Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 14
Morgunblaðið/Kristján
Þegar er búið að steypa grunninn að félagsheimilinu norðan Kjarna-
lundar og ekki er gert ráð fyrir að þar verði reist orlofshús.
AKUREYRARBÆR hefur auglýst
tillögu að deiliskipulagi lóðar við
Kjarnalund, en um er að ræða lóð
Náttúrulækningafélags Íslands við
Kjarnaskóg þar sem byggingin
Kjarnalundur stendur. Fram kemur
að um sé að ræða breytingu á deili-
skipulagi fyrir orlofshúsabyggð sem
samþykkt var haustið 1993. Sam-
kvæmt tillögunni er gert ráð fyrir
hugsanlegri stækkun Kjarnalundar
og norðan hússins er sýndur stakur
byggingareitur fyrir félagsheimili á
einni hæð. Mun félagsheimilið koma í
stað fjögurra orlofshúsa sem þar áttu
að vera samkvæmt gildandi skipulagi.
Bjarni Reykjalín skipulags- og
byggingafulltrúi Akureyrarbæjar
sagði að Náttúrulækningafélagið
hefði haft leyfi til að bygga
félagsheimili á svæðinu samkvæmt
eldra skipulagi, en við nánari skoðun
hefðu forsendur þess þótt hæpnar.
Úrbótarmenn á Akureyri hafa reist
fjölda orlofshúsa á svæðinu norðan
Kjarnalundar og sagði Bjarni að yf-
irvofandi hefði verið kæra til úrskurð-
arnefndar skipulagsmála vegna máls-
ins. „Þeir töldu ekki rétt að þessu
staðið og því óskaði náttúrlækninga-
félagið eftir því að byggingaleyfið yrði
dregið til baka þar sem menn horfðu
fram á málaferli,“ sagði Bjarni. Eins
hefði mátt búast við töfum á verkinu
ef til þeirra hefði komið, jafnvel um
eitt ár.
Þegar er búið að steypa grunninn
að félagsheimilinu, en það verður um
160 fermetrar að stærð. Ekki er að
sögn Bjarna gert ráð fyrir að orlofs-
húsin fjögur sem upphaflega áttu að
vera á svæðinu verði reist.
Tillaga að deiliskipulagi við Kjarnalund
Félagsheimili í
stað orlofshúsa
AKUREYRI
14 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGLEIKURINN GUNNAR Á HLÍÐARENDA
Í KETILHÚSINU 11. OKTÓBER KL. 20
Njálusönghópurinn - syngjandi bændur úr Rangárþingi, ásamt Arthúri Björgvini Bollasyni sögumanni fjalla um ævi og
örlög kappans frá Hlíðarenda. Tónlistarstjóri, undirleikari og höfundur texta í óbundnu máli Halldór Óskarsson.
Leikstjóri Svala Arnardóttir. Búningahönnuður Inga K. Guðlaugsdóttir.
ATH. AÐEINS ÞESSI EINA SÝNING.
Forsala aðgöngumiða í Ketilhúsinu, sími 466 2609.
Miðaverð kr. 2000. Afsláttur fyrir Gilfélaga og ellilífeyrisþega.
LAGT er til, í greinargerð um fram-
tíðaráherslur í atvinnumálum Akur-
eyrarbæjar, að bærinn dragi sig út
úr rekstri Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar, AFE. Jafnframt er lagt
til að atvinnumálanefnd verði starf-
rækt áfram en að nafni hennar verði
breytt í „markaðs- og atvinnumála-
nefnd“ og hlutverk hennar lagað að
breyttu fyrirkomulagi. Þá er lagt til
að ráðinn verði starfsmaður, „mark-
aðs- og kynningarstjóri“ sem sinni
m.a. verkefnum á sviði atvinnu-,
markaðs- og kynningarmála á veg-
um bæjarins. Akureyrarbær greiðir
í beint rekstrarframlag til AFE
um 75% af heildarrekstrarframlagi
sveitarfélaga á svæðinu, eða um 25
milljónir króna á ári.
Greinargerðin er unnin af Price-
waterhouseCoopers, PwC, og var
unnin seinni hluta síðasta árs og
fram á fyrstu mánuði þessa árs. Hún
var unnin fyrir nefnd á vegum bæj-
arráðs Akureyrar en hlutverk henn-
ar var að endurskoða aðild bæjarins
að samstarfsverkefnum með sveitar-
félögum í Eyjafirði. Í málefnasamn-
ingi Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks frá í vor er gert ráð fyrir að
núverandi skipulag á þátttöku bæj-
arins í atvinnumálum verði tekið til
endurskoðunar. Miðað verði við að
nýtt skipulag tengi aðila vinnumark-
aðarins betur en áður við störf að at-
vinnumálum sveitarfélagsins og
jafnframt verði þetta starf tengt bet-
ur stjórnsýslu bæjarins. Endurskoð-
un þessi taki mið af greinargerð um
framtíðaráherslur í atvinnumálum
Akureyrarbæjar. Þá er í málefna-
samningnum gert ráð fyrir að nið-
urstöður og tillögur um breytingar
liggi fyrir eigi síðar en í árslok 2002.
Atvinnumálanefnd Akureyrar hef-
ur fjallað um greinargerðina á
tveimur fundum sínum nýlega.
Bjarni Jónasson, formaður atvinnu-
málanefndar, sagði að niðurstaða
nefndarinnar væri að leggja til við
bæjarráð að skipaður verði sérstak-
ur starfshópur til að fara yfir þessi
mál, með hliðsjón af málefnasamn-
ingi meirihlutaflokkanna í bæjar-
stjórn.
Ekki réttlætanlegt að bærinn
niðurgreiði fyrir aðra
Í greinargerð PwC kemur m.a.
fram að í ljósi árangurs undangeng-
inna ára bendi lítið til þess að fjöl-
breyttum störfum komi til með að
fjölga í náinni framtíð með því að
taka bæði þátt í rekstri AFE með
öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði og
reka atvinnumálanefnd á vegum
bæjarins. Ekki sé réttlætanlegt að
bærinn greiði niður aðgengi annarra
sveitarfélaga að þessari þjónustu. Þá
er bent á að þessi breyting sé í takt
við stefnu annarra sambærilegra
sveitarfélaga. Akureyrarbær greiði
hlutfallslega hæsta kostnaðinn á
íbúa í rekstur atvinnumála og eðli-
legt sé að þeim fjármunum sé varið í
efla grunngerð samfélagsins. Akur-
eyrarbær geti ræktað hlutverk sitt í
stoðkerfi atvinnulífsins á árangurs-
ríkan hátt og stór hluti þeirrar þjón-
ustu sem Akureyrarbær greiði fyrir
hjá AFE sé í boði hjá öðrum aðilum í
bænum. Þá er í geinargerðinni talið
eðlilegra að hið opinbera, t.d.
Byggðastofnun standi undir megin-
hluta kostnaðar við AFE, fremur en
sveitarfélag eins og Akureyrarbær.
Hver íbúi á Akureyri greiðir 3.150
krónur í atvinnuþróun á ári, sem er
það langhæsta á landinu. Til saman-
burðar greiða íbúar höfuðborgar-
svæðisins 255 til 621 krónu.
Markaðs- og kynningarstjóri
verði hægri hönd bæjarstjóra
Hlutverk markaðs- og kynningar-
stjóra verður m.a. að vera hægri
hönd bæjarstjóra og verkefnalegur
starfsmaður bæjarstjórnar hvað
varðar atvinnu-, markaðs- og kynn-
ingarmál, segir í greinargerðinni. Þá
er lagt til að Akureyrarbær eigi
frumkvæði að stofnun verkefnasjóðs
til styrktar nýmæmisathugunum,
gerð viðskiptaáætlana og undirbún-
ingsvinnu. Einnig að Akureyrarbær
geri þjónustusamning við utanað-
komandi aðila um þjónustu við frum-
kvöðla. Loks er lagt til að Akureyr-
arbær leiti til starfandi
þjónustufyrirtækja til að vinna verk-
efni sem til falla á sviðum atvinnu-,
markaðs- og kynningarmála og
stuðli um leið að faglegri vinnslu
þeirra og nýsköpun í atvinnulífi bæj-
arins.
Eitt af markmiðum við breytta
áherslu Akureyrarbæjar í atvinnu-
málum er að draga úr beinum kostn-
aði bæjarins án þess að draga úr ár-
angri, segir í greinargerðinni. Það
sem hefur háð bænum hingað til er
að bærinn er búinn að binda sig í því
að greiða fastan kostnað vegna þessa
málaflokks án þess að hafa peninga-
legt né verkefnalegt stýrivald. Er í
greinargerðinni sérstaklega bent á
kostnað vegna aðildar að AFE upp á
tæplega 25 milljónir króna á ári.
Greinargerð um framtíðaráherslur í atvinnumálum Akureyrarbæjar
Bærinn dragi sig út úr rekstri
Atvinnuþróunarfélagsins
GRÍMSEYINGAR sópa flugur
úr gluggum sínum líkt og um
hásumar og bændur í Eyja-
firði hafa í nokkrum mæli
slegið tún sín þriðja sinni nú
á einstaklega góðu hausti.
„Hér er bara júlíveður upp
á hvern dag og geysilegt
flugufargan, þær ruglast eitt-
hvað í ríminu blessaðar þeg-
ar tíðin er svona góð,“ sagði
Helga Mattína Björnsdóttir,
fréttaritari í Grímsey. Sól-
arlaust var í eynni í gær og
10 stiga hiti. Bátar róa hvern
dag út á spegilsléttan sjóinn
og „það er ágætiskropp,“
eins og þeir orða það Gríms-
eyingar. „Börnin leika sér
léttklædd úti í boltaleikjum
til 10 á kvöldin og mannlífið
allt afar gott þegar svona vel
viðrar,“ sagði Helga Mattína.
Ólafur Vagnsson, ráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar, sagði ástandið
einstaklega gott hjá þeim
bændum sem stunduðu græn-
fóðurrækt. „Það er mikil
spretta og kemur sér vel,“
sagði hann.
Hins vegar væri þessi
mikla spretta ekki eins já-
kvæð varðandi túnin. Hey-
fengur hefði verið gríðarmik-
ill í sumar og því væri nokkur
kvöð á mönnum að þurfa nú
að slá tún sín í þriðja sinn í
sumar. Ekki væri nægilega
gott að hafa þau svo loðin
undir veturinn að þau færu í
sinu næsta sumar. „Þannig að
bændur eru þessa dagana að
hreinsa túnin, en sumir geta
beitt á þau. Það er engin þörf
fyrir þessi hey,“ sagði Ólafur.
Góðviðriskaflinn sem stað-
ið hefur frá því í byrjun september
kom að sögn Ólafs ívið of seint fyr-
ir kartöflubændur, „en menn
fengu feikilega sprettu þarna í
lokin. Svo skiptir líka máli að taka
upp í góðu veðri. Kartöflur eru
viðkvæmar fyrir hnjaski sem frek-
ar verður þegar veður er vont,“
sagði Ólafur.
Hvað kornið varðar sagði hann
að hvassviðrið sem fylgt hefði hlý-
indunum hefði gert mönnum skrá-
veifu. Það lagðist og öxin hrundu
úr því í einhverju mæli þannig að
nýtingin varð lakari en við mátti
búast. „Þessi hlýindakafli er góð
viðbót við sumarið, en það var nú
eins og menn muna frekar úr-
komusamt og sólarlítið hér norðan
heiða.“
Hlýindin á Norðurlandi hafa haft góð áhrif á mannlífið
Tún slegin í þriðja sinn
og flugur ruglast í ríminu
Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa verið að tyrfa nýtt leiksvæði við leikskólann
Krógaból, sem er í kjallara Glerárkirkju, í góða veðrinu að undanförnu.
Þessir ungu piltar notuðu veðurblíð-
una í gær og tóku létta golfæfingu og
slógum boltum sínum í Glerána.
Morgunblaðið/Kristján
UM næstu helgi, 12.–13. október,
hefst röð kynningarfunda á frambjóð-
endum meðal félagsmanna Samfylk-
ingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Eins og fram hefur komið gáfu sjö
frambjóðendur kost á sér í tvö efstu
sætin á lista flokksins í kjördæminu
fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.
Fram fer póstkosning meðal fé-
lagsmanna í tvö efstu sætin, þar sem
niðurstaðan er bindandi, en kjörnefnd
raðar í önnur sæti listans.
Þau sem gefa kost á sér eru: Cecil
Haraldsson, sóknarprestur á Seyðis-
firði, Einar Már Sigurðsson, alþing-
ismaður Neskaupstað. Kristján L.
Möller, alþingismaður Siglufirði,
Lára Stefánsdóttir, kennari Akur-
eyri, Þorgerður Þorgilsdóttir, sjúkra-
liði Akureyri, Þorlákur Axel Jónsson,
kennari Akureyri, og Örlygur Hnefill
Jónsson, lögmaður og varaþingmað-
ur, Laugum í Reykjadal.
Samfylkingarfélögin á Húsavík,
Kópaskeri og Vopnafirði munu
standa að fyrstu kynningunum um
næstu helgi, á laugardag á Húsavík
kl. 14: 00 í sal stéttarfélaganna, Garð-
arsbraut 26, á Kópaskeri sama dag kl.
17:00 í Grunnskólanum og á Vopna-
firði sunnudaginn 13. október kl.
17:00 í Austurborg.
Helgina þar á eftir, 19.–20. október,
munu Samfylkingarfélögin á Fljóts-
dalshéraði, Seyðisfirði, Fjarðabyggð
og austurfjörðum Austurlands skipu-
leggja kynningar og síðustu helgina í
október, 26.–27. október, munu félög-
in á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og
Akureyri standa að kynningum meðal
félagsmanna sinna.
Samfylkingin í
Norðausturkjördæmi
Kynning
á frambjóð-
endum