Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 43
ÞAÐ er mikilvægt að bregðast
skjótt við þegar alvarleg mál koma
upp. Stundum er hægt að koma í
veg fyrir hörmulega atburðarás og
stundum ekki.
Áhyggjufullur faðir skrifar yfir-
völdum bréf um hagi sonar síns og
telur hættu vera á ferðum. Af
hverju skrifar hann bréf? Það er
neyðarúrræði. Hann getur ekki
annað.
Voðaverk er unnið og sonurinn er
handtekinn, grunaður um refsiverð-
an verknað.
Heilbrigðisráðherra, dómsmála-
ráðherra og félagsmálaráðherra
funda um málið og ákveða að leggja
tillögu fyrir ríkisstjórnina um að
stofnaður verði sérstakur starfs-
hópur sem taka eigi á bráðavanda
geðsjúkra. Það er gott mál. En hvað
svo?
Systir geðsjúks manns sem situr í
fangelsi skrifar grein í blað og segir
sögu hans skýrt og skorinort. Af
hverju er sjúklingurinn dæmdur til
fangelsisvistar?
Í janúarmánuði árið 1999 kom út
skýrsla óháðrar nefndar sem kann-
aði orsakir sjálfsvíga á Litla-Hrauni
og lagði hún fram tillögur um úr-
bætur. Sumar þessara tillagna
höfðu í för með sér lítinn kostnað en
aðrar meiri. Nefndin taldi m.a.
nauðsynlegt að setja á laggirnar
millistigsdeild í réttargeðlækning-
um en það yrði ekki gert nema Al-
þingi veitti fé til þess af fjárlögum.
Geðdeildir sjúkrahúsa hafa tekið
geðveila fanga inn á almennar geð-
deildir en talið þó ýmis vandkvæði á
því þar sem þeir þurfa m.a. sérstaka
gæslu enda eru þeir að taka út refsi-
dóm. Lög kveða skýrt á um það að
fangar skuli hafa aðgang að geð-
deildum þótt í afplánun séu. Hvað á
slík millistigsdeild í réttargeðlækn-
ingum að gera? Þjóna sakhæfum
geðsjúkum mönnum; vinna skamm-
tímamat á geðheilsu fanga og
stunda réttargeðrannsóknir. Undir
þetta tóku fangelsisyfirvöld og land-
læknisembættið. Hvar er þessi
deild?
Fangar á Litla-Hrauni njóta
reglubundinnar geðlæknisþjónustu
frá Sogni. Umrædd nefnd lagði til
að ein deild fangelsisins á Litla-
Hrauni skyldi sinna meðferð þeirra
fanga sem þjást af geðrænum kvill-
um. Hvar er hún?
Þá lagði nefndin einnig til að
komið yrði á fót meðferðardeild á
Litla-Hrauni sem veita skyldi vand-
aða, virka og skipulega meðferð fyr-
ir vímuefnaneytendur. Margir fang-
ar glíma við fíkniefnavanda og þurfa
leiðsögn og skarpa meðferð til að
komast út úr þeim vítahring. Und-
irbúningur þessarar deildar hófst
og var kominn langt á veg en var
síðar skotið á frest vegna fjárskorts.
Til eru evrópskar fangelsisreglur
sem fela í sér lágmarksvernd til
handa föngum. Þessar reglur hafa
íslensk stjórnvöld samþykkt og ber
yfirvöldum fangelsismála að gæta
þeirra í störfum sínum – það er m.a.
álit umboðsmanns Alþingis. Þegar
þessar reglur eru lesnar kemur í
ljós að hagur fanga er um margt vel
tryggður sé eftir þeim farið. En til
þess að svo verði í smáu sem stóru
þarf fé.
Lykilatriði í þessu efni er að
stjórnvöld meti niðurstöður starfs-
hópa og nefnda og hrindi tillögum
sem bent er á í framkvæmd. Eða til
hvers er þá verið að mynda starfs-
hópa og skipa í nefndir?
Hvar er…?
Eftir Hrein S.
Hákonarson
„Lykilatriði í
þessu efni
er að stjórn-
völd meti
niðurstöður
starfshópa og nefnda
og hrindi tillögum sem
bent er á í fram-
kvæmd.“
Höfundur er fangaprestur þjóðkirkj-
unnar og formaður Verndar, fanga-
hjálparinnar.
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Námskeið í október
Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · www.raf.is
Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 5010
Fyrir þá
sem vilja ná
árangri
Almenn tölvunámskeið
Access 2 14.10.-17.10. 08:30-12:00 20 21.000
Word 1 14.10.-17.10. 17:30-21:00 20 18.000
Excel 2 21.10.-23.10. 13:00-16:30 15 14.000
Internet Explorer 21.10.-22.10. 08:30-12:00 10 10.000
Publisher 21.10.-23.10. 17:30-21:00 15 14.000
AutoCAD 2 25.10.-26.10. 08:30-16:30 20 36.000
Excel 1 28.10.-31.10. 17:30-21:00 20 18.000
Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-22.11. 08:30-12:00 60 45.000
Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-22.11. 13:00-16:30 60 45.000
Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-04.12. 17:00-20:30 60 45.000
Windows 28.10.-31.10. 13:00-16:30 20 18.000
Word 2 28.10.-31.10. 08:30-12:00 20 18.000
Sérfræðinámskeið
SQL Server Transact SQL 17.10.-18.10. 08:30-12:00 20 68.000
Managing Win 2000 Netw. Env. 21.10.-25.10. 08:30-16:30 50 170.000
SQL Server 2000 Database Adm. 28.10.-01.11. 08:30-16:30 50 170.000
Win 2000 Directory Services Adm. 04.11.-08.11. 08:30-16:30 50 170.000
Win 2000 Directory Services Design 04.11.-20.11. 08:30-12:00 30 45.000
Exchange 2000 Implem. & Managem. 11.11.-05.11. 08:30-16:30 50 170.000
Fyrir þá sem sjá um kennslu
Þjálfaraverkstæði 16.10. -18.10. 08:30-16:30 30 48.500
Fagnámskeið fyrir rafiðnaðarmenn
Kælitækni 1 17.10.-19.10. 08:30-18:00 40 45.000
Viðhald og umsjón rafgeyma 19.10.-19.10. 08:30-18:00 10 15.000
LabVIEW 1 grunnur 21.10.-23.10. 08:30-18:00 40 45.000
Háspennutækni 1 24.10.-26.10. 08:30-18:00 40 45.000
Iðntölvur 2 24.10.-26.10. 08:30-18:00 40 45.000
Uppsetning á tölvukerfum 24.10.-26.10. 08:30-18:00 40 45.000
Athugið! Námskeiðið Tölvunotkun 1. hluti hefst aftur 28. október. Dag- og
kvöldtímar. Þetta er rétta námskeiðið fyrir byrjendur. Engin heimavinna.
Lengd Verð
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Nýjar vörur daglega
Reimuðu buxurnar
og pilsin komin
Af hverju slökkvitæki í sjónvörp?
1. Það getur kviknað í þeim.
2. Það slekkur eldinn.
3. Það getur bjargað mannslífi.
H. Blöndal ehf. Sími 517 2121.