Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 53 Vinsælasta íslenska myndin í ár ...Hafið rokkar ...Hér er á ferðinni stórkostleg upplifun... ...Íslenskt meistaraverk ...Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni ...Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu BH, Sánd SFS, kvikmyndir.is og horn.is HK, DV HJ, Mbl. 28.000 bíógestir! ARI Í ÖGRI Liz Gammon. BARBRÓ, Akranesi. Óli Palli. BARINN, Laugavegi 45, Kvenna- sveitin Rokkslæðan. BÍÓHÖLLIN, Akranesi Konsert, söngbók Gunnars Þórðarsonar kl. 21. CAFÉ AMSTERDAM Stuðsveitin Sólon spilar. CAFÉ CATALÍNA Sváfnir Sigurð- arsson. CAFÉ ROMANCE Andy Wells spila fyrir gesti. CATALÍNA Stórsveit Péturs Krist- jánssonar. FJÖRUKRÁIN Hljómsveitin Feðg- arnir leika fyrir dansi. GRANDROKK Maus og Tristian. Maus leikur m.a. efni af væntanlegri 10 laga plötu, þar sem m.a. er að finna titillagið „Musick“ sem fer í spilun á útvarpsstöðvunum einmitt í dag. GULLÖLDIN Svensen og Hall- funken. KAFFI KLETTUR, Biskupstungum. Diskórokktekið Dj Skugga-Baldur. KAFFI REYKJAVÍK Djasshátíð. Six- ties leikur fyrir dansi. KAFFI-LÆKUR, Hafn. Njalli í Holti. KAFFI-STRÆTÓ Blátt áfram. KAFFISETRIÐ Karaoke frá kl. 22 til 04, taílenskt kvöld. KRINGLUKRÁIN Mannakorn. LIONSSALURINN, Kópavogi Áhugahópur um línudans með dans- æfingu kl. 22. Elsa sér um tónlistina. O’BRIENS Guðmundur Pétursson og söngkonan Mæsí. ODD-VITINN, Akureyri Örvar Kristjánsson. PAKKHÚSIÐ, Selfossi Smack. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi Hunang. RÁIN, Reykjanesbæ Úlfar. SPORTKAFFI Big Foot þeytir skíf- um. SPOTLIGHT Dj Sesar í búrinu. STAPINN, Reykjanesbæ Bubbi Morthens og Hera kl. 21. VIÐ POLLINN, Akureyri Hljóm- sveitin Ljósbrá. VÍDALÍN Vítamín. VÍKIN, Höfn Papar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is EFTIR þögn er sérstæður titill á geisladiski. Hann gæti vísað í ein- hverja persónulega reynslu en líka einfaldlega í tónfræðimál; eftir þögn kemur tónn. Annars borgar sig ekkert að brjóta heilann um slíkt heldur njóta óvenju- legrar tónlistar- innar sem diskurinn hefur að geyma. Eftir þögn er nefnilega um margt óvenjulegur diskur. Þar er ekki fiskað eftir dægurvinsældum og ólíklegt er að tónlistin fái spilun á öldum ljósvak- ans, þar sem þó er hennar staður miklu fremur en í umræðu í dagblaði. Nema hugsanlega í sérstökum þátt- um um jaðartónlist sem Gufan ein heldur úti. Þessi tónlist verður varla þáttur í tilveru nema þeirra sem eiga því láni að fagna að fá diskinn beinlín- is upp í hendurnar – eða treysta þeim sem þetta skrifar og kaupa hann! Diskinn gera tveir af fremstu tón- listarmönnum þjóðarinnar, Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson. Þótt það sé nokkur aldursmunur á þeim er bakgrunnurinn ekki ólíkur. Báðir eru músíkmenntaðir og hafa snert á flestum stefnum. Skúli byrjaði í poppsveitum á Íslandi og var síðan heitur í bræðings- og heimssveitinni alþjóðlegu Full Circle en hefur síðan færst í átt til tilraunakenndari hluta og innhverfari. Sama má segja um Óskar, sem ungur vakti strax mikla athygli fyrir frísklega takta með ten- órsaxinn. Hann sló síðan í gegn þegar hann gekk til liðs við Mezzoforte og hljóðritaði með henni Monkey Fields. Keldulandið kom út í hittiðfyrra. Þar blæs hann nokkur af fallegustu lögum Jóns Múla heitins Árnasonar, ásamt Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, í útsetningum í anda naumhyggju og hver tónn á þar sína sögu. Það er þó enginn naumhyggjublær yfir Eftir þögn, nema helst bæklingn- um sem fylgir. Vissulega er þetta dúódiskur. Skúli leikur á bassagítar og Óskar á beinan tenórsaxófón. Tón- listin er aðgengileg og lagræn og með klassísku yfirbragði. Kannski lag- rænar stemningar. Á disknum eru stemningar, hver annarri styttri, sjö eftir Óskar, sex eftir Skúla og eina semja þeir saman. Sú stysta er 1 mín- úta og 19 sekúndur og heildarspilun- artími er rétt rúmlega hálftími. Eftir þögn hefur að geyma per- sónulega tónlist. Á diskahulstri segir líka að tónlistin hafi verið samin upp- haflega fyrir fjölskyldur og vini. Þetta persónulega og kannski líka naum- hyggjuna má svo lesa út úr nöfnum stemninganna: „Frið“, „Koma“, „Hún“, „Mammamma“, „Anna kveð- ur“, „Sætti“, „Höfnun“, „Mín ró“. Stundum svífur tregi yfir vötnum og stundum gáski en það er fyrst og fremst angurværðin, kyrrðin eftir þögnina og fyrsta flokks hljóðfæra- leikur sem gera þennan disk að góð- um vini. Tónlist Kyrrðin eftir þögnina SKÚLI SVERRISSON OG ÓSKAR GUÐJÓNSSON Eftir þögn Edda – miðlun og útgáfa Dúódiskur með tónlist eftir Skúla Sverris- son bassaleikara og Óskar Guðjónsson saxófónleikara, inniheldur fjórtán lög. Upptökur fóru fram í New York 2001 og í Salnum í Kópavogi 2001. Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.