Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 19

Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 19 Árvekni um brjóstakrabbamein Við kynnum Pure Color Velvet fyrir varir og neglur. Fjórir förðunarfræðingar frá Estée Lauder aðstoða við litaval fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 12-18. Illusionist maskari fylgir öllum varalitum. www.esteelauder.com Förðunardagar hjá í Clöru Kringlunni Kringlunni. Sími 568 9033 MEIRIHLUTI stjórnar Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja samþykkti í gær að leggja til við heilbrigðisráð- herra að Skúli Thoroddsen verði skipaður framkvæmdastjóri stofn- unarinnar. Staða framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja, sem meðal annars rekur sjúkrahúsið í Keflavík, var auglýst laus til um- sóknar í haust eftir að gerður var starfslokasamningur við Jóhann Einvarðsson sem stýrt hefur stofn- uninni undanfarin ár. Átta sóttu um en einn umsækjandi dró síðar um- sókn sína til baka. Sérstök mats- nefnd taldi alla umsækjendur hæfa. Meirihluti stjórnar, fjórir stjórn- armenn af fimm, samþykkti í gær að leggja til við ráðherra að Skúli Thoroddsen, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum, verði skipaður í stöðuna. Einn greiddi Sigríði Snæbjörnsdóttur atkvæði sitt. Hún er hjúkrunarfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Stjórn- in er skipuð fulltrúum sveitarfélag- anna á Suðurnesjum nema hvað ráðherra skipar formann án tilnefn- ingar. Auk þeirra sóttu um stöðuna Að- alsteinn J. Magnússon rekstrarhag- fræðingur, Óskar J. Sandholt grunnskólafulltrúi, Sigurður H. Engilbertsson innheimtustjóri, Stella Olsen skrifstofustjóri, og Valbjörn Steingrímsson fram- kvæmdastjóri. Tillaga um Skúla Thoroddsen Keflavík Staða framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar KOSTNAÐUR við að færa þjóð- veginn sem liggur í gegn um Sand- gerði er áætlaður 268 milljónir kr. Þar af er hlutur Sandgerðisbæjar 44 milljónir. Þessar kostnaðartölur koma fram í greinargerð um framkvæmdir við flutning þjóðvegarins, gerð hring- torgs og fleira sem því tengist sem lögð hefur verið fram í bæjarráði Sandgerðis. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Bæjarráðið fól bæjarstjóra á fundi síðastliðinn þriðjudag að koma þessum upplýsingum til sam- gönguráðherra þannig að fram- kvæmdin yrði tekin inn á næstu samgönguáætlun. Kostar 268 milljónir að færa veginn Sandgerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.