Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 10

Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, sagði í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, hefði farið með rangt mál í fjölmiðlum í gær og þann- ig brugðist embættisskyldum sínum. Halldór sagði í umræðum um störf þingsins í gær að hann hefði í síðustu viku gert að umtalsefni á Alþingi að í öðrum löndum væri bannað að selja undir kostnaðarverði og jafnframt að slíkt væru óheilbrigðir viðskiptahætt- ir. Nú hefði Guðmundur Sigurðsson sagt að það væri ekki rétt. Halldór las síðan upp úr minnis- blaði um skaðlega undirverðlagningu, sem hann kvað Guðmund hafa sent sér árið 1999. Þar segði: „Að Noregi og Íslandi undanskildu er í framan- greindum ríkjum og ríkjasamböndum mistnotkun á markaðsráðandi stöðu bönnuð. Þetta þýðir að í þessum ríkj- um er fyrirfram bannað að grípa til skaðlegrar undirverðlagningar og getur slík hegðun víðast hvar varðað sektum eða fangelsi.“ Halldór sagði ennfremur að í minn- isblaðinu stæði að hér á landi og í Noregi væri slík skaðleg undirverð- lagning ekki fyrirfram bönnuð og að slík hegðun markaðsráðandi fyrir- tækis gæti ekki leitt til viðurlaga. Samkeppnisyfirvöld gætu hins vegar bannað slíka hegðun í einstökum til- vikum gagnvart ákveðnum fyrirtækj- um. Ef fyrirtækin brjóti bann sam- keppnisyfirvalda gæti það varðað viðurlögum. Síðan sagði Halldór: „Það er því ljóst að þessi starfsmaður Samkeppnisstofnunar hefur farið rangt með og hann hefur brugðist embættisskyldum sínum.“ Ódrengilega vegið að starfsheiðri mínum Halldór spurði Valgerði Sverris- dóttur m.a. um þessi ummæli Guð- mundar Sigurðssonar. Hún ítrekaði það sem Guðmundur hafði sagt í fjöl- miðlum í gær, þ.e. að þegar fákeppnin hefði orðið til á Íslandi hefðu gilt önn- ur lög í landinu. Ennfremur hefði fall- ið dómur í málum Flugfélags Íslands og Flugfélags Norðurlands en hann þýddi að samkeppnisyfirvöld hefðu ekki haft forsendur til að grípa til íhlutunar þegar Baugur keypti 10–11- verslanakeðjuna. „Þetta þekkir hátt- virtur þingmaður (Halldór Blöndal) áfaklega vel, vegna þess að ég trúi því að hann hafi gegnt embætti sam- gönguráðherra á þessum tíma. Þann- ir að það eru einhverjir útúrsnúning- ar hér á ferðinni,“ sagði Valgerður. Guðmundur Sigurðsson segir að Halldór Blöndal hafi ekki farið með rétt mál á Alþingi í gær er hann ásak- aði hann um að hafa brugðist embætt- isskyldum sínum. „Mér er töluvert misboðið með þessum ummælum þingmannsins og finnst heldur ódrengilega vegið að starfsheiðri mín- um í ræðu þingmannsins,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur segir að orð Halldórs Blöndals beri þess vott að annaðhvort viti hann ekki um hvað málið snúist eða skynji ekki muninn á þessum hugtökum sem verið er að nota. „Það sem ég lét hafa eftir mér í Morgunblaðinu í dag [í gær] stend ég við. Ég var beðinn um að koma með athugasemd við það sem Halldór hafði sagt á Alþingi í síðustu viku. Þá talaði hann um það að þegar verslanir væru að selja vörur undir kostnaðar- verði væri það bannað alls staðar í heiminum nema hér á landi. Ég sagði hins vegar að í öðrum löndum væri ekki bannað að selja vörur undir kostnaðarverði. Halldór slær saman hugtökunum, að selja undir kostnað- arverði og að vera með skaðlega und- irverðlagningu, sem er sérstakt hug- tak í samkeppnisrétti og á aðeins við um markaðsráðandi fyrirtæki. En þegar verið er að selja vöru undir kostnaðarverði, er væntanlega verið að vísa til þess ef verslanir eru með útsölu og selja undir því verði sem varan kostaði þegar hún var keypt inn og það er ekki bannað. Þannig að ég stend við það sem ég læt hafa eftir mér í Morgunblaðinu í dag,“ sagði Guðmundur. „Þá vísaði Halldór í minnisblað frá Samkeppnisstofnun frá 1999 þar sem fjallað var um þessa svokölluðu skað- legu undirverðlagningu og á þessu minnisblaði var sagt að hún væri víða bönnuð. Í umræddu minnisblaði var verið að gera samburð á samkeppn- islögum eins og þau voru árið 1999 hér á landi og í öðrum löndum, en síð- an var samkeppnislögunum breytt hér á landi í desember árið 2000.“ Halldór Blöndal gagnrýndi starfsmann Samkeppnisstofnunar harðlega á Alþingi í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Blöndal, forseti Alþingis, gagnrýndi starfsmann Samkeppn- isstofnunar í gær. Með á myndinni er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Segir starfsmanninn hafa brugðist skyldum sínum VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- arráðherra, sagði á Alþingi í gær að mikilvægt væri að athugaðir verði möguleikar á lagningu sæstrengs milli Íslands og Noregs. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur verið undirritaður samningur milli Landsvirkjunar og norsku fyrirtækj- anna Statoil og Statnett um gerð hag- kvæmniathugunar á lagningu slíks sæstrengs. Norðmenn höfðu frum- kvæðið að þessum samningi en þeir hafa áhuga á að kaupa endurnýjan- lega raforku frá Íslandi. Landsvirkj- un mun leggja til upplýsingar um nýtingu endurnýjanlegrar orku á Ís- landi og Norðmenn munu skoða markaðsmál fyrir sæstreng í Noregi og jafnvel víðar. Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar -græns framboðs, vakti máls á þessu í upphafi þingfundar í gær. Viðurkenning fyrir Ísland Valgerður tók fram að fyrrgreind- ur samningur milli Landsvirkjunar og norsku fyrirtækjanna fæli ekki í sér neinar skuldbindingar af hálfu Landsvirkjunar. „Hér er eingöngu verið að athuga möguleika á virkjun- arkostum, ásamt þeim fyrirtækjum sem hér hafa verið nefnd, Statoil og Statnett. Það tel ég vera mjög mik- ilvægt til þess að stjórnvöld geti mót- að stefnu á þessu sviði.“ Ráðherra minnti þó á að samkvæmt samningn- um eigi athuguninni ekki að vera lok- ið fyrr en eftir hálft ár. „Ég tel að það sé ákveðin viður- kenning fyrir Ísland að þessi umræða skuli vera uppi og að þessi áhugi sé til staðar hjá öðrum þjóðum ... Og hugs- anlega getur það verið ákveðin hvatn- ing fyrir þær þjóðir sem búa yfir auð- lindum af þessu tagi en hafa kannski ekki nýtt þær sem skyldi,“ sagði Val- gerður. Hún ítrekaði þó að umrætt mál væri alls ekki í neinum forgangi hjá ríkisstjórninni. „Það er eingöngu um það að ræða að þarna séu athug- aðir möguleikar sem hugsanlega eru til staðar. Ég ítreka að mér finnst þetta ekki vera neitt forgangsmál.“ Valgerður sagði ennfremur að hún væri áhugasamari um það að nýta okkar endurnýjanlegu orku hér á landi til atvinnuuppbyggingar en að flytja orkuna til annarra landa og til atvinnuuppbyggingar þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra Könnun á lagningu sæstrengs mikilvæg VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði í upphafi þing- fundar á Alþingi í gær að Landsbanki Íslands hf. yrði ekki seldur fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um vinnubrögð við sölu bankans lægi fyr- ir og þingmenn hefðu fengið tíma til að kynna sér skýrsluna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra um þetta í upphafi þingfundar. „Ég tel mikilvægt að skýrsla Ríkisendur- skoðunar liggi fyrir áður en tekin verður ákvörðun um sölu Landsbank- ans,“ sagði Össur. Viðskiptaráðherra tók undir þau orð. Hún bætti því síðan við að viðræður við eignarhaldsfélagið Samson ehf. væru ekki komnar það langt að líkur væru á því að skýrslan lægi ekki fyrir áður en bankinn yrði seldur. „Landsbankinn verður ekki seldur fyrr en skýrslan liggur fyrir og háttvirtur þingmaður (Össur Skarp- héðinsson) hefur fengið tækifæri til að stúdera hana vel.“ Eins og kunnugt er hefur forsæt- isráðuneytið falið Ríkisendurskoðun að yfirfara þau vinnubrögð sem við- höfð voru þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við eignarhaldsfélagið Samson efh. vegna sölu á umtalsverð- um hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta var ákveðið í kjölfar þess að Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd og gagnrýndi vinnubrögð hennar. Skýrslan liggi fyrir áður en bankinn verði seldur ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar, vakti at- hygli á því í umræðum utan dag- skrár á Alþingi í gær um húsnæðis- mál, að fjöldi manns væri á biðlista eftir félagslegu húsnæði, einkum á suðvesturhorni landsins. Sagði hann m.a. að um 799 einstaklingar og fjölskyldur væru á biðlista hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík og að biðlistinn hefði lengst um 200 umsóknir frá því í janúar sl. Hann sagði ennfremur að um 500 manns væru á biðlista hjá Félagsstofnun stúdenta og að um 385 væru á bið- lista hjá Öryrkjabandalaginu. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, benti jafnframt á að samtals um 1.800 einstaklingar og fjölskyldur væru á biðlista eftir leiguíbúðum í Reykja- vík. Ögmundur Jónasson sagði að vandinn í húsnæðismálum væri tröllauknari nú en áður. Hann sagði aukinheldur að vaxtakjör að- ila sem byggðu félagslegt húsnæði færu versnandi. Þannig hefðu vext- ir á lánum til þeirra hækkað úr 1% í 3,5% frá og með byrjun ársins 2001. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði m.a. að víst væri gam- an að geta veitt vaxtalaus lán eða lán með mjög lágum vöxtum. Málið snerist hins vegar um það hvar ætti að taka peningana. Ráðherra benti einnig á að um 17% íbúða í Reykja- vík, eða um 7.500, væru leiguíbúð- ir. þar af væru 2.900 félagslegar leiguíbúðir og um 4.600 almennar leiguíbúðir. Þá hefði heildarfjöldi húsaleigubótaþega í Reykjavík ver- ið um 2.800 í maí sl. Ögmundur Jónasson 799 á biðlista eftir húsnæði ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um uppbygg- ingu meðferðardeildar við fang- elsi fyrir sakhæfa geðsjúka af- brotamenn. Í meginefni tillögunnar segir: „Alþingi álykt- ar að fela dómsmálaráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra að hefja þegar í stað undirbúning að uppbyggingu meðferðardeild- ar við fangelsi fyrir sakhæfa geð- sjúka afbrotamenn í tengslum við starfsemi Heilbrigðisstofnun- ar Selfoss, fangelsið á Litla- Hrauni og réttargeðdeild að Sogni. Ákvörðun um úrræði fyrir þennan hóp sjúkra afbrotamanna liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2003.“ Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að um langt skeið hafi verið rætt um meðferðarúrræði fyrir sakhæfa geðsjúka afbrotamenn og hvernig hægt væri að koma þeim til aðstoðar. „Hér er um mjög viðkvæman málaflokk að ræða sem nauðsynlegt er að taka á svo fljótt sem auðið er. Sak- hæfir geðsjúkir einstaklingar sem brotið hafa af sér hafa ekki í mörg hús að venda því að engin sérhæfð stofnun er til.“ Síðan segir m.a. að nauðsynlegt sé að umræddir afbrotamenn fái upp- byggilega meðferð um leið og þeir afpláni dóma. Ísólfur Gylfi Pálmason Meðferðardeild í fangelsumSIGRÍÐUR Ragnarsdóttir, skóla-stjóri á Ísafirði og varaþingmaður Samfylkingarinnar í Vestfjarða- kjördæmi, hefur tekið sæti á Al- þingi í fjarveru Karls V. Matthías- sonar þingmanns. Hann mun vera erlendis. Er þetta í fyrsta sinn sem Sig- ríður tekur sæti á þingi. Af þeim sökum þurfti hún að undirskrifa drengskaparheiti að stjórnarskrá Íslands á Alþingi á mánudag, eins og venja er þegar nýr þingmaður tekur sæti á þingi. Að því búnu bauð Halldór Blöndal Sigríði vel- komna til starfa á Alþingi. Þá hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálm- son tekið sæti á þingi fyrir Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki og Jónas Hallgrímsson tekið sæti Halldórs Ásgrímssonar Framsókn- arflokki. Þeir hafa báðir setið á þingi áður. Þrír vara- þingmenn taka sæti á þingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.