en þá notuðu
Bandaríkjamenn svokallað Navajo-
dulmál sem engar aðrar þjóðir heims
kunnu að ráða í. Af þeim sökum þurfti
að passa sérlega vel upp á það að sá
sem kunni dulmálið myndi ekki falla
lifandi í óvinahendur.
Til að tryggja það var ávallt einn
hermaður látinn fylgja hverjum og
einum Navajo-hermanni og var hon-
um skylt að skjóta hann næðu óvin-
irnir til hans. Myndin fjallar einmitt
um tvo slíka hermenn, Ben Yahzee,
sem leikinn er af Adam Beach, og Joe
Enders, sem leikinn er af Óskars-
verðlaunahafanum Nicolas Cage.
Þeir lenda í heljarinnar vandræðum á
bak við óvinalínur. Það á svo eftir að
hóf sinn kvikmyndaferil í heimaland-
inu við góðan orðstír en er þekktur
fyrir að nota fugla sem tákn í mynd-
um sínum.
Alison Rosenzweig, sem ásamt
Tracie Graham, John Woo og Ter-
ence Chang framleiddi myndina, seg-
ist hafa orðið uppnumin af hugmynd-
inni um að gera bíómynd um efnið um
leið og bróðir hennar, sem er fyrrum
stríðsmaður, sagði henni frá leyndar-
málinu um Navajo-dulmálið fyrir um
tíu árum síðan. Woo hefði frá upphafi
verið kjörinn til að leikstýra myndinni
þar sem hann hafi meðal annars átt að
baki frábærar myndir sem fjölluðu
um vináttu karlmanna. Handritið
skrifuðu þeir John Rice og Joe Batt-
eer. Dulmálið er talið hafa átt stóran
þátt í að Bandaríkjamenn unnu stríð-
ið við Japani, en eftir að Japönum
tókst í sífellu að brjóta á bak fjarskipti
Bandaríkjamanna, brugðu þeir á það
ráð árið 1942 að þjálfa sína menn í
Navajo-dulmálinu, sem byggt var á
þeirra eigin móðurmáli.
Leikarar: Nicolas Cage (8MM, Bringing
Out the Dead); Adam Beach (Mystery,
Alaska, Joe Dirt); Christian Slater (True
Romance, Broken Arrow); Peter Storm-
are (Dancer in the Dark, Armageddon);
Noah Emmerich (The Truman Show,
Beautiful Girls); Mark Ruffalo (You Can
Count on Me, Ride with the Devil); Brian
Van Holt (Black Hawk Down, Basic).
Leikstjóri: John Woo.
Stríðsmyndin Windtalkers er
byggð á sannsögulegum atburð-
um úr seinni heimsstyrjöldinni.
Vináttan fram
yfir þjóðarhag
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á
Akureyri frumsýna Windtalkers með
Nicolas Cage, Adam Beach, Christian
Slater, Peter Stormare, Noah Emme-
rich, Mark Ruffalo, Brian Van Holt og
Martin Henderson.
DAGANA 4. og 5. október stend-
ur Rannsóknastofa í kvennafræð-
um fyrir ráðstefnu um kvenna-
og kynjarannsóknir. Rætt verður
um kvikmyndir og kyngervi, of-
beldi, kvenfrelsishugmyndir 19.
aldar, líkamann, lífsýni, konur í
listum, ævisögur, heilsu kvenna,
vinnu og velferðarkerfið, svo fátt
eitt sé nefnt.
Það er rannsóknarstofa í
kvennafræðum sem stendur fyrir
ráðstefnunni og er þetta í þriðja
sinn sem slík ráðstefna er haldin
við Háskóla Íslands. Að sögn Erlu
Huldu Halldórsdóttur, eins skipu-
leggjenda, hefur undirbúningur
staðið í rúmt ár, og en um 60
fræðimenn taka þátt í ráðstefn-
unni sem skiptist í tólf málstofur.
Þar koma saman íslenskir og er-
lendirfræðimenn af ólíkum fræði-
sviðum og kynna nýjar og eldri
rannsóknir er tengjast kvenna-
og kynjafræðilegu sjónhorni á
einhvern hátt. „Á ráðstefnunni
mun fræðimönnum gefast tæki-
færi til að bera saman bækur sín-
ar, auk þess sem almenningur
getur kynnst þeim mörgu spenn-
andi rannsóknum sem verið er að
vinna á þessu sviði,“ segir Erla
Hulda.
Ráðstefnan verður sett í hátíð-
arsal aðalbyggingar Háskóla Ís-
lands kl. 14 í dag, föstudaginn 4.
október. Þar mun Rosi Braidotti,
heimskunnur heimspekingur og
prófessor við Utrecht-háskóla í
Hollandi, flytja fyrirlestur um
hnattvæðingu og kyn en að fyr-
irlestrinum loknum verða pall-
borðsumræður.
Málstofur ráðstefnunnar verða
haldnar í Odda, Háskóla Íslands,
og verða þær þrjár fyrstu síðdeg-
is á föstudaginn milli kl. 16.30 og
18. Þar á meðal verður málstofa
um kvikmyndir og kyngervi en
þar flytur erindi Anneke Smelik
kvikmyndafræðingur sem er
heiðursgestur ráðstefnunnar
ásamt Rosi Braidotti. Dagskrá
ráðstefnunnar hefst að nýju kl. 9
að morgni laugardags og standa
málstofur til kl. 15.15. Lýkur
dagskránni í stofu 101 í Odda þar
sem Helga Kress prófessor mun
flytja fyrirlesturinn Hlátur Hall-
gerðar.
Þess má geta að dagskrá ráð-
stefnunnar og útdrættir erinda
eru á heimasíðu Rannsóknastofu í
kvennafræðum www.hi.is/stofn/
fem. Aðgangur að ráðstefnunni
er ókeypis og öllum heimill.
Þing um kvenna- og kynjarannsóknir
Fræði úr ólíkum áttum
Morgunblaðið/Þorkell
Rosi Braidotti og Anneke Smelik eru komnar hingað til lands til að taka
þátt í ráðstefnu um kvenna- og kynjarannsóknir í Háskóla Íslands, en
báðar eru þær virtir fræðimenn á sínu sviði. Ráðstefnan hefst í dag með
fyrirlestri Braidotti í hátíðarsal háskólans kl. 14.
UM helgina verða tveir nýir söngv-
arar í hlutverki tónlistarkennarans
Don Basilios í sýningu Íslensku óp-
erunnar á Rakaranum í Sevilla eftir
Rossini. Upphaflega átti Viðar Gunn-
arsson að syngja í báðum sýningum
helgarinnar, en hann kemst ekki heim
til Íslands í tæka
tíð fyrir sýn-
inguna í kvöld og
því er það Jóhann
Sigurðarson sem
syngur hlutverk
tónlistarkennar-
ans, en Jóhann
mun einnig syngja
í sýningum í lok
október og byrjun
nóvember. Viðar
mun hins vegar
syngja hlutverkið frá og með morg-
undeginum og til 20. október, og svo
aftur helgina 8. til 10. nóvember.
„Ég er búinn að syngja þetta hlut-
verk ansi oft,“ segir Viðar, „bæði á
ítölsku og þýsku. Það er mikill munur
þar á – ítalskan er mun þjálli. Hjá
Rossini gengur músíkin oft mjög
hratt fyrir sig, og maður þarf að
syngja mörg orð á stuttum tíma; og
þá er nú ítalskan betri.
Fyrir mér er Don Basilio óttaleg
sleikja. Hann þarf að koma sér vel við
alla. Til að hann fái vinnu, þarf hann
að koma sér vel við báða keppinaut-
ana um ástir Rosinu. Hann hjálpar
öllum, bara ef hann fær greitt fyrir –
hann er gírugur, en það er gaman að
fást við þannig karakter.“
Jóhann Sigurðarson er leikari, en
færri vita kannski að hann á að baki
söngnám, bæði hér heima og á Ítalíu.
„Ég lærði í fimm, sex vetur hjá Sig-
urði Demetz í gamla daga og var svo
hjá Kristni Sigmundssyni í tvo vetur.
Ég var í Nýja Tónlistarskólanum hjá
Ragnari heitnum
Björnssyni, og var
bæði í tónfræði-
greinum og tón-
listarsögu og öðru
því sem tónlistar-
náminu fylgir.
Síðan hef ég alltaf
verið í söngtímum
annað slagið, og
fór svo loks til
Ítalíu fyrir tveim-
ur árum og var í
einn vetur. Ég er því búinn að vera
með annan fótinn í söngnum lengi.
Auk þess hef ég mikið verið að syngja
í söngleikjum í leikhúsinu. Í mínum
augum er Don Basilio svolítið fúl-
menni – hann leggur á ráðin fyrir dr.
Bartolo og er undirförull gaur. Það er
aldrei að vita með löngun hans til Ros-
inu – það er alveg flötur á því.“
Jóhann er alinn upp í tónlistarfjöl-
skyldu, móðir hans er tónlistarkenn-
ari og bróðir hans píanóleikari. Hann
segir tónlistina því alltaf hafa verið
ríkjandi í sínu uppeldi. „Mér finnst
óperan magnað form og þar finnur
maður skemmtilegar gamanóperur
eins og þessa og líka hádramatískt
efni. Ég held ég væri alveg til í að
prófa þetta oftar.“
Viðar og Jóhann
syngja Don Basilio
Viðar
Gunnarsson
Jóhann
Sigurðarson