Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 39
ÞAÐ vakti athygli þegar Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra lýsti því
yfir í fyrrahaust að markmið heil-
brigðisáætlunar í öldrunarþjónustu
til 2010 myndu ekki nást vegna fjár-
skorts, nema að nýir aðilir og nýjar
aðferðir kæmu til skjalanna. Stjórn
Hjálparstarfs kirkjunnar tók þetta
ákall til sín og fékk Dögg Pálsdóttur
lögmann til að skoða það álitaefni
hvort kirkjan ætti að taka meiri þátt í
öldrunarþjónustu en verið hefur.
Niðurstaða hennar var sú að söfnuðir
kirkjunnar ættu fyrst og fremst að
taka ný skref í opinni öldrunarþjón-
ustu. Tillaga til þingsályktunar þar að
lútandi er til umfjöllunar á kirkju-
þingi sem fram fer nú í október.
Samtök yngri aldraðra
Þjóðkirkjan og stofnanir hennar
hafa um árabil látið mikið til sín taka í
opinni öldrunarþjónustu, þótt hvergi
sé þeirrar starfsemi getið í opinberu
yfirliti um þessa þjónustu. Í Reykja-
víkurprófastsdæmum hefur verið
boðið upp á starf fyrir aldraða í
nokkrum kirkjum í a.m.k. tvo áratugi.
Starfið er af ýmsum toga: Reglulegar
samverustundir fyrir aldraða og
vinaheimsóknir, þ.e. heimsóknir á
heimili aldraðra einstaklinga í söfn-
uðinum, t.d. eftir að viðkomandi hefur
útskrifast af sjúkrahúsi.
Þess hefur orðið vart í vaxandi
mæli að ungir aldraðir, þ.e. þeir sem
eru rétt liðlega 70 ára að aldri, bjóða
fram þjónustu sína til þessara starfa.
Sambærileg þjónusta mun rekin í
ýmsum söfnuðum víða um land.
Spyrja má hvort ekki sé tímabært að
hlutast verði til um það af hálfu safn-
aða að stofnuð verði samtök yngri
aldraðra sem hafi það hlutverk að
veita þeim sem elstir eru stuðning
innan ramma opinnar öldrunarþjón-
ustu.
Tvíþætt áhersla
Áherslan í öldrunarþjónustu næsta
áratuginn er tvíþætt. Annars vegar
er lögð áhersla á stuðningsþjónustu
við aldraða sem búa heima, sb. for-
gangsmarkmiðið að 75% aldraðra séu
við svo góða heilsu að þeir geti með
viðeigandi stuðningi búið heima. Hins
vegar er lögð áhersla á stuttan bið-
tíma, þannig að hann verði aðeins þrír
mánuðir eftir hjúkrunarrými fyrir
aldraðan einstakling sem metinn hef-
ur verið í brýnni þörf fyrir slíka vist.
Þess er að vænta að gert sé ráð fyrir
að efling stuðningsþjónustu eigi að
styðja við markmið um stutta bið eft-
ir hjúkrunarrými. Því öflugri sem op-
in öldrunarþjónusta er þeim mun
lengur getur aldraður einstaklingur
búið heima.
Hlutfallslega fleiri hér á landi búa á
stofnunum en annars staðar á Norð-
urlöndunum. Líklegt er að þetta
muni breytast á næstu árum og það
kallar einnig á meira framboð af op-
inni öldrunarþjónustu en nú er fyrir
hendi.
Mörg sóknarfæri
Starf kirkjunnar í þágu aldraðra
hefur verið fjármagnað af söfnuðun-
um sjálfum. Opinberir aðilar hafa
ekki komið þar að máli með fjárfram-
lögum. Við vitum að vaxandi verkefni
eru framundan í opinni öldrunarþjón-
ustu. Efla þarf þjónustu heimilis-
hjálpar og heimahjúkrunar. Slík
þjónusta verður væntanlega áfram á
vegum heilsugæslustöðva sem ríkið
fjármagnar. Önnur þjónusta, svo sem
félagsmiðstöðvar aldraðra, dagvistir
og skammtímavistun, eru úrræði í
opinni öldrunarþjónustu sem aðrir
aðilar en hið opinbera gætu tekið að
sér, annaðhvort gegn greiðslu frá ríki
eða sveitarfélögum eða gegn greiðslu
frá hinum aldraða sjálfum.
Sóknarfærin eru mörg í þessu
sambandi. Sérstaklega gæti verið at-
hugunarefni að brydda upp á nýjung-
um í starfi á þessu sviði, nýjungum
sem rúma sjálfboðastarf og hefðu að
markmiði ódýrari þjónustu en þó
góða þjónustu. Hér hefur verið horft
til safnaða þjóðkirkjunnar en auðvit-
að eru fleiri líknar- og félagasamtök á
Íslandi vel í stakk búin til þess að
taka að sér verkefni í opinni öldrun-
arþjónustu.
Þannig sýnum við þeim sem
byggðu landið þá virðingu og þökk
sem þau eiga skilið.
Opin öldrunar-
þjónusta og
aðstoð frá yngri
öldruðum
Eftir Einar Karl
Haraldsson
Höfundur er stjórnarformaður
Hjálparstarfs kirkjunnar.
„Starf kirkj-
unnar í þágu
aldraðra hef-
ur verið fjár-
magnað af
söfnuðunum sjálfum.“
FORMAÐUR Sjálfstæðisflokks-
ins, Davíð Oddsson, hefur kallað við-
leitni Samfylkingarinnar til þróa nýj-
ar lýðræðisleiðir við ákvörðun um
stefnu flokksins til aðildarumsóknar
að Evrópusambandinu „gervipóst-
kosningu“ sem „kemur lýðræðinu
ekki við“. Ljóst er að honum er mikið í
mun að gera sem minnst úr áhuga nú-
tímalegra lýðræðissinna sem stuðla
vilja að virkara lýðræði og tíðari sam-
skiptum stjórnmálaflokka og stjórn-
valda við þegna landsins. Morgun-
blaðið á þakkir skyldar fyrir
frumkvæði að umræðu um virkt og
nútímalegt lýðræði en þrjú ár eru lið-
in frá því blaðið birti ítarlegan greina-
flokk um málið. Óhætt er að segja að
póstkosning Samfylkingarinnar um
aðildarviðræður að ESB sé m.a. svar
við ákalli Morgunblaðsins.
En hvers vegna reynir Davíð Odds-
son að láta sem lýðræðisviðleitni
Samfylkingarinnar sé lítils virði. Erf-
itt er að trúa því að það sé vegna
þröngsýni hans og fastheldni á það
form lýðræðis sem þróaðist einkum á
síðustu öld. Líklegasta skýringin er
að Davíð óttast hinn lýðræðislega
vilja í þessu máli. Hann veit að erfitt
er að sigra í alþingiskosningum á
þessu máli en á hinn bóginn hafa
skoðanakannanir ítrekað sýnt vilja
meirihluta Íslendinga á að hefja við-
ræður við ESB um aðild. Og það sem
meira er að í hans eigin flokki er, sam-
kvæmt könnunum, stærri hópur
stuðningsmanna aðildarumsóknar en
andstæðinga. Davíð er því í minni-
hluta í sínum flokki með sína afdrátt-
arlausu andstöðu við ESB. Undrast
þá nokkur andstöðu hans við lýðræð-
islegar nýjungar sem gætu beint at-
hyglinni að stöðu hans í eigin flokki, –
nýjungar sem gætu afhjúpað hvernig
formaður Sjálfstæðflokksins fer of-
fari í einu mikilvægasta viðfangsefni
íslenskra stjórnmála og það í blóra við
meirihluta félagsmanna í eigin flokki.
Póstkosningin
afhjúpar Davíð
Eftir Ásgeir
Friðgeirsson
Höfundur er ritstjóri og í framboði í
flokksvali Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæminu.
„Líklegasta
skýringin er
að Davíð ótt-
ast hinn lýð-
ræðislega
vilja í þessu máli.“
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
Tilboð
Jólakort og
merkimiðar
Í öllum
verslunum
Hagkaupa
Almennt verð
2.999,-
Tilboðs-
verð
1.499,-
Í hverjum pakka eru
20 blönduð jólakort og
18 merkimiðar.
Til styrktar Umhyggju
- félag til stuðnings
langveikum börnum.
A
FJ
Ó
RI
R