Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 43 ÞAÐ er mikilvægt að bregðast skjótt við þegar alvarleg mál koma upp. Stundum er hægt að koma í veg fyrir hörmulega atburðarás og stundum ekki. Áhyggjufullur faðir skrifar yfir- völdum bréf um hagi sonar síns og telur hættu vera á ferðum. Af hverju skrifar hann bréf? Það er neyðarúrræði. Hann getur ekki annað. Voðaverk er unnið og sonurinn er handtekinn, grunaður um refsiverð- an verknað. Heilbrigðisráðherra, dómsmála- ráðherra og félagsmálaráðherra funda um málið og ákveða að leggja tillögu fyrir ríkisstjórnina um að stofnaður verði sérstakur starfs- hópur sem taka eigi á bráðavanda geðsjúkra. Það er gott mál. En hvað svo? Systir geðsjúks manns sem situr í fangelsi skrifar grein í blað og segir sögu hans skýrt og skorinort. Af hverju er sjúklingurinn dæmdur til fangelsisvistar? Í janúarmánuði árið 1999 kom út skýrsla óháðrar nefndar sem kann- aði orsakir sjálfsvíga á Litla-Hrauni og lagði hún fram tillögur um úr- bætur. Sumar þessara tillagna höfðu í för með sér lítinn kostnað en aðrar meiri. Nefndin taldi m.a. nauðsynlegt að setja á laggirnar millistigsdeild í réttargeðlækning- um en það yrði ekki gert nema Al- þingi veitti fé til þess af fjárlögum. Geðdeildir sjúkrahúsa hafa tekið geðveila fanga inn á almennar geð- deildir en talið þó ýmis vandkvæði á því þar sem þeir þurfa m.a. sérstaka gæslu enda eru þeir að taka út refsi- dóm. Lög kveða skýrt á um það að fangar skuli hafa aðgang að geð- deildum þótt í afplánun séu. Hvað á slík millistigsdeild í réttargeðlækn- ingum að gera? Þjóna sakhæfum geðsjúkum mönnum; vinna skamm- tímamat á geðheilsu fanga og stunda réttargeðrannsóknir. Undir þetta tóku fangelsisyfirvöld og land- læknisembættið. Hvar er þessi deild? Fangar á Litla-Hrauni njóta reglubundinnar geðlæknisþjónustu frá Sogni. Umrædd nefnd lagði til að ein deild fangelsisins á Litla- Hrauni skyldi sinna meðferð þeirra fanga sem þjást af geðrænum kvill- um. Hvar er hún? Þá lagði nefndin einnig til að komið yrði á fót meðferðardeild á Litla-Hrauni sem veita skyldi vand- aða, virka og skipulega meðferð fyr- ir vímuefnaneytendur. Margir fang- ar glíma við fíkniefnavanda og þurfa leiðsögn og skarpa meðferð til að komast út úr þeim vítahring. Und- irbúningur þessarar deildar hófst og var kominn langt á veg en var síðar skotið á frest vegna fjárskorts. Til eru evrópskar fangelsisreglur sem fela í sér lágmarksvernd til handa föngum. Þessar reglur hafa íslensk stjórnvöld samþykkt og ber yfirvöldum fangelsismála að gæta þeirra í störfum sínum – það er m.a. álit umboðsmanns Alþingis. Þegar þessar reglur eru lesnar kemur í ljós að hagur fanga er um margt vel tryggður sé eftir þeim farið. En til þess að svo verði í smáu sem stóru þarf fé. Lykilatriði í þessu efni er að stjórnvöld meti niðurstöður starfs- hópa og nefnda og hrindi tillögum sem bent er á í framkvæmd. Eða til hvers er þá verið að mynda starfs- hópa og skipa í nefndir? Hvar er…? Eftir Hrein S. Hákonarson „Lykilatriði í þessu efni er að stjórn- völd meti niðurstöður starfshópa og nefnda og hrindi tillögum sem bent er á í fram- kvæmd.“ Höfundur er fangaprestur þjóðkirkj- unnar og formaður Verndar, fanga- hjálparinnar. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Námskeið í október Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · www.raf.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 5010 Fyrir þá sem vilja ná árangri Almenn tölvunámskeið Access 2 14.10.-17.10. 08:30-12:00 20 21.000 Word 1 14.10.-17.10. 17:30-21:00 20 18.000 Excel 2 21.10.-23.10. 13:00-16:30 15 14.000 Internet Explorer 21.10.-22.10. 08:30-12:00 10 10.000 Publisher 21.10.-23.10. 17:30-21:00 15 14.000 AutoCAD 2 25.10.-26.10. 08:30-16:30 20 36.000 Excel 1 28.10.-31.10. 17:30-21:00 20 18.000 Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-22.11. 08:30-12:00 60 45.000 Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-22.11. 13:00-16:30 60 45.000 Tölvunotkun 1. hluti 28.10.-04.12. 17:00-20:30 60 45.000 Windows 28.10.-31.10. 13:00-16:30 20 18.000 Word 2 28.10.-31.10. 08:30-12:00 20 18.000 Sérfræðinámskeið SQL Server Transact SQL 17.10.-18.10. 08:30-12:00 20 68.000 Managing Win 2000 Netw. Env. 21.10.-25.10. 08:30-16:30 50 170.000 SQL Server 2000 Database Adm. 28.10.-01.11. 08:30-16:30 50 170.000 Win 2000 Directory Services Adm. 04.11.-08.11. 08:30-16:30 50 170.000 Win 2000 Directory Services Design 04.11.-20.11. 08:30-12:00 30 45.000 Exchange 2000 Implem. & Managem. 11.11.-05.11. 08:30-16:30 50 170.000 Fyrir þá sem sjá um kennslu Þjálfaraverkstæði 16.10. -18.10. 08:30-16:30 30 48.500 Fagnámskeið fyrir rafiðnaðarmenn Kælitækni 1 17.10.-19.10. 08:30-18:00 40 45.000 Viðhald og umsjón rafgeyma 19.10.-19.10. 08:30-18:00 10 15.000 LabVIEW 1 grunnur 21.10.-23.10. 08:30-18:00 40 45.000 Háspennutækni 1 24.10.-26.10. 08:30-18:00 40 45.000 Iðntölvur 2 24.10.-26.10. 08:30-18:00 40 45.000 Uppsetning á tölvukerfum 24.10.-26.10. 08:30-18:00 40 45.000 Athugið! Námskeiðið Tölvunotkun 1. hluti hefst aftur 28. október. Dag- og kvöldtímar. Þetta er rétta námskeiðið fyrir byrjendur. Engin heimavinna. Lengd Verð Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Nýjar vörur daglega Reimuðu buxurnar og pilsin komin Af hverju slökkvitæki í sjónvörp? 1. Það getur kviknað í þeim. 2. Það slekkur eldinn. 3. Það getur bjargað mannslífi. H. Blöndal ehf. Sími 517 2121.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.