Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 25 HERINN á Filippseyjum kenndi í gær múslímskum skæruliðum í Abu Sayyaf-hreyfingunni um sprengju- árás sem varð þremur mönnum að bana, þar á meðal bandarískum her- manni. Talið er að hópur borgarskæruliða hafi staðið að árásinni en sprenging- in varð fyrir utan krá í bænum Zamboanga á suðurhluta eyjanna. Þeir sem létust voru filippeyskur uppgjafahermaður, bandarískur hermaður og filippeyskur maður á vélhjóli, sem flutti sprengjuna að kránni. Ekki er þó talið að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða, heldur að sprengjan hafi sprungið aðeins fyrr en til stóð. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Fil- ippseyjum segja að náin tengsl hafi verið á milli Abu Sayyaf-hreyfingar- innar og al-Qaeda, hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens. Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, boðaði í gær til fundar með yfir- mönnum hersins og lögreglunnar þar sem rædd voru viðbrögð við hryðjuverkinu. Abu Sayyaf kennt um hryðjuverk Zamboanga. AFP. TYRKNESKUR dómstóll breytti í gær dauðadómi yfir kúrdíska uppreisnarforingjan- um Abdullah Öcalan í ævilangt fangelsi. Er sú ákvörðun rakin til þess að í ágúst samþykkti tyrkneska þingið miklar um- bætur á mannréttindalöggjöf- inni í því skyni að auðvelda síð- ar hugsanlega inngöngu Tyrk- lands í Evrópusambandið. Öcalan fór lengi huldu höfðu, aðallega í Sýrlandi, eða þar til fyrir fjórum árum þegar Tyrkir hótuðu Sýrlendingum hernaði framseldu þeir hann ekki. Deilt um fjár- mál flokka MIKIL gagnrýni hefur verið höfð uppi á Hægriflokkinn í Noregi fyrir að vera eini stjórn- málaflokkurinn í landinu sem neitar að gefa upplýsingar um fjármál einstakra flokksdeilda. Hafa talsmenn Framfara- flokksins ekki látið sitt eftir liggja í gagnrýninni en nú hefur verið vakin athygli á því að sjálfur lofar Framfaraflokkur- inn þeim sem gefa honum pen- inga algjörri nafnleynd. Var það raunar auglýst sérstaklega í blöðum fyrir kosningarnar á síðasta ári. Stóð að því félag sem nefnist „Vinir Framfara- flokksins“. Landssamtök stjórnmálaflokkanna verða að skýra frá fjármálum sínum en það á ekki við um einstakar flokksdeildir. Þess krefjast þó margir og hefur verið boðuð til- laga um það á þingi. Lögin brotin með kossi DÓMSTÓLL í Íran hefur skip- að fyrir um handtöku kunnrar leikkonu en hún er sökuð um „ósiðsemi á almannafæri“. Leikkonan, Gowhar Kheirand- ish, 47 ára gömul, braut það af sér að kyssa ungan leikstjóra um leið og hún afhenti honum verðlaun á kvikmyndahátíð í borginni Yazd. Sagt er að fólk hafi flykkst út á götur til að mótmæla þessu hneyksli en í hinu íslamska Íran er framferði af þessu tagi harðlega bannað. Annað hneyksli af sama toga er í uppsiglingu í borginni Ardebil en þar kyssti ung stúlka bæj- arstjórann á kinnina við vígslu almenningsgarðs. Sagði í einu blaði íhaldsmanna í Íran að guðhrætt fólk í borginni hefði orðið ævareitt þessu „klámi“, sem augljóslega væri ætlað að grafa undan íslam. 53% Dana trúa á guð MEIRA en helmingur Dana trúir á guð. Kemur það fram í könnun sem fræðimenn við Álaborgarháskóla hafa gert og ekki hefur enn verið birt opin- berlega. Er könnunin hluti af rannsókn í 25 löndum og verður hún birt þegar aðrar niðurstöð- ur liggja fyrir, að því er fram kemur í Kristeligt Dagblad. 53% Dana svöruðu því játandi að þeir tryðu á guð og er það hærra hlutfall en í Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi og Frakk- landi. Í Portúgal kváðust 92% trúa á guð, 86% í Póllandi og 84% í Bandaríkjunum. STUTT Öcalan í ævilangt fangelsi alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.