Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 28

Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins mælti formlega með því í gær, að tíu ríki verði tekin ný inn í raðir sambandsins árið 2004 í sögu- legri stækkun þess til austurs. Í ár- legri matsskýrslu sinni á aðildarhæfni umsóknarríkjanna komst húnað þeirri niðurstöðu að tíu af þeim tólf ríkjum sem nú hafa staðið í aðildar- viðræðum í allt að fjögur ár ættu að verða fær um að ljúka viðræðunum fyrir lok þessa árs og takast á við fulla aðild að sambandinu árið 2004. Allt árið 2003 fer í staðfestingarferli aðild- arsamninganna. Nærri þrettán árum eftir fall Berlínarmúrsins gaf framkvæmda- stjórnin fyrir sitt leyti þar með grænt ljós á „endursameiningu Evrópu“ undir merkjum ESB, eins og sumir vilja kalla þetta sögulega einstæða ferli, sem mun hafa algjöra uppstokk- un skipulags Evrópu í för með sér og færa ytri landamæri sambandsins austur að Rússlandi. Að því gefnu að engar óvæntar hindranir komi upp á lokasprettinum – þar með talið að Írar felli ekki Nizza-sáttmálann er þeir greiða at- kvæði um staðfestingu hans öðru sinni hinn 19. október nk. – munu nýju aðildarþjóðirnar verða gengnar í ESB tímanlega til að geta tekið þátt í næstu kosningum til Evrópuþingsins, sem fram fara í júní 2004. Ríkin tíu eru þessi: Eistland, Lett- land, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Kýpur og Malta. Rúmenía og Búlg- aría, sem hafa átt í aðildarviðræðum í um tvö og hálft ár, eiga að sögn fram- kvæmdastjórnarinnar lengra í land en gætu hugsanlega náð að gerast að- ilar árið 2007. Tyrkland, sem leiðtogar ESB lýstu árið 1999 tilvonandi aðildarríki, fær hrós í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar fyrir framfarir í átt að uppfyll- ingu aðildarskilyrðanna, en bæði tyrkneskum og bandarískum stjórn- völdum til gremju segir hún forsend- ur skorta fyrir því að nefna hvenær hægt verði að hefja aðildarviðræður við Tyrki. Bandaríkjamenn, sem líta á Tyrki sem mikilvæga bandamenn í NATO, hafa þrýst á evrópska banda- menn sína að verða við óskum Tyrkja um að þeir fái ákveðnari fyrirheit um framtíðaraðild að ESB. „Pólitískt meistarastykki“ „Stækkunin er pólitískt meistara- stykki okkar,“ sagði Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnarinnar, í ávarpi á Evrópuþinginu í Brussel í gær, þar sem hin nýja matsskýrsla var formlega kynnt. Prodi viður- kenndi að áhyggna og efasemda af ýmsu tagi gætti víða í tengslum við stækkunaráformin. „Það er ljóst að innganga þessara tíu ríkja mun kosta gríðarmikið fé,“ sagði hann, „en stækkun sambandsins ber ekki að- eins að líta efnahagslegum augum. Þetta er fyrst og fremst siðferðilegt og pólitískt ferli.“ „Kostnaðurinn við stækkunina er enginn í samanburði við kostnaðinn af að stækka sam- bandið ekki,“ sagði Prodi. Ráðleggingar framkvæmdastjórn- arinnar, sem fram koma í matsskýrsl- unum, mynda grundvöllinn fyrir póli- tíska ákvörðun leiðtoga sambandsins um formlegt boð um inngöngu við- komandi landa. Leiðtogar núverandi ESB-landanna fimmtán munu hittast á vinnufundi í Brussel 24.–25. október nk. til að ræða ráðleggingar fram- kvæmdastjórnarinnar og reyna að út- kljá síðasta innbyrðis ágreininginn um einstök samningsatriði sem enn standa út af borðinu og snúa aðallega að því hvernig tilvonandi nýju aðild- arríkin verða bundin inn í landbún- aðar- og byggðastyrkjakerfi sam- bandsins. Lokaákvörðunina taka leiðtogarnir síðan á fundi í Kaup- mannahöfn dagana 12.–13. desember. Áfangi að stærstu stækk- unarlotu í sögu ESB Framkvæmdastjórn ESB birti í gær mat sitt á aðildarhæfni umsóknarríkja ’ Grænt ljós á endursameiningu Evrópu. ‘                                                                                 !       !"#$%&"'                ()    * ++  , -)       ,   .   . /  .  0  ! 1 23  !  " 4 5  !  #  4 6  !  "  " #$  "%&  ! !  ' ! 7 "6   ! "   ' ! #$"%&  !   !    !  "  & " & " !    !( "!"     !& "  ! 8   ) "!  '   "  #*    + "( !%,  KONA með blóðugt sár á enninu situr í bíl sínum eftir að átök blossuðu upp á götu, sem hún átti leið um, milli óeirðalögreglu og fólks sem flytur smyglvarning fót- gangandi milli borgarinnar Ciudad Del Este í Paragvæ og brasilísku borgarinnar Foz de Iguacu. Nokkrir særðust þegar lögreglan dreifði smyglurunum, sem mótmæltu hertum reglum brasilísku tollgæslunnar um vöruinnflutning, í fyrradag. Reuters Óeirðir í Brasilíu RAÐMORÐINGINN Aileen Wuornos var tekinn af lífi með sprautu í ríkisfangelsinu í Flórída í gærmorgun, rúmum áratug eftir að hún myrti að minnsta kosti sex karlmenn við þjóðvegi í Flórída, þar sem hún starfaði sem vænd- iskona. Hún var 46 ára, einn fárra kvenkyns raðmorðingja í Banda- ríkjunum, og hafði neitað lög- fræðiaðstoð og afsalað sér áfrýj- unarrétti, þótt ýmsar spurningar hefðu vaknað um geðheilbrigði hennar. Wuornos var sex sinnum dæmd til dauða fyrir morð á miðaldra karlmönnum á árunum 1989 og 1990. Réttarhöldin yfir henni vegna fyrsta morðsins fóru fram 1992 og sagðist hún hafa drepið manninn í sjálfsvörn. Eftir að dómur féll játaði hún á sig fimm önnur morð. Í mörg ár hélt hún því fram að hún hefði skotið menn- ina til bana í sjálfsvörn er þeir hefðu verið að nauðga henni. Síðar dró hún þær fullyrðingar til baka, og sagðist vilja sættast við Guð. „Fyrirlít mannslíf“ „Ég er manneskja sem fyrirlít- ur mannslíf og myndi fremja fleiri morð,“ sagði hún fyrir hæstarétti Flórída. Hún fullyrti ennfremur að hún hefði sjö mannslíf á sam- viskunni. Raag Singhal, lög- fræðingur í Fort Lauderdale, skrifaði hæsta- rétti bréf í síð- asta mánuði og lét í ljósi miklar efasemdir um geðheilbrigði Wuornos. Jeb Bush ríkisstjóri frestaði þá aftöku henn- ar og fyrirskipaði að hún sætti geðrannsókn. Frestuninni var aflétt í síðustu viku, eftir að þrír geðlæknar, sem rætt höfðu við hana, komust að þeirri niðurstöðu að hún gerði sér fullkomlega ljóst að hún myndi deyja og hvers vegna taka ætti hana af lífi. Dómsmálaráðherra Flórída, John Tanner, fylgdist með viðtölum geðlæknanna við Wuornos og sagði hana hafa verið með réttu ráði og fyllilega meðvit- andi um hvað var á seyði. „Hún vissi nákvæmlega hvað hún var að gera,“ sagði Tanner. Wuornos var önnur konan sem tekin hefur verið af lífi í Flórída síðan dauðarefsingar voru aftur teknar þar upp 1976. Raðmorðingi tekinn af lífi Wuornos Starke í Flórída. AP. LÍTIL og meðalstór fyrirtæki í Rússlandi borga meira en 1.900 milljarða íslenskra króna í mútur árlega. Kemur það fram í nið- urstöðum könnunar, sem birt var í gær. Könnunin var gerð á vegum Transparency International, stofn- unar, sem fylgist með spillingu víða um heim, og unnin af rúss- neska skoðanakannanafyrirtækinu INDEM. Segir forstjóri þess, Georgí Satarov, að fyrrnefnd upp- hæð sé lágmarksáætlun. Að meðaltali greiða fyrirtækin um 84.000 kr. í mútur en meira en fimm sinnum meira í Moskvu eða 435.000 kr. Spilling í daglegu lífi er mikil í Rússlandi og raunar reglan í við- skiptum við ýmsar stéttir, til dæm- is lækna og lögreglumenn og ráða- menn í æðstu menntastofnunum. Greitt fyrir háskóla- vist og einkunnir Það er þó misjafnt eftir hér- uðum hve mikið óbreyttir borg- arar þurfa að greiða, allt frá 1.700 kr. á ári að meðaltali og upp í rúmlega 15.000 kr. Sem dæmi má nefna, að það kostar meira en 26.000 kr. í mútum að komast inn í háskóla eða fá góðar einkunnir. Á lista, sem Transparency Int- ernational birti í ágúst yfir spill- ingu víða um heim, var Rússland í 71. sæti ásamt Zimbabwe en spill- ingin er því meiri sem aftar dreg- ur á listanum. Peter Eigen, for- stjóri stofnunarinnar, segir, að þær ráðstafanir, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi gripið til lofi þó góðu þótt Rússar eigi vissulega mjög langt í land ásamt öðrum fyrrverandi sovétlýðveld- um. 1.900 millj- arðar í mútur Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.