Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 4

Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 73 ÁRA gamall karlmaður var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjársvik, en hann dró sér um 7,9 milljónir króna af eignum há- aldraðrar og veikrar föðursystur sinnar þegar hann var lögráða- maður hennar frá árinu 1992 og þar til hún lést árið 2000. Hann er þriðji maðurinn sem er dæmdur fyrir að draga sér fé úr búi kon- unnar. Konan dvaldi á sjúkrahúsi frá 1991 og þar til hún lést. Í vott- orði læknis kemur fram að hún hafi verið með mjög lélegt skamm- tímaminni og gleymdi nær jafn- óðum því sem við hana var sagt. Var hún talin ófær um að sjá um sig sjálf. Frændi hennar, sem var dæmd- ur í gær, sagðist hafa verið henni afar náinn alla tíð. Eitt sinn þegar hann kom í heimsókn til hennar árið 1991 hafi hann séð bréf um að hún ætti 8,9 milljónir í dánarbúi bróður hennar sem lést í Kanada ári áður. Í ljós kom að konan hafði ekki fengið þessa peninga en þeg- ar hann kannaði málið kom í ljós að tveir menn á Íslandi höfðu tekið við þeim. Annar þeirra, hæstarétt- arlögmaður, var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur lögmannsréttindum í eitt ár en hinn hlaut 15 mánaða fang- elsi. Þetta fé og meira til notaði frændi konunnar síðan í eigin þágu. Handskrifað yfirlit með ólíklegum frádráttarliðum Eftir að dómur féll fól hann lög- manni að innheimta féð sem hinir tveir höfðu dregið sér og náðist að innheimta 7,1 milljón. Eftir að konan lést afhenti hann ættingjum hennar handskrifað bréf um að hann hefði fengið 8,8 milljónir af fjármunum hennar í hendur. Féð var sýnilega lítið ávaxtað og á móti settir ýmsir kostnaðarliðir sem ættingjum þótti fjarstæðukenndir. Aldrei skilaði hann peningunum og að lokum kærðu ættingjarnir hann til lögreglunnar. Maðurinn sagðist hafa ákveðið að leggja féð ekki inn á verð- tryggðan bankareikning heldur hafi hann sjálfur lánað féð og keypt hlutafé. Hann gat þó ekki tilgreint hverjum hann lánaði eða til hve langs tíma og ekkert af fénu hefur hann greitt til baka. Hann hélt því einnig fram að gögnum um útgjöld vegna kon- unnar hefði verið stolið í innbroti en engin gögn fundust hjá lög- reglu um að maðurinn hefði til- kynnt um innbrot. Hefði maðurinn lagt féð inn á verðtryggðan banka- reikning árið 1994 þegar hann tók við erfðafénu sem áður er getið, hefði það nú númið 15,7 milljónum króna. Fram kemur í dómnum að bú mannsins var tekið til gjald- þrotaskipta árið 1995. Engar eign- ir fundust en lýstar kröfur námu rúmlega 98 milljónum króna. Þá hefur hann áður verið dæmdur fyrir fjárdrátt. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari miðaði refsingu m.a. við að brotin stóðu yfir í langan tíma en virti manninum til máls- bóta að hann hefði gert gangskör að því að innheimta bróðurarf kon- unnar. Refsing var talin hæfileg 18 mánaða fangelsi. Skipaður verj- andi var Rúnar S. Gíslason en Sig- ríður Jósefsdóttir saksóknari sótti málið f.h. ríkissaksóknara. Sveik 7,9 milljónir út úr aldraðri og veikri frænku Þriðji maðurinn sem er dæmdur fyrir að draga sér fé úr búi konunnar SLÁTURTÍÐIN er nú að hefjast og því eflaust setið víða í eldhús- um landsins, keppir saumaðir, slátur hrært og falið upp. Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi, sem tók við sæti Árna Johnsen fyrir um ári, hvatti landsmenn til að taka slátur í umræðum á Alþingi á mánudag þar sem þingmenn ræddu dýrtíð á Íslandi og hátt matvöruverð. Sagði Kjartan að margir hverjir væru hættir að taka slátur, en slátur væri hollur matur, góður og ódýr. Ómar Pétursson, svæðisstjóri í kjötdeildinni í Hagkaupum í Skeifunni, segir að ummæli þing- mannsins hafi ekki haft sjáanleg áhrif á sóknina í slátur, ekki enn að minnsta kosti. Hann segir að salan hafi byrjað fyrir helgi. „Það hefur verið svolítið gott að gera í þessu og var salan góð í fyrra líka. Þetta fer hægt af stað en eykst svo,“ segir Ómar. Helst sé það eldra fólk sem kaupi slátur en margt ungt fólk virðist vera að taka slátur í fyrsta skipti og spyrji ráða um slát- urgerðina. Einnig sé algengt að dætur taki slátur með mæðrum sínum. „Þetta er rosalega góð bú- bót. Ég tek slátur sjálfur, finnst það góður matur.“ Segir Ómar að þrjú slátur ættu að duga í níu máltíðir fyrir fjögurra manna fjölskyldu ef allt hráefnið er not- að og bæði gerð lifrapylsa og blóðmör. Þrjú slátur kosti 2.098 krónur og því kosti hver máltíð 233 krónur, að meðlætinu und- anskildu. Keppir saumaðir af kappi Í Reykholtsdal í Borgarfirði saumuðu þær Unnur Jónsdóttir frá Deildartungu, Ásta Hansdóttir frá Hömrum og Helga Guðráðs- dóttir, Kópareykjum, vambir af kappi á dögunum. Unnur segir að þær hafi verið að hjálpa sr. Pétri Þorsteinssyni að sauma, alls hafi þær saumað á annað hundrað keppi fyrir Pétur. „Hann borðar þetta og gefur foreldrum sínum. Hann borðar mikið slátur, alltaf hafragraut og slátur á hverjum einasta morgni,“ segir Unnur. Hún hefur tekið slátur frá því hún var lítil stelpa, þótt hún borði ekki lengur slátur þar sem slátur sé þungt í maga fyrir gamalt fólk. „Ég er úr sveit og það var alltaf eldað slátur. Það var stærsta innanhússverkið á haustin að taka slátur,“ segir hún. Ekki hafi verið óalgengt að 40 slátur hafi verið tekin á sveitabæjum, en úr því hafi komið rúmlega 200 keppir. Unnur segir að ýmislegt sé spjallað yfir sláturkeppunum, þetta sé svolítið eins og að vera í saumaklúbb. Aðspurð segir hún að henni finnist lifrarpylsa betri á bragðið en blóðmörinn og hváir þegar hún heyrir að blaðamaður hefur aldrei smakkað súrt slátur. „Maður setur soðinn keppinn ofan í ílát með mysu og lætur hann vera þar í nokkra daga, þá súrn- ar keppurinn. Súrt slátur er miklu hollara en ósúrt slátur,“ segir Unnur. Um ummæli þingmannsins seg- ir Unnur að það sé rétt hjá Kjart- ani að slátur sé afar góður matur, næringarríkur og ódýr, þótt hann sé ekki endilega svo hollur, nema súrt slátur. Margt ungt fólk virðist vera að taka slátur í fyrsta skipti Morgunblaðið/Pétur Unnur Jónsdóttir í Deildartungu, Helga Guðráðsdóttir frá Kópareykj- um og Ásta Hansdóttir á Hömrum sauma saman vambir. Morgunblaðið/Þorkell Ómar segir að ekki sé óalgengt að mæðgur taki slátur saman. Hér skoðar Helga Jónasdóttir úrvalið en hún ætlar að taka slátur með Tinnu dóttur sinni. FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur fjölgað flugmönnum að undanförnu og hefur félagið m.a. annars ráðið flugmenn sem misstu vinnuna hjá Flugleiðum. Atlanta hefur nógu mörgum flug- mönnum á að skipa sem stendur en horfur eru á að félagið muni, ef eitthvað er, fjölga í flugmannaliði sínu á næstu mánuðum og miss- erum. „Við erum með nægan fjölda af flugmönnum eins og stendur og höfum raunar stöðugt verið að fjölga í flugmannahópi okkar þótt við höfum svo sem ekki farið með það í fjölmiðla. Við höfum t.d. ráðið suma af þeim flugmönnum sem misstu vinnuna hjá Flugleiðum,“ segir Erling Aspelund, upplýsinga- fulltrúi Atlanta. Erling segir að flugmenn hér á landi hafi þó yfirleitt ekki mikla reynslu af því að fljúga breiðþotum. „Hinir einu sem hafa reynslu að gagni af því að fljúga þotum eru flugmenn Flugleiða, Bláfugls og að hluta til flugmenn hjá Íslandsflugi. Flugleiðir hafa verið með Boeing-757 í rekstri og við getum notað flugmenn sem flogið hafa þeim á Boeing-767 með dálítilli milliþjálfun eða tegundarþjálfun eins og það er kallað. Þetta er þó ekki stór hópur. Hæfni, réttindi til fljúga ákveðnum tegundum og síð- ast en ekki síst reynsla flugmanna er vitaskuld misjöfn og það er eins með flugmenn og annað sérhæft starfsfólk að reynslan og atvinnu- saga þess skiptir mjög miklu máli.“ Erling segir að ekki sé vandamál að fá flugmenn með reynslu til starfa en sem betur fer gangi þó ekki margir íslenskir flugmenn með reynslu atvinnulausir eins og er. „Við erum með átta Boeing 767- vélar og margir þeirra sem fljúga þeim vélum fyrir okkur hafa komið frá ýmsum flugfélögum, eins og til að mynda Brittania, Virgin Atlantic og City Bird, sem lentu í erfiðleik- um í kjölfar atburðanna 11. sept- ember. Þá urðu hundruð flugmanna skyndilega atvinnulaus og við höf- um ráðið úr þeim hópi.“ Flugmönn- um hefur fjölgað hjá Atlanta ALÞJÓÐA geðheilbrigðisdagur- inn er haldinn í sjötta sinn í dag og er yfirskrift hans að þessu sinni Áhrif áfalla og ofbeldis á börn og unglinga. Í tilefni dagsins er efnt til há- tíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykja- víkur þar sem flutt verða fram- söguerindi og fram fara pallborðsumræður um þema dagsins. Að sögn Sveins Magnússonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, er markmiðið í ár að upplýsa al- menning um áhættuþætti sem tengjast geðheilbrigði barna og unglinga og hvernig megi fyrir- byggja áföll og ofbeldi og/eða af- leiðingar þess hjá þessum hópi. Þema dagsins í ár, líkt og fyrri ár, er ákveðið af alþjóðasamtök- um um geðheilbrigði, WFMH. Sveinn segir að þessi málaflokkur sé stór og því ekki að ófyrirsynju að menn vilji tileinka daginn geð- heilbrigði barna og unglinga. Undanfarin tvö ár hefur dagurinn verið tileinkaður vinnu og geð- heilbrigði. Að geðheilbrigðisdeginum standa auk Geðhjálpar, barna og unglingageðdeild Landspítalans, Barnaheill, Barnaverndarstofa, Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga, Hitt húsið, Rauða- krosshúsið, umboðsmaður barna og Umhyggja, félag langveikra barna. Í Ráðhúsinu í dag mun Guðjón E. Ólafsson sérkennslufræðingur flytja erindi um einelti og for- varnir. Margrét Ólafsdóttir sálfræð- ingur flytur erindi um áföll barna og ætlar að skilgreina hvað flokk- ast undir áföll. Þá munu gestir hlýða á reynslusögu ungs manns sem segir frá erfiðleikum í eigin barnæsku. Að sögn Sveins er sjónum eink- um beint að heimili og skóla og ungu fólki. Engu að síður er mik- ilvægt, að hans mati, að sem flestir velti geðheilbrigðismálum fyrir sér í tilefni dagsins. „Þessi dagur skiptir okkur öll máli. Líka þá sem búa við góða geðheilsu og þurfa að viðhalda henni,“ segir Sveinn Magnússon. Geðhlaup á laugardag Á laugardag verður Geðhlaup Geðhjálpar haldið. Lagt verður af stað frá Nauthólsvík kl. 13 og getur fólk hlaupið, hjólað eða gengið. Farnar verða tvær leiðir, 2 km skemmtiskokk og 10 km hlaup með tímatöku. Allir þátt- takendur fá viðurkenningu að loknu hlaupi. Hægt er að skrá sig á skrifstofu Geðhjálpar og á net- fangið gedhjalp@gedhjalp.is. Samkoma í Ráðhúsinu í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum Rætt um áhrif áfalla og ofbeldis á börn og unglinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.