Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Viðtölin eru í Austurstræti 8-10. Tímapantanir í síma 563 0471. 5. sætið Fastir vikulegir viðtalstímar verða teknir upp að nýju á fimmtudögum frá kl. 8:00 til 10:30. Guðmundur Hallvarðsson 8. þingmaður Reykvíkinga Fastir viðtalstímar netfang: ghallv@althingi.is í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 22. og 23. nóvember Söguþing um félagsráðgjöf Mikil þróun í greininni FÉLAGSRÁÐGJÖFhefur verið kennd áÍslandi í 20 ár og í tilefni af því er efnt til mál- þings, eða „Söguþings“ um þróun og stöðu félagsráð- gjafar á Íslandi. Jóna Egg- ertsdóttir félagsráðgjafi er í forsvari fyrir þingið. Hver stendur fyrir Söguþinginu, hvar verður það haldið og hvenær? „Undirbúningsnefnd skipuð fulltrúum fyrstu út- skriftarnema í félagsráð- gjöf, félagsráðgjafarnema, Háskóla Íslands, Stéttar- félag íslenskra félagsráð- gjafa, Félagsþjónustunnar í Reykjavík og félagsráð- gjafa innan heilbrigðis- þjónustu hefur staðið að undirbúningi þriggja mál- þinga sem haldin eru á árinu. Það þriðja og síðasta er söguþing sem haldið verður á morgun, föstudag- inn 11. október í Norræna hús- inu.“ Tilefni þess og tilgangur? „Á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá fyrstu útskrift félagsráðgjafa frá Háskóla Íslands. Á Sögu- þinginu verður rifjaður upp sögu- legur aðdragandi að námi í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands og hvernig námið hefur þróast. Fyrstu íslensku félagsráðgjafarn- ir komu til starfa hér á landi um 1960 og flestir höfðu stundað nám á Norðurlöndunum. Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa var stofnað 1964. Um svipað leyti var verið að endurskipuleggja fé- lagslega þjónustu á vegum borg- arinnar og mikil þörf á sérfræði- menntuðu fólki til starfa. Árið 1966 kom fyrsta tillagan um að ríkisvaldið kæmi á skóla fyrir fé- lagsráðgjafa og var hún borin upp á borgarstjórnarfundi í Reykja- vík. Á næstu árum fjölluðu marg- ar nefndir innan Háskóla Íslands um möguleikann á því að koma á félagsráðgjafarnámi og verður sú saga rakin á Söguþinginu. Fljót- lega eftir að Félagsvísindadeild HÍ var stofnuð var ákveðið að fé- lagsráðgjöf yrði kennd innan þeirrar deildar. Kennslustjóri í fé- lagsráðgjöf var ráðinn 1981 og fyrstu félagsráðgjafarnir útskrif- uðust frá Háskóla Íslands 1982.“ Hvernig verður þingið byggt upp? „Fyrri hluti Söguþingsins fjallar um aðdraganda námsins, en síðari hlutinn um þróun grein- arinnar á undanförnum árum. Formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, Ella Kristín Karlsdóttir setur Söguþingið. Síð- an flytur Þórólfur Þórlindsson prófessor ávarp. Hann var deild- arforseti félagsvísindadeildar þegar fyrsti útskriftarhópurinn í félagsráðgjöf lauk námi. Þá flytur Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi kennslustjóri í félagsráðgjöf, er- indi sem hún nefnir „Horft um öxl“. Fjórir nemendur úr fyrsta útskriftarhópnum unnu BA-verk- efni á sínum tíma um aðdraganda og upphaf náms í félagsráðgjöf við HÍ. Ása F. Þor- geirsdóttir, Jóna Egg- ertsdóttir, Rannveig Gunnarsdóttir og Anna Jónsdótt- ir. Mun sú síðastnefnda rekja þessa sögu í grófum dráttum. Kristján Sturluson, starfsmanna- stjóri Norðuráls, og Þórey Ólafs- dóttir félagsráðgjafi og sálfræð- ingur munu gefa Söguþings- gestum innsýn í hvernig var að tilheyra fyrsta hópnum sem stundaði félagsráðgjafanám á Ís- landi. Eftir kaffihlé flytur Kristín Ólafsdóttir félagsráðgjafi erindi sem hún nefnir: Félagsráðgjöf – Sérfræðigrein í takt við tímann. Þá munu nokkrir félagsráðgjafa- nemar kynna BA-verkefni sín sem þeir eru að vinna að eða hafa nýlokið við. Þeir þrír karlmenn sem eru á fjórða og síðasta ári í fé- lagsráðgjafanámi, Eymundur Hannesson, Ottó Tulinius og Pét- ur Gauti Jónsson munu segja frá reynslu sinni af að stunda nám í grein sem telja má kvennagrein. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé- lagsráðgjöf, slítur Söguþinginu.“ Hver er staða félagsráðgjafar á Íslandi í dag? „Starfsgreinin hefur eflst og fé- lagsráðgjafar starfa nú á breiðari vettvangi og jafnframt hefur sér- hæfing vaxið. Þeir geta hlotið sér- hæfingu á sviði félags- og heil- brigðismála og í skóla- og réttarkerfi. Félagsráðgjöf er orð- in fjölmenn starfsgrein og á fjórða hundrað félagsráðgjafar eru hér á landi, meirihluti þeirra hefur út- skrifast frá Háskóla Íslands. Auk- in áhersla er lögð á rannsóknir, bæði í félagsráðgjafanáminu og í störfum félagsráðgjafa.“ Helstu breytingar á 20 árum? „Það hefur verið mikil þróun í greininni. Árið 1991 var fyrsti lektorinn í félagsráðgjöf ráðinn og fyrir tveimur árum varð sú breyt- ing að hægt var að taka félagsráð- gjöf sem aðalgrein innan Fé- lagsvísindadeildar. Þá var kominn fjögurra ára samfelld námsleið þ.e. BA-próf auk starfsréttinda. Um nokkurt skeið hefur verið möguleiki á að stunda meistaranám í félagsráðgjöf. Árið 2000 var fyrsti prófessorinn skipaður og þrír lektorar í félagsráðgjöf eru við deildina. Einnig hefur fengist fjárframlag frá Framkvæmda- sjóði aldraðra í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu til þess að kosta lektorsstöðu í fé- lagsráðgjöf á sviði öldrunarþjón- ustu og rannsókna frá og með 1.janúar 2003.“ Jóna Eggertsdóttir  Jóna Eggertsdóttir er fædd að Bakkakoti í Skorradal 10. janúar 1937. Hún lauk BA prófi í félags- fræði og starfsréttindanámi í fé- lagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1982. Hún starfaði sem félags- ráðgjafi á lyflækningadeild Borgarspítalans 1983–88 og síð- an sem yfirfélagsráðgjafi á vef- rænum deildum Borgarspítalans. Forstöðufélagsráðgjafi á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á sömu deildum til 1. júní 2001. Frá þeim tíma yf- irfélagsráðgjafi öldrunarsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss. Félagsráð- gjafar á fjórða hundrað Það er styttra til Brussel frá höfuðborginni. STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vonrigðum með að ekki skuli vera veitt full lántöku- heimild í nýútkomnu fjárlagafrum- varpi til að ljúka við byggingu Nátt- úrufræðahúss í Vatnsmýri fyrir áætlaðan opnunardag þess, 23. ágúst 2003. Gert sé ráð fyrir því nú að af- hendingu hússins verði frestað um eitt ár, til ársins 2004. Skorað er á fjárlaganefnd Alþingis og þingmenn að taka málið til endur- skoðunar og tryggja að húsið verði opnað á umræddum tíma. Stjórn Röskvu hefur sömuleiðis samþykkt ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til að bregðast við í málinu. Að sögn Ingjalds Hannibalssonar, rekstrarstjóra rekstrar- og fram- kvæmdasviðs Háskóla Íslands, sendi HÍ um mitt ár 2001 áætlun til menntamálaráðuneytisins um að ljúka húsinu. Þá var óskað eftir að fá að taka lán á árunum 2002 og 2003 í þeim tilgangi. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002 var gert ráð fyrir 650 milljóna króna lánsfjárheimild til verksins og að framkvæmdin myndi skiptast niður á tvö ár. Var sam- þykkt að veita Happdrætti HÍ heim- ild til lántökunnar. Óskað eftir að lánsfjárheimild hækki í u.þ.b. 700 milljónir Ingjaldur segir að settar hafi verið takmarkanir við framkvæmdir á húsinu á þessu ári en gert hafi verið ráð fyrir þeim mun meiri fram- kvæmdum á næsta ári. Háskólinn hefur óskað eftir því að upphæðin verði hækkuð í u.þ.b. 700 milljónir, í takt við verðbólgu á milli ára. Ingjaldur segir að allar áætlanir hafi þannig miðast við að húsið yrði tekið í notkun næsta haust. „Það var búið að heimila að við myndum ljúka húsinu. Síðan vorum við beðnir um að fresta framkvæmd- um aðeins í fyrra og erum auðvitað vonsviknir yfir því að við skulum vera beðnir um það aftur í ár.“ Að sögn Ingjalds vonast HÍ til þess að fjárheimildir til byggingar- innar verði leiðréttar. Vonbrigði í HÍ með fjárveitingar til Náttúrufræðahúss Heimild fyrir því að húsinu yrði lokið 2003 LÍÐAN konunnar og barnanna tveggja sem slösuðust alvarlega í bíl- veltu í Skutulsfirði á sunnudag er óbreytt að sögn læknis á gjörgæslu- deild Landspítala í Fossvogi. Þeim er öllum haldið sofandi í öndunarvél. Fólkið slasaðist þegar jeppi valt út af veginum um Kirkjubólshlíð upp úr klukkan 14 á sunnudegi. Sex voru í bílnum og slösuðust fimm þeirra en ákveðið var að senda þrjú þeirra með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Bílveltan í Skutulsfirði Líðan er óbreytt ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.