Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 21
22,9%, ekki 28%
Í UNDIRFYRIRSÖGN á baksíðu
Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í
gær var sagt að Grandi hf. ætti 28% í
Haraldi Böðvarssyni hf., HB. Hið
rétta er, eins og fram kom í millifyr-
irsögn og texta, að Grandi á 22,9% í
HB. Jafnframt er rangt farið með
fjölda starfsmanna HB í skýringar-
mynd þar sem þeir eru sagðir vera
210 talsins. Hið rétta er 300 manns
líkt og fram kemur í texta fréttarinn-
ar.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
MÖRG ár eða áratugir geta liðið uns
seiðaeldi á þorski verður arðbært. Þó
ber að hefja nú þegar kynbætur og
þróun í seiðaeldinu til að missa ekki af
þorskeldislestinni. Þetta kom fram á
haustfundi útflutningsráðs Samtaka
verslunarinnar og Félags íslenskra
stórkaupmanna sem haldinn var í
gær.
Valdimar Ingi Gunnarsson sjávar-
útvegsfræðingur sagðist ekki telja að
Íslendingar væru að missa af þorsk-
eldislestinni. Arðsemi þorskeldis
væri enn sem komið er lítil sem engin,
enda væri þorskverð lágt og mikið
framboð af villtum þorski.
Valdimar sagði að framleiðsla
þorskseiða væri enn mjög takmörk-
uð, aðeins rúmlega ein milljón seiða á
síðasta ári, að langstærstum hluta í
Noregi. Framleiðsla á eldisþorski
hafi sömuleiðis verið mjög lítil og
aldrei farið yfir 1.000 tonn en Norð-
menn hafi þó framleitt um 600 tonn á
síðasta ári, aðallega í áframeldi.
Valdimar sagði að einkum væri
horft til þriggja eldisaðferða þegar
kæmi að þorskeldi. Hingað til hefði
mest verið veitt af villtum þorski til
að ala í sjókvíum, svokallað áframeldi,
en einnig mætti hugsa sér að veiða
seiði eða smáþorsk í strandeldi og
setja síðar í sjókvíar. Þriðja leiðin
væri síðan framleiðsla á seiðum sem
sett eru 1 til 5 gramma þung í stran-
deldi og í sjókvíar þegar þau hafa ná
allt upp í 500 gramma þyngd.
Valdimar sagði að kalla mætti Ís-
land jaðarsvæði þegar kæmi að fisk-
eldi, aðstæður til sjókvíaeldis væru
ágætar við Suðurland með tilliti til
hitastigs sjávar en þar væri hinsveg-
ar lítið skjól fyrir sjókvíarnar. Þessu
væri öfugt farið fyrir norðan land. Þá
væri samanburður við helstu sam-
keppnislönd óhagstæður þegar borið
væri saman hitastig sjávar en því
hærra sem hitastigið væri, því hrað-
ari væri vöxtur eldisfisksins. Valdi-
mar benti þó á að enn væri mjög lítið
vitað um vaxtarhraða eldisþorsks og
mikilla rannsókna þörf í þeim efnum.
Þó væri ljóst að finna þyrfti leiðir til
að auka vaxtarhraða þorsks við lágan
sjávarhita og þar væru kynbætur lyk-
ilatriði. Eins væri hægt að ná hraðari
framgangi með erfðabreytingum en
sú aðferð væri mjög umdeild. Þá væri
mikilvægt að þróa öflugar en jafn-
framt ódýrar sjókvíar til eldis við
sunnanvert landið þar sem sjávarhiti
væri meiri. Sömuleiðis væri mögu-
leiki á að framleiða stór ódýr seiði til
eldis við norðanvert landið.
Valdimar sagði að ef vel væri staðið
að veiðum og áframeldi á þorski yrði
það arðbært en til lengri tíma litið
mundi þetta eldisform ekki verða
samkeppnishæft við kynbættan eld-
isþorsk. Þó að matfiskeldi með eld-
isseiðum væri enn ekki arðbært,
mundi það takast með kynbótum og
þróun í seiðaeldi. Það gæti þó tekið
mörg ár og jafnvel áratugi.
Mikil þekking þegar til staðar
Rannveig Björnsdóttir, sérfræð-
ingur á Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins og lektor við Háskólann á Ak-
ureyri, lagði áherslu á það á
fundinum að hér á landi væri fyrir
mikil þekking á þorski, bæði hjá
rannsóknastofnunum og sjávarút-
vegsfyrirtækjum, sem byggja mætti
á í þorskeldi. Þá væri ennfremur fyrir
hendi þekking á fiskeldi og fisk-
vinnslu, sem og á fóðurvinnslu fyrir
fiskeldi, sem skapaði samkeppnis-
hæfni við önnur lönd. Hún sagði hins-
vegar gríðarmikið þróunarstarf
óunnið í þessu sambandi, sem krefð-
ist tíma og þolinmæði en ekki síst
þyrfti þorskeldi á að halda þolinmóðu
fjármagni enda ljóst að töluverður
tími mundi líða uns eldið færi að skila
hagnaði.
Þorskurinn kann sér ekki magamál
Guðjón Indriðason, framkvæmda-
stjóri Þórsbergs hf. á Tálknafirði,
lýsti á fundinum þeim tilraunum sem
fyrirtækið hefur gert á áframeldi á
þorski um fjögurra ára skeið, að sögn
Guðjóns, til að drýgja veiðiheimildir
félagsins. Hann segir að nú sé miðað
við að veiða um tveggja kílóa fisk í
dragnót í maí og júní, stríðala hann í
sjókvíum í fjóra til fimm mánuði en
svelta síðan í fjórar til fimm vikur áð-
ur en fiskinum er slátrað. Fiskurinn
hefur að mestu verið alinn á loðnu en
einnig með sandsíli og afskurði af
steinbít frá frystihúsi félagsins. Guð-
jón sagði að vinnslu- og gæðamæling-
ar RF bendi til að vinnslunýting eld-
isþorsks sé umtalsvert betri en villts
þorsks. Eldisþorskurinn hefur aðal-
lega verið flakaður og saltaður og
sagði Guðjón að flökin væru mjög
hvít og þykk en nokkuð hafi borið á
losi. Flökin hafa einkum verið seld til
Spánar og sagði Guðjón að engar
kvartanir hefðu borist frá markaðn-
um vegna þeirra.
Síðastliðið vor voru veiddir rúm-
lega 17.500 fiskar til eldis í Tálkna-
firði. Guðjón sagði að vöxturinn væri
góður en reynslan sýndi að gera
mætti ráð fyrir allt að 120% þyngd-
araukningu. Það sem einkum verði að
varast sé að fóðra þorskinn ekki of
mikið, enda virðist hann ekki kunna
sér magamál. Þorskurinn verði mjög
viðkæmur þegar hann hafi étið mikið
í langan tíma og reynslan sýni að við
slíkar aðstæður drepist jafnan stærri
fiskurinn. Guðjón sagði að þrátt fyrir
að nokkur reynsla hefði hlotist af eld-
inu væri ljóst að enn væri ótal spurn-
ingum ósvarað. Í eldinu væru þó
miklir möguleikar fyrir félagið og
byggðarlagið. Hann varaði þó við að
farið yrði of geyst í þessum efnum.
„Maður sér fyrir sér að margir vilji
verða ríkir af áframeldi á þorski. Það
er að mínu mati gott fyrir þjóðarbúið
þegar eldi á þorski verður orðið um-
talsvert en til þess að svo geti orðið er
nauðsynlegt að fara varlega og
tryggja gott samstarf eldisaðila,
rannsóknaraðila og viðkomandi ráðu-
neytis strax í upphafi og tryggja með
því að ekki fari allt á annan endann
eins og oft áður,“ sagði Guðjón.
Kynbætur eru lykil-
atriði í þorskeldi
Morgunblaðið/Kristinn
Frá fundi Samtaka verslunarinnar um framtíð þorskeldis á Íslandi.
Íslendingar eru
þó ekki að missa
af þorskeldis-
lestinni
SAMKVÆMT úrskurði héraðsdóms
Reykjavíkur frá 3. september hefur
bú Brims hf., áður Heimilistæki hf.,
verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fé-
lagið átti og rak verslanirnar Euron-
ics í Smáralind og Kringlunni og
verslunina Takt í Ármúla.
Sigurmar K. Albertsson hrl. hefur
verið skipaður skiptastjóri og verður
skiptafundur til að fjalla um skrá um
lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum
og réttindum búsins haldinn á skrif-
stofu hans í Lágmúla 7 í Reykjavík
17. janúar næstkomandi.
Bú Brims hf.
tekið til gjald-
þrotaskipta
♦ ♦ ♦
3. - 6. okt.
Fjölskyldudagar
Fjölskyldu tilboð
á veitingastöðum Kringlunnar.
Dagskrá föstudags:
Krakkar frá Dansíþróttadeild
Hafnarfjarðar sýna freestyle og
samkvæmisdansa kl. 16.30 og 17.30
Snuðra og Tuðra skemmta
krökkunum kl. 17.15 á torginu á 1.hæð.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
RI
1
89
32
09
/2
00
2
Allir sem koma í Ævintýralandið
fá íspinna, leikfang, blöðru og
afsláttarmiða í bíó.