Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 23

Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 23 SAUÐFJÁRSLÁTRUN gengur vel í sláturhúsi Sláturfélags Austur- lands á Breiðdalsvík. Slátrað verð- ur um 15. þúsund fjár þar í haust af svæðinu frá Hamarsfirði norður í Helgustaðahrepp sem einu sinni hét, en tilheyrir nú Fjarðabyggð. Að sögn Stefáns Eðvalds Stef- ánssonar sláturhússtjóra gengur slátrun eftir áætlun en reiknað er með að slátrun ljúki um 20. október á Breiðdalsvík. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Slátrað á Breiðdalsvík Norður-Hérað STARFSMANNAFÉLAG Akra- ness hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er launamisrétti sem bitnar á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu laun. Ályktun St. Ak. fer hér á eftir. „Á undanförnum árum hefur farið fram endurmat á störfum starfs- manna Akranesbæjar samkvæmt samningi til að ákvarða kaup og kjör. Sérstök starfskjaranefnd hefur end- urmetið störf og starfsmenn fengið leiðréttingu kjara sinna í samræmi við úrskurð starfskjaranefndar. Okkur er fullkunnugt að bæði yfir- menn hjá Akranesbæ jafnt sem póli- tískt kjörnir fulltrúar hafa beitt sér fyrir leiðréttingum á launum ákveð- inna hópa og fárra útvalinna og gengið hart fram í að gæta hags- muna þeirra. Þegar hins vegar kemur að þeim sem óumdeilt hafa lökustu kjörin ber nefndin fyrir sig að umrætt mats- kerfi sé sprungið og mistök hafi ver- ið gerð við ákvörðun launa á und- anförnum þremur árum! Yfirmenn og pólitískt kjörnir fulltrúar hurfu þegar kom að þessum hópi. Fólk sem hefur lægstu launin, vinnur erfið og sérhæfð störf á Dvalarheimilinu Höfða er sett til hliðar og því tjáð að kerfið sé ekki marktækt og í raun handónýtt og því ekkert fyrir þetta fólk að sækja til nefndarinnar. Við mótmælum þessu misrétti og bendum á að hægt hefði verið að bæta kjör margra úr þessum hópi með þeirri kjarabót sem einstaka há- launastarfsmaður fékk við endur- mat. Við trúum því að jafnvel ónýtt kerfi hljóti að geta nýst þeim sem lökust hafa kjörin eins og þeim sem mest bera úr býtum“ Laun þeirra sem hafa lök- ustu kjör verði leiðrétt Akranes Rósar eðal línan Dag, nætur, raka, maski, nuddolíur og lotion. Þumalína Skólavörðustíg 41 alltaf á sunnudögumFERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.