Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 30
ERLENT
30 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÖRN í flóttamannabúðum í Raf-
ah á Gaza-svæðinu mótmæla
drápi ísraelskra hermanna á tólf
ára palestínskri stúlku sem beið
bana í skothríð frá ísraelskum
skriðdreka í fyrradag. Stúlkan
var að leik fyrir utan heimili sitt
þegar skothríðin hófst. Ísraelsher
sagði að hermennirnir hefðu ver-
ið að svara skotárás Palest-
ínumanna sem hefðu sært tvo
hermenn.
Tveir palestínskir drengir biðu
bana í skotárás ísraelskra skrið-
dreka í Rafah í gær og tuttugu
ungmenni særðust.
Reuters
Blóðs-
úthell-
ingum
mótmælt
BUNDINN var í gær með dómsúr-
skurði bráðabirgðaendir á verkfall
hafnarverkamanna á vesturströnd
Bandaríkjanna. Verkfallið hafði í tíu
daga lamað 29 helztu hafnir Banda-
ríkjanna við Kyrrahaf. Standa
verkamennirnir og skipafélög nú
frammi fyrir því risavaxna verkefni
að skipa upp og út þeim býsnum af
vörum sem hrannast hafa upp með-
an á verkfallinu stóð. Er talið að það
taki allt að tvo og hálfan mánuð að
koma vöruflæðinu aftur í eðlilegt
horf.
Vinnudeilan var farin að hafa það
alvarlegar afleiðingar að George W.
Bush Bandaríkjaforseti ákvað á
þriðjudag að grípa inn í hana. Í
fyrsta sinn í 25 ár nýtti Bandaríkja-
forseti heimild sem hann hefur sam-
kvæmt svokölluðum Taft-Hartley-
lögum frá 1947 til að biðja alríkis-
dómstól sem hefur lögsögu yfir
deiluaðilum að stöðva verkfallið eða
vinnustöðvunina í tilvikum þar sem
talið er að þjóðaröryggi sé ógnað.
Í beinu framhaldi af beiðni forset-
ans gaf alríkisdómarinn William Als-
up út bráðabirgðaúrskurð um að hlé
skyldi gert á verkfallinu til 16. októ-
ber. Lögfræðingar beggja deiluaðila
sögðust vænta þess að dómarinn
myndi síðan úrskurða að sverðin
skuli slíðruð í deilunni í 80 daga, en
Taft-Hartley-lögin kveða á um slík-
an frest. Þetta mun gera kaupmönn-
um kleift að fá vörupantanir sínar
með skilum í jólavertíðinni.
Tjónið mikið
„Þessi þjóð getur einfaldlega ekki
leyft sér að láta hundruð milljarða
framleiðslu og vöruviðskipti falla
niður,“ sagði Bush. „Við höfum ein-
faldlega ekki efni á því.“
Verkfallið hófst í lok september
vegna deilu um innleiðingu nýrrar
tækni við upp- og útskipun, er
fulltrúar verkalýðsfélaga hafnar-
verkamanna telja geta kostað fjölda
manns vinnuna. Samkvæmt mati
sem unnið var fyrir samtök fragt-
skipafélaga olli verkfallið á bilinu
eins til tveggja milljarða dala tjóni á
dag. Tekjumissirinn vegna hins 10
daga verkfalls hefði alls verið um 19
milljarðar dala, andvirði hátt í 1.700
milljarða króna.
Forseti Bandaríkjanna grípur inn í vinnudeilu
Hafnirnar opnaðar
með dómsúrskurði
San Francisco. AP.
BANDARÍKJAMAÐUR, Japani og Svisslending-
ur hlutu í gær Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir
rannsóknir sínar á prótínum er hafa valdið byltingu
í þróun nýrra lyfja og lofa góðu um fljótvirkari að-
ferðir til að greina sumar tegundir krabbameina.
Bandaríkjamaðurinn og Japaninn, John B. Fenn,
við Virginiu-háskóla, og Koichi Tanaka, starfsmað-
ur Shimadzu-fyrirtækisins í Kyoto, deila með sér
helmingi verðlaunafjárins, sem alls er 10 milljónir
sænskra króna. Hinn helminginn fær Svisslending-
urinn Kurt Wüthrich sem starfar hjá Svissnesku
tæknistofnuninni í Zürich og Scripps rannsóknar-
stofnuninni í San Diego í Bandaríkjunum.
Vegna vísindastarfa þessara þriggja manna geta
„efnafræðingar nú á skjótan og öruggan hátt fundið
hvaða prótín eru í tilteknu sýni“, segir í tilkynningu
Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar. „Þeir
geta líka búið til þrívíðar myndir af prótínmólik-
úlunum í lausn. Þannig geta vísindamenn bæði
„séð“ prótínin og komist að því hvaða hlutverki þau
gegn í frumunum.“
Fenn og Tanaka gerðu uppgötvanir sínar á síðari
hluta níunda áratugarins og gerbyltu greiningar-
tækni er kallast massalitrófsmæling og gerir vís-
indamönnum kleift að bera kennsl á efni í ljósi
massa þess. Fenn og Tanaka uppgötvuðu aðferð til
að beita þessari tækni á stór mólikúl.
Wüthrich hlaut verðlaunin fyrir að bæta tækni er
kallast kjarnsegulherma. Með þeirri tækni geta vís-
indamenn búið til þrívíðar myndir af mólikúlum í
lausn, sem er hið eðlilega umhverfi prótíns í frumu.
Uppgötvun Wüthrichs gerði vísindamönnum kleift
að beita þessari tækni á stór mólikúl á borð við prót-
ín.
Uppgötvanirnar hafa leitt af sér ný lyf og fregnir
berast um notagildi hennar í öðrum greinum, þ. á
m. við greiningu brjósta- og blöðruhálskirtils-
krabbameins og malaríu, að því er sænska aka-
demían greindi frá.
Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt fyrir rannsóknir á prótínum
Stokkhólmi. AP.
TVEIR Bandaríkjamenn fengu í
gær Nóbelsverðlaunin í hagfræði
fyrir rannsóknir sem miðuðu að því
að nota sálfræðilega hagfræði og til-
raunahagfræði til að útskýra ákvarð-
anir og atferli á fjármálamörkuðum.
Verðlaunahafarnir eru Daniel
Kahneman, 68 ára bandarískur og
ísraelskur ríkisborgari, sem starfar
við Princeton-háskóla í New Jersey,
og Vernon L. Smith, 75 ára prófess-
or við George Mason-háskóla í Virg-
iníu. Þeir deila með sér verðlauna-
fénu, sem er alls tíu milljónir
sænskra króna, andvirði 94 milljóna
króna.
Rannsóknir þeirra hafa sameinað
tilraunahagfræði og skilvitlega sál-
fræði og hafa auðveldað vísinda-
mönnum að treysta minna á athug-
anir á raunverulegum mörkuðum við
ákvarðanatöku og reiða sig meira á
vísindalegar tilraunir á rannsóknar-
stofum.
Að sögn sænsku vísindaakademí-
unnar hefur Kahneman fellt sál-
fræðilega þekkingu inn í hagfræðina
og lagt þannig grunninn að nýju
rannsóknasviði, „einkum hvað varð-
ar dómgreind manna og ákvarðana-
töku þegar óvissa ríkir“. Hann hafi
sýnt að ákvarðanir manna geti verið
í ósamræmi við ákvarðanir sem hag-
fræðikenningar segja fyrir. „Kahne-
man hefur þannig sýnt að þegar
óvissa ríkir notar dómgreind manna
oft kerfisbundið þumalputtareglur
sem samræmast ekki grundvallar-
fullyrðingum í líkindakenningum.“
Smith lagði grunninn að tilrauna-
hagfræði og sýndi mikilvægi nýrra
fjármálakerfa. Rannsóknir Smiths
hafa einkum beinst að hlutverki upp-
boða, sem hafa lengi verið notuð til
að skipuleggja markaði fyrir hráefni
eða fjármálakerfi. Slík uppboð eru
nú einnig notuð til að afnema einka-
leyfi á orkumörkuðum og einkavæða
ríkiseinokunarfyrirtæki.
Verðlaunin verða afhent í Stokk-
hólmi 10. desember.
Lögðu
grunninn
að nýjum
rannsókna-
sviðum
Stokkhólmi. AP, AFP.
Daniel
Kahneman
Vernon L.
Smith
Nóbelsverðlaunin
í hagfræði
GRÍSKA rétttrúnaðarkirkjan
hefur hafnað kröfu presta um
að fá að raka af sér skeggið,
losa sig við svörtu hempurnar
og pípuhattana og verða nú-
tímalegri í útliti.
Talsmaður kirkjunnar,
Anthimos biskup í Aþenu,
sagði að breytinga væri ekki
að vænta hvað þetta varðaði.
Prestar sem eru óánægðir
með hinn hefðbundna klæðn-
að segja að hann komi í veg
fyrir að þeir nái til venjulegs
fólks og auk þess dragi hann
úr líkunum á því að þeir geti
kvænst. Krafa prestanna var
lögð fyrir kirkjuráð á mánu-
dag.
Prestar grísku rétttrúnað-
arkirkjunnar geta aðeins
kvænst áður en þeir eru vígð-
ir til prests en einungis ein-
hleypir prestar geta fetað
upp metorðastigann innan
kirkjunnar.
Andstæðingar prestaskrúð-
ans segja að fæstar konur séu
fáanlegar til að láta sjá sig
með manni með mikið skegg
og í svartri hempu.
Fá ekki að
raka sig
Aþenu. AP.
John B.
Fenn
Koichi
Tanaka
Kurt
Wüthrich
Uppgötvanirnar hafa valdið
byltingu í þróun nýrra lyfja