Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helgi Krist-bjarnarson
fæddist í Reykjavík
25. júní 1947. Hann
lést á heimili sínu 30.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Helga
voru Kristbjörn
Tryggvason barna-
læknir og prófessor,
f. 29.7. 1909, d. 23.8.
1983, og kona hans,
Guðbjörg Helgadótt-
ir Bergs húsmæðra-
kennari, f. 6.3. 1919,
d. 13.7. 2002. Systur
Helga eru Fanney, f.
24.9. 1949, og Halla, f. 24.3. 1951.
Árið 1969 kvæntist Helgi Sig-
ríði Sigurðardóttur kennara, f.
12.8. 1946. Foreldrar hennar eru
Sigurður Gunnarsson, f. 10.8.
1923, d. 6.8. 1980, og Sigríður
Ólafsdóttir, f. 10.12. 1921. Börn
þeirra Helga og Sigríðar eru: 1)
Birna, líffræðingur, f. 1.10. 1969,
eiginmaður Rögnvaldur J. Sæ-
mundsson verkfræðingur, f. 3.3.
1968, synir þeirra eru Sæmund-
ur, f. 1991, Sölvi, f. 1994, og Kári,
f. 2001. 2) Tryggvi, læknir, f. 5.9.
1971, sambýliskona Ásta Katrín
Hannesdóttir háskólanemi, f.
29.1. 1975, sonur þeirra er fædd-
ur 2002. 3) Halla, háskólanemi, f.
4.10. 1976, sambýlismaður Andr-
eas Michaelis háskólanemi, f.
8.12. 1974. 4) Kristbjörn, há-
skólanemi, f. 2.4. 1979, sambýlis-
kona Inga María Leifsdóttir
blaðamaður, f. 5.9. 1977.
Helgi ólst upp á heimili for-
eldra sinna á Miklubraut 48 í
Reykjavík. Hann
tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1967
og embættispróf frá
læknadeild Háskóla
Íslands árið 1975.
Helgi lauk doktors-
námi í taugalífeðlis-
fræði frá Karol-
inska Institutet í
Stokkhólmi árið
1983 og varð sér-
fræðingur í geð-
lækningum árið
1986. Hann starfaði
sem læknir á geð-
deild Landspítalans frá 1981–
1996 og kenndi við Háskóla Ís-
lands. Helgi átti stóran þátt í
uppbyggingu svefnrannsókna á
Íslandi og stóð fyrir rannsókn-
arstofu á því sviði á geðdeild
Landspítalans. Hann var frum-
kvöðull að útgáfu Íslensku lyfja-
bókarinnar sem fyrst kom út
1985. Árið 1994 stofnaði Helgi
fyrirtækið Flögu hf. til að þróa
og smíða nýja gerð svefnrann-
sóknartækja og var forstjóri fyr-
irtækisins til ársins 2001. Vís-
indagreinar eftir Helga hafa
birst í fagritum víða um heim og
honum hafa verið veittar ýmsar
viðurkenningar fyrir störf sín,
m.a. frá Rannsóknaráði Íslands
og Samtökum iðnaðarins. Með
verkum sínum stuðlaði Helgi að
vexti og framþróun íslensks heil-
brigðistækniiðnaðar.
Útför Helga fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
„Mínir vinir fara fjöld, feigðin
þessa heimtar köld,“ segir Hjálmar
Jónsson frá Bólu í einu kvæða sinna.
Fallvaltleiki mannlegrar tilveru
hefur um aldir verið öllum hugsandi
mannverum hugleikinn; Hjálmar
kallaði sig Feig Fallandason eins og
til að undirstrika eigin forgengileika.
Séra Hallgrímur Pétursson leggur í
sálmum sínum og veraldlegum kveð-
skap áherslu á óvissan tíma lífs og
dauða. „Leikur líf á þræði, en lukkan
völt er,“ segir hann einhvers staðar.
Í þessum brothætta heimi skiptir
mestu að rækta vitundarsamband
sitt við Guð og góða menn. „Freist-
ing þung ef þig fellur á, forðastu einn
að vera þá;“ segir séra Hallgrímur.
Fátt er skelfilegra en örvinglan og
einmanaleiki þess sem finnur sig yf-
irgefinn af Guði og mönnum.
Nú á ævilokum vinar míns Helga
Kristbjarnarsonar skynja ég betur
en áður gildi vináttunnar í heimi
breytileikans. Við Helgi kynntumst í
upphafi læknanáms fyrir liðlega 30
árum þegar við fundum hvor annan.
Ég skynjaði hversu skarpgreindur
og skapandi Helgi var og óhræddur
við að nálgast viðfangsefnin á fersk-
an hátt. Stúdentapólitík heillaði okk-
ur báða og án mikillar umhugsunar
æddum við á foraðið. Helgi var efsti
maður á framboðslista meintra
vinstrimanna en ég var áróðursstjóri
og ritstjóri lítils kosningablaðs. Við
töpuðum þeim slag naumlega vegna
dirfskufulls dómgreindarleysis rit-
stjórans og þessi ósigur tengdi okkur
æ síðan. Við tókum við útgáfu blaðs
læknanema nokkru síðar og breytt-
um því úr steinrunnu tímariti fyrir
verðandi embættismenn og smá-
borgara í nýstárlegt málgagn þeirr-
ar stúdentabyltingar sem þá skók
heiminn. Við vorum óhræddir við að
ráðast á gamlar hefðir og gildi og
skoruðum heiminn á hólm. Blaðið
varð málsvari þeirra sem neituðu að
beygja sig undir viðteknar hefðir og
höfnuðu óskeikulleika handhafa
valdsins. Það var ekki að ófyrirsynju
að verðir hefðbundinna gilda ís-
lenskrar læknastéttar sögðu alls ör-
yggis vegna okkur báða gengna af
göflunum. Á þessum árum var Helgi
oftar en ekki hugmyndasmiður fyrst
og fremst en ég gekk til fram-
kvæmdanna. Saman komum við
mörgu í verk; gáfum út blöð, mót-
mæltum mótmælanna vegna, stofn-
uðum félög félaganna vegna og sótt-
um hvor annan heim og góðar
hugmyndir.
Ég vissi að á heimili hans átti ég
mér ávallt grið, og þangað gat ég
leitað í hlýju og mannvit hans og Sig-
ríðar, hvort heldur heimurinn var
mér andsnúinn eða hampaði mér um
stund. Hjónaband þeirra Helga og
Sigríðar einkenndist af gagnkvæmri
virðingu og hugarflug Helga jarð-
tengdist fyrir tilstuðlan Sigríðar.
Þau voru um margt ólík en kostir
þeirra beggja fengu að njóta sín ein-
mitt þess vegna.
Tíminn leið áfram og við héldum
til sérnáms hvor í sína áttina og sner-
um síðan aftur heim. Lífið bjó okkur
ólíka umgjörð en gömul vinátta
tengdi okkur í gleði og sorg daganna.
Um tíma skildi leiðir en vináttan var
byggð á þeim kærleika sem fyrirgef-
ur allt og umber allt svo að við huns-
uðum ósættið. Samskiptin fengu
aðra birtingu með breyttum forsend-
um. Ég fann á þessu tímabili ósættis
að hallur stóð ég Helgalaus. Ítarleg
umræða og athuganir hans skiptu
mig óendanlega miklu í dagsins önn.
Síðasta árið þjáðist Helgi af þeim
sjúkdómi sem að lokum dró hann til
bana. Á þessu tímabili hittumst við
oft og veltum fyrir okkur lífi okkar
og lifun, pro og contra. Við vorum á
sumum sviðum manna ólíkastir en
kannski fundum við það hvor í ann-
ars fari sem við söknuðum í okkur
sjálfum.
Sameiginlegur vinur okkar Helga,
meistari Megas, segir einhvers stað-
ar:
Mitt ævistarf er orðið næsta nóg
og nú mun ráð að tygja sig til farar
því sá er meiri er sekkur djúpin í;
með sínum knerri þeim er í hálfu kafi marar.
Helgi ákvað að hann vildi ekki
mara í hálfu kafi og hratt þeirri
ákvörðun sinni í framkvæmd eins og
hann var ávallt vanur að gera.
Frá því að andlátsfregnin barst
mér hef ég verið að reyna að hugsa
mig í sátt við þessa ákvörðun vinar
míns eins og ég aðlagaði mig svo oft
að hugviti hans og dirfsku.
Hjálmar Jónsson frá Bólu harm-
aði brottför vina sinna í hendingun-
um sem vitnað er til hér að ofan.
Þessar línur komu mér í huga þegar
Helgi dó einungis ári á eftir hollvini
okkar Ásbirni Sigfússyni.
Hjálmar heldur áfram og segir:
– eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rifinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
Lífið og baráttan halda áfram og
tilveran er öðruvísi nú en áður. Fjöl-
skyldan á alla samúð okkar Ernu.
Minningin um mannkosti Helga
Kristbjarnarsonar mun gera sorgina
léttbærari og greiða leiðina til góðs.
Óttar Guðmundsson.
Dýrmætar eru minningarnar sem
Helgi Kristbjarnarson skilur eftir
sig. Spor hans lágu víða, hæfileikarn-
ir ríkir, en mest um verð var mann-
eskjan sjálf.
Helgi var hlédrægur og fámáll við
fyrstu kynni. Hann var djúphugull
gáfumaður, frumlegur og skapandi,
grúskari og uppfinningamaður, en
umfram allt heilsteyptur, hlýr og
traustur. Enginn kunni betur að
hlusta. Hann tók sér ótrúlega margt
fyrir hendur og virtist hafa hæfileika
í nánast öllu; söng, leiklist, skák og
ljósmyndun, svo fátt eitt sé nefnt.
Það var veturinn sem við Helgi
vorum í 5. bekk í MR og Sigga í 6.
bekk að kynni okkar tókust. Betri og
traustari vinir eru vandfundnir. Það
voru sameiginlegar hugsjónir sem
tengdu okkur. Helgi og Sigga voru í
12 manna hópi sjálfboðaliða sem
hófu starf Tengla á Kleppsspítalan-
um í ársbyrjun 1966. Það átti síðan
eftir að breiðast út til fleiri stofnana
og í samfélagið. Markmiðið var að
rjúfa félagslega einangrun geð-
sjúkra, efla mannréttindi þeirra og
vinna gegn fordómum.
Helgi leiddi Tengla í sérstöku
átaki vorið 1968 þegar koma þurfti
fræðslu um breytinguna yfir í hægri
umferð til allra þeirra sem af ein-
hverjum ástæðum voru einangraðir í
samfélaginu. Í leiðinni stóð Helgi
fyrir því að gerð var könnun á högum
aldraðra í Reykjavík með viðtölum
við þá sjálfa, sem var nýlunda. Eftir
eins árs nám í læknisfræði við HÍ
tókst Helgi á hendur forystuhlut-
verk í stúdentapólitíkinni er hann
haustið 1969 varð oddviti vinstri
manna fyrir hið nýstofnaða félag,
Verðandi.
Sigga var lífsförunautur Helga í
víðasta skilningi þess orðs, hún var
með honum í nánast öllu sem hann
tók sér fyrir hendur. Hamingja
þeirra blómstraði frá fyrstu tíð og
barnalánið var einstakt. Það voru
dásamleg forréttindi að vera auka-
félagi í stórfjölskyldunni og fá að
fylgjast með Birnu, Tryggva, Höllu
og Kristbirni frá fyrstu tíð, hverju
öðru efnilegra og yndislegra. Nú eru
þau öll á góðri leið með að eignast
fjölskyldu og það er eins og andblær-
inn af Miklubrautinni ætli ekki að
segja skilið við þau.
Í lífsstarfi Helga tókust á tveir
meginþættir og fengu báðir að njóta
sín, vísindin og manneskjan. Sér-
grein Helga í læknisfræði var geð-
lækningar.
Virðing, skilningur og hlýja gagn-
vart sjúklingum einkenndi öll hans
störf.
Hann lagði einnig drjúgan skerf til
áfengis- og vímuefnalækninga, þótt
vísindastörf og uppfinningar yrðu
fyrirferðarmeiri með árunum. Glæsi-
legan bautastein reisti Helgi sér með
því framfarafyrirtæki sem Flaga er
og mun hugmyndaauðgi hans og
snilld meðfram manneskjulegri
stjórnun svífa þar yfir vötnum um
mörg ókomin ár.
Þegar Helgi er nú hrifinn burt af
grimmum sjúkdómi sem herjað hef-
ur á hann í meira en ár og valdið
óumræðilegri kvöl, þá er dauðinn
frelsi.
Harmurinn er þungbær þeim sem
eftir standa og sjá á eftir slíkum öð-
lingi, afbragðsdreng og afreksmenni
í blóma lífsins.
Það er vandséð hvernig skarðið
verður fyllt. En huggun er það harmi
gegn að líta til barna Helga og
barnabarna og sjá og finna hvernig
hann lifir áfram í þeim mannvæna
hópi.
Elsku Sigga mín. Guð varðveiti
þig og styrki og láti verndarengla
sína vaka yfir ykkur öllum. Vinurinn
minn góði, ég þakka þér allt. Þú skil-
aðir þínu, hvíldu nú í friði.
Sveinn Rúnar Hauksson.
Fyrir 16 árum gerðist ég tíður
gestur á Miklubrautinni. Ég var þá
kærastinn sem gerði hosur sínar
grænar fyrir elstu dótturinni á heim-
ilinu. Það gekk vel að kynnast dótt-
urinni en verr að kynnast Helga föð-
ur hennar. Helgi var afar þögull og
reyndist oft erfitt fyrir hinn tilvon-
andi tengdason að brydda upp á
heppilegum umræðuefnum. Það var
því lítið annað að gera en að skoða í
bókahillurnar á Miklubrautinni. Þar
leyndust þó ýmis sameiginleg áhuga-
mál og efni í margar samræður sem
urðu upphafið að áralangri vináttu
okkar Helga.
Helgi lét sér þó ekki nægja að
grúska í bókum og spjalla. Hann var
alltaf að gera eitthvað óvenjulegt.
Þegar ég hugsa til baka þá var Helgi
alltaf að berjast fyrir að gera flókna
hluti einfalda og láta þar með gott af
sér leiða. Hvort sem það var notkun
Macintosh-tölva, útgáfa lyfjabókar
fyrir almenning, rannsóknir í geð-
læknisfræði, svefnrannsóknir, smíði
svefnrannsóknartækja eða rekstur
og stjórnun Flögu þá einkenndust
þessi verkefni af þeirri grunnhugsun
hans að flóknir hlutir þyrftu ekki að
vera flóknir ef maður bara hugsaði
þá á nýjan hátt. Hann var afskaplega
trúr þessari sannfæringu sinni og
hafði hana ávallt að leiðarljósi.
Ég fékk tækifæri til þess að taka
þátt í sumum af þessum verkefnum
með Helga. Það var mér dýrmæt
reynsla sem ég er mjög þakklátur
fyrir. Ég á eftir að sakna nýrra hug-
mynda frá Helga, en ég á fyrst og
fremst eftir að sakna góðs vinar með
stórt hjarta sem var óhræddur við að
láta það ráða ferðinni.
Rögnvaldur J. Sæmundsson.
Helgi Kristbjarnarson mágur
minn er til grafar borinn í dag eftir
sviplegt og ótímabært andlát hinn
30. september. Það er mikill harmur
kveðinn við andláts slíks öðlings sem
Helgi var. Engu að síður ber að
þakka fyrir að hafa tengst Helga og
kynnst mannkostum hans.
Vísindamaðurinn Helgi Krist-
bjarnarson var flestum kunnur og
þarf ekki að fjölyrða um hæfileika
hans á því sviði. Rannsóknir hans og
uppbygging hátæknifyrirtækisins
Flögu vitna um einbeitni hans, snilld
og áræði sem einungis örfáum er
gefið.
Mannvinurinn Helgi Kristbjarn-
arson var e.t.v. ekki eins sýnilegur
öllum. Það er hins vegar áberandi að
leiðarljós Helga í öllu, sem hann hef-
ur tekið sér fyrir hendur, er bættur
hagur samferðafólksins. Áhugamál
hans og störf hafa einnig markast af
sterkri réttlætiskennd og umhyggju
fyrir samborgurunum, smáum sem
stórum. Margir hafa leitað til hans
með ýmiss konar vanda og notið góðs
af hæfileikum hans til að hlusta,
íhuga, rökræða og gefa góð ráð.
Heimilisfaðirinn og fjölskyldu-
maðurinn Helgi er þó það dýrmæt-
asta sem eftir stendur í minningunni
þegar hann kveður sína nánustu.
Samheldni hans og Siggu systur
minnar var einstök og heimili þeirra
einkennist ekki síst af þeim hlýja og
rólega anda sem ávallt fylgdi Helga.
Þar eiga allir skjól og þar hafa börn
þeirra fjögur notið fádæma góðs at-
lætis og fengið þann styrk sem nú
hjálpar þeim á erfiðum stundum.
Það eru mikil verðmæti sem Helgi
hefur skilað til samfélagsins. Hann
hefur rutt braut á sviði svefnrann-
sókna og hátækniiðnaðar og sinnt
læknis- og mannúðarstörfum af eld-
móði og alúð. Síðast en ekki síst hef-
ur hann með eigin lífsmáta gefið
börnum sínum og eftirlifendum
skýra sýn á verðmæti lífsins. Sú sýn
felst í að leita kjarna hvers máls,
setja markið hátt en miklast þó ekki
af verkum sínum.
Þökk sé þér, kæri mágur. Hvíl í
friði.
Ólafur Sigurðsson.
Helgi Kristbjarnarson, þessi ljúfi,
greindi og góði maður, hefur verið
hrifinn burtu.
Eftir stendur hnípinn hópur sem
unni honum og mat svo mikils verk
hans, góðan hug og gjörðir.
Leiðir okkar hafa legið saman í 30
ár í gegnum nám, störf og vinátt-
ustundir. Síðustu árin bættist enn
við stundirnar þegar börnin okkar
Inga María og Kristbjörn ákváðu að
leiðast saman í gegnum lífið. Þá
kynntumst við enn einni hlið á Helga
og fleirum af hans góðu eiginleikum.
Á öllum samverustundum okkar hef-
ur hann borið með sér svo mikla
hlýju og góðvild og áhugi hans á vel-
ferð annarra var einstakur.
Lífsganga hans bar vott um heil-
steypta lífssýn. Hann afrekaði mikið
í lífinu á sinn hljóða og fágaða hátt
með Sigríði ávallt sér við hlið. Ber
þar hæst uppeldi fjögurra barna og
stuðning og alúð við tengdabörn og
barnabörn. Hann var vinur vina
sinna og átti stóran sess í hjarta allra
í vinahópnum. Helgi var með greind-
ari mönnum og átti frumkvæði að
svo mörgu til framfara og aukinna
gæða innan heilbrigðisþjónustunnar.
Eftir hann stendur mikill þekking-
arforði sem framtíðin mun njóta
ávaxta af.
Áhugi Helga á listum og listsköp-
un var mikill og voru menning og
listir stór þáttur í lífi hans. Hann
skildi betur en margir aðrir hve mik-
ið og óeigingjarnt starf liggur þar oft
að baki. Því studdi hann með beinum
og óbeinum hætti ýmiss konar lista-
og menningarstarf. Hann leitaði
aldrei eftir hrósi, þakklæti eða við-
urkenningu en naut stundanna og
þess að geta lagt eitthvað af mörkum
til að auðga samfélagið af menning-
ar- og listrænum gildum.
Fjölskyldan, vinir, heilbrigðis-
þjónustan, heilbrigðisvísindaheim-
urinn og samfélagið hafa misst svo
ótrúlega mikið við fráfall hans.
Við biðjum góðan guð að blessa
minningu Helga Kristbjarnarsonar
og styðja alla þá er hann unni og hon-
um unnu.
Vilborg og Leifur.
Ég man í sjálfu sér ekki mikið eftir
samskiptum okkar frændanna á mín-
um uppvaxtarárum. Helgi var
nokkru eldri en ég, og mér finnst
hann einhvern veginn alltaf hafa ver-
ið þessi yfirvegaði geðlæknir sem
hlaut að skilja mannshugann svo
miklu betur en ég. Af og til upplifði
ég allt aðrar hliðar á honum eins og
þegar hann beitti sér fyrir hvala-
vernd, eða þegar hann gaf mér ætt-
artré okkar langt aftur í aldir, sem
hann hafði lagst yfir og komið á
tölvutækt form löngu á undan flest-
um samferðamönnum okkar.
Það var svo á síðasta áratug að
samskipti okkar jukust til muna. Á
sama tíma og ég var við viðskipta-
tengt nám og ráðgjafastörf í Banda-
ríkjunum hafði Helgi stofnað Flögu
og hafið framleiðslu á hátæknilækn-
isfræðitækjum, af því að honum
fannst þau tæki sem hann notaði
ekki nógu góð! Í fríum hér heima frá
ys og þys bandarískra hátæknifyr-
irtækja fannst mér frábært að hitta
rólynda Helga og heyra hvernig
Flaga hafði byggst upp síðan við hitt-
umst síðast, skref fyrir skref, jafnt
og örugglega. Það er mikið afrek að
með nýlegum kaupum á bandarísk-
um keppinaut skuli Flaga hafa tekið
afgerandi forystu á sínu sviði í heim-
inum.
Ég lærði mikið í viðskiptum af
Helga, sem hafði einstaklega heil-
brigt viðhorf til rekstrar fyrirtækja.
Meginmarkmið hans í viðskiptum
var ekki að hagnast heldur að láta
gott af sér leiða. Honum var það
hjartans mál, að allir sem áttu sam-
skipti við hann, hvort heldur voru
starfsmenn, fjárfestar eða viðskipta-
vinir, nytu góðs af. Helgi var varfær-
inn og mátti ekki til þess hugsa að
standa ekki við sitt. Hann fjárfesti
nokkuð í líftækni og eftir hrun þess
markaðar var honum kappsmál og
léttir að selja aðrar eignir sínar til
þess að standa við allar skuldbind-
ingar sem þessum fjárfestingum
fylgdu. Helgi var hins vegar ótrúlega
óvæginn í eigin garð og þótt hann
sýtti ekki tapaða fjármuni sína tók
hann afar nærri sér tap annarra sem
lagt höfðu í sams konar fjárfestingar
og hann sjálfur.
Ég kveð Helga með söknuði og
sorg í hjarta. Eftir stendur minning-
in um einstakan persónuleika og
kæran frænda sem ég mun ávallt
hugsa til og segja frá fullur stolts.
Jón Gunnar Bergs.
HELGI
KRISTBJARNARSON